Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAfíia Sunnudagur 28. maí 1957 nfpitiMaM Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Vinnuskólnr, verkmenning og fromleiðsln NOKKUR undanfarin ár hefur Reykjavíkurbær rekið svo- kallaðan Vinnuskóla yfir sumar- mánuðina. Skóli þessi er sprott- inn upp af unglingavinnu, sem bæjarstjórnin beitti sér fyrir, til handa þeim unglingum, sem ekki fóru í sveit á sumrin eða fengu atvinnu við sitt hæfi. 1 Vinnuskóla Reykjavíkurbæj- ar er lágmarksaldur drengja nú 13 ár, en stúlkna 14 ár. Hámarks- aldur beggja er 16 ár. I þessum skóla hafa unglingarnir unnið að margvíslegum verkefnum í þágu bæjarfélags síns. T.d. hafa pilt- arnir ræst fram og þurrkað mik- ið land, sem síðan hefur verið leigt út til garðræktar. Ennfrem- ur hefur allfjölmennur hópur drengja unnið að framkvæmdum austur við Úlfljótsvatn. Hafa þær framkvæmdir verið unnar á veg- um Rafmagnsveitunnar. Þá hafa unglingarnir einnig unnið að garðyrkjustörfum í skrúðgörðum í bænum, skóg- græðslu og ræktun. Einn þátturinn í starfi Vinnu- skólans er rekstur „skólaskips“. Á hverju sumri hefur verið tekinn á leigu 50—70 lesta bátur og hann mannaður hóp duglegra stráka, sem áhuga hafa á að kynnast sjómennsku og vinnu- brögðum er að henni lúta. Hafa þeir notið leiðbeininga og kennslu reyndra sjómanna um borð í „skólaskipinu“. Tilraun sem hefur a:efizt vel. VINNU SKÓLINN er tvímæla- laust ein merkilegasta nýjungin, sem bæjaryfirvöld Reykjavíkur hafa haft forystu um í skólamál- um. Þar er í senn stefnt að því að unglingarnir njóti hollrar vinnu við sitt hæfi og útivistar og fái jafnframt tækifæri til að kynnast starfinu við bjargræðis- vegi þjóðarinnar. Piltar og stúlk- ur sem vinna að garðrækt og framræslu lands, öðlast aukinn skilning á gildi ræktunar og landbúnaðar. Drengirnir, sem sigla út á Faxaflóa til fiskveiða á „skólaskipinu" öðlast aukna innsýn í störfin á sjónum og þýðingu þeirra fyrir þjóðfélagið. Allt miðar þetta að því að auka áhuga æskunnar á hinu skapandi starfi til lands og sjávar, og gera henni ljóst, að grundvöllur framtíðarinnar í landi hennar er almenn þátt- taka fólksins í framleiðslu- störfum. Tilla^a um skólaskin A ALÞINGI hafa nokkrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins flutt tillögu um, að rannsakaðar verði nýjar leiðir til þess að glæða áhuga ungs fólks á þátttöku í sjómennsku og fiskveiðum. í því sambandi benda þeir á, að hugs- anlegt sé, að rekstur skólaskips kynni að geta haft nokkur áhrif til umbóta í þessum efnum. Marg ar siglingaþjóðir hafi rekið slík skip með góðum árangri. Vafalaust þurfa mörg fleiri úr- ræði til að koma, til þess að auka þátttöku íslenzkrar æsku í fram- leiðslunni. En fordæmi Reykja- víkurbæjar um rekstur Vinnu- skólans og „skólaskips" hans bendir í þá átt, að hér sé um athugunarverða leið að ræða. Þar með er ekki sagt að byrja eigi á því að byggja stórt og dýrt skip í þessu augnamiði, enda þótt æskilegt væri að geta sameinað skólaskip og vandað og fullkomið rannsóknarskip, sem hægt væri að nota í vísinda- lega rannsóknarleiðangra, bæði við strendur landsins og á fjar- lægari slóðum til leitar á fiski- miðum. Til að byrja með væri trúlega hægt að nota einhver þeirra fiskiskipa, sem við nú eig- um, togara eða vélbát, og byggja síðan á þeirri reynslu, sem feng- ist á rekstri þeirra. Einnig kæmi til mála, eins og bent hefur verið á á Al- þingi, að koma ungum piltum í skiprúm á venjulegum fiskiskip- um, til náms og æfingar. Eitthvað nýtt þarf að ^erast AUGLJÓST er að eitthvað nýtt þarf að gerast í þessum efn- um, til