Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2<5. maí 1957 MORGU'NBLAÐIÐ Tí Reykjavíkurbréf: Laugardagur 25. maí Heimkoma f orseta íslands - Lengsta |)ing í þjóðarsögunni - Skattur á bló eða brennivín - Gengis- lækkun - Greiðsla fyrir bankastjórastöður - Hvers vegna telja upp? - Eysteinn vill láta tala um annað - Þekking undirstaða lækningar - Óróinn í efnabagslífinu - Sjálfstæðisbankastjórarnir - Heimkoma Tveir tígnlkóngar Alþýðuflokksins - Játning Þórarins. forseta íslands FORSETI ÍSLANDS og frú hans komu heim úr utanför sinni s.l. þriðj udagskvöld. íslendingar bjóða þjóðhöfðingja sinn vel- kominn heim og vona að hvíld- in erlendis hafi orðið að tilætl- uðum notum og óska þeim hjón- um velfarnaðar í framtíðinni. Stjórnarblöðin birta mynd af því, er forsætisráðherrann veitti forseta móttöku á flugvellinum. Koma forsætisráðherrans þangað var í samræmi við kurteisisreglur en spurningin er, hvort forsætis- ráðherrann hefur notað þetta tækifæri til að segja forsetanum frá árásunum, er á hann voru gerðar meðan hann var fjarstadd ur. Ef forsætisráðherra hefur ekki gert það nú þegar, mun hann eflaust nota til þess hið fyrsta tækifæri. Má um það segja, að hæg séu heimatökin, því að það var einmitt málgagn stærsta stjórnarflokksins, Þjóð- viljinn, sem hvað eftir annað réðist að forseta íslands með persónulegu níði, á meðan hann var víðs fjarri. Hvorki Alþýðu blaðið né Tíminn hafa hreyft einu orði til varnar forseta og ekkert hefur heyrzt frá sjálfri ríkisstjórninni. Jafnvel þó að einhver hluti hennar og þar með íorsætisráðherrann kunni að vera sammála Þjóðviljanum og gagnstæðrar skoðunar við for- seta og meginhluta þjóðarinnar, þá var formið, sem ádeilan var borin fram í með öllu ósæmileg, svo að ærukær ríkisstjórn hefði ekki látið óátalið fram hjá sér fara. Lengsta þing í þjóðarsögunni SETA Alþingis að þessu sinni er nú orðin lengri en nokkru sinni áður í sögu íslands. Eina þingið, sem áhöld eru um, en stóð þó skemur, var þingið sem háð var 1946—’47. Þá stóð svo á, að ríkis- stjórnin hafði sagt af sér. Marg- ir mánuðir fóru þá í stjórnar- myndun, fyrst voru tilraunir til vinstri-stjórnar, síðan var reynd endurreisn nýsköpunarstjórnar- innar og loks var mynduð fyrsta stjórn Alþýðuflokksins á íslandi, stjórn Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar. Sú stjórnarmyndun tókst snemma í febrúar 1947. Þurfti stjórnin síðan að eðlilegum hætti nokkurn tíma til að undirbúa meginmál sín og tafði það þing- störfin. i Nú horfir allt öðru vísi við. Ríkisstjórnin hafði verið mynd- u» 2% mánuði áður en Alþingi kom saman. Ef allt hefði verið með skaplegum hætti, mundu helztu stjórnarfrumvörp því hafa verið til, strax og þingið kom saman. Því fór fjarri að svo væri. Skattur á bíó eða brennivín FLEST málanna sem stjórnin hefur lagt fyrir þingið hafa raunar verið undirbúin af fyrr- verandi ríkisstjórn eða að fyrir- lagi hennar. Núverandi stjórn hefur aðeins lagzt á málin, tafið þau og spillt áður en hún lagði þau fyrir Alþingi. Svo er t. d. um menningarfrv. þau, er stjórnar- liðið gumar svo mjög af. Þar hef- ur Gylfi Þ. Gíslason stórlega spillt því, sem áður var stofnað til. Hann vill fremur láta skatta bíómiða í þessu skyni en brenni- vinið. Hann vill níðast á hollustu og ódýrustu skemmtun almenn- ings en hlífa þeirri verstu og óhollustu. Þau mál, sem stjórnin sjálf hefur