Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 6
8 MORcrnvnr aðið Surmudagur 28. maf 195T / fáum orðum sagt: J l ALLRA VEÐRA VON! ÞAB er mikill viðburður í lífí ungs höfundar þegar fyrsta bókin kemur út eftir hann. Þá hefst ævintýrið um drauminn, sem enginn veit, hvort verður að veruleika. Jóhannes Helgi, ungur Reyk- víkingur, sendir frá sér fyrstu bók sína um þessar mundir, á- gæta bók, sem heitir ALLRA VEÐRA VON — og eru í henni sex sögur. Eftir lestur þeirra á maður bágt með að trúa öðru en draumurinn verði að veru- leika. En Jóhannes á vafalaust eftir að tæma marga beiska kaleika í forsælunni, þar sem ung skáld eiga einna helzt at- hvarf — og það er þeim vafa- laust hollt að vissu marki, þó að við óskum þess öll, að ungir höf- undar njóti góðra starfsskilyrða. I forsælunni eru skuggarnir oft grænir, grænni en annars staðar. Skuggarnir geta jafnvel verið grænir í kirkjugarðinum við leiðið hans Nikolja og grænn er sá ölduveggur sem rís eins og seig fljótandi gler undan skutnum á henni Bryndísi, þar sem maður stendur og horfir á þéttriðna möskva, skálkaðar lúgur og hlust ar á súrrið í trossunni. — Þar lærði Jóhannes Helgi að hlusta vel. Hvernig hagar maður sér í blaðaviðtali? Þeir sem reykja byrja venju- lega á að fá sér sígarettu, Jó- hannes. Og svo? Þú segir frá því i formála bók- ar þinnar, Jóhannes, þegar þú tvítugur að aldri hugðist segja skilið við skáldskapinn, sem þú kallar (Jfikt þetta“ og barst á bál úti í Órfirisey skáldskap þinn frá æskuárunum, og frásögn þín er menguð sjálfsháði. Var Örfiris ey kannski draumaland þitt frá bernskuárunum, eins og svo margra Vesturbæinga, . svona hálfhelgur staður? Nei. Það var styttra þangað, heldur en á öskuhaugana. Mér fannst nú örla dálítið á rómantík bak við hæðnina í for- málanum. Brennunni hefur nú fylgt nokkur söknuður. Var það ekki? Síður en svo. Ég man ekki bet- ui en það væri fögnuður í hverri taug þegar ég sprangaði vestur Grandann — heim, laus og lið- ugur. Með töskuna þó? Já, — tóma. Og enginn söknuður, svona I aðra röndina. Kannski það. Þú ert sannar- lega iðinn við kolann. Og þú átt reyndar kollgátuna. Örfirisey var ævintýraland okkar pottorm- anna í Vesturbænum, þarna börð umst við með bronsuðum tré- sverðum daginn út og daginn inn, þetta var paradís af skít, grjóti og grasi og enginn til að segja: má ekki! og ekki heldur: burt af túninu mínu! Þessa eyju áttum við saman guð og strákamir. Og þó — það kom fyrir að helgi eyj- arinnar var spjölluð um stund- arsakir. Þá mátti sjá á Granda- garði för gustmikilla fótvissra mæðra á leið út í eyju að sækja sína óþekktarorma, sem höfðu þá skrópað í skólanum eða svik- izt um sendiferð. Urðu þá stund- um sviptingar á eyjunni; mörg þungstíg konan endurheimti þá um stund sitt æskufjör þarna á grundunum — og margur her- tygjaður sveinninn laut þar í gras fyrir sinni móður. Eitt af því sem þú brenndir þarna á eyjunni var skáldsaga um eilífðarmálin. Var þér þetta hug- leikið á þessum árum? Miklu fyrr. Það byrjaði á sjö- unda aldursári, skal ég segja þér. Þó verður að fyrirgefa að ég skuli segja: skal