Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. maí 1957 MORGUNBIAÐ1Ð 75 ára á morgun: Þórarinn Dósótheusson frá Þernuvík Gréta Garbo og John Gilbert í raunveruleiki? ið voru þau perluvinir, bitt veifið yrtu þau varla hvort á annað. í hlutverki Önnu Karenínu þótti Garbo hafa sannað, að hún væri raunveruleg listakona, sem vald- ið gæti erfiðum viðfangsefnum. Og næsta verkefni Grétu var að leika Söru Bernhardt í kvik- myndinni „Dásamleg kona“. Still er lagði sig allan fram til að reyna að fá í hendur leikstjórn þessarar kvikmyndar, en árang- urslaust. Landi hans og starfs- bróðir, Victor Sjöström, hreppti hnossið. Stiller hafði orðið ósátt- ur við forráðamenn Paramounts, og hann sá því þann kost vænst- an að hverfa aftur heim til Stokkhólms. Garbo og Stiller kvöddust grátandi. „Við sjáumst bráðlega“, hrópaði Garbo, þegar lestin brunaði af stað. I.ÁT STILLERS En margt fer öðru vísi en ætlað er. Stilier þjáðist af ólæknandi blóðsjúkdómi og lézt skömmu eftir að hann kom heim. Garbo var að æfingum á myndinni „Villt brönugrös“, er hún frétti lát hans. Enn er deilt um það, hvort Garbo og Stiller hafi elskað hvort annað. Hún kvað einu sinni hafa sagt: „Ef ég hefði getað orðið ástfangin af nokkrum manni, var ekki um annan að ræða en Mauritz Stiiler“. o—ár—o í árslok 1928 fór Gréta í heim- Bókn til Stokkhólms. Hún fór þessa för til að hvfla sig — til að sofa, eins og hún orðaði það sjálf. En hún komst fijótt að raun um, að heimsfræg kvik- myndaleikkona á hvergi griða- atað — og ef til vill sízt í heima- landi sínu. Er von var á Grétu til Hollywood, biðu margir for- ráðamenn MGM á járnbrautar- stöðinni auk fjölda blaðamanna og aðdáenda. En Gréta kom ekki. Hún hafði farið úr lestinni í San Bernardino til að hitta John Gilbert. En þess var ekki langt að bíða, að Garbo yrði aftur þreytt á bónorðum Gilberts, og honum varð loks ljóst, að ást hans var vonlaus og þau skildu að skiptum. „Ég VONA AÐ GILBERT VERÐI MJÖG HAMINGJtT- SAMUR“ Gréta var stödd á Catalinaeyju, þar sem kvikmyndin „Siðferði konu“ var tekin, er hún frétti, að John Gilbert væri kvæntur. „Ástriðum“. Var það leikur eða Blaðamaður nokkur hafði leigt sér flugvél til að geta orðið fyrst- ur til að sýna henni fyrirsagnir blaðanna. Hún var fáorð að vanda. „Ég vona, að Gilbert verði mjög hamingjusamur". Gilbert lét hins vegar hafa það eftir sér, að hann hefði saknað hennar hvern dag, síðan þau skildu. En nú var Gréta meir einmana en áður. Hún hafði flutt úr Miramargistihúsinu til Beverley Hills gistihússins. En ásókn að- dáenda hennar var svo mikil, að hún sá þann kost vænstan að flýja. Edington tók einbýlishús á leigu fyrir hana við Chevy Chase Drive, kyrrláta götu. í margar vikur hélt hún heimilisfangi sínu leyndu. „SKANDINAVISKI SFINXINN“ Hún vildi fela sig fyrir um- heiminum, og það gaf goðsögn- inni um hina leyndardómsfullu konu byr undir báða vængi. í blaðagreinum var hún kölluð „konan, sem lokar sig inni“, „Skandinaviski sfinxinn", og svo mætti lengi telja. Og Gréta kunni einverunni vel. Hún synti í sund- lauginni, lá í sólbaði, fór í göngu- ferðir, stundaði