Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 1

Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 1
20 siður 44. árgangur. 213. tbl-Laugardagur 21. september 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins Ný og fullkomin radartæki til að styrkja loftvarnirnar Washington, 20. sept. — (NTB-Reuter). BANDARÍSKIR vísindamenn hafa nú búið til svo nákvæm og lang- dræg radartæki, að hægt verður að taka upp í þau flugskeyti, sem stefnt er úr fjarlægð að Ameríku. Eru nú að hefjast framkvæmdir með að reisa nýtt fullkomið radarkerfi með þessum nýtízku tækjum. Nægur fyrirvari Yfirmaður bandaríska flug- hersins Thomas White hershöfð- ingi skýrði frá því að með þess- um nýju radar-tækjum myndi sjást til flugskeyta í 4800 kíló- metra fjarlægð. En það gefur nægan fyrirvara til að orustuflug vélar komist á loft og ioftvarna- sveitir geti beint loftvarnaflug- skeytum gegn árásarflugsk -ytmu. White sagði fréttamönnum Jean Sibelius við flygil sinn. Sibelius látinn SÚ FREGN barst með skeyti frá NTB seint í gærkvöldi, að hið heimsfræga finnska tónslcáld Jean Sibelius hefði látizt að heimili sínu Jávenpáa, þá um kvöldið af heilablóðfalli, 91 ára að aldri. Fyrir hádegi var þessi aldni meistari heill heilsu. En skömmu eftir miðdegisverð, veiktist hann skyndilega og 8 klst. síðar var hann liðinn. Sibelius nam tónlist ungur að árum fyrst í Helsingfors en síð- an í Berlín og Vínarborg. Hann er kunnur um víða veröld, en sérstaklega eru tónverk hans dáð á Norðurlöndum, í Þýzka- landi, Englandi og Bandaríkj- unum. Efni í tónsmíðar hefur hann mjög sótt til finnskra þjóðkvæða. Hann hefur lítið iátið bindast af formi tónlistar, en verk hans búa yfir miklum krafti og frásagnar- gleði. Lög hans sem hanr. hefur sam- ið sem hugleiðingar um Kale- vala-ljóðin eru víðkunn. Af sjö sinfóníum sem hann hefur samið er frægust 2. sinfóníantFinlandia. En hljómsveitarverk hans skipta hundruðum. Eftir að ellin færðist yfir Sibel- íus hefur hann búið að sveita- setri sínu Jávenpáá, skammt fyr- ir utan Helsingfors sem heiðurs- borgari Finnlands. Við fráfall hans er öll finnska þjóðin harmi slegin og margir munu einnig sakna hans í öðrum löndum. Hann mun þó lifa enn um aldir í tónverkum sínum. Örþrifaráð Bourgés til að bjarga stjórninni París, 20. sept. — (Reuter). EOURGÉS-MAUNOURY, forsætisráðherra Frakka kallaði í dag saman einstæðan fund foringja allra stjórnmálaflokkanna, nema kommúnista og poujadista. Fundur þessi er álitinn örþrifaráð for- sætisráðherrans til að bjarga ríkisstjórninni frá falli. Umræðuefmð er Alsír-málin. Það er álit kunnugra, að stjórn inni verði vart bjargað frá falli úr þessu, því að algert ósamkomu lag er um Alsír-tillögurnar. jafn- vel milli tveggja helztu stuðnings flokka stjórnarinnar, Jafnaðar- manna og íhaldsflokksins. Jafnaðarmenn krefjast þess Gromyko sakar Banda- ríkin um að breyia Arabaríkjunum í púður- tunnu New York, 20. sept. (Reuter). Það var mál margra áheyrenda á Allsherjarþingi S.