Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 13
Sunnudagur 26. maí 1957 MORCVNBLAÐIÐ 13 Tekjuafgangur Aburðar- verksmiðjunnar á fyrra ári varð 2,5 millj. kr. ÁburSarsala á árinu nam 37,3 milljónum AÐALFUNDUR Áburðarverk- Bmiðjunnar h.f. var haldinn í Gufunesi 24. maí. Fundarstjóri var formaður verksmiðjustjórnar, Vilhjálmur Þór, bankastjóri, og fundarritari Pétur Gunnarsson, tilraunastjóri. Mætti Gunnlaugur Briem, ráðuneytisstjóri, í forföll- um forsætis- og landbúnaðarráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs. Formaður flutti ýtarlega skýrslu stjórnarinnar um rekstur fyrirtækisins á árinu 1956. Gat hann þess í upphafi máls síns, að framleiðsla og rekstur fyrirtækis- ins hefðu gengið vel á árinu. Hefði þar hjálpazt að gott ár- ferði, svo og að starfræksla verk- smiðjunnar og nýting á tækjum hennar hefðu orðið góð, og bar hann fram þakkir til allra þeirra, er þar hefðu átt hlut að máli. 353 DAGAR Skýrði hann frá því, að meðal- tal framleiðsludaga ársins 1956 hefði verið 353, eða því sem næst eins og verkfræðingar þeir, sem skipulögðu verksmiðjuna, hefðu talið hæst mögulegt. Voru fram- leiðsludagar 14 fleiri 1956 en á árinu 1955. Framleiddar voru samtals á árinu 21.234 smálestir, og var það 2.894 smálestum meira en næsta ár á undan, eða 7,2 smá- lestum meira á vinnsludag en árið 1955. Þá skýrði hann einnig frá því, að á þeim 2 árum og 9 mánuðum, sem liðin voru á síðastliðnum ára mótum frá því að verksmiðjan tók til starfa hefði komið í ljós, að með því að næg raforka væri fyrir hendi gæti verksmiðjan framleitt 24.000 smálestir Kjarna áburðar á ári. AFSKRIFTIR — TEKJUAFGANGUR Niðurstöður rekstrarreiknings ársins 1956 sýna, að þegar lög- boðnar afskriftir, að upphæð tæpar 9 milljónir króna, hafa verið reiknaðar, nam tekjuaf- gangur kr. 2,5 milljónum. Var tekjuafgangi þessum varið til þess að mæta lögboðnum tillög- um í varasjóð fyrir árið 1956 og til þess að greiða skuld til varasjóðs fyrir árið 1955, sem ekki var unnt að greiða vegna óhagstæðrar rekstrarútkomu fyr- ir það ár. í varasjóð voru því lagðar rúmar 2 milljómr króna, en tæpum 0,5 milljónum króna varið til niðurgreislu á rekstrar- halla ársins 1955. Þá gat formaður þess, að í fyr- irtæki sem þessu væri raunveru- lega alltaf um uppbyggingu að ræða. Hefði vegna nauðsynlegr- ar tryggingar fyrir rekstur fyrir- tækisins verið lagt í fjárfestingar, er námu rúmum 2 millj. kr. á síðastliðnu ári. Eixmig skýrði hann frá nýju fyrirkomulagi, sem komið var á með geymslu áburðar þannig, að birgðastöðvar væru nú komnar úti á landi, þar sem áburðarnotk- un væri mest. Hefði þessu fyrir- komulagi verið komið á með sam vinnu og samningum milli selj- enda áburðarins í héruðunum annars vegar og verksmiðjunnar hins vegar, báðum aðilum og not- endum áburðarins til hagsældar. ENGIN INNFLUTNINGSGJÖLD Þá skýrði hann frá því, að unnt hefði verið að halda óbreyttu áburðarverði í ár frá því, sem var 1956, og byggðist það á hinni góðu afkomu síðastliðins árs, svo og á því, að löggjafarvald og ríkisstjórn hefðu fallizt á að und- anskilja rekstrarvörur til áburð- arvinnslunnar innflutnings- gjöldum, til samræmis við innfluttan áburð, sem er ekki háður aðflutningsgjöldum, og hefði heimild fyrir slíkri niður- fellingu verið samþykkt á Al- þingi fyrir skömmu síðan. Þá ræddi formaður um nauð- syn þess, að átök yrðu gerð í ís- lezku athafnalífi til virkjunar fallvatna til orkuvinnslu, er rennt gætu stoðum undir aukna iðn- væðingu í landinu. HEILDARVERÐMÆTI 1956 Hjálmar Finnsson, framkv.st., las upp reikninga félagsins og skýrði frá