undirbúið að öllu, eru fá, enn færri þeirra eru til góðs og öll einstaklega flausturslega sam- in. Gengislækkun EFTIR MIÐJA síðustu viku spratt sá orðrómur upp víðs veg- ar um landið í herbúðum stjórn- arliða, einkum Framsóknar- manna, að gengislækkun væri ákveðin fyrir haustið. Bjarni Benediktsson gat þess á Alþingi, að sumir stjórnarliðar hefðu skotið þessu að vinum sínum til þess að þeir gætu gert „viðeig- andi ráðstafanir“. Þurfti og ekki lengi að bíða að fá tryggingu fyrir banka-! við kommúnista í þeirri trú, að stjórastöðunum. Óneitanlega er | þeir mundu tryggja vinnufrið. það sennileg skýring. Hermanni Jónassyni er að vísu það eitt endurgjald nóg að fá að sitja í forsætisráðherrastólnum. En Ey- steinn Jónsson er málefnalegri. Tíminn sagði frá því strax 20. marz s.l. að afstöðnum miðstjórn- arfundi Framsóknar, að á fund- inum hefðu orðið deilur um efna- hagsráðstafanir ríkisstj órnarinn- ar. Orðrétt sagði blaðið svo: „Þær skoðanir komu fram að heppilegra myndi hafa verið að gera róttækari og óflóknari ráð- Bragi Sigurjónsson Gunnlaugur Þórðarson Bragi Sigurjónsson heldur þingsæti því, sem dr. Gunnlaugur Þórff- arson á rétt til. Ekki hefur samt fengizt upplýst, aff dr. Gunnlaugur hafi mælzt undan þingsetu eða hafi lögleg forföll. Báffir hafa þessir vara-uppbótarmenn haft í frammi uppsteit viff flokksstjórn sína, Bragi í orffum en Gunnlaugur í verki. Virffist meira mark hafa veriff tekiff á því og hann þess vegna sviptur þingsetu! þess, að orðrómurinn fengi stað- festingu. Fimmtudaginn 16. maí hafði Alþýðublaðið eftir varaþing- manni Alþýðuflokksins, Braga Sigurjónssyni: „Ræðumaður kvaðst ekki draga fjöður yfir það, áð hinn vinstri kjósandi hefði á ýmsan hátt orð- ið fyrir nokkrum vonbrigðum með ríkisstjórnina. Efnahagsaðgerðirnar í vetur væru að hans dómi bráðabirgða- úrræði en engin frambúðar- lausn.--------“ Sunnudaginn 19. maí sagði svo Tíminn: „Ef til vill geta þeir (þ. e. Sjálfstæðismenn) áorkað því að viðreisnarráðstafanir sem gerðar voru um áramótin, missi að ein- hverju leyti marks og frekari aðgerða verði því þörf. Þær verða þá því auðveldari og skilj- anlegri sem íhaldið lætur ver“. Daginn eftir lýsti Aki Jakobs- son, einn stjórnarliðinn, því yfir á Alþingi, að allir sæju, að geng- islækkun væri óhjákvæmileg, „sérstaklega eftir aðgerðir Al- þingis í efnahagsmálunum í vet- ur.“ Yfirlýsingu Áka var að vísu tekið með formlegum mótmæl- um af Emil Jónssyni, formanni Alþýðuflokksins, og öðrum for- ystumönnum stjórnarliðsins, en engum sem heyrði ummæli þeirra, gat dulizt, að þau voru innantóm og staðfestu raunar það, sem þeir vildu neita. Greiðsla fyrir bankastjórastöður JAFNSKJÓTT og gengislækkun- arorðrómurinn fór að berast út, fullyrtu þeir, sem kunnugastir voru í stjórnarherbúðunum, að kommúnistar hefðu lofað stuðn- ingi við gengisfellingu gegn því stafanir í efnahagsmálunum um seinustu áramót“. Nú lætur Tíminn svo, að rót- tækari ráðstafana sé þörf vegna skemmdarstarfsemi Sjálfstæðis- manna. Frásögn blaðsins sjálfs frá 20. marz um skoðanir mið- stjórnarmanna Framsóknar, sann ar að þessar ásakanir eru born- ar fram gegn betri vitund. Mikill hluti Framsóknarmanna taldi ráðstafanirnar strax í upphafi ekki nógu róttækar og því ófull- nægjandi. Bragi Sigurjónsson staðfesti þann vitnisburð með ummælum sínum. Áki Jakobsson tók af allan vafa um samhengi atburðanna, er hann