Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 19
Laugardagur 21. sept. 195'
MORCVTSBL 4Ð1Ð
19
Verða knattspyrna og körfuknatt-
leikur tekin af dogskró ÚLleika ?
Alþióðoólympíunefndliii kemnr
somnn til nfdrifaríks fundnr
ÞAÐ er búizt við stórfréttum frá fundi Alþjóðaolympíunefndar-
innar sem nú verður haldinn í Sofía í Búlgaríu. Formaður Alþjóða-
olympíunefndarinnar, Bandaríkjamaðurinn Avery Brundage hefur
átt- viðræður við marga fulltrúa alþjóðanefndarinnar og það er
hann sem nú leggur fram tillögu um að strika 4 íþróttagreinar út
af dagskrá Olympíuleikanna en greinarnar eru: hjólreiðar, knatt-
spyrna, körfuknattleikur og sundknattleikur.
★ Hafa rætt breytingarnar
í alþjóðanefndinni eru full-
trúar yfir 70 þjóða í austri og
vestri. Fulltrúum í framkvæmda
nefnd þeirra hefur þegar verið
tilkynnt um aðalatriði til'.agna
Brundage, og eftir því sem Gaston
Mayer ritstjóri stærsta íþrótta-
blað heims (hins franska l.Equi-
pée) fullyrðir, er enginn vafi á
að tillögurnar verða samþykktar.
Orsökin til að ákveðnar íþrótta
greinar eru látnar hverfa af dag-
skrá Olympíuleikanna eru ein
eða fleiri af eftirfarandi ástæð-
um:
1) Þær uppfylla ekki skilyrði um
áhugamennsku (knattspyrna
og körfuknattleikur).
2) Þær njóta ekki hylli almenn-
ings.
3) Þær eru flokkaíþróttir.
Flokkaíþróttirnar eiga að
hverfa af dagskránni. Sumar
draga að svo mikinn áhorf-
endaskara, að þær orsaka
stórkostleg og torleyst vanda-
mál fyrir þjóðir þær er um
leikana sjá hverju sinni. Enn-
fremur skapa þær keppni og
ríg milli landa, en slíkt fer
algjörlega í bága við anda
Olympíuleikanna.
Aðalatriði tillagna Brundage
eru:
1. Hjólreiðar, sem fram til
þessa hafa verið „skyldugrein“
á dagskrá leikanna, eins og knatt
spyrnan, körfuknattleikur og
sundknattleikur sem lengi hafa
verið „frjálsar greinar“ (þ.e.
framkvæmdanefnd hverju sinni
ráðið hvort þær yrðu á dagskrá
eða ekki) skulu alveg hverfa af
dagskránni.
2. Hnefaleikar, lyftingar, nú-
tíma fimmtarþraut og skotfimi,
sem til þessa hafa verið skyldu-
greinar skulu nú verða „frjálsar
greinar".
3. Bogaskotkeppni og blak
„volleyknattleikur" sem eru vin-
sælar íþróttagreinar, skulu nú
koma á dagskrána sem „frjálsar
greinar".
★
Að þessum breytingum gerð-
um verður dagskrá Olympíu-
leika á eftirfarandi hátt:
Skyldugreinar: Frjálsíþróttir,
sund, róður, reiðlist, skylmingar,
leikfimi, glíma og siglingar.
„Frjálsar greinar“: Hnefaleik-
ar, lyftingar, handknattleikur,
kajakróður, nútíma fimmtar
þraut, hockey, bogaskotfimi og
blak. Hvert land er sér um
Olympíuleiki skal velja minnst
4 og mest 7 af „frjálsu greinun-
um“ á dagskrána.
Þó að dagskrá sem þessi geti
ekki öðlazt gildi fyrr en á leikun
um 1964, þá er ekki hægt að kom
ast hjá því, að áhrifa breyting-
5 manna hópur sundfólks
INNAN SKAMMS fer hópur ísl.
þar á stórmófi. Á heimleið mun
jafnvel í Kaupmannahöfn.
Buðu 2 með
Það er sunddeild Ármanns,
sem fer þessa för, en hún er gagn
kvæmt heimboð fyrir heimsókn
þýzku sundmannanna er hingað
komu á sl. ári.
