Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 13
Laugardagur 21. sept. 1957
MORGVISBLAÐIÐ
13
/\SKAPLEGUR dynur heyrðist,
U flugvélin rann andartak eftir
sléttum flugvellinum og þaut
síðan nær lóðrétt upp í loftið.
Það er of seint að iðrast eftir
dauðann, hugsaði ég með mér og
lagfærði súrefnisgrímuna. í flug-
takinu setti að mér köfnunartil-
finningu. Ég leit á súrefnismæl-
inn fyrir framan mig. Hann
sýndi óhindraða súrefnisgjöf, en
engu að síður jók ég hana örlítið
og dró andann léttar. Flugvél-
in var sem örskot komin í all-
mikla hæð, gráir og þústulegir
kofar varnarliðsins fjarlægðust
óðum, og yfir landið lagðist hul-
iðshjúpur fjarlægðarinnar.
Nú loks gafst mér ráðrúm til
þess að líta í kringum mig, og
allt í einu heyrði ég þögnina.
Þessa þungu, hljóðu þögn, sem að
eins var rofin af lágum þotuhvin,
í fjarska að því er virtist. Ég
hafði búizt við gný miklum og
beljandi svo sem maður hafði
heyrt kljúfa loftið, standandi
niðri á jörðinni, er þotur
geysast yfir. En inni í þot-
unni sjálfri heyrðist hann ekki,
og þótti mér sú skýring senni-
legust að hann næði ekki lengra
en í kjölfar vélarinnar og auk
þess sátum við undir þykkum
plasthimni, með mikla hjálma á
höfðum. Og enn minnkaði það
hávaðann að fyrir báðum eyrum
voru innbyggð heyrnartæki í
hjálminn, þar sem þráðlaust hjál
flugskiptitækninnar hljómaði í
sífellu í eyrum, en greinilegastur
var þó andardráttur majórsins í
framsætinu .
Við flugum í sveig upp frá
Keflavík. Það var mugguveður,
en þó bjart en í áttina til Reykja-
víkur var grár veggur fyrir aug-
um: skúr. Majórinn hækkaði flug
ið og ég sá að hann ætlaði yfir
höfuðborgina. Ég leit á mæla-
borðið fyrir framan mig. Það
var alveg eins og það í fremra
sætinu, og hraðamælirinn sýndi
enn hæga ferð, ekki nema um
400 km. Við vorum komnir í
8.000 fet en þá snéri majórinn
vélinni skyndilega til austurs og
út að ströndinni aftur.
Fyrstu áhrif hins skyndilega
flugtaks voru senn á enda. Óþæg-
indin af súrefnisgrímunni fóru
í fullum herklæðum áður en lagt var af stað.
ist fram og aftur undir handtök-
um majórsins í framsætinu, en úr
aftursætinu var líkast því sem
vofa léki þar höndum um. Fyrir
eyrum mínum var sífelldur klið-
ur fjarskiptasambandsins, og
sem við flugum upp á leið í aust-
urátt út að ströndinni hóf ég
samtalið við majórinn:
— Þetta er allra lystilegasta
flugferð
— Roger! svaraði majórinn.
Roger? Hvað skyldi það þýða?
Það var örugglega ekki finnan-
legt í „Ens'k orð og orðtök" eftir
Sigurð.
— Hávaðinn er miklu minni
en maður gæti búizt við, hélt ég
áfram, rétt eins og maður væri
Þá rann loks upp fyrir mér
ljós. Majórinn hafði reyndar alls
ekki talað Oxford ensku. Á flug-
mannamáli þýðir Roger semsé
hið sama og alveg rétt. Og eftir
það urðu samræðurnar mun líf-
legri.
háloftunum. Hann hefði aldrei
komizt lengra í fyrstu lotu en í
súrefnisgrímuna, til mikilla vand
ræða fyrir hlutaðeigandi. En allt
fór vel. Majórinn rétti vélina við
og blýlóðin hurfu af handleggj-
unúm og þokan fyrir augunum
hvarf.
Flugvélin lækkaði flugið og
skauzt sem örskot yfir ölfusá á
völlunum skammt fyrir neðan
Selfoss.
— Ég ætla að fara niður að
jörðu, sagði majórinn. Þá sér
maður bezt hraðann.
Hann sveigði vélina yfir síma-
línu í ca. 100 m hæð og setti
benzínið í botn. Vélin tók kipp
og þaut áfram. Enn kom fargið
þrúgandi, nú á brjóstið og það
var eins og líkaminn vildi aftur
úr sætinu. Nál hraðamælisins
steig á nokkrum sekúndum frá
600 km. merkinu í 800 km. Hrað
ar gat vélin ekki komizt.