þess að örfa unga fólk- ið til þátttöku í framleiðsl- unni. Nútiminn fær skólanum ótal verkefni til lausnar í sambandi við uppeldi og mót- un æskunnar. Hvers vegna skyldi skólanum ekki þá vera fengið það verkefni, sem nú er hvað mest aðkallandi í okkar íslenzka þjóðfélagi, að fá æskuna til öflugrar þátt- töku í þýðingarmestu störfum þess? Skólarnir mega ekki rótfesta þá skoðun í huguiv íslenzkrar æsku, að allt ungt fólk beri að stefna að því, að verða embættismenn eða undirtyllur í yfirbyggingu þjóðfélagsins. Góð menntun og löng skóla- ganga á ekki að þýða það, að menn telji sig vaxna upp úr því að verða bóndi, sjómaður eða iðnaðarmaður. Þvert á móti er menntunin gagnleg og nauðsyn- leg öllum, hvaða störf, sem þeir vinna. Verðum að nota hvert tækifæri 'Ekkert tækifæri má láta ónot- að til þess að örfa æskuna til skilnings á þessu grundvallarat- riði. Þess vegna ber að fagna brautryðjandastarfi Vinnuskóla Reykjavíkurbæjar, ræktunar- störfum unglinga hans, „skóla- skipinu“ og öðrum gagnlegum störfum, sem hann hefur kennt þeirri æsku, sem til hans hefur leitað. Verknámsskólarnir, sem reknir hafa verið bæði hér í Reykjavík og í Reykjanesi við ísafjarðardjúp er einnig merkileg viðleitni í þá átt að auka verkmenningu þjóðar- innar og glæða áhuga unga fólksins á vinnu að þjóðnýt- um störfum. Vinnan er móðir auðæf- anna. Án hennar getur engin þjóð byggt upp bjarta og hamingjuríka framtíð til handa þeim, sem landið eiga að ería. UTAN UR HEIMI B oa ^cí eimreiÉ rjCeninó í JJinníctndi * egar Bulganin for- sætisráðh. Rússlands og Krúsjeff foringi rússneska kommúnista- flokksins hefja heimsflakk sitt á ný eftir vetrarlanga hvíld, munu þeir fyrst heimsækja ná- grannalandið í vestri, Finnland. Þegar þeir koma þangað í næsta mánuði, fá þeir m. a. að gjöf gamla eimreið, sem á langa og undarlega sögu. E, ftir að fyrsta upp- reisn kommúnista í Pétursborg (nú Leningrad) fór út um þúfur vorið 1917, varð Lenin að flýja til Finnlands dulbúinn sem eim- reiðarstjóri. Það er einmitt eim- reiðin, sem Lenin flúði í, er nú verður fengin í hendur þeim félögum Búlganin og Krúsjeff. Finnland hefur haft mikla þýð- ingu fyrir rússnesku byltingar- mennina, m. a. Lenin og Staiin. Þeir földu sig hvað eftir annað í Finnlandi, þegar lögregla Rússa keisara var á hælum þeirra. Marg ir þekktir finnskir jafnaðar- menn tóku þátt í að koma þeim „undir jörðina“. E kkja Lenins, N. K. Krupskaja, hefur sagt frá þess- um árum í endurminningum sín- um, og kennir þar margra grasa. Eftir að fyrsta byltingartilraun- in árið 1905 mistókst, flúði Lenin til Finnlands. En hann fór ekki langt, hélt sig rétt við rússnesku landamærin, þar sem hann fékk skjótar fréttir um ástandið í Pétursborg. Krupskaja fór oft sjálf til Pétursborgar og kom til baka með nauðsynlegar upplýs- ingar handa Lenin. Margir sendi- boðar voru einnig í förum milli Lenins og Pétursborgar. E n Krupskaja segir, að fréttirnar hafi yfirleitt verið slæmar um þetta leyti; og þeg- ar þær voru reglulega slæmar, tók Lenin það til bragðs að spila lomber við félaga sína í mið- stjórn flokksins, sem með hon- um bjuggu. Krupskaja segir meðal annars: „ ð sjálfsögðu þráði Lenin Pétursborg, og enda þótt við gerðum okkur allt far um Krupskaja ekkja Lenins andað- ist árið 1939. Fyrir dauða sinn hafði hún orðið fyrir barðinu á Stalin, ekki síður en flestir þeir, sem bezt þekktu Lenin. að halda sem nánustu sambandi, setti stundum að okkur svo mikla ógleði, að við reyndum að dreifa huganum með einu eða öðru. Og þá kom það oft fyrir, að íbúar hússins settust við borð- ið og spiluðu lomber. Bogdanoff spilaði með kænsku, Lenin með kænsku og ástríðu og Leiteisen lét bókstaflega hrífast af spil- inu. Oft kom einhver með frétt- ir, þegar svona stóð á, kannski „umdæmisstjóri" sem síðan stóð ruglaður og skilningssljór og virti fyrir sér það sem mætti sjónum hans: meðlimi miðstjórn- arinnar niðursokkna 1 að spila lomber........