Ármann sendir þau Ágústu
Þorsteinsdóttur, Pétur Kristjáns-
sundfólks til Berlínar og keppir
flokkurinn keppa í Gautaborg og
son og Einar Kristinsson í þessa
för og tveim sundmönnum úr öðr
um félögum hefur verið boðin
þátttaka og munu þeir þiggja
það boð. Það eru Guðmundur
Gíslason, ÍR, og Helgi Sigurðs-
son, Æ. Fararstjórar verða ög-
mundur Guðmundsson tollþjónn
og Ernst Bachmann þjálfari Ar-
menninga.
Keppt um
í Afiklaho
BORG í Miklaholtshreppi, 15.
sept. — S.l. vetur gaf frú Stein-
unn Þórðardóttir frá Miðhrauni
og börn hennar, Sæbjörn og
Hrefna, íþróttafélagi Mikiaholts-
hrepps forkunnarfagran gúmubik
ar, til minningar um mann sinn,
Jón A. Sigurgeirsson, sem látinn
er fyrir nokkrum árum. Jón
sál, var einn af stofnendum í. M.
óg mikill glimumaður og íþrótta-
unnandi. í skipulagsskrá um bik-
arinn er sagt að glíma eigi um
hann á tímabilinu frá 1. júní
til 31. ágúst. Og heimilt er öllum
félögum í f. M. frá 16 ára aldri.
að taka þátt í glímu um bikarinn.
Af óviðráðanlegum ástæðum
var ekki hægt að koma glímu-
keppninni við fyrr en þetta í sum
ar. Eftirleiðis mun verða giímt
um bikarinn innan í. M. á Þjóð-
hátíðardaginn 17. júní ár hvert.
Bikar þessi vinnst aldrei til eign-
glímubikar
Itshreppi
ar, heldur er farandbikar. Hér í
Miklaholtshreppi hefir glírnan
verið fastur liður hjá í. M. og
félagar úr í. M. hafa í mörg und-
anfarin ár átt glímukeppendur á
íþróttamótum ungmennasam-
bandsins.
í dag fór fram í félagsheimili
hreppsins að BeriðabliKi fyrsta
keppni um þennan bikar. Kepp-
endur voru fjórir, því miður
voru nokkrir félagar úr f. M. fjar-
verandi sem annars hefðu tekið
þátt í glímunni.
Keppendur þessir voru Karl
Ásgrímsson, Borg, Bjarni Alex-
andersson, Stakkhamri, Kjartan
Eggertsson, Hofstöðum og Sigurð
ur Eiðsson, Lækjamóti. Karl Ás-
grímsson bar sigur úr býtum og
vann bikarinn í fyrsta sinn.
Að aflokinni glímukeppni bauð
f. M. öllum viðstöddum til kaffi-
drykkju. — Páll.
anna gætir þegar 1960 í Róma
borg.
Á Olympíuleikunum í Mel-
bourne var keppt um 151 gull-
pening. Framkvæmdanefnd
Rómarleikanna munu leggja
fyrir alþjóðanefndina breyt-
ingartillögur um að gullpen-
ingarnir verði 130 talsins, og
leggja þeir til að sleppt vcrði
keppni i ýmsum greinum fim-
leika, keppni í 3 greinum skot
fimi, keppni í 2 greinum reið-
listar, keppni i nútima fimmt-
arþraut og keppni í 4 greinum
kajakróðurs.
Það er enginn vafi á því, segir
Gaston Mayer, að fundux Alþjóða
nefndarinnar í Sofíu markar
þáttaskil í sögu Olympíuleik-
anna.
Eitthvert sögulegasta atvik í ísl. knattspyrnusögu er aðdrag-
andinn að því sem verða átti úrslitaleikur 2. deildarkeppn-
innar í ár. Keflavík og ísafjörður áttu að mætast í leik sem
skæri úr um hvort liðið léki í 1. deild næsta ár i stað Akur-
eyringa. Eftir framlengdan leik í Reykjavík í ágúst skildu liðin
jöfn. KSÍ fól svo ísfirðingum að sjá um leikinn og var hann
auglýstur, en Keflvíkingar mættu ekki, þvi þeir telja sig hafa
„bevis“ um að leikurinn skuli háður í Reykjavík. Við það stend-
ur og mun málinu skotið til dómstóla knattspyrnuhreyfingar-
innar. — En isfirðingar mættu á vellinum á ísafirði. Þar er
þessi mynd tekin er þeir biðu eftir Keflvíkingum, sem þeir vissu
þó að ekki voru komnir til bæjarins. En út á völlinn fóru þeir
til að fylgja öllum reglum, og ekki veitti af þar sem það er nú
orðið dómstólamál hverjir Ieika eigi í 1. deild að ári.
