Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 15
Sunnudagur 26. maí 1957 MOnCVNBLAÐIÐ 15 Þórdís Jónsdóttir — minning Á MORGUN fer fram jarðarför Þórdísar Jónsdóttur, hinnar öldr- uuð húsfreyju á Njarðargötu 47, Reykjavík, er andaðist 20. þ. m., »g skal hennar hér minnzt með nokkrum orðum. Þórdís fæddist 10. janúar 1877 að Vestra-Fíflholti 1 Vestur- Landeyjum. Foreldrar hennar voru Jón Brandsson bóndi þar og kona hans Þuríður Steinsdóttir. Ólst Þórdís upp hjá foreldrum sínum, en er hún var um tvítugt, flutt- ist hún að Barkarstöðum í Fljótshlíð og dvaldist þar í 5 ár hjá þeim mætu hjónum Tómasi Sigurðssyni og Margréti Árna- dóttur. Til Reykjavíkur fluttist hún skömmu eftir aldamótin. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Kjartani Ólafssyni múr- arameistara frá Dísastöðum, og giftist honum 20. maí 1905. Hafa þau hjónin átt heima í Reykja- vík alla sína búskapartíð. Þau eignuðust 5 börn, en misstu tvö þeirra kornung. Þrjú eru enn á lífi, öll búsett í Reykjavík, Katrín, gift Tómasi Jóhannssyni bókara, Aðalheiður gift Magnúsi Árnasyni múrara og Kjartan, múrari, giftur Rósborgu Jóns- dóttur. í húsi sínu á Njarðargötu 47 hafa þau Þórdís og Kjartan búið í 30 ár, eða síðan árið 1927, er Kjartan byggði það hús. Þórdís Jónsdóttir var fríð kona ©g björt yfirlitum, alvörugefin en vingjarnleg við alla. Hún var hlédræg að eðlisfari, en manni sínum og börnum bjó hún vist- legt og hlýlegt heimili og rækti löngum húsmóðurstörfin af stakri alúð. Börnum sínum var hún einstaklega góð móðir. Launað- ist henni vel ást hennar og skyldurækni við eiginmann og börn, því að þótt börnin séu ÖU gift og hafi ásamt mökum sín- um stofnað heimili hvert í sínu lagi, ríkir slík samheldni og ein- drægni milli fjölskyldna for- eldra og barna, að fremur fátítt er. Þórdís var trúuð kona, og and- leg mál voru henni jafnan hug- leikin. Næman fegurðarsmekk hafði hún og sterka samúð með öllum, sem þjáðust eða voru minni máttar. Mörgum hafa þau hjónin verið góð og hjálpsöm, enda vinmörg og oft gestkvæmt á heimili þeirra. Þórdís var mjög trygglynd, og þótt hún ætti heima í Reykjavík meiri hluta ævinnar, hvarflaði hugurinn oft til æskustöðvanna og Fljótshlíðarinnar, en dvalar sinnar þar minntist hún ætíð með ánægju og þakklæti. Um allmörg hin síðari ár hefir Þórdís ekki verið sterk heilsu, hefir oft þjáðst af þrautum í höfði, en hin síðustu ár hefir Elli tekið að gerast áleitin við mann hennar, Kjartan. Sjón hans er farin að daprast og fæturnir tekn ir að bila. En Þórdís stóð við hlið hans þar til yfir lauk og annaðist hann og heimili þeirra, sem nú var orðið minna en áður, eftir því sem kraftarnir leyfðu, af sömu alúð og ávallt fyrr. Hún var svo hamingjusöm að þurfa ekki að líða langt heilsu- leysi eða heyja dauðastríð. Hún fékk heilablóðfall og hné niður í örmum Kjartans sonar síns, og komst ekki til meðvitundar aft- ur, en andaðist að rúmum sól- arhring liðnum. Sár söknuður er kveðinn að ástvinunum, einkum manni henn- ar, en hann hefir tekið því eins og sönn hetja. Að lokum vil ég votta Þórdísi Jónsdóttur hjartans þakkir mín- ar og konu minnar fyrir langa vináttu og tryggð í garð okkar og okkar heimilis. Blessuð sé minning hennar. GuSmunður Marteinsson. Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðinundur Pétursson Aðalstrœti 6, III. hœð. Símar 2002, — 3202, — 3602. B.S.R.R. Til sölu þriggja herbergja íbúð við Hátún. Félagsmenn er óska að kaupa íbúðina snúi sér til skrifstofunnar, Hafnar- stræti 8 fyrir 31. maí. Vörumerkið trygyir um heim alian gæhi, endingu og lægsta vcrl Aðalsölustaður: Skipholt 5, Reykjavík Umboðsmenn: Akranes: Andrés Guðmundsson Akureyri: Valbjörk h.f. Blöndós: Verzlunin Valur Bolungavík: Bernódus Halldórsson Borgarnes: Finnbogi Guðlaugsson Dalvík: Baldvin Jónsson Fáskrúðsfjörður: Sigurður Hjartarson Hafnarfjörður: Ragnar Björnsson Hella: Hjörleifur Jónsson Hrísey: Þorsteinn Valdimarsson Húsavík: Jón Á. Héðinsson Hvolsvöllur: Hálfdán Guðmundsson Höfðakaupstaður: Ingvar Jónsson Höfn I Hornafirði: Sigurjón Jónsson Isafjörður: Aðalbjörn Tryggvason Kópasker: Kaupfélag Norður-Þingeyinga Neskaupstaður: Ólafur H. Jónsson Ólafsfjörður: William Þorsteinsson Ólafsvík: Haukur Guðmundsson Patreksfjörður: Ásmundur B. Olsen Reyðarfjörður: Marinó Sigurbjörnsson Sauðárkrókur: Steingrímur Arason Selfoss: Kaupfélag Árnesinga Siglufjörður: Haukur Jónasson Stykkishólmur: Verzlun Sigurðar Ágústssonar Vestmannaeyjar: Kristján Kristófersson Vík í Mýrdal: Verzlunarfélag Vestur-Skaftfellinga Þingeyri: Kaupfélag Dýrfirðinga Þórshöfn: Verzlunin Signar og Helgi Umboðsmenn óskast víðar f - - - - • - — J i m h&ft ffjj. SÓLTJÖLD með 3ja ára ábyrgð með alúmíníum og plast- V rimlum í yfir 20 litum. r T 1 i Wf - DLTJÖLD (Rúllugardínur) í mjög fjölbreyttu 1 T 1 i W“. W ft GLUGGATJALDASTENGUR sérlega þægilegar og vand- W aðar af mörgum gerðum. [_ 1 i WM-k VERKSMIÐJAN býður yður velkomin í Skipholt 5, til W að yður vörur sínar og framleiðslu. I 7 \ i Hf , VERKSMIÐJAN sendir yður sýnishom heim, sé þess M óskað, annast uppmælingar og uppsetningar. I ' j i HT §g VERKSMIDJUR hafa starfað síðan 1900 og eru nú rekn- Hr i W E^nkaSalan ~ 5, Reykjavik f @£ugga/tA.§. Aimi szu? ( i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.