Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 17
Sunnudagur 26. maí 1957
MORCUNBLAÐIÐ
17
Gullhringur
með úbínstein hefur tapazt.
Finnandi vinsamlega geri
aðvart af Njálsgötu 108.
Rösk og ábyggileg \
slúlka oskast
í kjöt & nýlenduvöruverzlun. — Tilboð sendist á afgreiðslu
Morgunblaðsins fyrir fimmtudagskvöld, merkt „Vön —
5152“.
Skrifstofustúlka
vön enskri hraðritun og bréfaskriftum óskast
nú þegar eða fljótlega. Hálfsdagsvinna kæmi til
greina. Umsóknir leggist inn á afgr. MbL
merkt: Ensk hraðritun — 5150. v
Léreft
Hvítt, óbleyjað 80 — 90
140 cm. — Hálfhör —
Poplin — Cambridge, mis-
litt, 6 litir. — Fiðurhelt —
Hvítt, d'ékkblátt. — Dún-
helt — Hvítt, rautt, 90 cm.
140 cm. -
Glasgowluíðin
Freyjugötu 1 Sími 2902
AIASKA grúðrastöðin
tilkynnir
Fyrir skrúðgarðinn:
Ga rðy rk j u verkf æri
Trjáplönlur
Skrautrunnar
Blómplönlur
Grasfræ
Áburður
Varnaríyf
Ennfremur alls konar
þjónusta
Garðbygging
Hirðing
tJðun
Skrúðgarðateikning
Til híbýlaprýði:
Pottaplöntur
Afskorin blóm
B ló maáburður
Pottamót
VarnarVf
Pottar
Fyrir matjurtagarðinn:
Garðyrkjuverkfæri
Spíraðar útsæðiskartöflur
Kálplöntur
Matjurtafræ
Garðáburður
Tröllamjöl
Varnarlyf gegn
Sníglum
Kálmaðki
Myglu
'tU
(f3ldci fdcmdi
inu
unum
AA-samtökin hafa um þessar mundir starfað í þrjú ár hér á landi.
Markmið þessa félagsskapar er að hjálpa þeim, konum og körlum, sem við drykkjuskap eiga að stríða til að losna
undan valdi þessa eyðileggingarsjúkdóms, ef þeir af fúsum vilja, óska að reyna þær leiðir til þess, sem félagsskapur-
inn aðhyllist, og ennfremur að reyna að leysa hin sameiginlegu vandamál, sem fólk þetta á ævinlega við að stríða,
meðan það er að sigrast á sjúkdómi sínum.
Á þessum þremur árum hafa gengið í AA-samtökin um 400 manns, og fyrir atbeina þeirra samtaka var stofnað
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Bláa Bandið, sem starfað hefur nú í hálft annað ár að Flókagötu 29, og nýtur nú þegar
almennrar viðurkenningar fyrir starfsemi sína.
AA-samtökin leggja engin félagsgjöld á meðlimi sína en leita hins vegar samskota meðal þeirra og annarra einu
sinni á ári, og hefur stjórn samtakanna ákveðið að gera það árlega á tímabilinu frá 16. apríl, sem er stofndagur sam-
taka þessara á íslandi, til 1. júní. Á 'þeim tíma munum vér því nú og framvegis leita til almennings um fjárframlög
og verður skrá yfir allar gjafir til félagsskaparins birtar í árbók Bláa Bandsins og AA-samtakanna, sem nú er verið
að undirbúa útgáfu á.
Vér hyggjum ekki á merkjasölu eða happdrætti eins og nú eru algengastar fjáröflunaraðferðir til styrktar menn-
ingar- og líknarfélagsskap hér á landi, en vér væntum þess að þeir, sem skilja þýðingu starfsemi vorrar, vilji leggja
af mörkum fjárhæð, sem þeir sjálfir ákveða, og vér getum vitjað til þeirra á þeim tíma, er þeir sjálfir tiltaka. Fjár-
söfnun vorri verður að þessu sinni hagað þannig, að vér munum símleiðis eða á annan hátt leita eftir framlögum hjá
fyrirtækjum og einstaklingum, sem vér náum til og starfsmaður vor mun síðan nálgast það fé, sem lofað hefur verið.
Það eru einnig vinsamleg tilmæli vor til þeirra, sem vér ekki náum til með þessum hætti, en vilja styrkja samtök vor,
að þeir hafi samband við skrifstofu AA-samtakanna í síma 7328 kl. 5.15—7.15 hvern virkan dag eða bréflega í póst-
hólf 1149, eða komi framlagi sínu með einhverjum hætti til skrifstofunnar eða fyrirsvarsmanna samtakanna.
Hjúkrunar- og dvalarheimili Bláa Bandsins að Flókagötu 29 er fyrst og fremst ætlað karlmönnum, en þörfin fyrir
svipað heimili handa konum er mjög brýn. Vér höfum þvi ákveðið að festa kaup á hentugu húsi, þar sem starfrækja
mætti slíkt heimili. f»ví fé, sem nú safnast, verður fyrst og fremst varið til þess að koma slíku heirnili á fót. En þó
hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir drykkfelldar konur sé nsesta viðfangsefni vort, eru óleyst tvö önnur þýðingarmikil
mál á þessum vettvangi, sem litla bið þola. Er þar átt við framhaldsdvalarheimili fyrir þá, sem dvöl á Bláa Bandinu
nægir ekki, og hjálparstöð fyrir athvarfslaust fólk, sem nokkuð er af, sérstaklega í Reykjavík.
Að þessum málum báðum vinnum vér einnig nú og munum reyna að leysa þau sem fyrst.
Um leið og vér þökkum öllum þeim, sem þátt tóku í söfnun vorri 1956, væntum vér þess enn, að margir gerist til
þess að rétta oss hjálparhönd, bæði einstakir menn, félög og fyrirtæki, og það fé, sem lagt er í raunhæfa baráttu gegn
áfengisbölinu, skilar sér aftur margfalt til þjóðarheildarinnar.
Hið mikla böl, þjáningu og sorg, sem oftast leiðir af áf enginu, þekkja allir af eigin raun með einhverjum hætti, —
einnig þeir, sem ekki eru sjálfir ofurseldir þeim bölvaldi.
Vér trúum því, að Guð sé í verki vneð oss, og þess vegna fylgi því blessun að rétta oss hjálparhönd, hvort sem
styrktarframlagið er stórt eða smátt. — Oss er þörf fjárins sem allra fyrst.
Dragið því ekki að tilkynna framlag yðar á skrifstofu Bláa Bandsins að Flókagötu 29 eða til AA-samtakanna í
Mjóstræti 3, uppi. Skrifstofutími þar er frá kl. 5.15—7.15alla virka daga. Sími beggja er 7328.
Jónas Guðmundsson
form. AA-samtakanna á íslandi
og Bláa Bandsins.
Guðmundur Jóhannsson Vilhjálmur Heiðdal
forstöðumaður Bláa Bandsins. form. Reykjavíkuideildar AA-samtakanna.
Tékkneskir kvensumarskór
Úr striga- og ruskini.
Svartir, rauðir, bláir og gráir.
Aðalstræt! 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 — Snorrabraut 38 — Garðastræti 6