Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 6
6
MORClllSBIAÐlÐ
Laugardagur 21. sept. 1957
Einstaklingurinn skiptir mestu
Spjallað v/ð Arnold J. Toynbee um vesf
ræna menningu, Kína og kommúnisma
Ég er ekki- efnishyggjumaður.
Og ég er ekki heldur þeirrar
skoðunar, að sagan hlíti óum-
breytanlegum lögmálum. Menn-
ingarskeið fortíðarinnar hafa
hrunið og liðazt sundur, en þær
menningarheildir, sem nú eru í
heiminum, eiga sér þá framtíð,
sem einstakljngarnir kjósa. —
Menn eru sifellt að taka ákvarð-
anir, þeir verða að bregðast á
einhvern hátt við áhrifum um-
hverfisins, en ráða því sálfir,
hvernig þeir gera það. Svo að
það er einstaklingurinn, sem
mestu skiptir, þegar öllu er á
botninn hvolft.
Eitthvað á þessa leið fórust Ar
nold J. Toynbee orð, er blaða-
menn hittu hann að máli í gær í
skrifstofu útvarpsstjóra. Hann er
alúðlegur maður, hvíthærður og
o.rðínn svolítið lotinn í herðum,
þó að hann vanti enn 2 ár til sjö-
tugs.
„Við hjónin erum nýkomin úr
„Ég held, að þessar þjóðir láti
sig þau átök litlu skipta, — þær
hafa um annað að hugsa: Indverj
ar berjast við fátæktina, Arabar
ala með sér hatur á Gyðingum
og Ísraelsríki“.
,.En haldið þér, að þessi átök
leiði ul styrjaldar?“
„Það held ég ekki, mannkynið
lifir“.
„Fyrir nokkrum árum sögðuð
þér í ritgerð, að rás atburoanna
gæti tekið þrjár stefnur: heims-
því að sýna Kínverjum yfirgang.
En nú þola þeir það ekki lengur.
Kommúnisminn, — hann er að-
eins upp tekinn, af því að Kín-
verjar halda, að hann sé stytzta
leiðin að því marki, að þeir geti
látið að sér kveða. En ég held
ekki, að þeir geri það í anda
kommúnismans, allra sízt þann-
ig, að þeir verði aðilar að komm-
únisku bandalagi undir rússn-
eskri stjórn“.
„Haldið þér, að áhrif kommún-
ismans fari vaxandi í Vestur-
Evrópu?"
„Lítum á 19. öldina. Tóku
Evrópuþj óðirnar þá vel tilraun-
Erlendir sérfrœðingar
flytja hér fyrirlestra
um skrifstofustjórn
1 MÖRGUM iðnaðar- og verzlun-
arfyrirtækjum, bönkum og opin-
berum skrifstofum, þar sem
margt fólk starfar, er starf skrif-
stofustjórans oft og tíðum mjög
umfangsmikið og vandasamt eins
og kunnugt er, enda þarf hann
víða að annast ráðningu, þjálfun
og stjórn starfsliðs, skipuleggja
fyrirkomulag vinnunnar, annast
ýmiss konar framkvæmdir og oft
á tíðum að koma fram út á við
af hálfu fyrirtækisins, auk margs
annars.
Iðnaðarmálastofnun íslands,
sem hefur haft með höndum
nokkra fræðslustarfsemi um
stjórn og rekstur fyrirtækja, hef-
ur ókveðið að fá hingað ráðu-
nauta í skrifstofustjórn frá Fram
leiðniráði Evrópu (European Pro
ductivity Agency / OEEC) til
þess að flytja fyrirlestra um skrif
stofustjórn, og eru þeir væntan-
legir hingað hinn 28. september
næstkomandi.
Fyrirlesararnir heita Mr. Ed-
ward J. Gauthier og próf. dr.
O. Richard Wessels. Eru þeir báð-
ir bandarískir að þjóðerni og
hafa að baki 20—30 ára starfs-
feril sem skrifstofustjórar og
fræðimenn í viðskiptafræðum og
skrifstofustjórn. Ráðunautarnir
starfa um stundarsakir á vegum
Framleiðniráðs, og hafa tólf efna-
hagssamvinnulandanna óskað eft
ir að fá þá til fyrirlestrahalds.