“ E, n Lenin varð um síðir að fara fró Finnlandi, þar sem lögregla keisarans var komin á slóð hans. Hann fór til Stokk- hólms, en þorði ekki að fara hina venjulegu leið frá Ábo með gufu- skipinu. Honum var ráðlagt að fara um borð í skipið frá nálægri eyju. Munaði minnstu, að það yrði honum að fjörtjóni. Hann varð að fara yfir ís rúma 3 kílómetra, og voru tveir bændur Þannig 1. liin út, þegar lög- regla keisarans tók hann hönd- um árið 1895. í för með honum. En þeir voru ekki allsgáðir. Það kom brátt í ljós, að ísinn var ekki traustur. Þessi mynd var í vegabréfi Len- ins, þegar hann fór dulbúinn til Finnlands sumarið 1917. Á einum stað fór hann að siga undan fótum þeirra. Lenin og hjnir drukknu bændur björguðu lífi og limum með mestu naum- indum. Þ egar Lenin sagði konu sinni frá þessari óhugnanlegu næturför, bætti hann því við, að þegar ísinn var að gefa eftir og hann hélt sig feigan, hefði þessi hugsun flogið um hugskot sitt: — Er það ekki magnað hve fóbjánalega maður getur stund- um lokið lífi sínu. H ann bjargaðist hins vegar, og það hefur breytt sögu þessarar aldar, en hvort hann lauk lífi sínu með skynsamlegri hætti síðar meir er álitamál. Hitt er víst, að hann lagði grund- völlinn að einhverju versta ógn- arveldi, sem sagan segir frá: með þeirri aðgerð tryggði hann milljónum manna dauðdaga, sem félagar hans og lærisveinar hafa talið skynsamlegan æ síðan (frá sjónarmiði þeirra sem ekki dóu, vel að merkja): nefnilega vesl- qst upp í þrælabuðum eða hníga niður upp við vegg með byssu- kúlu gegnum höfuðið. Líklega hafa Lenin og félagar hans aldrei gefði sér tóm til að hugsa um þessa framtíðarmöguleika vegna áhugans á lomber. Hólmarar ráðgera að gróðursetja 8 þús. trjáplöntur í sumar STYKKISHÓLMI, 22. mai. —«---------------- Aðalfundur Skógræktarfélags Stykkishólms var haldinn s.l. sunnudag. Lagðir voru fram reikningar og voru niðurstöðu- tölur rúmar 26 þúsundir. Daníel Kristjánsson, skógar- vörður mætti á fundinum og flutti erindi um skógrækt. Skóg- ræktarfélagið hefur nú til um- ráða stórt land í Sauraskógi fyr- ir ofan Stykkishólm. Þar hefur það gróðursett um 20 þús. trjá- plöntur undanfarin þrjú ár. Þá hefur land félagsins við Stykkis- hólm verið stækkað um þrjá hektara. Gert er ráð fyrir að gróður- setja á þessu sumri um 8 þúsund plöntur. Stjórn félagsins skipa: Kristján Símsen, apótekari, Bjarni Lárusson, verzlunarmað- ur og Guðmundur J. Bjarnason. — Árni. Ný sýnlng í Alþýðuhúsinu ÖNNUR samsýningin í sýningar- salnum í Alþýðuhúsinu verður opnuð kl. 7—10 í kvöld. I mynd- listardeild sýna 6 listamenn, mál- ararnir Hafsteinn Austmann, Hörður Ágústsson, Kjartan Guð- jónsson og Hjörleifur Sigurðsson. Bræðurnir Jón og Guðm. Bene- diktssynir sýna höggmyndir. — 1 listiðnaðardeild er ný uppsetn- ing, þar sem Barbara Árnason sýnir teppi og myndskerm. Skart gripi sýnir Svisslendingurinn Diter Rot og Sigríður Björnsd., Jóhannes Jóhannesson sýnir einn ig smeltiskartgripi, svo og Sig- rún Gunnlaugsdóttir. — Þá er ný uppsetning af keramik eftir Ragnar Kjartansson í Funa. — Sömuleiðis sýnir Guðrún Jónas- dóttir vefnað. Salurinn er opinn alla daga kL 10—12 og 2—10. Sýningin stend- ur til 5. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.