Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 14
T4
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. maí 1957
— Samtal við Jóhannes Helga
Framh. af bls. 6
Hvað um skáld og hlutverk
þeirra?
Ja — þau eru alltaf að sjá
stóra hunda eins og börnin og
þurfa að segja frá því; stundum
sjá þau merkilegar sýnir og
stundum og stundum ekki tekst
þeim að höndla þær í ljóði eða
prósa handa fólki, sem hefur öðr-
um hnöppum að hneppa en
skyggnast eftir sýnum, enda er
það ekki sérlega arðbær atvinnu
vegur. Nú og stundum sjá skáld-
in ægilegar ofsjónir og slær út í
fyrir þeim; þá hlæja þeir sem
aldrei sjá neitt og þar af leiðandi
ekki heldur ofsjónir — svo að
jafnvel ofsjónirnar geta glatt og
eru til nokkurs. Þú sérð að hlut-
verk skáldanna er ekki svo lítið.
Og stundum koma skáldin með
djásn upp úr þessu djúpa lóni
sem við köllum mannsál, djásn
sem lýsa kannski um aldir í
mannheimum; sum verða að láta
sér nægja nokkrar perlur — og
ræður oft heppni hvern feng
menn bera á land.
En hvað segirðu mér um sam-
búð skálda og almennings. Er
hún eins og hún ætti að vera?
Ég held hún sé eins og hún
hlýtur alltaf að verða og má vera
mín vegna: grunnt á því góða.
Skáld eru viðsjálir gripir og
vafalaust hættulegt að hossa
þeim meðan gáll æskuáranna er
á þeim, enda er það ekki gert, og
sjálf kunna þau, held ég, betur
við kritinn. Þetta er steigurlát-
ur flokkur sem fer fyrir utan
alfaraleið og sendir stundum
tóninn almennilegu fólki sem
fetar samvizkusamlega veg venju
og hefðar — og það geldur skáld-
unum auðvitað í sömu mynt. En
þessum „pörtum“ er hlýtt hvorum
tii annars svona undir niðri, enda
væri illa komið fyrir báðum, ef
svo vséri ekki. Með aldrinum
stillast þessir villingar venju-
lega og skila sér aftur til hjarð-
arinnar og hafa þá oft uppgötvað
á rápinu sitthvað nýtilegt handa
hjörðinni, auðnast kannski
meira að segja að hnika til rás
hennar, og færa henni jafnvel
stundum fjársjóði í þessu tilliti
sem ber fína orðið.
Andlega?
Þakka þér hugulsemina. Ég hef
nefnilega ofnæmi fyrir þessu
hugtaki.
Það verður varla um villzt að
þú vorkennir ekki skáldum, Jó-
hannes.
Nei, síður en svo. Það er meiri
ástæða til að vorkenna því fólki,
sem hvorki getur skynjað af
sjálfsdáðum né er móttækilegt
fyrir aðrar sýnir á lífskeiðinu en
næsta málsverð, glys og prjál. Og
þann veit ég stærstan harmleik
á jörðu, því að þetta eru ekki
mörg þúsund sólarhringar sem
líða milli þess að við heilsum
og kveðjum þetta ævintýri á
jörðinni.
Þú minntist áðan á krit og
hæfilega ánægju skálda af hon-
um. Mér dettur Árbókarmálið í
hug. Þetta var hörkuslagur.
Það gerði ekkert til. Menn
hyllast auðvitað til að nota stóru
k uiia sína þegar skotmarkið
;, Ragnar haggaðist ekki,
h^ ..r bauð mér að gefa út eftir
mig; aftur á móti rótuðu nokkrir
óviðkomandi aðilar sér inn í mál-
ið og kyntu undir. Ég bið þig að
misskilja ekki, ég er ekki að
draga í land, því eins og við vit-
um báðir, þá hafa skáld alltaf
rétt íyrir sér.
Jú, jú. Það bregzt ekki. Hver
mundurðu segja að stefnan væri
í skáldsagnagei ð okkar?
Ég get ekki séð að það sé nein
stefna — nema þessi epíska og
smávegis frávik í hinar og þessar
áttir og stundum til tilbreyting-
ar augljósar eftirapanir á stíl út-
lendra manna. Ég veit ekkert
ömurlegra en þegar menn tapa
sínum eigin tón og þúsund litlir
kallar út um allar jarðir eru að
bisa við að apa nokkra risa. Ann-
ars er ég sjálfur svo lítill karl
að ég má ekki segja stórt.
Og ljóðlistin.
Það er mikið talað um lýrikk.
