Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 20

Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 20
VEÐRIÐ Austangola, léttskýjað. SUS-síða Sjá bls. 9. VorðarkaHi í Valhöll í dag Á S.L. vetri tók Landsmálafélagið Vörður upp þá nýbreytni í félagsstarfinu að gefa Varðarfélögum og öðru Sjálfstæðis- fólki kost á því að koma saman á laugardögum til síðdegis- kaffidrykkju í félagsheimili Sjálfstæðismanna Valhöll. Tilgangurinn með þessari starfsemi var sá að gefa mönn- um tækifæri til að hittast til nánari kynna og viðræðna um sameiginleg áhugamál. Starfsemi þessi varð brátt vinsæl og hefur stjórn Varðar því ákveðið að hefja hana að nýju að loknu sumarhléi og verður fyrsta Varðarkaffi á þessu hausti í Valhöll í dag klukkan 3—5 s.d. Verður starfseminni hagað á sama hátt og í fyrra og eru Varðarfélagar og annað Sjálfstæðisfólk eindregið hvatt til að mæta. Einhverjir af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins munu mæta í Varðarkaffinu hverju sinni. Ríkisstjórnin greiðir niður verð landbúnaðarafurða fyrst um sinn Hve háar eru niðurgreiðslurnar? BLAÐIÐ átti í gær tal við Svein Tryggvason framkvæmdastjóra framleiðsluráðs landbúnaðarins og spurðist fyrir hjá honum um afurðaverðið á þessu hausti. Sveinn skýrði blaðinu svo frá, að ríkis- stjórnin hefði nýlega tekið þá ákvörðun að greiða niður verðhækk- anirnar á nýju dilkakjöti og mjólkurafurðum og kartöflum fyrst um sinn. Ekki er vitað hve lengi þessar niðurgreiðslur vara eða hve háar þær eu. Endanlegt verð á landbúnað- arafurðum hefir nú verið ákveð- ið til bænda. Hækkar dilkakjöts- kílóið um kr. 0,60 mjólkurlítr- inn um 7 aura. Unnið er nú að því að ákveða raunverulegt út- söluverð landbúnaðarafurða en því er ekki lokið. Verður því verðið eins og áður segir á af- urðum, hið sama fyrst um sinn og í fyrrahaust. Falsaðir dollarar KAUPMANNAHÖFN, 19. sept. — Dönsku fjármálayfirvöldin hafa orðið vör við mikið af föls- uðum dollaraseðlum í umferð í Danmörku. Seðlar þessir eru svo vel gerðir, að jafnvel fagmenn geta ekki greint gallana nema við nákvæma skoðun. Ekki er yf- irvöldunum kunnugt um það hvaðan seðlar þessir koma, en fyrr á árinu varð mikið vart við falska dollara í Danmörku og öðrum Evrópulöndum. Sannað mun, að þeir komu frá Ungverja- landi. SIGLUFIRÐi, 22. september. — Togarinn Elliði losar hér í dag 240 lestir af karfa til frystihús- anna. Ms. Reykjafoss verður hér í dag og lestar 1900 pakka af skreið frá S.R. Einn bátur er byjaður róðra héðan með línu og heíur fengið 4—5 lestir í róðri. — Guðjón SIGLUFIRÐi, 22. september. — Undanfarna daga hefur verið hér blíðviðri og þurrt veður. — Hafa nú allir náð heyjum sínum sem voru slegin fyrir óveðurs- kaflann fyrst i þessum mánuði. Réttir og göngur verða hér næsta mánudag. — Guðjón. Ljósmyndasýning er lýsir mann- lifinu á hrífandi hdtt opnuð í dag HIN KUNNA alþjóðlega ljósmyndasýning, „Fjölskylda þjóðanna“, verður opnuð í Iðnskólanum við Vitastíg við hátíðlega athöfn í dag. Mun menntamálaráðherra, Gylfi