Þ. að andi Molotovs væri aftur farinn að svífa þar yfir vötnunum, enda þótt Molotov sjálfur væri kom- inn alla leið austur í Móngólíu. En að þessu sinni var það læri- sveinn Molotovs, Andrei Gromy ko, sem flutti árásarræðu gegn Vesturveldunum og einkum þó Bandarík j unum. Gromyko sakaði Bandaríkin um að hafa breytt nálægum Aust urlöndum í púðurtunnu. Hann sagði að þau reyndu að etja Ar- Tilraun með bandarískt flugskeyti tókst vel Cape Canavera, Florida, 20. sept. I DAG var skotið stóru flugskeyti frá bandarísku tilraunastöðinni Cape Canaveras. Skeyti þetta var eins og tóbáksvindill í laginu, um 20 metra langt, og var því skotið í suðaustur frá Florida-skag- anum. Álitið er að þetta hafi verið meðallangdrægt flugskeyti af j tegundinni „Þór“, en þau munu draga um 2400 km. abaríkjunum hverju gegn öðru og vonuðust þau til að í slíkri misklíð myndu þau finna hjálp- armenn við heimsvaldaáætlun sína. Þá ætluðu þau að svipta Arabaríkin sjálfstæði sínu hverju á fætur öðru. Þá réðst Gromyko heiftarlega á tillögur Vesturveldanna um af- vopnun og stöðvun vetnis- sprengj utilrauna. Hann sagði að Rússar stæðu enn við fyrri til- lögur sínar um upplausn Atlants hafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins. Einnig drap hann á að sú leið væri hugsanleg, að þessi tvö bandalög gerðu banda- íag sín á milli um viðhald friðar í heiminum. Sjónarvottar lýsa þessum at- burði svo, að flugskeytið hafi risið þráðbeint upp í loftið, þar til það var komið í 132 km hæð. Sveigði það þá í austurátt og hélt áfram að hækka flugið, þar til það hvarf upp í himingeiminn. í fyrstu steig skeytið nær hljóölaust upp en smámsam- an fóru að koma aftur úr enda þess logatungur og hvít- ur reykur, sem bar glöggt við bláan heiðskiran himin. Eftir því sem skeytið hækkaði og hraðinn jókst tóku að heyrast drunur frá því, líkt og mikill fjöldi þrýstiloftsflugvéla væri á ferð. Hafi þetta verið Þór-flugskeyti er þetta fjórða tilraunin með þá tegund og sú fyrsta sem hefur heppnast vel. Skal það tekið fram að Þór er ekki í þeim flokki flug- skeyta sem hægt er að skjóta milli meginlanda. Ráðherraskipti í Nýja Sjálandi AUCKLAND, 20. sept. — Sidn- 'ey Holiand forsætisráðherra Nýja Sjálands tilkynnti í út- varpsræðu í dag, að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé frá störfum. Ástæðuna sagði hann vera heilsuleysi, en hann er nú 63 ára að aldri. Hann sagði i ræðunni, að Nýja Sjáland hefði ekki efni á því að hafa heilsutæpan forsætisráðherra. Við forsætisráðherraembætt inu tekur Keith Holyoake, sem er varaformaður í Þjóð- flokknum, hinum frjálslynda flokki sem nú hefur meiri- hluta á þingi Nýja Sjálands. — NTB. að tillögurnar verði samþykkt ar óbreyttar og hóta ella að slíta stjórnarsamstarfi. íhalds menn eru jafnharðir móti til lögunum, segjast munu hverfa úr stjórn, ef ætlunin sé að berja þær í gegn. En í báðum tilfellum hefði stjórnin 'misst meirihlutavald sitt í þinginu. íhaldsmenn eru mótfallnir til- lögunum um stofnun héraðsþinga í Alsír, þar sem múhameðstrúar- menn hafi fullan atkvæðisrétt. Óttast þeir að þetta yrði aðeins upphafið að því að veita yrði Alsír fullt sjálfstæði, þar sem múhameðstrúarmenn hefðu tögl og hagldir og gætu byrjað of- sóknir gegn þeim