Af fyrirlestraefninu, sem tekið
verður til meðferðar, má nefna:
skipulag skrifstofunnar og starfs-
ins, sem þar fer fram; vinnuat-
huganir; notkun véla; form;
skýrslur o. m. fl;, en sérstök
áherzla verður lögð á sjólft aðal-
starf skrifstofustjórans sem
stjórnanda starfsliðs og skipu-
leggjanda.
Við undirbúning að komu og
starfi hinna erlendu ráðunauta
hefur Iðnaðarmálastofnunin m.
a. notið samvinnu eftirfarandi að
ila: Félags ísl. iðnrekenda, Land-
sambands ísl. verzlunarmanna,
Sambands ísl. bankamanna, Sam-
bands ísl. samvinnufélaga, Verzl-
unarráðs íslands og Vinnuveit-
endasambands Islands, og er
þess jafnframt vænzt, að ýmsar
bæja- og ríkisstofnanir muni
hafa áhuga á starfsemi hinna er-
lendu ráðunauta hér.
langferð kringum hnöttinn. Þeg-
ar ég hætti prófessorsstörfum,
bauð Rockefeller-stofnunin okk-
ur að litast um í heiminum og
athuga, hvort fyrirbrigði hins
mannlega lífs fengju samrýmzt
þeim hugmyndum, sem ég hef
gert mér, og hvort þróun mála
væri í þá átt, sem ég hefði búizt
við".
— „Og hvert er álit yðar á
framtíð vestrænnar menningar,
er “þér hafið kynnzt framandi
þjóðum?"
Ég held, að ný trúarleg áhrif
mundu veita henni nýtt líf. En
það er ekki rétt eftir mér haft,
ef sagt er, að vestræn menning
endurborin muni leggja undir sig
heiminn.
„Ég get annars ekki sagt, að ég
hafi enn haft tíma til að átta mig
á öllu, sem fyrir augun bar. En
ég held, að bilið milli menningar
Vesturlanda og annarra heims-
Toynbee flytur fyrirlestur
kl. 2 í dag í háskólanum um
Sagnfræðinginn, persónuleika
hans og viðfangsefni. Hann
talar á ensku, og verður fyrir-
lestrimim ekki útvarpað að
þessu sinni. öllum er heimill
aðgangur.
hluta sé að mjókka. — Síðustu 2
til 3 aldirnar hefur þróunin ver-
ið mun hraðari á Vesturlöndum
en í öðrum hlutum heimsins, en
þar er nú reynt að herða róður-
inn, taka upp vestræna hætti.
Hjálp berst úr þessum hluta
heimsins, og er það vel. Mér virð
ist það rétt stefna hjá okkur Bret
um, er nýlendum og öðrum hjá-
lendum er veitt sjálfstæði, og að-
stoð sú, sem Bandaríkjmenn
veita þeim þjóðum, sem eru
skemmra á veg komnar, er til
góðs.“
„En kemur ekki til átaka milli
vestrænnar menningar og þeirr-
ar menningar, sem fyrir er í lönd
um utan Evrópu?“
„Jú, vissulega, en tæknimenn-
ing Vesturlanda breiðist út. Sú
tvíhyggja, sem víða skapast, tek-
ur oft á sig einkennilegar mynd-
lr. Og í viðskiptum okkar við
þjóðir í öðrum hlutum heims,
verðum við að minnast þess, að
þær eru viðkvæmar og stoltar,
stundum ofsafengnar, eins og
Arabar eru núna“.
„Hver er afstaða þjóðanna í
Asíu og Afríku til átakanna milli
austurs og vesturs?"
Andrés Björnsson, skrifstofustjóri í Ríkisútvarpinu, og Arnold
J. Toynbee á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld.
Ljósm. Gunnar Rúnar
um Rússa til að ná áhrifum? Nei,
veldin tvö geta búið saman í
friði um ófyrirsj áanlega framtíð,
annað þeirra getur náð yfirráð-
um í heiminum, og loks teljið þér
hugsanlegt, að nýtt afl komi
fram , sem með tímanum verði
mestu ráðandi".
