Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 11

Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 11
Laugardagur 21. sept. 195T MORCinSBT 4Ð1Ð 11 Manztu ekki eftir einhverju | kom 1910—11, en brýrnar ekki sérstaklega minnisstæðu úr þessu fyrr en eftir 1920. Nú er byrjað að ryðja upphleyptan veg yfir Frá Holti á Síðu. ,Þetfa eru allttómar framfarir' Rætt við Björn Run- ólfsson fyrrv. hrepps- stjóra og bónda að Holti á Síðu Á SÍÐU vestarlega eru bseirnir Holt og Skál. Þeir, sem lesið hafa Skaftáreldasögur Jóns Trausta,kannast við, að einn þátt- ur þeirra ber nöfn þessara bæja. Þar er lýst þeim hörmungum, sem gengu yfir þá í eldflóðinu mikla. Hraunið lagðist yfir bæina og voru þeir fluttir til. Sést nú ekki urmull eftir af hinu gamla bæjarstæði. Þó grunar þá hina gömlu, sem nú búa á þessum slóð- um,hvar gömlu bæirnir stóðu. Fyrir nokkru síðan lagði tíðinda- maður Morgunblaðsins leið sína að öðrum þessum bæ, sem stend- ur í rönd hins mesta eldhrauns í síðari tíma sögu landsins, Holti. Þar er glæsilegt um að litast, við útsýn yfir sveitina og til sjávar. Síðan er, eins og margir þekkja, ein hin fegursta sveit, í senn stór- fengleg og hlýleg, íslenzk sveit með sterkum svip síns lands. Þarna var að hitta á hlaðinu 2 ættliði, en þrír hafa þeir búið á jörðinni. Fyrst er að telja eldri bóndann, Björn Runólfsson, sem er nú orðinn nokkuð við aldur, en léttur í spori og hýr í augum. Þegar sezt er inn í stofu bónda, kemst fljótlega af stað samtal um eitt og annað varðandi bæinn og sveitina í fortíð og nútið. Hér birtist ekki nema lítið eitt af því, sem sagt var, aðeins einstöku drættir úr þessu samtali. Björn bóndi segir frá því, að hann er ekki fæddur í Holti, held- ur í Hemru í Skaftártungu árið 1878, og er sonur Runólfs bónda Jónssonar, sem var talinn meðal fremstu bænda í Skaftárþingi á sinni tíð, og konu hans Sigur- laugar Vigfúsdóttur. Runólfur fluttist frá Hemru árið 1879 að Holti, svo Björn bóndi man ekki til sín annars staðar. Rur.ólfur varð hreppstjóri í Skaftártungu og þegar hann fluttist á Síðuna, tók hann við hreppstjórn þar, en þá var hreppurinn öðru vísi, hann náði þá yfir það, sem nú heitir Hörgslands- og Kirkjubæjar- hreppar og hét þá einu nafni Kleifahreppur. Kleifar var gam- Námskeið í sölutœkni Í FYRRAKVÖLD var sett í lðn- skólanum námskeið í sölutækni, sem félagiö „Sölutækni" stendur fyrir. Námskeiðið mun standa yfir þar til á mánudaginn 7. okt. n.k. að þeim degi meðtöldum. Hingað er kominn erlendur fyrirlesari til þess að kenna á namskeiðinu Mr. Walter H. Channing, bandaríkja- maður og seinna er von á norsk- um manni Herr Hans B. Nielsen sem einnig mun flytja fyrirlestra á námskeiðinu. Skýrði frá fyrirkomulagi Formaður „Sölutækni“ Sigurð- ur Magnússon, flutti inngangsorð. Bauð hann Mr. Channing vel- kominn svo og aðra gesti. Skýrði hann frá fyrirkomulagi nám- skeiðsins, en þetta er í fjórða sinn sem „Sölutækni“ gengst fyr ir slíkum námskeiðum, en félagið er aðeins árs gamalt. Fyrirlestr- arnir fara fram í fundarherbergi Iðnaðarmálastofnunar íslands í Iðnskólanum. Þátttakendur á námskeiðinu eru 50. Fleiri sóttu um en ekki er unnt vegna húsakynna að hafa fleiri þátttakendur. Eftir að Sigurður hafði lokið máli sínu, sýndi Mr. Walter H. Channing leiðbeiningarkvikmynd um fyrirhugað efni á námskeið- inu og annað er að því lýtar. Að henni lokinni hélt hann fyrir- lestur um söluáætlanir. Hann hef ur að baki sér hagnýta reynslu í þeim efnum, hefur starfað um nokkurra ára skeið sem ráðunaut ur í smásölu hjá Framleiðsluráði Evrópu. Hann hefur ferðazt víða um lönd og haldið fyrirlestra á þessu sviði. Stjórnandi námskeiðsins verð- ur Gísli Einarsson viðskip lUi.. :æð- ingur. Hann hefur undanfarin ár dvalizt erlendis í Ameríku og Evrópu og kynnt sér stjórn og rekstur heildverzlana. Fyrirlestrar Á mánudaginn flytur Mr. Channing fyrirlestur