Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 16

Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 16
16 MORGVNBl AÐIÐ sept. 1957 ustan Edens eítii John Steinbeck 1 1 i I að lenda i stríðið. Ég treysti ekki þessum Wilson — hann er fullur af fræðisetningum og stórum orð- um. Og ef við lendum í stríðið, þá verður áreiðanlega hægt að græða drjúgan skilding á matvæl- um, sem haldast þannig óskemmd, án sérstakrar frystingar. Tökum til dæmis bygg, hveiti og baunir. Ekki þarf ís þil að halda þessum tegundum óskemmdum. Þær hald- ast óskemmdar og fólkið getur fengið næga saðningu af þeim. „Haldið þér áfram“, sagði Will varfærnislega. „Já, þér vitið að járnbrautar- félögin hafa komið sér upp þess- um ávaxtavögnum. Ég fór einu sinni og skoðaði þá. Þeir eru alveg ágætir. Vitið þér það að við gæt- um sent alveg glænýtt sallat alla leið til austurstrandarinnar um roiðjan ,etur?“ „Og hvað er það svo sem vakir raunverulega fyrir yður?“ spurði WiH. „Ég er að hugsa um að kaupa ísgerðina hérna í Salinas og senda svo fryst grænmeti með járnbraut unum“. „Það myndi kosta mikla pen- inga". „Ég á líka mikla peninga", aagði Adam. Will togaði gremjulega í neðri vörina á sér: — „Ekki veit ég hvers vegna ég fór að bendla mig við þetta“, sagði hann. — „Ég hefði þó mátt vita betur“. „Hvað eigið þér við?“ „Hlustið þér nú á mig“, sagði Will. — „Þegar einhver maður leitar ráða hjá mér, viðvíkjandi einni eða annarri hugmynd, þá veit ég að hann kærir sig ekkert um ráð. Hann vill að ég sé sér al- gerlega samþykkur. Og vilji ég að kunningsskapur okkar haldist, þá segi ég að hugmyndin sé ágæt og hann skuli bara framkvæma hana þegar í stað. En mér líkar vel við yður og þér eruð gamall fjölskyldu vinur, þess vegna skuluð þér fá að heyra mitt álit alveg umbúða- laust". Lee lagði frá sér handavinnuna, setti saumakörfuna á gólfið og skipti um gleraugu. „Hvers vegna verðið þér svona æstur út af þessu?“ spurði Adam, með ásökunarhreim í röddinni. „Heima mátti segja að allir meðlimir f jölskyldunnar væru upp finnin gamenn", sagði Will: — „Við fengum hugmyndir fyrir morgunverð. Við fengum hugmynd ir f stað morgunverðar. Við höfð- um svo margar hugmyndir að Q--------------------□ Þýðing Sverrir Haraldsson □--------------------□ glíma við, að við gleymdum að vinna fyxir matnum og fötunum. Hvenær sem við höfðum einhver auraráð áheimilinu, tóku þeir sig til, annað hvort pabbi eða þá Tom og keyptu rándýrt einkaleyfi á einhverjum gagnslausum hégóma. Ég var sá eini í fjölskyldunni, að mömmu undanskilinni, sem ekki þjáðist af þessum sífelldu hug- myndum. Og ég er líka sá eini af þeim sem hef unnið mér inn ein- hværja peninga. Hugmyndir Toms snerust allar um það að hjálpa fólki og hann gat verið um of socialiskur í hugsunarhætti. Og ef þér komið og segið mér það í alvöru, að það skipti yður engu máli hvort hagnaðurinn af þess- ari hugmynd yðar, verður enginn eða einhver, þá skal ég, svo fram arlega sem ég heiti Will Hamilton, kasta þessari kaffikönnu í haus- inn á yður“. „Tja, það er ekki hagnaðurinn sem skiptir mestu máli fyrir mig“, sagði Adam og