nokkrum atriðum í sambandi við þá. Benti hann með- al annars á, að orkunotkun verk smiðjunnar hefði verið því sem næst jafnmikil og orkunotkun Rafmagnsveitu Reykjavíkur bæði árið 1955 og 1956. Heildarsöluverðmæti á árinu 1956 nam 37,3 milljónum króna, og var það tæpum 8 milljónum króna meira en næsta ár á undan. Stafaði þetta af meira magni seldu og hærra verði árið 1956 en 1955. Fundurinn þakkaði s.tjórnend- um fyrirtækisins störf þeirra, og flutti Gunnlaugur Briem, ráðu- neytisstjóri, fyrirtækinu og stjórn þess sérstakar heilla- og árnað- aróskir landbúnaðarráðherra. STJÓRN VERKSMIÐJUNNAR Endurkjörnir í stjórn Áburðar- verksmiðjunnar voru þeir Ingólf- I VIÐ hreinsun mjólkuríláta er áríðandi mjög að hafa gott mjólk urhús. Varast ber að hafa það í beinu sambandi við fjósið, því að tryggja verður örugglega, að fjósþefur berist ekki inn í það. í mjólkurhúsi þarf að vera út- búnaður til þvotta á mjólkur- ílátum, handlaug, handþurrkur, burstar og þvottaefni, enn fremur grind til að hvolfa ílátunum á eftir hreinsun. Þó er betra að hengja þau á vegg. Þar þarf einnig að vera góð kæliþró. 1. Þegar eftir mjaltir skal skola ÖU mjólkurílát með köldu vatni til þess að skola burt mjólk- urleifar. Hver mínúta, sem mjólk fær að þoma í ílátunum, bakar óþarfafyrirhöfn, sem eyðir tíma og orku. Mjólk er vökvi, en hefur þó föst efni að geyma, og þessi efni mynda þétta skán, og þorni þau alveg, mynda þau mjólkur- stein. 2. ílátin skulu síðan þvegin úr heitu "vatni. Bezt er að nota sápu- laust þvottaefni, svo sem þvotta- sóda. Sápa hreinsar ekki eins vel og þvæst ekki heldur vel af. Hún skilur ávallt eftir þunna húð eða himnu, og milljónir gerla geta ur Jónsson, alþingismaður, og Jón ívarsson, forstjóri. Einnig var endurkjörinn einn endurskoð andi, Halldór Kjartansson, for- stjóri. Stjórn Áburðarverksmiðjunnar h.f. skipa nú: Vilhjálmur Þór, bankastj., form. Ingólfur Jónsson, alþm. Jón ívarsson, forstjóri. Kjartan Ólafsson, skrifstofustj. Pétur Gunnarsson, tilraunastj. þrifizt í þeirri himnu. öll flát skal þrífa með bursta, en alls ekki tusku. Nauðsynlegt er að sjóða burstann eftir hverja uotk- un. 3. Síðan skal skola ílátin með sjóðandi vatni, það hefur tvenns konar áhrif. í fyrsta lagi skolar það burt síðustu leifum af mjólk- urskán og þvottalegi, og enn fremur hitar það ílátin svo, að þau þorna miklu fyrr. 4. Því næst skal hvolfa ílátun- um á hreina grind eða hengja á vegg. Varast skal að þurrka ílátin með klút eða tusku. Þau eiga að þorna af sjálfu sér. 5. Áður en mjaltir hefjast næst, skal skola ílátin með gerla- eyðandi efni, svo sem klórkalki eða t.d. germidíni, en að því búnu skola þau með hreinu vatni. Notkunarreglur: Klórkalk. Nota skal tvær vel fullar mat- skeiðar af klórkalki (sem er duft) í 10 lítra af vatni. Germidín. Nota skal eina mat- skeið af germidíni ( sem er lögur) í 10 lítra af vatni. Það skal tekið fram, að tilgangs laust er að skola ílátin með gerla- eyðandi efnum, nema ílátin séu vel hreinsuð áður. Hreinsun mjolkuríláta 4 LESBÓK BARNANNA Strúturínn R \ S M U S „Góðan daginn, stóri maður. BeygðU þig niður, svo ég geti séð, hvernig þú lítur út“. Stóri maðurinn kallaði niður til Rasmusar: „Ég get ekki beygt mig svo mikið, ég er svo ógurlega langur“. „Þá skal ég hjálpa þér“, Bvaraði Rasmus um leið og hann hljóp og sótti stóra hamarinn sinn. Svo miðaði hann á skrítnu buxnaskálmarnar stóra mannsins, sem litu út eins og þær væru búnar til úr mörgum litlum tening- um. „Bang, bang og klírr, klírr, kvað við og tening- arnir ultu niður í stóra hrúgu. Langi maðurinn var að styttast. „Gleður