um eftirlit með vörubirgðum. Síðar í vik- unni verða haldnir fyrirlestrar um vörukynningu, sjálfsvalsverzl anir, kjörbúðir, útstillingu, innra skipulag og innréttingar verzl- ana, rekstur matvöruverzlana, vörudreifingu í kjörbúðum og af- greiðslu, söluaðlögun, auglýsinga starfsemi smásöluverzlana, starfs mannahald í smásöluverzlunum, þjálfun starfsfólks í smásöluverzí unum og kaupbótakerfi. starfi? Það er þá líklegast helzt að telja skipsströndin, þau hafa ver- ið tíð hér á söndunum og hefur þá legið fyrir að bjarga bæði mönnum og góssi. Hreppstjóri varð að fara á strandstað og vera þar meðan aðalverkið var fram- kvæmt og sjá um að allt væri skráð, sem skrá þurfti og yfirleitt annast allt, sem gera þurfti við- komandi slíkum atburði. Ég held að allir hafi bjargazt við þau strönd, sem ég minnist, nema 2. Uppboðin voru stundum nokkuð söguleg og ýmislegt var þar til sölu, bæði ætt og óætt. Þegar Björn bóndi er spurður nánar um atburði viðvíkjandi lögreglustjórn, vill hann iítið um það tala, ýmislegt mun hafa borið við, en það er nú hreint ekki vert að rifja það upp, finnst honum. — Hvað hafa verið hér margir sýslumenn í þinni tíð og hvernig líkaði þér við þá? — Mér líkaði ágætlega við þá alla. Hér var fyrst Guðlaugur Guðmundsson, þá Sigurður Egg- erz, síðan Björgvin Vigfússon, sem seinna var á Efra-Hvoli og Sigurjón Markússon, en seinna komu svo þeir Gisli Sveinsson og Jón Kjartansson. Guðlaugur var síðasti sýslumaðurinn, sem sat á Klaustri. Þá er vikið að öðru og spurt um verzlunarhætti og kaupstaða- ferðir fyrr á árum. — Við sóttum verzlun áður fyrr til Eyrarbakka, það var löng leið. all manntalsþingstaður með fund I Þangað margar ferðir, var arhúsi, en ekki lögbýli og lá hann á miðri Síðu við ána Stjórn Þar er nú fjárhús og Kleifatún og eru ýmsar gamlar minningar bundn- ar við þann stað, til dæmis var Galdra-Illugi dæmdur á Kleifa- þingi. Runólfur varð hreppstjóri laust eftir 1890, þegar hreppnum var skipt. Hann hafði kaypt Holt af Árna sýslumanni Gíslasyni, sem sat á Klaustri og hafði, þegar hann var þar, hæsta lausafjár- tíund á landinu. Sýslumaður bjó bæði á Holti og Klaustn, hafði sauði á Klaustri en ær í Holti og munu þær hafa verið yfir 300 talsins, og var það há tala á þeirri tíð. hraunið. Sá vegur sem nú er, er niðurgrafinn og fyllist fljótlega af snjó. Samgönguerfiðleikarnir stóðu mörgum framförum fyrir þrifum, t. d. húsbyggingunum. Fyrsta steinhúsið á þessum slóð- um mun hafa verið byggt í Þykkvabæ og var þá allt efni flutt á klökkum. Nú eru einir tveir bæir eftir með ga.,Ja lag- inu, Bygging hefur yfirleitt verið betri hér á liðnum tíma heldur en víða annars staðar, það gerir rekinn. Eftir jarðskjálftana miklu 1896 fleygði byggingu í Árnessýslu fyrst verulega fram. — Hefur ekki flugið þýðingu fyrir ykkur hér? — Jú, flugið hefur mikla þýð- ingu. Flugfélag íslands hefur vikulegar ferðir hingað og er að því ákaflega mikið öryggi. Nú er hægt að halda uppi þýðingar- miklum flutningum flugieiðis og er þáttur Flugfélagsins í samgöng um okksir þess vegna mjög mikill og verðmætur. Nú kemur, póstur- inn okkar milu oftar en fyrr, bæði á landi og í lofti. Þegar ég man fyrst eftir, voru farnar að- eins einar 15 póstferðir á ári. — Hverjar finnst þér helztu framfarirnar, sem gerzt hafa hér í þinni tíð? — Það hefur reyndar allt breytzt og það er kannske erfitt að segja, hvað eru mestu fram- farirnar,það er eins og þetta séu allt tómar framfarir. Búskapar- hættirnir hafa breytzt mikið á síðustu árum, vélarnar hafa létt stritið. Samgöngurnar hafa batn- að, eins og við vorum að tala um, svo að það er nú ekki þekkjan- legt frá því sem áður var og í því sambandi má sízt af öllu gleyma brúarbyggingunum, sem hafa rutt verstu torfærunum úr vegi. Brýrnar eru nú tvær á Skaftá, sú gamla austan við Klaustur hin hjá Heiði, sem var byggð 1947 og leysti samgönguvandræðin