var hinn rólegasti. „Reynið bér að nota skynsem- ina, Adam. Ég er nú búinn að segja yður mína skoðun, án þess að skafa nokkuð utan af henni. Ef þér viljið endilega losa yður á sem fljótlegastan hátt við fjöru- tíu til fimmtíu þúsund dollara, þá er yður það svo guðvelkomið, mín vegna. En ef þér viljið fylgja mín- um ráðum, þá gleymið sem fyrst þessari bjánalegu hugmynd yðar. Grafið hana djúpt niður og mokið vandlega yfir hana“. „Hvers vegna eruð þér svona æstur gegn henni?“ „Af öllum ástæðum. Fólkið í austurfylkjunum er óvant öllu grænmeti á veturna. Það yrði alls ekki keypt. Járnbrautarvagnarnir Örugg atvinna Vön afgreiðslustúlka óskast í matvöruverzlun í Kópavogi. Umsóknir er tilgreini aldur, fyrri störf og menntun, sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 25. sept. merkt: Orugg atvinna — 6650. yðar kynnu að standa á hliðarspori dögum saman og þar með væru vörurnar yðar ónýtar. Kaup og sala eru í höndum þeirra, sem ekki hleypa neinum óviðkomandi keppi naut inn á starfssvið sitt. Herra minn trúr. Mér gremst, þegar smá börn ætla að fleyta sér út í við- skiptabaráttuna í krafti einhverra hugmynda". Adam andvarpaði: — „Þér ger- ið mikið úr lífi Samúels Hamil- ton“, sagði hann. „Ja, hann var faðir minn og mér þótti vænt um hann, en betra hefði verið, að hann hefði ekki allt af gengið með þessar barnalegu hugmyndir sínar í höfðinu". Will tók eftir undrunar- og hryggðar- svipnum á andliti Adams og skyndilega skammaðist hann sín. Hann hristi höfuðið seinlega. „Það var alls ekki ætlun mín að tala niðrandi um fjölskylduna", sagði hann. — „Þetta var prýðilegasta fólk, að mínum dómi. En ég held fast við það ráð er ég gaf yður. Hættið alveg að hugsa um sölu og framleiðslu frysts grænmetis. Leyfið öðrum að flaska á því í yðar stað“. Adam sneri sér að Lee: — „Er nokkvð eftir af sítrónubúðingnum, sem við höfðum til kvöldverðar?" spurði hann. „Ég held ekki", sagði Lee. „Mér fannst ég heyra í tvífættri mús frammi í eldhúsinu og það mætti segja mér, að einhverjar búðings- slettur fyndust á koddanum hjá drengjunum, ef vel væri að gáð“. Lee þagnaði, en bætti svo við: — „En þér eigið hins vegar fulla viskíflösku". „Á ég það? Hvers vegna tökum við þá ekki tappann úr henni?“ „Ég varð víst óþarflega æstur“, sagði Will og reyndi að hlæja að sjálfum sér. — „Ég myndi hafa gott af einu glasi“. Andlit hans var eldrautt og röddin var ógreini leg og hás af nýafstaðinn geðs- hræringu. — „Ég er að verða allt of feitur", bætti hann svo við. En hann drakk tvö glös og ró- aðist aftur í skapi. — „Ef þér viljið setja peninga í einhverjar framkvæmdir", sagði hann við Adam, með svip þess manns sem veit hvað hann syngur, „þá er yð- ur ráðlegast að litast fyrst vel um í heiminum. Þetta stríð í Evrópu verður mjög langvinnt. Og þegar styrjaldir geisa, er alls staðar fullt af hungruðu fólki. Ég get ekki fullyrt það, en ekki kæmi það mér á óvart, þótt við ættúm eftir Ef þér mynduð sá hvítum baunum í allt landið yðar og geymduð upp skeruna í eitt eða tvö ár, þyrftu drengirnir yðar sannarlega ekki að kvíða framtíðinni. Nú er verð- ið á