mig að kynn- ast yður“, sagði Rasmus kurteislega, „hvað er yð- ur á höndum?" „Ég ætlaði bara að heimsækja þig“, svaraðl maðurinn. „Ég var svo langur, að ég hefði getað tínt fyrir þig kókoshnet- ur, en nú verðum við víst að láta okkur nægja jarð- arber. una ljósta mann eða dýr til bana, eða kveikja í stærsta trénu í skóginum, var eðlilegt að þeir héldu að reiður guð hefði kastað þrumufleygnum til jarð- arinnar. f næstum öllum írumstæðum trúarbrögð- um var þrumuguðinn dýrkaðiu: , sem hinn sterk asti og ægilegasti af öll- um guðunum. f Ásatrúnni var Þór þrumuguðinn, og þegar hann varpaði hamr- inum Mjölni að jötnum gekk á með þrumum og •ldingum. Benjamín Franklin tókst fyrstum manna að skýra vísindalega, hvað eldingin væri. Ef ský hlað ið jákvæðu rafmagni nálg ast annað ský, sem hef- ur neikvæða rafmagns- hleðslu getur einangrun loftsins ekki lengur hindr- að að leiðsla verði milli jákvæða og neikvæða skautsins. Þá myndast eldingin, sem er ekkert annað en afar stór raf- neisti. Á sama hátt getur elding myndast milli skýs sem hlaðið er jákvæðu rafmagni og jarðarinnar, sem hefur neikvæða raf- magnshleðslu. Lýstur eld- ingunni þá niður þar sem hæst ber á, t. d. í hátt hús, tré, símalínu o. s. frv. Þess vegna er uppfinning Franklins, eldingavarinn, jafnan settur á háar bygg ingar. Skrítla Elsa litla réttir fram diskinn og biður um þriðja skammtinn af epla kökunni. Möramu hennar finnst ástæða til að að- vara hana: — Ég vissi um litla stúlku, sem borðaði svo mikið af eplaköku, að hún sprakk. Hvað segir þú við því? — Stúlkan hefur verið of lítil, svaraði Elsa af sannfæringarkrafti. rh* Ráðning á krossgátu i síðasta blaði: Lárétt: 1. Jón, 3. rani, 5. aa. Lóðrétt: 1. Jór* 2. Nína, 4. aa. 16 1. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson -jr 26. maí 1957 Frjálsar Sankti Péturs leikur Hvers vegna þessi leik- ur er kallaður Sankti Péturs leikur, hefur vist enginn hugmynd um, enda er ekkert í leiknum, sem minnir á Sankti Pét- ur, nema nafnið. En eitt- hvað hefur leikurinn nú orðið að neita! Sá, sem stjómar leikn- um, skrifar nöfn þátttak- endanna á pappirsörk, hvert niður undir öðru, og spyr síðan hvern einstak- an: „Hvað dróstu marga fiska úr sjó?“ Sá, sem spurður er, nefnir þá etn- hverja töiu frá 1—20, en stjórnandinn gerir jafn stundir mörg strik aftan við nafn- ið hans. Þegar þessu er lokið, er farið að telja fiskana, og byrjað við efsta nafnið á listanum. Níundi hver fiskur er alltaf strikaður út, hann hefur losnað af önglinum. Strikin eru tal- in ofan frá niður og síð- an aftur byrjað efst o. s. frv., þangað til allir fisk- arnir hafa verið strikaðir út nema einn. Sá þátttak- andinn, sem á þann fisk, er aflakóngurinn. Bezt er að stjórnandi leiksins skrifi nöfnin á töflu eða stórt pappaspjald, svo að allir geti fylgst með, hvernig fiskunum fækk- ar. Lyftu fötunni Veldu þann sterkasta í hópnum. Þú spyrð hann, hvort hann treysti sér til að lyfta venjulegri vatns- fötu, fullri af vatni. Vafa- laust treystir hann sér til þess. Þú lætur hann síðan standa frammi fyrir vegg, þannig að hann geti látið ennið nema við vegginn, þegar hann beygir sig. Síðan á hann að beygja sig, grípa um fötuna með báðum höndum og rétta sig upp án þess að flytja fæturna úr stað. Það mun koma í Ijós, að hann er ekki nógu sterkur til að lyfta fötunni! Að hella vatni í gla* Tveir þeir liðugustu i hópnum ættu að reyna að leysa þessa þraut. Það er nú svo sem ekki mikill vandi, bara að hella vatni úr hálffullu vatnsglasi i annað glas ,sem er tómt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.