á Út- 16 ára í þeirri fyrstu. Það var 5 daga ferð hvora leið. Farinn var Fjallabaksvegur, annaðhvort mið leiðin, Rangárvallaleið, þá var lagt upp frá Búlandseli, Svarta- núpi eða öðrum efstu bæjum í Skaftártungu, og komið niður hjá Fossi á Rangárvöllum, eða þá að farin var Landmannaleið. Var þá lagt upp á sama stað og komið niður í Rangárvallasýslu að Galtalæk á Landi Milli Síðu. Enn eru erfiðar samgöngur byggða var 3 daga lestagangur. við bæina Skál og Skaftárdal og Venjulega var gist í Landmanna- laugum og Sölvahrauni vestast á fjallinu fyrir ofan Rangárbotna. Var gist í tjöldum. Öll ferðin tók nokkuð á 6. dag, aðra leið eða um Björn í Holti og Marína kona hans. Tíðindamaðurinn hafði heyrt þess getið að Björn bóndi hefði orðið hreppstjóri eftir föður sinn og nú væri Siggeir sonur hans tek inn við þeirri stöðu. Hafa þannig þrír hreppstjórar setið á þessari jörð mann fram af manni. og allir verið feðgar. Björn er nú spurður um hreppstjórastörfin, eins og þau höfðu verið í nans tíð. Ég tók við starfinu 1910 af föður mínum, en hann var þá látinn. Og ég hélt því starfi þar til í fyrra. Það mætti sjálfsagt ýmis- legt segja um þessi hreppstjóra- störf. Þau hafa tekið miklum breytingum með tímanum. Mest bar áður á tíunda-skýrslunum, en nú er komin annars konar skrif- finnska í staðinn. Þá var líka inn- heimta fyrir sýslumennina og svo lögreglustjórn, eins og nú er. 12 daga fram og til baka. Venju- lega fór þetta um hálfur mánuður í kaupstaðarferðina, stundum var dálítil bið á Eyrarbakka, ef ekki var hægt að komast að, því ösin var það mikil, þegar margir bænd ur komu í einu í kauptíðinni. Þar voru ráðnir menn til að taka á móti hestum og gæta þeirra. Oft- ast var dvalið á Eyrarbakka dag- ana 5.—7. júlí. Seinna flutti svo verzlunin til Víkur og þorpið spratt þar upp. Nú eru komnir verzlunarstaðir hér í sveitinni á Klaustri og Hörgslandi. Eru það mikil viðbrigði, þegar verzlunin er flutt inn í sveitina, samanborið við 12 daga kaupstaðaferð í gamla daga. — Hvenær komust þið hér í vegasamband? þyrfti mjög nauðsynlega að brúa Skaftá hjá Skál og Skaftárdals- vatn hjá stórbýlinu Skaftárdal. Það er í athugun. Ef brú væri sett á Skaftárdalsvatn, fengist sumarvegur um Út-Síðu og Holts- dal að Skaftárdal á þjóðveginn í Skaftártungu. Ýmsir ferðamenn segja að Holtsdalurinn, með gömlu skógarleifunum og fjöl- breyttum gróðri, sem þrífst í skjóli hans, sé einn hinn fegursti staður á Síðu. Það er auðséð, að Björn bondi hefur mikinn áhuga á brúar- byggingunum og er það ekki að undra, því að allir vita að árnar í Skaftárfellssýslu hafa verið verstu féndur íbúanna. Þegar sezt er við kaffiborðið þar í Holti, dreifist samtalið víðs vegar og það gengur jafnvel svo langt að það er farið að spyrja tíðindamanninn um ýmislegt, en hann vill heldur halda áfram að spyrja. En það er nú komið að ferðalokum og bráðlega er komið að því að kveðja, bónda og konu hans Marínu Þórarinsdóttur, sem er ættuð frá Meðallandi og Sig- geir son þeirra og konu hans Margrétu Jónsdóttur, sem ættuð er frá Breiðafirði. Siggeir er ung- ur maður á bezta skeiði, sem tekur við hinu gamla býli feðra sinna í búningi nútímans og við þær aðstæður, sem Björn oóndi, hefur lýst og eru svo ósegjanlega miklar framfarir frá því, sem áður var. Þegar lagt er af stað niður frá Holti blasir Út-Síðan enn við. Fyrir neðan er* hraunstraumur- inn, sem kom vestan megin og við blasir hinn hraunstraumur- inn, sem skall niður að austan- verðu og króaði að heita mátti Síðuna inni á milH tveggja geig- vænlegra eldtungna. Þá lifðu ekki af í þessari sveit aðrir en þeir, sem voru hraustastir og harðgerastir. Nú blasir hvar- vetna við velmegun og vellíðan í þessari sveit, sem á svo mikla hörmungarsögu. Vonandi á hún — Vegurinn yfir Eldhraunið i aldrei eftir að lifa aðra eins daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.