benti á, að gengislækkun væri óhjákvæmi- leg einmitt vegna ráðstafana ríkisstjórnarinnar í jólagjafar- ákvæðunum alræmdu. Hvers vegna telja upp? ÖNGÞVEITI það, sem Framsókn- arflokkurinn er kominn í, og al- ger rökþrot lýsa sér vel í um- mælum Eysteins Jónssonar, er Tíminn hefur eftir honum 21. maí s.l.: „En hvers vegna er Sjálfstæð- isflokkurinn að telja upp þessa og fleiri kauphækkanir? spurði f j ármálar áðherra“. Þetta prentar Tíminn með stækkuðu letri eftir Eysteini Jónssyni. Svo er þá komið, að fjármálaráðherrann býsnast yfir því á Alþingi og mælist undan, að staðreyndir efnahagslífsins séu taldar fram. í umræðunum á Alþingi reyndi Eysteinn Jóns- son að vísu að hafa undanbrögð, en hann staðfesti í einu og öllu frásagnir Sjálfstæðismanna af kauphækkunum að undanförnu. Einmitt þess vegna finnur hann til þess, að hver frásögn er sem svipuhögg á hann sjálfan og aðra, sem létu ginnast til samstarfs Eysteinn vill láta tala um annað EYSTEINN JÓNSSON varð að játa, að sjálfur hefði hann haft forustu um að hækka kaupið við fyrsta starfshópinn, sem kaup- hækkun fékk, eftir setningu kaupbindingar- og verðfestingar- laganna 1 ágúst s.l. Eysteinn reyndi að bjarga sér með því, að aðrir hefðu fengið kauphækkan- ir áður — „löngu áður“, bætti hann við. Eysteinn Jónsson veit ofur vel að á þessu er megin- munur. Það, sem „löngu áður't var gert, var gert fyrir kaup- bindingarlögin, en kauphækkun SÍS var einmitt á meðan þau lög voru í fullu gildi. Segja má, að formlegur lagabókstafur hafi ekki verið brotinn með þeirri hækkun, en á móti anda laganna var ótvírætt þrotið. Fjármálaráð- herrann kemst ekki undan því, að um það brot hafði hann per- sónulega forustu. Von er, að sá sem staðinn er að þvílíkri frammistöðu kveinki sér við og spyrji: Af hverju eruð þið að tala um þetta, af hverju talið þið ekki um eitthvað annað? Þekking undirstaða lækningar EN um þetta er nauðsynlegt að tala. Ekki fyrst og fremst til þess að ábyrgðin lendi þar sem hún á heima, þó að það sé út af fyrir sig mikilsvert. Miklu meira máli skiptir hitt, að lækning mein- semdanna fæst ekki nema að þekking á þeim og orsökum þeirra sé fyrir hendi. Meinsemd- ii efnahagslífsins eru að miklu leyti sjálfskaparvíti, sem spretta af því, að menn skilja ekki til hlítar óhagganleg efnahagslög- mál. Þar sem annars staðar hefur orsök afleiðingu í för með sér, Þetta sanna samhengi hafa Sjálf- stæðismenn reynt að skýra fyrir almenningi á undanförnum ár- um. Framsóknarmenn segja rétti- lega um suma forustumenn Sjálf- stæðisflokksins, að þeir hafi var- iö mörgum árum ævi sinnar ein- mitt til þessa starfs. En efnahags lögmálin haldast alveg eins þó að svokölluð vinstri-stjórn sé við völd. Stjórnin læknar ekki neitt með því að þegja um það, sem gerist í þjóðlífinu, heldur er nú sem fyrr höfuðnauðsyn, að allar staðreyndir séu rifjaðar upp, svo að orsakirnar liggi ljóst fyrir, og menn láti sér vítin að varnaði verða. Sjálfstæðismenn sögðu fyrir, að þangað til menn áttuðu sig á undirstöðuatriðum efnahagslifs- ins mundu allar ráðstafanir verða bráðabirgðaráðstafanir. — Þetta hefur aldrei sannazt skýr- ar en eftir að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum, sem Bragi Sigurjónsson sagði réttilega um, að efnahagsaðgerðir hennar „væri að dómi hans (vinstri- kjósandans) bráðabirgðaúrræði, engin frambúðarlausn". Óróin í efnahagslífinu