Heimsmeistarakeppnin í handknattleik:
ísland ó að leiko móti Tékkó-
slóvakiu, Ungverjal. og Rnmeníu
Osló 19. sept. — frá NTB-Reuter.
ALÞJÓÐAHANDKNATTLEIKSSAMBANDIÐ hélt fund 14. og 15.
sept. s.l. og var fundurinn haldinn í París. Ýmsar mikilsverðar
ályktanir og samþykktir voru gerðar. En mesta athygli mun vekja
undirbúningurinn að heimsmeistarkeppninni, sem hefst í Berlín
26. feb.
•Jr Riðlarnir
Eins og áður hefur verið skýrt
frá eru þátttökulöndin 16 talsins.
Bættust Luxemborg og Brasillia
við á síðustu stundu.
Keflavík og Akra-
nes keppa á sunnu
dag
A SUNNUDAGINN fer fram á
hinum glæsilega grasvelli í
Njarðvíkum knattspyrnukapp-
leikur milli íslandsmeistara
Akraness og liðs Keflavíkur. —
Verður leikurinn kl. 4 e. h.
Hér er ekki um eiginlega bæja-
keppni að ræða, en þó teflir hvor
fram sínu sterkasta liði. Forráða-
menn Keflvíkinga í knattspyrnu
sögðu að með þessu vildu Kefl-
víkingar sjá hvar þeir stæðu. —
Þeir gera sér engar vonir um sig-
ur, en vænta góðs af slíkri sam-
vinnu við íslandsmeistarana. —
Keflvíkingar eru annað tveggja
liða sem koma til greina með að
leika í 1. deild næsta ár, og verð-
ur því fróðlegt að sjá hvað hugs-
anlegir nýliðar í deildinni geta
móti meisturunum.
Form* franska
knattspyrnusam-
bamlsins látinn
ÞÆR fregnir bárust hingað til
lands í fyrradag, að form. franska
knattspyrnusambandsins Lafarge
hefði látizt aðfaranótt sunnudags-
ins s.l.
Lafarge var kunnur forystumað
ur í knattspyrnumálum Frakk-
lands. Hann var hér á ferð um
s.l. mánaðamót, hress og kátur,
sem fararstjóri franska landsliðs-
ins sem hér lék einn leika sinna
í heimsmeistarakeppninm.
Keppt verður í 4 riðlum og
er skipting landanna þannig:
A-riðilI: Svíþjóð, Pólland,
Finnland og Spánn.
B-riðill: Þýzkaland, Frakk-
land, Noregur og Luxemborg.
C-riðill: Tékkóslóvakía, Ung-
verjaland, Rúmenía og ís-
land.
D-riðill: Danmörk, Júgóslavía,
Austurríki og Brasilía.
Fyrstu leikir keppninnar verða
í Berlín, Rostock, Erfurt og
Madgeburg 27. febrúar.
ir Úrslitin
2 efstu liðin í hverjum riðli
komast í 2. undanrás eða 8 lið
talsins. Þau leika í tveimur riðl-
um (4 í hverjum) og efsta lið í
hvorum keppir til úrslita um
heimsmeistaratitilinn.
Á ráðstefnunni var ákveðið að
heimsmeistarakeppni í 11 manna
handknattleik 1959 skuli fara
fram í Austurríki. Næsta fund
Alþjóðasambandsins munu Þjóð-
verjar sjá um og verður hann í
Garmisch 20.—21. sept. næsta ár.
Þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig með heim
sóknum, skeytum og gjöfum á 80 ára afmæli mínu 15.
þessa mánaðar.
Guð blessi ykkur öll.
Guðný Sigurðardóttir,
frá Njarðvík.
Það tilkynnist vinum og vandamönnum að eiginmaður
minn, faðir, tengdafaðir og afi
LÁRUS EINARSSON
fyrrum bóndi að Hvammi, Dýrafirði, andaðist 19. sept.
í Sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði.
Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju kl. 10,30 f.h.
mánudaginn 23. þ.m. Jarðsett verður síðar að Þingeyri
í Dýrafirði.
Guðrún Kristjánsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Hjartkær eiginmaður minn
INGIMUNDUR STEFÁNSSON
Fagrahvammi við Hafnarfjörð andaðist í Landspítalan-
um 18. þ.m.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugar-
daginn 21. þ.m. kl. 2 e.h.
Margarethe Stefánsson.
Þökkum samúð og hjálp við andlát og jarðarför
SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR
Aðstandendur.