„Já, og ég held, að þriðja leið-
in sé nú líklegasta. Ég veit ekki,
hvert þetta þriðja afl verður eða
hvenær það kemur fram. Þegar
ég ferðaðist um Austur-Asíu og
sá, hve sterk ítök kínverskir þjóð
ernisminnihlutar eiga þar víða,
spurði ég sjólfan mig: Er Kína
ekki framtíðin?"
„Kína, táknar það sama og
kommúnisminn ? “
„Nei, aðeins Kína, — það stolta
land, sem í hundrað ár hefur orð-
ið að þola, að erlendir menn
hefðu það að fótaþurrku. Ekkert
Evrópuríki er svo smátt, að það
hafi ekki getað gert sér mat úr
ég held ekki, að áhrif Rússa fari
vaxandi, það, sem þeir hafa að
bjóða, á ekki erindi til annarra".
„Hvað um ríkin í Austur-
Evrópu".
„Rússar brutu byltinguna í
Ungverjalandi á bak aftur, þeir
ráða við byltingar. En Pólverjar
voru hyggnari, þeir losuðu takið,
en gáfu Rússum þó ekki tilefni til
að beita vopnunum. E.t.v. heldur
sú þróun áfram".
„En hvert er álit yðar á fram-
tíð smáríkjanna?"
„Lif þjóðanna er nú mjög sam-
tengt, þær eru hver annarri háð-
ar. Ég held, að þróunin stefni i
átt til einhvers konar heimsríkis,
þó að það kunni að hljóma undar
lega í eyrum íslendinga, sem bar
izt hafa fyrir sjálfstæði sé að
öðlazt það, að sjálfstæði sé að
verða úrelt hugtak".
Úr kirkjugarði skipanna
Kirkjubæjarklaustri, 18 sept.
NÚ ER byrjað að rífa norska
selfangarann Polarquest, sem
strandaði á Fljótafjöru í Meðal-
landi 23. febr. í vetur.
; íiif
'J/
Polarquest á strandstaðnum.
shrifar úp
daglega lifínu
ÞAÐ er mikið talað um minka
og hvers konar spellvirkja
í fugla- og dýralífi á íslandi.
Drepa netin fuglinn?
HÉR kemur stutt saga af því
sem satt er. Ég fór í .....ar
upp í Mývatnssveit og tók eftir
því að þegar ekið var meðfram
vatninu bar óvenju lítið á fugl-
um. Ég hafði orð á þessu
við samferðafólkið, það fór að
tala um að minkurinn hafi víst
sálgað öllum öndunum á Mý-
vatni.
Svo hitti ég mann við starf með
fram vatninu og spurði um ástæð
una fyrir því að nú sæist varla
önd á vatninu? Hann sagði mér
strax ástæðuna fyrir því að önd-
unum fækkaði svo mikið á stutt-
um tíma, og hann mælti á þessa
leið í fáum orðum.
Mývetningar meðfram vatninu,
sem eiga veiðirétt í því tóku upp
þá nýbreytni að fá sér nælonnet,
þessi net varaðist fuglinn ekki
eða sá þau ekki í vatninu og af-
leiðingin varð sú að í netunum
fórust fuglar svo þúsundir skiptir. ’
Velvakandi ætti að gefa Mý-
vetningum kost á að heyra þessa
álitsgerð.
Norðlendingur.
Unnið i lotum
ÞEIR, sem vinna við loftþrýsti-
vélar, þar sem siður er, að
skipta um áhöfn á hálftíma fresti,
kalla þetta venjulega að vinna í
„törnum" (et. törn“) —
Þar sem þetta er útlent orð og
ekki skylt neinu íslenzku orði,
væri rétt, að allir tækju upp að
segja „að vinna í lotum“, sem
margir eru nú farnir að kalla
þetta.
Ennfremur gerum vér það að
tillögu vorri, að tíminn milli lot-
anna, sem margir nefna „pásu“
eða „frítörn" sé einfaldlega nefnt
hlé.
Þriggja manna nefndin.