MEÐ allt þetta í huga, verður mönnum enn Ijósari sú ógifta, sem fylgir núverandi ríkisstjórn, þegar hún magnar enn vantraust manna á gjaldmiðlinum og ör- yggi fjármálastofnananna með því samtímis að hleypa af stað gengislækkunarorðróminum og og bera fram bankafrumvörpin. Það er eins og stjórnin sé að gera leik að því að koma öllu í kalda kol. Auðvitað er það einmitt til- ætlun kommúnista. En fyrirfram hefði því vart verið trúað, að lýðræðisfulltrúarnir 4 gerðust svo auðsveip handbendi niður- rifsmannanna. -Valdastreita og löngun til að koma Sjálfstæðis- mönnum á kné er engin afsökun. Enda mun sú tilraun sannarlega ekki takast. Alger misskilningur eðli Sjálfstæðisflokksins er að ætla, að hann sé fyrst og fremst flokkur fremstu embættismanna og nokkurra ríkisbubba. í flokkn um eru að vísu margir úrvals- embættismenn og framkvæmda- samir brautryðjendur í atvinnu- lífinu. En þessir menn eru aðeins örlítill hluti þeirra meira en 35 þúsund kjósenda, sem kusu flokk inn við síðustu alþingiskosningar. Það er almenningur í þessu landi, hinn óbreytti íslendingur, sem er uppistaða Sjálfstæðisflokksins. Kúgun og ofsóknir gegn einstök- um mönnum munu aðeins herða Sjálfstæðisfólkið til samstarfs sín á milli, en ekki sundra því, svo sem óráðsíumennirnir vona. Sjálfstæðis- bankastjórarnir í SJÁLFU sér er ekki meiri ástæða til að meta dug og hæfi- leika bankastjóra eftir flokks- stöðu þeirra en að gera slíkt um aðra embættismenn. Þvílíkar að- farir hljóta að hafa í för með sér frekari afleiðingar en stjórn- arliðar nú gera sér grein fyrir. En látum það vera. Sagt er, að Sjálfstæðismenn hafi með rang- indum sölsað undir sig yfirráð í Landsbankanum og Útvegsbank- anum af því að tveir bankastjór- anna í hvorum banka eru Sjálf- stæðismenn. Jón Maríasson og Gunnar Við- ar voru báðir gerðir að banka- stjórum í Landsbankanum áður en Sjálfstæðismenn fengu um sinn meirihluta í bankaráði Landsbankans. Það var þess vegna fyrir atbeina fylgismanna núverandi stjórnarflokka, að þessir menn hlutu bankastjóra- stöður sínar. Jóhann Hafstein og Pétur Benediktsson voru valdir í stöð- urnar af bankaráðum, þar sem Sjálfstæðismenn höfðu meiri- hluta. Hafa þessir tveir menn reynzt svo í stöðum sinum, að ámælisvert sé eða að andstæð- ir.'garnir hafi getað borið fram gegn þeim sakir? Ekki mundi verða hlífzt við því, ef efni stæðu til. Daginn eftir að frumvörpin voru borin fram, sagði Alþýðu- blaðið: „Það verður engan veginn reynt að bola Sjálfstæðismönnum frá bönkunum. Sennilegt er talið að helztu bankamenn þeirra Pét- ur Benediktsson og Jóhann Haf- stein verði áfram í stöðum sín- um.--------“ Vandséð er, hvernig fengin verður fullkomnari játning fyrir algeru haldleysi ákærunnar um misbeitingu Sjálfstæðismanna á stöðum sínum en þessi yfirlýsing Alþýðublaðsins. Gegn slikri yfir- lýsingu tjáir ekkert skraf um flokkslega misbeitingu. Ef dæmi hennar væri fyrir hendi, mundu þau nefnd og þá yrði þessum ógætu Sjálfstæðismönnum vissu- lega ekki hlíft. Tveir tíg’ulkóngar Alþýðuflokksins STJÓRNARLIÐIÐ hamrar mjög á því, hversu mjög það þurfi að efla samheldni sína jafnframt því sem fullyrt er, að ríkisstjórn- in sé föst í sessi. Ef samstarfið væri gott, þyrfti ekki stöðugt að tala um, að það þurfi eflingar við. Sannleikurinn er sá, að sí- felldar væringar eru innan stjórn Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.