ég segja þér, en — Rabbað v/ð Jóharmes Helga — Paradís at skít, grasi og grjóti í Örfirisev - Stóru hundarnir skáldanna - Prússneskt herpúður - Djásnin í lóninu - Mceður fylkja liði á Cranda - Stór og sterkur hlynur - þetta eru sennilega áhrif frá Steini Steinarri. En við áttum heima þarna skammt frá kirkju- garðinum og stússið við grafirn- ar leiddi auðvitað af sér regn af spurningum og móðir mín upp- lýsti mig náttúrlega um það, mér til huggunar, að eftir dauða lík- amans færi andinn til himna. Þetta fannst mér svo veigamikið atriði, að á því dyggðu ekkert minna en fullar sönnur. Ég vildi sjá þetta andatílug með eigin augum og slóst nú í hverja jarð- arför sem um Vesturbæinn fór, varð eins konar stefnuvottur þarna í garðinum um tíma — og alltaf í hópi nánustu ættingja, og ég taldi ekki eftir mér að bíða undursins eftir að allir voru farn- ir, hímdi þarna kannski í belj- andi rigningu, smápatti í svartri alltof síðri regnkápu. Hvernig gekk? Sástu þá klífa himnastigann? Ja — það munaði mjóu. Hvernig mjóu? Þannig mjóu, að ég varð næst- um andi sjálfur. Ég fékk sem sé lungnabólgu upp úr einni vakt- inni. Síðan hef ég ekki gefið mik- ið fyrir skoðanir Þórbergs á ei- lífðarmálunum. Þú hefur samt ekki unað þess- um mólalokum, sé ég á bókinni, en hefur nú gefizt upp á að bíða. Þú galdrar þetta allt fram sjálf- ur gegnum himnahliðin til jarð- arinnar í Hliði himinsins; drott- in, herskaranna og Gabriel og þú sviðsetur ævintýri á tunglinu. Það var ekki um annað að gera. Þú hefur stundað nokkuð sjó. Heldurðu ekki að sjómennskan sé hollur skóli ungum mönnum? Jú, ég held það fari ekki milli mála. Nokkuð harður skóli, en skóli, sem þroskar ýmsu beztu þættina í eSlisfari manna, félags- þroska, ósérplægni og æðruleysi. Það síðast nefnda ætti að geta komið mönnum í góðar þarfir nU á tímum þegar himnaborgirnar Jóhaunes Helgi: — „Oft ræður heppni hvern feng menn bera á land** eru að hrynja, ævintýrið verður kostlegt um dagana, sem gaman fara að búa til bombur. Við kom- að blekkingu og jörðin meira og minna að pólitísku hrúgaldi. Mér datt sízt í hug þegar ég fór til sjós, að þar myndu leynast yrkisefni sem ég félli fyrir. En þetta ysmikla stríðandi líf tók brátt að sækja á mig og krefj- ast forms og úrvinnslu. Hitt þótt- ist ég líka sjá að líf sjómanna hefði ekki verið nýtt sem skyldi í bókmenntum okkar, og það litla af því tagi sem til var meira og minna gallað, of mikil áherzla á ytra borð, óheflað orð- bragð og þess háttar, og það ýkt úr hófi, en lítt skyggnzt bak við skelina. Hefurðu lifað nokkuð stór- væri að rifja upp? Ég held ekki — og þó. Það kviknaði einu sinni hjá mér í fimm kílóum af prússnesku her- púðri, en ég held það sé ástæðu- laust að rifja það upp í öðrum sóknum, enda brann ekki húsið; sumum hefur tekizt það. Láttu það flakka. Það er alltaf gaman að strákasögum, sérstak- lega úr Vesturbænum. Ég hafði nú ekki hugsað mér að segja ævisögu mína hérna. Ég geymi hana til betri tíma—en þetta má flakka eins og hvað annað, mín vegna. Þetta var þegar bardagarnir stóðu sem hæst — og nú átti að shrifar úr daglega