baunapundinu komið upp í þrjú cent. Ef við lentum í stríðið, þá skyldi mig ekkert undra á því, þótt það færi upp í tíu cent. Og ef þér bara geymið baunirnar á þessum stað, þá geta þær geymst óskemmdar endalaust, svo að segja og beðið eftir hækkuðu verði. Sem sagt, ef þér viljið græða peninga á vinnu yðar, þá ræktið baunir". Honum leið ágætlega, þegar hann kvaddi og fór. Blygðunin, sem hann hafði fundið til, var með öllu horfin og hann var þess full- viss, að hann hefði gefið gott ráð, já, hreinasta snjallræði. Þegar Will var farinn, kom Lee inn með þriðja part af sítrónubúð ing, sem hann skipti í tvennt. — „Hann er að verða alltof feitur", sagði hann. Adam var hugsi. — „Ég sagði bara, að mig langaði til að hafa eitthvert starf til dægrastytting- ar“, sagði hann. „En hvað svo með ísgerðina?" spurði Lee. „Ég býst fastlega við því, að ég kaupi hana“. „Það væri kannske ekki svo frá- leitt, að rækta eitthvað dálítið af baunum líka“, sagði Lee. 2. Seint um haustið, þetta sama ár, framkvæmdi Adam hina stóru tilraun sína. Og hún vakti mikla undrun, jafnvel á því ári undrun- ar, ekki áðeins heima fyrir, held- ur og líka út í önnur lönd. Meðan hann var að ljúka öllum undirbún ingi, töluðu kaupsýslumennirnir um hann sem framsýnan, fram- takssaman og dugmikinn athafna mann. Blöðin minntust á þessa miklu framtakssemi og æðstu menn verzlunarmálanna voru við- staddir, begar járnbrautarvagn- arnir sex runnu af stað, fullfermd ir af frystum matvælum. Vagnarn ir báru stórar og áberandi áletr- anir: — „Salat frá Salirras". En enginn kærði sig um að leggja pen inga í fyrirtækið. Adam sýndi meiri dugnað, en hann sjálfur hafði álitið sig búa yfir. Það var allt annað en auð- velt að útvega salatið, flokka það í sundur, búa um það í kassa með ís, og koma þeim í járnbrautar- vagnana á réttum tíma. Allt varð Frakkland Myndarleg barngóð stúlka óskast frá 1. desember á heimili Niels P. Sigurðssonar, sendisveitarritara í París. Upplýsingar á Sólvallagötu 10 (sími 13340) og Rauðalæk 65 (sími 19843). MARKUS Eftir Ed Dodd BOY, WHAT A BREAK.. WINO'S JUST RIGHT TO BLOW THIS FIRE THE RIGHT WAY / IF LOST FOREST GETS THE TORCH...NOBODY'LL GIVE A THOUGHT TO THAT _ BLINO COLT / J cherry/ doc! WAKE UR. THE WOODS ARE ON FIRE AND IT'S BI-OWING . THIS WAV/ v_ In THIRTY MINUTES, THE FIRE IS SWEEPING TOWARDS LOST FOREST 1) Ef það kemur upp eldur í akóginuro, þá hugsar enginn wu biinda folann. 2) — Nú var ég heppinn, vind- i 3) Ekki líður að löngu áður eni 4) — Sirrí og Davíð, vaknið urinn er alveg af réttri átt. 1 eldurinn stefnir að Týndu skóg- þið. Skógurinn logar og eldurinn > um. stefnir hingað. að útbúa, svo að segja undirbún- ingslaust og marga þurfti að leigja til starfsins og kenna þeim verkið. Allir gáfu ráðleggingar, en enginn veitti hjálp. Það var al-tal að, að Adam hefði lagt mikið fé í þessar framkvæmdir, en hversu mikið það var, vissi enginn. Adam sjálfur vissi það ekki. Lee vissi það, einn manna. Þetta virtist vera fyrirtaks hugmynd. Adam seldi umboðs- verzlun í New York salatið fyrir ágætt verð. Svo brunaði járnbraut arlestin af s+að