Næturveitingastað
skortir
ENN einu sinni um nætur-
veitingahús. Hve lengi á það
að viðgangast að í sjálfri höfuð-
borginni sé ómögulegt að fá neitt
sem heitið getur næring, ef klukk
an er orðin hálf tólf að kvöldi?
Vanti þig „brennivín" eða tó-
bak, að nóttu til, getur þú fengið
það á auðveldan hátt, en komi
maður dauðþreyttur og svangur
úr ferðalagi eða frá vinnu, er
gjörsamlega útilokað að kaupa
sér brauðskorpu eða fá sér kaffi-
bolla frá kl. 23.30 að kvöldi til
kl. 7—8 að morgni.
Það eru áreiðanlega til veitinga
menn, sem væru fúsir til að reka
næturveitingahús hér í bæ. En
á hverju stendur?
Er ekki talað um að lögreglu-
stöðin sé orðin úrelt og of lítil?
Borgin orðin svo stór, að það
þyrfti að staðsetja lögreglu á
fleiri stöðum í borginni. V æri t. d.
ekki hægt að opna sómasamlegt
næturveitingahús í Austurbæn-
um t. d. innarlega við Laugaveg-
inn og hafa í sömu húsakynnum
lögregluvakt, er hefði að sjálf-
sögðu beint samband við „aðal-
stöðina“. Sú vakt hlyti að koma
að fullum notum fyrir löggæzl-
una í bænum, auk þess mikla
atriðis að þá fengist trygging fyr-
ir því, að „staðurinn" yrði ekki
til þess að hýsa óreglu- og flæk-
ingslýð, sem að öðrum kosti
mundi venja komur sínar þangað
og útiloka rekstur slíks veitinga-
húss.
Jafnvel þótt bæjaryfirvöldin
teldu þetta til að auka útgjöld
sín, mundi það tæplega marka
djúpt spor í „fjárhaginn", en þau
mundu þar koma til móst við
vaxandi kröfur allra þeirra
mörgu skattþegna, sem mundu
fagna framkvæmd þessa nauð-
synjamáls. ,
B. H.
Eins og menn rekur minni til,
var lengi unnið við að reyna að
ná skipinu út en tókst ekki. Fyr-
ir nokkru voru olíutankar skips-
ins teknir úr því, ennfremur
verðmætustu hlutir vélarinnar o.
fl. Fjórir bændur í Meðallandi,
sem mest unnu við björgunartil-
raunirnar hafa nú fengið skipið
upp í kaup sitt. Eru þeir nú
byrjaðir að rífa það og hafa þeg-
ar náð lítils háttar af timbri.
Annars hafa þeir ekki gefið sér
tíma til þess frá slættinum. Skip-
ið er ákaflega traustbyggt og 1
því er bæði mikið efni og gott,
en ákaflega mikið verk hlýtur
að vera að rífa það. Mikill mark-
aður er fyrir timbrið. Alla vant-
ar spýtu, en „aldrei rekur neitt“,
segja fjörueigendurnir.
Mun vera í ráði að setja upp
stóra sandgræðslugirðingu í Með-
allandi austan Eldvatns. Verður
þar mikil þörf fyrir girðingar-
efni á næstunni.
Með frétt þessari eru tvær
myndir.,Önnur er af Polarquest
eins og það liggur nú á sandin-
um á Fljótafjöru. Hin er af leif-
Franska skútan „sem bar bein-
in“ á sandinum fyrir rúmri
hálfri öld.
unum af franskri skútu sem leg-
ið hefur á Ásafjöru í rúmlega
hálfa öld. Á útmánuðum árið 1905
strönduðu tvær franskar skút-
ur í Meðallandi. Hvorugri varð
bjargað frekar en öðrum skip-
um, sem bar upp að hinni sendnu
strönd í þá daga. Þær voru báð-
ar seldar á uppboði til niðurrifs.
Aðra keypti Helgi Þórarinsson í
Þykkvabæ í Landbroti, hina hlaut
Hjörleifur í Sandseli. Líklega
líður ekki á löngu unz ekki verð-
ur meira eftir af hinu sterk-
byggða skipi Polarquest, heldur
en nú er sýnilegt af frönsku skút
unni, sem ?,bar beinin“ á Ása-
fjöru fyrir hálfri öld. — G. Br.