Landið þaut framhjá, bæir
hurfu bak við hóla á fleygiferð
og ný og ný hamrabelti og fjalla-
skörð birtust óðfluga framundan
Hraðinn var geysilegur, svo mik-
ill að það var eins og að sitja í
gömlum strætisvagni að fljúga
gömlu Dakotavélunum borið sam
an við þessa. Við vorum komnir
yfir miðja Hellisheiði eftir fáar
mínútur og fyrr en varði kom
Keflavík aftur í augsýn. Ég leit
á hendurnar, sem ég studdi báð-
um megin við mælaborðið. Æð-
arnar stóðu bláar og þrútnar í
handarbökunum og undir björg.
unarbeltinu fann ég greinilega
hjartsláttinn. Flugvélin beygði yf
ir völlinn og sama undarlega til-
finningin kom aftur, eins og að-
dráttaraflið hefði margfaldazt og
gegn því yrði ekki öllu lengur
staðið.
Ég leit í spegilinn framan við
höfuð majórsins. Hann horfði aft-
ur og brosti glettnislega undir
loðnum augnabrúnunum, um leið
og hann sveigði harkalega til
vinstri og upp á við. Vélin hlýddi
handtökum hans eins og örskot,
og krafturinn virtist ótæmandi,
sem rak hana áfram. Þetta tvennt
var það sem sérstaklega vakti at-
hygli mína, hinn beljandi, ó-
stöðvandi kraftur þotunnar og
fádæma viðbragðsflýtir hennar í
lofti.
Það var eins og maður væri
að fullu laus úr viðjum líkam-
ans, öll jarðarbönd brostin, að-
eins þessi óraflýtir út í sófglamp-
andi geiminn sem fis á fljúgandi
klæði. Hraðamælirinn nálgaðist
enn 800 km markið, botninn á
mælinum. Að baki fjarðlægðist
Reykjanesskaginn óðum, hvítt
brimið sem svarf svarta kletta við
ströndina varð æ ógreinilegra og
senn varð vitinn yzt á nöfinni
sem þráðmjór fingur, er horfði
beint til himins.
VESTMANNAEYJAR nálguðust
óðum. Hæðarmælirinn sýndi
15.000 fet. Hraðamælirinn 600
km. Yfir Eyjum beygði majór-
inn skyndilega og snarlega til
vinstri inn yfir landið og þá fann
ég fyrst greinilega hver munur-
inn er á því að fljúga í þotu og
venjulegri gamaldags flugvél. Um
leið og þotan beygði var sem
geysilegt farg legðist ofan á axl-
ÞREMUR stundarfjórðungum
eftir flugtak settumst við aft
ur á völlinn. Það hvein í hjól-
unum, hraðinn var 110 km. og
vélin stöðvaðist á skömmu færi.
Við losuðum af okkur súrefnis-
grímurnar, smeygðum okkur úr
sætisólunum og stukkum út úr
þotunni.
Kyrrðin var furðuleg. Ragnar
höfuðsmaður og vinur minn sem
ekki fékk að fljúga tóku á móti
okkur. Hann sagði:
— Var það ekki óttalegt í dýf-
unum?
— Ertu frá þér maður! Ekki
verra en í hægindastólnum
heima. Að fljúga í orrustuþotu
er hreinn barnaleikur. Reyndar
alls ekki til þess að segja frá
því.........
ggs.
Tæplego 200 skólastjórai og
kennoror skipaðir og settir
Orrustuþotan T-33 beið albúin á vellinum.
líka óðum minnkandi, mér fannst
ekki nema á stundum að ég væri
að kafna, og minntist orða her-
læknisins unga niðri í spítala, er
hann sagði: Ef þú verður skelk-
aður eða færð ofboðslega inni-
lokunartilfinningu, eins og stund
um kemur fyrir í fyrstu þotu-
ferðinni, þá skaltu anda mjög
hægt og djúpt.
Myndin af sjálfum mér í flug-
sætinu í lausu lofti vék smám
saman úr huganum og flugferðin
sjálf tók hugann fanginn. Landið
leið hjá í órofa tign og fegurð,
í þessari fjarlægð var á jörðu
niðri líkast myndum eftir meist-
ara Kjarval, og ægisvipur bruna
hraunsins vék fyrir mildum blæ
fjarlægðarinnar. Fyrir framan
að tala um veðrið í kaffiselskapi.
— Roger! glumdi aftur frá
majórnum í hjálminum.
Hvern skollann er hann að
nefna? hugsaði ég með sjálfum
mér. Ekki getur hann haldið að
ég heiti Roger. Kannski er hann
annars hugar og heldur að hann
sé að tala við gamlan vopnabroð-
ur sinn í Þýzkalandsstríðinu. Enn
ein saklaus spurning og enn svar-
aði majórinn á sinn sama, eilífa
hátt: Roger.