reiðmennsku eða sótti kvikmyndahús í frístundum sínum. Eftirlætistónlist hennar var söngur Soffíu Tucker. Bók- menntasmekkur hennar risti ekki heldur djúpt. Hún las aðallega kvikmyndablöð og klippti út úr þeim greinar um sjálfa sig til að senda móður sinni. „SVEITASTÚLKAN VIÐ CHEVY CHASE“ En smám saman tók Gréta að skríða út úr hýðinu. Hún safnaði um sig fámennum kunningjahóp. Einkum geðjaðist henni vel að Jaques Feyder og konu hans. Samkvæmt ósk hennar var hon- um falin leikstjórn síðustu þöglu myndarinnar, sem hún lék í, „Kossmum“. Gréta hafði engan áhuga á að taka þátt í samkvæmisiífinu í Hollywood og afsakaði sig oft- ast með því, að hún væii veik. Oft átti hún það til að láta segja, að hún væri ekki heima, jafnvel þó að vinir hennar ættu í hlut. Oft neitaði hún að tala við nokk- urn dögum og jafnvel vikum sam- an. Þá fór hún í gönguferðir, svaf eða las. Hún gaf aldrei nein- ar skýringar á þessu framferði sínu, en það varð til þess, að vinir hennar kölluðu hana sín á milli „sveitastúlkuna við Chevy Chase“. ir fjórum árum. Brá hann búi sinu í svipaðan mund. Þórarinn í Þernuvík er dreng- ur hinn bezti, hreinn og beinn í allri framkomu, hjálpfús og greiðvikinn. Gestrisin voru þau hjón bæði í bezta lagi og lá margra leið um heimili þeirra. Námskeið í blokkflautuleik á vegum frsebslumálastjórnarinnor Á MORGUN, mánudaginn 27. maí, á Þórarinn Dósótheusson, fyrrum bóndi í Þernuvík í Ögur- sveit, 75 ára afmæli. Þessi heið- ursmaður sem nýtur vinsælda og virðingar heima í sveit sinni heldur nú sjötíu og fimm ára af- mæli sitt hátíðlegt hjá börnum sínum og tengdasyni hér í Reykjavík. En enda þótt hann hafi látið af búskap er hann þó ennþá búsettur heima í Ögur- hreppi og dvelur þar á sumrum. Þórarinn er fæddur á Svein- húsum í Reykf arfjarðarhreppi. Ölst hann þar upp og aflaði sér þeirrar menntunar, sem þá var fáanleg ungum mönnum. Hann fór í unglingaskóla á ísafirði og mun sr. Bjarni Jónsson, núv. vígslubiskup hafa verið einn af kennurum hans þar. En hann var þá skólastjóri á ísafirði. Síðar fór Þórarinn í bændaskól atm á Hvanneyri og aflaði si þar búfræðiþekkingar. Árið 1910 hóf hann búskap Þernuvík og bjó þar frarn til árs- ins 1953 eða hátt á fjórða ára- tug. | BLOKKFUAUTAN Þernuvík er ekki stór jörð og: Notkun einfaldra hljóðfæra Þórarinn mun ekki hafa búið átvið tónlistarkennslu hefur mjög rutt sér til rúms meðal nágranna- þjóðanna síðustu árin. Má þar fyrst nefna blokkflautuna sem náð hefur gífurlegri útbreiðslu og miklum vinsældum í Þýzka- landi, Svisslandi og víðar, þar sem tónlistarkennsla er á hvað hæstu stigi. Hér á landi er blokk- flautan hins vegar lítt þekkt hljóðfæri meðal almennings. Fræðslumálastjórnin hefur nú ákveðið að ráða bót á þessu með því að efna til námskeiðs í blokkflautuleik, sem haldið verð- ur í Reykjavík dagana 29. maí til 9. júní og á Akureyri 11.