Þú afsakar að ég hiksta á þessu
orði, en það virðist vera lykill-
inn að sálarlífi margra manna
hvað skáldskap snertir. Mörg
ljóð sem liggja fyrir utan rímið
eru þegar komin í flokk þeirra
ljóða sem stærst getur í bók-
menntasögunni. Mdkið af þessum
svokallaða atómskáldskap hefur
auðvitað lítið skáldskapargildi,
en hlutfallið milli leirburðar og
og skáldskapar er atómkveð-
skapnum varla óhagstæðara en
hefðbundna ljóðforminu, nema
síður sé. Menn skyldu hafa hug-
fast að jafnvel þótt skáldskapar-
gildi sumra þessara ljóða sé lítið,
þá er þetta nærri undantekning-
arlaust haglegur samsetningur,
og þeir sem iðjuna stunda inna
þannig af hendi mikilvæga — og
ólaunaða — þjónustu við tung-
una. Þessi skáldskaparstefna hef-
ur orðið fyrir miklu aðkasti. Ég
held að fólk geri sér ekki fylli-
lega ljóst að skáld og listamenn
i heild vinna menningu þjóðar
sinnar annaðhvort gagn eða ekki,
sjaldnast ógagn — og áreiðanlega
aldrei vísvitandi. Þess vegna er
óþarfi fyrir fólk að láta eins og
helgispjöll hafi verið framin þeg-
ar það les eða virðir fyrir sér
list sem því ekki geðjast að, svo
fremi henni sé ekki þröngvað
upp á það.
Hvað finnst þér um íslenzka
æsku?
Hún er nákvæm eftirmynd for-
eldranna, að fráskildum áhrifun
gangslaust fyrir fólk að vera að
þröngva upp á börn sín dyggð-
um sem það á ekki til snefil af
sjálft. Fordæmið eitt kemur að
gagni, en rétt er og skylt að
fjötra þá menn sem gera sér að
atvinnu að bía frjómögn þjóðar-
innar út í stórborgardreggjum og
sóðaskap annarra þjóðlanda. ís-
lenzkt þjóðareðli er stór og sterk-
ur hlynur, og fái hann að blómg-
ast í friði, þá er varla hætta á
ferðum.
Hverjar eru svo framtíðar-
fyrirætlanir þínar, Jóhannes?
Það er tabú hjá mér eins og
öðrum. Það hafa allir eitthvað
á prjónunum, en það vilja koma
lykkjufóll.
Má ég svo áður en við skiljum
spyrja um álit þitt á þessu stóra
máli um tiihögunina á úthlutun
listamannalauna. Það er nú aft-
ur á dagskrá.
Já, þetta er eins konar víða-
vangshlaup á ritvellinum — og
sérstakur hlaupastjóri ráðinn.
Það er illa farið með prentsvert-
una í Frjálsri þjóð að birta þetta.
Það lesa þetta engir nema lista-
mennirnir sjálfir, sem ekki er
von, þetta er margþvælt, en
þetta uppátæki er sérlega vel til
þess fallið að koma inn hjá þess-
ari kynslóð og einhverjum af
þeirri næstu ólæknandi ofnæmi
fyrir listamannsheitinu. Annars
hef ég ekki pláss á þessum spena
ríkiskýrinnar — því miður. En
ég get ekki komið auga á aðra
leið í jafnréttisátt en að láta alla
hafa jafnt eða engan neitt, sem
er auðvitað engin lausn, en borð-
félagi minn einn uppi í lista-
mannaklúbb í vetur fékk þessa
hugdettu, þegar þessi mál voru
þar til umræðu —■ og gekk milli
borða til að leita hófana um und-
írtektir, þær voru heldur dauf-
legar. — Má ég svo áður en ég
kveð þig láta hér í ljós þakklæti
mitt í garð Jóns Engilberts fyrir
frábært framlag hans til bókar-
innar. Ég veit ekki hvort slíkt á
heima í þessu rabbi, en þeir
skilja það sem sjá myndskreyt-
inguna.
Já, hún er mjög skemmtileg.
Enda útgáfan dýr. Arnbjöm
Kristinsson er „svalur“ maður —
það kemur sér vel fyrir hann,
þegar hann fer að tapa á þessu
fyrirtæki. ....
— M.
Ráðskona eða kokkur
1. september vantar að Álafossi duglega ráðskonu
eða kokk. — Góð íbúð með hitaveitu. — Upplýsing-
ar á skrifstofu Álafoss, Þingholtsstræti 2.
um frá sorpritunum. Það er til-
2
LESBÓK BARNANEA
LESBÓK BARNANNA
9
Cirkusinn er kominn til bæjarins, og fíflið er að láta
eitt af dýrunum sýna listir sínar. Því miður gátum
við ekki komið neinu af stærstu dýrunum fyrir á
myndinni, en drengnum þykir samt mjög gaman að
horfa á dýrið sem þar er. Þú getur líka séð það, ef
þú dregur strik frá 1—50.