og allir héldu heim til þess að bíða. Ef þetta reyndist arðvænlegt fy irtæki, var heill hópur manna þess albúinn að logg'ja fé í það. Jafnvel Will Hamil ton fór að óttast að hann hefði ekki ráðlagt Adam sem skyldi. Þau óhöpp, sem á eftir fylgdu hefði* ekki getað verið afleiðinga- ríkari, þótt þau hefðu verið af völdum almáttugs og haturfulls ó- vir.e Þegar Iestin kom til Sacramento, lokaðist brautin í tvo daga, vegna snjóflóða í fjöll- unum og vagnarnir sex héldu kyrru fyrir á hliðarspori, þar til ísinn var allur bráðnaður. Þegar flutningslestin komst loks, eftir þriggja daga töf yfir Rocky Mountains, var veðurfarið óvenju lega hlýtt í öllum mið-vesturríkj- unum. í Chicago kom svo eitthvert bobb í bátinn, eins og svo oft vill verða, enda þótt enginn sérstakur eigi sök á því. — Og aftur töfðust vagnarnir með salatinu, en í þetta skipti rúma fimm daga. Þegar þeir komu loks til New York, var al'lur farmurinn orðinn að viðbjóðslegri kássu, og það kostaði mikla pen- inga að losna við hann. Adam las skeytið frá umboðs- verzluninni. Svo hallaði hann sér aftur á bak í stólnum og brosti und arlegu, óræðu brosi, sem virtist stirðna á andliti hans og hvarf þaðan ekki aftur. Lee lét hann alveg afskiptalaus an, svo að hann gæti jafnað sig í næði, eftir þetta áfall. Drengirnir heyrðu hvernig fólkið 1 Salinas brást við fréttunum. Adam var fífl. Þessir draumóramenn, sem allt þóttust vita, lentu ávallt í ó- göngum og vandræðum. Kaup- sýslumennirnir þöklcuðu forsjón- inni fyrir það, að þeir skyldu hafa verið nógu framsýnir, til að hafna hluttöku í þessu feigðarflani. Það krafðist sannarlega djúptækrar reynslu að vera kaupsýslumaður, sögðu þeir. — Menn, sem erft höfðu peningana voru aldrei til neins nýtir. Það þurfti ekki annað en sjá, hvernig Adam hafði rekið búskapinn á jörð sinni, til að sann færast um það. Peningarnir hans höfðu fengið fætur, til að hlaupa frá honum. Kannske lærði hann eitthvað af svo dýrkeyptri reynslu. Og hann hafði sett nýjar vélar í ísgerðina og tvöfaldað framleiðsl- una. Will Hamilton minntist þess, að hann hafði ekki aðeins ráðið frá bessu flónskuflani, heldur og líka sagt það fyrir, hvað af því myndi leiða. Hann fann elcki til neinnar gleði eða meinfýsi, en hvað skal gera, þegar óhagsýnn draumóra- maður vill ekki hlýðnast ráðum og bendingum glöggs og þaulæfðs kaupsýslumanns? Og það vissi guð almáttugur, að Will hafði fengið meira en nóg að kynnast hvers konar fráleitum hugmyndum um Laugardagur 21. september: Fastir liöir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdótt e). 14,00 „Laugar- dagslögin". 19,00 Tómstundaþátt- U’ barna og unglinga (Jón Páls- son). 19,30 Einsöngur: Heddle Nash syngur (plötur). — 20,30 Upplestur: „Prestsfjölskylda held ur innreið sína“, smásaga eftir Hope Shelley Miller, í þýðingu Hólmfríðar Jónsdóttur (Herdís Þorvaldsdóttir leikkona). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,30 Leikrit: „Vasapelinn" eftir Alexandre M.taxas. — Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen. 22,10 Danslög —• (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.