lifinu Idag er mesti íþróttaviðburður ársins. Leikarar og blaða- menn keppa í knattspyrnu og mörgum öðrum íþróttagreinum svo sem lyftingum, reiptogi poka- hlaupi og boðhlaupi. Skrúðganga Hróa hattar FJÖLMARGT annað verður til skemmtunar í dag á íþrótta- vellinum, en hátíðahöldin hefjast á ákaflega áhrifaríkan hátt. Blás- ið verður í básúnur við Þjóðleik- húsið, og þaðan heldur mikil skrúðganga þátttakendanna upp á íþróttavöll. Eru blaðamenn og leikarar í göngunni klæddir hin- um kátlegustu búningum, gamlir fréttahaukar ganga þar græn- klæddir með fjaðrahatt á höfði í Hróa hattar búningum með veiði- horn á öxl svo fránir að óþekkjan legir eru. Við sem í daglegu lífi sitjum hlekkjaðir við ntvélina og hömr- um á hana myrkranna á milli köstum allt í einu alvörubelgnum og birtumst á götum höfuðborg- arinnar klæddir ljómandi brynj- um og herklæðum rómverskra kappa og stirnir á hjálminn með fjaðurskúfum (ef sólin skín). Eins og gefur að skilja er þetta mikil stund í lífi bíaðamanna, miklu stærri en í lífi leikaranna því þeir eru þessum hamskiptum vanir, enda koma leikarar alltaf til dyranna öðru vísi en þeir eru kiæddir eins og alkunna er. Og uppi á Iþróttavelli má búast við miklum tíðindum. Þar mætast steinn og tinna. FRÁ ómunatíð hafa leikarar og blaðamenn eldað grátt silfur. Einn aðalþátturinn í starfi blaða- mannanna er að skrifa um leik- arana og list þeirra á sviðinu, og þótt sárt sé frá að segja þá verða þau skrif oft á tíðum hálf- gerður óhróður. Oftast er það að maklegu, en löngu er það líka vitað, að leikarar bera lítt skyn- bragð á sannleik þess enda kunna þeir ekki að taka neinni gagn- rýni nema góðri. Leikurum er aftur á móti meinað að svara í sömu mynt, þeir ráða ekki yfir tækjunum til þess. Því má búast við, að er þeir fá slíkt óviðjafnan legt tækifæri upp í hendurnar til að jafna um blaðamenn, þá láti þeir sér það ekki úr greipum ganga. Má sem dæmi um ódrep- andi sóknarhug leikara nefna það, að þeir munu hafa þverneit1 að að leika knattspyrnu, nema knötturinn bæri nafnið Sigurður (sumir segja Grímsson), og myndu sálfræðingar vafalaust segja að þar ráði dulin áragömul vanmetakennd. Af öllu þessu má búast við hinum harðasta leik í knattspyrnunni sem það eitt forð- ar vafalaust frá því að verða að harmleik ( leikaramál) að hinn víðkunni sæmdarmaður Guð- mundur Jónson söngvari og KR- ingur er manna mestur að líkams burðum á leikvellinum. Að geta og geta ekki EN svo að öllu gamni sé sleppt þá er það víst að margir munu hafa af þvi góða skemmtun að sjá Don Camilló sjálfan kom- inn á knattspyrnuskóna og spara hvergi brýningarnar (Val Gísla- son) eða skólakennarann úr Browning þýðingurini (Þorstein Ö. Stephensen) ólíkt hvatlegri og fjörlegri en a sviðinu, þeysast fram í vöminni. Það er alltaf viss ánægja í því fólgin að sjá menn gera það, sem þeir hafa aldrei gert áður eða þá fyrir óra- löngu síðan, og allir vita raunar, að þeir geta alls ekki gert! Og það er einmitt þess vegna, sem það er næsta óhugsándi að spá nokkru um það hvor þeirra Karls ísfelds eða Haralds Björnssonar muni bera sigur af hólmi í lyftingunum því í þeim þarf hvorki vit eða glæsileik til þess að skara fram úr eins og alkunna er. Lifi glensið! ÞAÐ er ekki oft, sem við sjáum þjóðkunna menn, og suma meira að segja aldraða og alvöru- gefna „sprella", eins og það var einu sinni kallað, á almanriafæri hér á landi. Til þess er húmorinn allt of naglfastur hér og náunga- hræðsla allt of mikil — í landi fámennis og kuldalegs umtals, þar sem fæstir menn eru glaðir nema í kunningjahópi. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að atburður sem þessi, er gerist á íþróttavellinum í dag, og miðað- ur er raunverulega við það hver geti mestar „kunstirnar" gert sé hollur og umhugsunarverður. Hann getur ef til vill átt ein- hvern þátt í því að koma galsan- um upp í mannskapnum og undir strikað það, að eitt það versta, sem fyrir nokkurn mann getur komið er að taka sjálfan sig eða tilveruna allt of hátíðlega. umst yfir formúlu um tilbúning prússnesks fallbyssupúðurs úr fyrri heimsstyrjöld, og þetta var orðinn heljarmikil hrúga á geymslugólfinu og svo önnur agnarsmá skammt frá til að prófa gæðin, tréloft fyrir ofan, sem sé ákjósanlegustu skilyrði til að kveikja í húsinu. Svo var prófað. Þær sprungu samtímis hrúgurnar, ég skildi ekki hvers vegna þá, en ég skil það þeim mun betur núna. í þessum eld- stólpa sá ég þá fallegustu liti, sem ég hef séð um dagana, en eiturgufan. sem frá honum lagði var ekki að sama skapi dýrleg. Við komumst út við illan leik, en eitthvert hugboð hlýt ég að hafa haft um að húsið kynni kannski að brenna, því að ég bjargaði öll- um vopnunum á flóttanum. Þann ig klyfjaður rak maður svo haus inn inn um forstofuhurðina og tilkynnti sinni móður, að nú ætti hún líf sitt undir fótum sínum, því að það væri kviknað í hús- inu með óskiljanlegum hætti. Upp á efri hæðina, þar sem ó- skyldir bjuggu, lét maður sér nægja að kalla: eldur! Hann var slökktur. Maður hélt sig stund- um vera sniðugan í þá daga, en það fór lítið fyrir sniðugheitun- um þegar yfirheyrslurnar byrj- uðu. Þá voru það aðrir sem voru sniðugir. Og svo hefur faðirinn komiS með pískinn? Nei, hann var svo lánsamur a8 vera sjómaður. Það kom sér vel fyrir báða. Það voru margar mæður þarna í kring sjómanns- konur og báru einar krosa upp. eldisins, og móðir mín bar sinn með þeirri rósemi hjartans ,sem ég má lengi muna. Og mæður aðhyllast yfirleitt ekki kenning- una um ágæti barsmíðarinnar, enda gætu þær þá varla sinnt bú. verkum að neinu ráði, sumar hverjar, og sök munum við strákarnir eiga á mörgu gráu hári á höfði okkar mæðra, Sum- a>r mæður hundsa allar kenni. setningar í uppeldisfræðum, en eiga eðliðávísun í þeim efnum, sem er öllum fræðikenningum ofar, og hefta ekki athafnafrelsi barna sinna nema brýna nauð- syn beri til. Slíkar mæður eru inikið lán hverju barni. Annars gæti ég trúað að hug- myndir mínar um uppeldi séu svo hrollvekjandi sumu fólki, að ekki sé rétt að fara lengra út i það. Já, það var víst margt brallai og er brallað enn í bænum okk. ar, vestanmegin og austan. Og nú þessi spurning, JóhanneM Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.