Roger hlýtur að vera einhver
meiri háttar maður í ameríska
flughernum úr því úrvalsflug-
mönnum er nafn hans svo munn-
tamt, hugsaði ég og þar með féllu
samræðurnar niður góða stund
og ekkert heyrðist nema lágur
mig var mælaborðið, gífurlega j hvinurinn unz suðurströndin kom
%iargbrotið og stórtæknilegt að j í ljós barin hvítu sælöðri í
sjá og stýri vélarinnar sem hreyfð i fjarska.
irnar, og þrúgaði mig niður í sæt-
ið, þyngdaraflið margfaldaðist
og ég fann að ég gat ekki lyft
handleggjunum þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir. Þeir voru eins og
tvö blýlóð, óhreyfanleg. Þessari
þjakandi tilfinningu fylgdi upp-
reisn í maganum og svimi fyrir
augunum, sem ágerðist þegar
ströndin sporðreistist skyndilega
og kom með geysihraða á móti
okkur. Hraði þotunnar hafði hér
sagt til sín og viðbragðsflýtir
hennar á beygjunni átti einnig
sinn þátt í því að skapa þessi
undarlegu áhrif. Mér varð
skyndilega Ijóst hvað herlæknir-
inn hafði haft í huga, er hann
spurði mig þess hvort ég hefði
snætt um morguninn. Óhraustir
menn og saddir hefðu vafalítið
margir hverjir fórnað loftguðun-
um morgunverði sínum þarna í
I FRÉTTATILK. frá menntamála
ráðuneytinu segir að ráðuneytið
hafi um síðustu mánaðamót skip-
að 5 skólastjóra til starfa, en aðr-
ir 22 .hafi verið settir.
I fréttatilkynningunni er enn-
fremur gerð grein fýrir skipun
69 kennara við gagnfræðaskóla,
Kennaraskólann, barna- og ungl-
ingaskóla. Frá sama tíma hefur
ráðuneytið einnig sett 102 kenn-
ara til starfa. — Skólar þeir sem
hér um ræðir eru hér í Reykja-
vík og úti um land allt, í kaup-
stöðum og kauptúnum.
Þessir skólastjórar hafa verið
skipaðir:
Ragnar Georgsson við gagn-
fræðaskólann við Réttarholtsveg,
Reykjavík.
Ólafur H. Kristjánsson við
héraðsskólann að Reykjum í
Hrútafirði.
Elínborg Gunnarsdóttir við
heimavistarbarnaskólann að
Torfastöðum í Vopnafirði.
Pálmi Ólason við barnaskóla
Þórshafnar.
Gunnar Guðmundsson við
Kársnesskóla í Kópavogi.
Þessir hafa verið settir skóla-
stjórar frá 1. september að telja:
Njáll Þóroddsson við barna-
skólann í Dyrhólaskólahverfi,
V-Skaft.
Jón Ólafur Ólafsson við barna-
skóla Hrafnagilsskólahverfis.
Sigurður Ágústsson við heima-
vistarbarnaskólann að Flúðum.
Sigríður Guðmundsdóttir við
Öngulstaðaskólahverfi.
Guðrún Hermannsdóttir við
fávitaheimilið í Skálatúni, Mos-
fellssveit.
Garðar Sveinbjarnarson við
heimavistarbarnaskólann að
Strönd á Rangárvöllum.
Ingibjörg Indriðadóttir við
heimavistarbarnaskólann í Keldu
nesskólahverfi.
Sigurður Ólafsson við barna-
og unglingaskólann í Sandgeröi
Jón Þ. Eggertsson við barna-
og unglingaskólann á- Patreksf.
Tómas Jónsson við barnaskóla
Þingeyrar V-ís.
Guðlaug Sigurðardóttir við
heimavistarbarnaskólann í Valla-
skólahverfi.
Gunnar Benediktsson við
barna- og miðskólann í Hvera-
gerði.
Þórður Benediktsson við
barnaskóla Egilsstaðaskólahv.
Guðmundur H. Sigurðsson við
barna- og unglingaskólann í
Hveragerði.
Erla Stefánsdóttir við barna-
skóla Hafnarskólahverfis.
Valgeir Sigurðsson við barna-
og unglingaskóla Seyðisfjarðar.
Eiríkur Sigurðsson við barna-
skólann á Oddeyri.
Kristinn Jónsson við barna-
skóla Grýtubakkaskólahverfis.
Jón Kristján Ingólfsson við
barna- og unglingaskóla Eski-
fjarðar.
„ Þórir Haukur Einarsson við
barnaskóía Tálknafjarðarskóla-
hverfis.
Friðrik Margeirsson við mið-
skólann á Sauðárkróki og
Jón H. Guðmundsson við barna
skólann á Isafirði.
Sönglög Guðjóns
Slmonarsonar
FYRIR nokkrum dögum kom út
sönglagahefti eftir Guðjón Sím-
onarson. í heftinu eru 18 lög við
ljóð eftir ýmsa höfunda. í for-
spjalli segir Guðjón m.a.: „Lög-
in eru tómstundaverk leikmanns,
sem hefur yndi af Ijóðum og
tónum. og eru ætluð þeim, sem
látið hafa í ljós ósk um að eign-
ast þau í aðgengilegu formi. Þau
eru ljósprentuð eftir eiginhand-
arrlti“
Guðjón Símonarson varð átt-
ræður 10. þ.m. Hann er Aust-
firðingur að uppruna, en hefur
búið í Reykjavík um skeið. Söng
lagahefti hans er Ijósprentað í
Lithoprenti, og er til sölu í Bók-
um og ritföngum í Austurstræti
og í hljóðfæraverzlunum bæjar-
ins.