—15, júní. Þess má geta, að þessa sömu viku fer fram uppeldismálaþing á Akureyri. Námskeiðið er eink- um ætlað kennurum, ekki aðeins Þar voru öllum búnar hlýjar innilegar móttökur. Enda þótt Þórarinn njóti vA hvildar og umhyggju hjá börn- um sínum hér syðra, leitar hug- ur hans með vorinu vestur í sveit ina hans. Þar stóð lífsbaráttan í gleði og harmi við önn dagsins. Og enn vorar vestra, fugl og sel- ur sveima um víkur og firði, jörð in grænkar og grasið ilmar. Þá heldur gamli Þernuvíkurbóndinn af stað vestur. Hugurinn ber hann hálfa leið. Lundin er sem fyrr ör, áhuginn lifandi og hönd- in starfsfús. Til hamingju með 75 ára af- mælið, gamli vinur og sveitungi. — S. Bj. Á UNDANFÖRNUM árum hafa fræðslumálastjórnin og Söng- kennarafélag fslands efnt til nokkurra námskeiða fyrir söng- kennara og áhugamenn um tón- listnrkennslu. Hefur þar verið lögð áherzla á að kynna bættar kennsluaðferðir og nýjungar í tónlistaruppeldi. Árangurinn af þessu starfi hefur verið góður, cnda jafnan úrvals-kennarar fengnir til kennslunnar. henni allri. En hann komst þar vel af, og kom börnunum þar upp með sæmd. Kona hans var Hall- dóra Guðjónsdóttir, dugandi á- gætis kona er reyndist manni sínum, börnum og heimili hin traustasta stoð. Komust 5 barna þeirra til þroska, en tvö dóu kornung. Eru fjórar dætur þeirra á lífi, þær Sigríður, sem gift er Jón- asi Gunnarssyni, kaupmanni í Reykjavík, Rannveig, Ásgerður og Kristín, sem allar eru nú bú- settar hér syðra. Einn son upp- kominn misstu þau Halldóra og Þórarinn. Hét hann Jón og var hinn mesti efnismaður. Var að honum hinn mesti mannskaði. Konu sína missti Þórarinn fyr- Fréttatilkynning frá U.M.F.Í. Norrœn œskulýðsvika NORRÆN æskulýðsmót eru nú árlega haldin að tilhlutan ung- mennafélaganna á Norðurlönd- unum. Mótin eru haldin til skipt- is í löndunum. Mót þessi standa yfir í viku og hafa því hlotið nafnið norræn æskulýðsvika. Mót þessi hafa verið haldin ár- lega síðan síðari heimsstyrjöld- inni lauk. Sumarið 1954 var nor- ræn æskulýðsvika haldin að Laugarvatni. Síðan árið 1948 hafa alltaf nokkrir íslendingar sótt þessi mót og verður vafalaust einnig svo nú. Á þessum mótum hefir það ver- ið siður að hvert þátttökuland ’héldi uppi' einu kvöldi og kæmi þá fram með einhver þau skemmtialriði, sem kynntu land og þjóð. Þetta skyldu þeir hafa í huga, sem hvgsa ér að fara nú í sumar, en í ár verður norræna æskulýðsvikan haldin í Ringe- rike lýðháskóla í Hönefoss, 7.— 14. júlí nk. Hönefoss er ca. 60 km frá Ósló. Mótið verður sett eftir hádegi 7. júlí og verður slitið laugar- daginn 13. júlí. Ætlazt er til að gestir geti farið frá staðnum þeg- ar á sunnudag. Margir af forustumönnum ung mennafélaganna á Norðurlönd- um munu flytja þarna ávörp og ræður, ennfremur verður margt annað til skemmtunar og fróð- leiks. Dagskráin í heild verður væntanlega birt síðar. Allur dvalarkostnaður á Höne- foss er áætlaður 175.00 norskar krónur. Fargjald með flugvél fram og til baka Reykjavík- Osló, mun vera ísl. kr. 2.646.00, þá verður að gera ráð fyrir ein hverjum kostnaði í Osló. Að endaðri vikunni mun þeim, sem vilja, gefinn kostur á tveggja daga hringferð, þannig, að farið verður frá Hönefoss 14. júlí kl. 9 að morgni, upp í gegn um Hallingdal til Gol, þaðan verður farið yfir fjallið til Vald- res, gegnum Östre — Slidre, til hins þekkta vatns Bygdin. Það an verður farið á