milljón Evrópu mönnum, sem þar eru búsettir. Jafnaðarmenn segja hins vegar, að þetta sé lágmark þeirrar stjórn arbótar, sem óhjákvæmilegt sé að veita Alsír-búum, ef hægt eigi að vera að friða landið. Með henni væri hægt að draga veru- lega úr áhrifum hinna róttæku þjóðernissinna í Alsír. Skal það tekið fram að þjóðernissinnar hafa hafnað þessum tillögum, þar sem þær gangi alltof skammt. AMMAN 19. sept. — Jórdanska stjórnin hefur sent Sýrlandi orð sendingu þar sem sýrlenzka stjórnin er sökuð um íhlutun i innanlandsmál Jórdaníu. Hafi hún rekið óheyrilegan áróður gegn Jórdansstjórn og kvatt fólk til að steypa Hussein konungi og stjórn hans af stóli eða myrða þá. ekki nánar í hverju uppfinn- ing þessi væri fólgin. Hann gat þess hins vegar að tilraunir hefðu farið fram á þcssum tækjum um margra ára skeið og myndi ekki líða að löngu, þar til keðjur langdrægra rad- ar-tækja yrðu komnar með- fram öllum ströndum Randa- ríkjanna -og á skipum með fram ströndunum. Mótleikur til varna Lét hershöfðinginn í það skína að með þessari uppfinningu væri að litlu gerð tilkynning Rússa & dögunum um að þeir hefðu yfir áð ráða langdrægum flugskeyt- um, sem skjóta mætti milli heims álfa. Varnirnar yrðu svo sterkar gegn þessum tækjum Rússa, að \afasamt væri hvort flugskeytin kæmust í gegn um þær. Hreinsun í Síams-lög- reglu BANGKOK, 20. sept. — Hin nýju stjórnarvöld í Thailandi tilkynna, að þau hyggi nú á allsherjar hreingerningu í lögreglusveitum landsins. Segir í tilkynningunni, að fyrrverandi innanríkisráð- herra hafi skipað fjölda misend- ismanna í lögreglu landsins og hafi verið svo komið, að almenn- ingur missti allt traust til lög- reglunnar. Það voru yfirmenn landhersins sem framkvæmdu valdatökuna á mánudag. Hafa þeir nú eflt yfir- ráð sín með því að reka yfirmenn flughers og flota og skipa nýja menn í þeirra stað. Hervagnar hafa nú ekið út úr höfuðborginni Bangkok, en enn eru vopnaðir herverðir á aðal- götum. Phumiphon konungur hefur skipað 123 manns til að taka sæti á nýju þjóðþingi og kom hið nýja þing saman á fyrsta fund sinn í dag. LONDON, 19. sept. — Brezki blaðamaðurinn Colvin, sem átt hefur í útistöðum við stjórnina í Ghana, er á leið til Englands. Fékk hann að fara frá Ghana í stutta ferð til Nigeríu með því skilyrði að hann kæmi aftur til landsins — til yfirheyrslu. Stjórn arvöld Ghana neituðu verjanda blaðamannsins, Shawcross, um landvistarleyfi — og taldi Colvin sig þá lausan allra mála. Liðo Noregskonungs betri ÓSLÓ, 20. sept. — Með morgninum varð líðan Hákonar konungs betri. í tilkynningu, sem hirðlæknar gáfu út um hádegisbilið, sagði, að líkamshiti og hartsláttur væri nú orð- inn eðlilegur. Virtist sem konungur hefði aftur styrkzt nokk- uð, þótt hann væri enn fremur máttfarinn. Seint í kvöld gáfu hirðlæknar út aðra tilkynningu, þar sem þeir kváðu líðan konungs óbreytta og talsvert betri en kvöldið áður. Norska fréttastofan NTB, sem í fyrrinótt hélt útsend- ingum áfram fram á morgun, vegna þess hve líðan konungs var talin alvarleg, hætti útsendingum í gær um miðnætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.