En auðvitað má ekkert
hellast niður.
Skenkjararnir krjúpa
nú á vinstra kné, hvor á
móti öðrum, og halda
hægri hönd um öklann á
hægri fæti eins og sýnt er
á myndinni. Annar held-
ur á hálffullu vatnsglasi
í vinstri hendi, hinn á
tómu. Síðan á að hella
vatninu milli glasanna.
Það getur ef til vill tek-
izt, en auðvelt er það ekki.
Eggíð gengur
Þátttakendum er skipt
í tvo eða fleiri hópa og
skulu vera 4 i hverjum
að minnsta kosti. Hver
hópur sest út af fyrir sig,
í hring eins og sýnt er á
myndinnl. — Allir hafa
matskeið og halda henni
í munninum eins og þið
sjáið. Eggið á síðan að
ganga í hring frá skeið til
skeiðar, en bannað er að
nota hendurnar til hjálp-
ar. Hóparnir byrja þegar
merki hefur verið gefið,
og sá vinnur, sem á
skemmstum tíma lætur
eggið ganga flesta hringi,
án þess að það dctti.
Ykkur er ráðlagt að
nota harðsoðið egg, en þið
þurfið ekki endilega að
segja frá því. Það gerir
leikinn bara meira spenn-
andi, ef allir búast við því
versta!
ISl
Mamma, mamma, Pési
hefur misst minnið?
— Hvers vegna segir
þú það?
— Hann er búinn að
þvo sér tvisvar í fram-
an í kvöld.
Kæra Lesbók.
Við sendum þér hérna
tvær vísur. önnur heitir
„Sumardagurinn fyrsti“
og er til svona:
Senn kemur sumardagur,
sem verður ósköp fagur.
Fuglarnir kátir kvaka,
en krakkana langar að
vaka.
Hin vísan heitir „Brúð-
Tirnar mínar“ og hún er
svona:
Ég litlu Völu og litlu
Svölu
leik mér jafnan við.
Blessaðar brúðurnar
mínar,
broshýrar og fínar
Litla Vala og litla Svala,
laglegar eruð þið.
Svo ætlum við að senda
þér parís, sem heitir
„Blómaparísinn” og okk-
ur þykir afar gaman að
hoppa í. Hann er strikað-
ur eins og þið sjáið á
myndinni:
Fyrst hoppið þið á báð-
um fótum inn í „pottinn",
síðan á öðrum fæti upp
„Ifegginn", svo á báðum
fótum upp í „blómið" og
síðast á öðrum fæti í öll
„blöðin“. Loks er hoppað
á báðum fótum aftur í
„blómið" og alla leið til
baka. Þar sem merkt er
1, er hoppað á einum fæti,
en 2 á báðum fótum.
Við þökkum þér nú fyr-
ir alla skemmtunina sem
þú hefur fært okkur og
vertu nú blessuð og sæl
Frá vinkonum, sem Kalla
sig
Stjarney og Maney.
Kæra Lesbók, ég ætla
að sendi þér eina skrítlu:
Bóndinn (vaknar i rúm
inu sínu).: Hvers vegna
ertu að kveikja um há-
nótt kona?
Konan: Ég var bara að
gæta að, hvort farið væri
að lýsa af degi.
Viktor, 12 ára
Akranesi.
ÞETTA er síðasta blaðið
af Lesbók barnanna, sem
þið fáið nú á þessu vori.
Sumarmánuðina, júní,
júlí og ágúst, kemur hún
ekki út.
Þegar aftur haustar,
sumarfríi ykkar er lokið
og þið farið á ný að hugsa
um lestur og skriftir —
þá mun Lesbókin vænt-
anlega koma til ykkar á
ný.
Ykkur öllum, sem skrif
að hafið Lesbókinni,
þökkum við hjartanlega
fyrir bréfin. Mörg bréf
með skemmtilegu efni,
höfum við ekki ennþá get
að birt, þau verða að bíða
til haustsins.
Það hefur verið ánægju
legt hversu vel þið hafið
tekið Lesbókinni og synt
henni mikinn áhuga. Fyr-
ir það viljum við þakks
ykkur um leið og við osk-
um ykkur góðs og
skemmtilcgs sumars.
Hittumst heil að haustL
Lesbók barnanna.
xs-
Prófess-
orinn
iegir
frá:
Eldingin
GLAMPANIH elding úr
svörtu skýjaþykkni,
og þrumugnýrinn, er á
eftir fylgdi, er sennilega
það náttúrufyrirbæri, sem
orkaði sterkast á frum-
stæðar þjóðir. Þegar frura
stæðir menn sáu elding-