bát til Eidsbu garden, sem heyrir til Jötun- heima, þar sem fjöllin eru yfir 2000 m há. Frá Eidsbugaarden verður farið með bílum um Tyin til Grov í Vestre-Slidre og gist þar um nóttina. Morguninn eftir, mánudag, heldur ferðin áfram gegnum Valdresdalföret, til baka að Hönefoss og komið þangað kl. 5 síðd., þá er nægur tími til að ná næturlestinni til Osló. Fargjaldið fyrir þessa hring- ferð, er ekki ákveðið enn, en verður upplýst strax og hægt er. Væntanlegir þátttakendur í þessari norrænu æskulýðsviku, eru beðnir að setja sig í samband vdð skrifstofu Ungmennafélags fslands, Edduhúsinu við Lindar- götu, Reykjavík, sem allra fyrst. Þar verða gefnar allar nauðsyn- legar upplýsingar og UMFÍ mun væntanlega skipuleggja ferðina. Á norrænu æskulýðsvikuna eru allir velkomnir. þeim sem fást við söngkennslu, heldur og þeim sem kenna al- mennar greinar. Einnig er nám- skeiðið opið öðru áhugafólki, meðan rúm leyfir. Kennslan verður bæði miðuð við byrjend- ur og þá sem eitthvað hafa lært áður. Kennt verður í smáhópum. I sambandi við námskeiðið verða einnig leiðbeiningar í kórsöng og kontradönsum. KENNARAR Kennarar á námskeiðinu verða ungfrú Inge Schmidt frá Köln í Þýzkalandi og ungfrú Ingibjörg Blöndal frá Reykjavík. Þátttöku- gjald verður kr. 100,00 fyrir nám- skeiðið í Reykjavík, en kr. 70,00 fyrir námskeiðið á AkureyrL Óskum um einkatíma verður sinnt, ef kostur er. Blokkflautur og nótur fást keyptar í tak- mörkuðu upplagi í sambandi við námskeiðið. HLJÓÐFÆRI MEISTARANNA Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri skýrði Morgunblaðinu frá því, að blokkflautan væri meðal elztu og vinsælustu hljóðfæra. Það var mjög í hávegum haft á miðöldum og lengi fram eftir. Meistarar eins og Bach, Tele- mann, Hándel o. fl. sömdu mörg verk fyrir blokkflautuna, og þeg- ar farið var að leika verk þeirra á sama hátt og þau höfðu verið leikin í upphafi, vaknaði aftur áhugi á blokkflautunni. Er mik- ið af nýrri tónlist samið fyrir þetta hljóðfæri. Benda má kenn- urum á, að blokkflautan getur auðveldað þeim mjög að halda uppi söng í skólum, þar sem tón flautunnar svipar mjög til barns- raddarinnar. Hér er einstakt tækifæri til að njóta leiðsagnar úrvalskennara í meðferð einhvers ódýrasta og einfaldasta hljóð- færis, sem völ er á. Kennurum skal einnig bent á, að þess getur orðið langt að bíða, að annað slíkt námskeið verði haldið. TILKYNNINGAR UM ÞÁTTTÖKU Þátttaka óskast tilkynnt sem allra fyrst og ekki síðar en 25. maí til Fræðslumálaskrifstofunn- ar, Arnarhvoli, sími 81340, Ingólfs Guðbrandssonar söng- námsstjóra, sími 2990 eða Hannesar J. Magnússonar skóla- stjóra á AkureyrL Nýr forsefi Gæzlu- verndarráðsins NEW YORK, 22. maL JOHN HOOD frá Astralíu var á mánudaginn kosinn forseti Gæzluverndarráðs Sameinuðu þjóðanna, en það fer með mál- efni þeirra verndarsvæða S. Þ„ sem áður voru nýlendur ákveð- inna ríkja. Hood, sem hóf feril sinn sem blaðamaður, hefur ver- ið sendiherra Ástralíu í Indó- nesíu og Vestur-ÞýzkalandL Hann verður forseti ráðsins í eitt ár og tekur við af Rafik Asha frá Sýrlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.