f>. Gíslason, opna sýninguna kl. 4 síðdegis með ávarpi, að viðstöddum 200 boðsgestum. Klukkan hálf sjö verður sýningin síðan opin fyrir almenning. Auk ráðherrans munu flytja ávprp Theodor B. Olsson sendi- fulltrúi, sem gegnir störfum bandaríska sendiherrans í fjar- veru Johns Muccios, og Ragnar Jónsson bókaútgefandi, sem er einn af meðlimum sýningarnefnd arinnar. Snillingurinn Edward Steichen Á ljósmyndasýningu þessari eru rúmlega 500 myndir frá 08 löndum. Var hún tekin saman af Edward Steichen, einum fremsta ljósmyndara Bandaríkjanna. — Steichen er fæddur í Luxemborg, en fluttist ungur til Bandaríkj- anna með föreldrum sínum. — Hann ætlaði fyrst að gerast land- fræðingur og náttúrufræðingur. Hætti því og tók að leggja stund á málaralist. En eftir að hann hafði þjónað sem hermaður í fyrri heimsstyrj- öldinni og settist að í París, ákvað hann að leggja málaralist- ina á hilluna og snúa sér þaðan í frá einvörðungu að listrænni ljósmyndagerð. Er sagt, að fyrsta árið hafi hann ekki tekið mynd af öðru en einum bolla og undirskál í ýmsum uppstilling- um og skuggablæbrigðum. Síðan fluttist hann aftur til Bandaríkjanna og varð brátt frægur fyrir ljósmyndir sínar í tímaritinu Vanity Fair. Nokkur ár eru síðan hann réðst til Museum of Modern Arts sem for- stöðumaður ljósmyndadeildar safnsins og má nú segja að hann sé ókrýndur konungur banda- rískra ljósmyndara, en hámark listferils hans var að koma á þessari sýningu. Lýsir mannlífinu Þar sem sýningin hefur verið erlendis hefur hún víðast verið í einum stórum sýningarsal. Þar sem hún verður nú í Iðnskólan- um, er hún í mörgum minni her- bergjum og skiptist því niður i deildir. Er það skoðun kunnugra, að það sé jafnvel skemmtilegra að skipta henni niður í samstæð- ar deildir. Ef spurt er: Hvað sýna þess- ar myndir? þá er svarið, að þær lýsa mannlífinu, eins og það er í öllum _heimshlutum og á öllum tímum. Hún lýsir ást, hjónabandinu, fæðingu, barninu, fjölskyldutengslum. Hún lýsir vinnunni, náminu, skcmmtunum fólksins. Hún Hið nýja hús fyrir verkamannaskýli og sjómannastofu Www -L.... t—» r-v..r—t- >Mir "'V" t ÍiÍllÍlÍU; ■m m,mww. mWWW: .y ••• ''• '•'.••• • •• • .-/ Y<fYYYAYY'''YYYY/'YYfYYrf'.-fff'Yf':-:'.'.'YYY'f'ff,-'..Y', !i§® ■/''j'YIY/. ( f, - W"' ■ l i $: >:<:■ Eins og sagt var frá í fréttum blaðsins í gær, voru tillöguuppdrættir arkitektanna Einars Sveinssonar og Aðalsteins Itichter að nýju húsi fyrir verkamannaskýli og sjómannastofu lagðir fram á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Nefnd hefur unnið að undir- búningi málsins um skeið og sagði Einar Thoroddsen bæjarfulltrúi frá störfum hennar á bæjarstjórnarfundinum. Bygging- in á að standa á uppfyllingunni við Tryggvagötu vestan Loftsbryggju og Hafnarhvols, verður hún 4 hæðir og er þar rúm fyrir setustofur, ráðningastofu, fatageymslur, veitingastofu og sjómannaheimili. — Myndin sýnir austurhlið byggingarinnar eins og hún á að líta út skv. teikningunum. lýsir trú þess og tilfinningum á hrífandi hátt, jafnt meðal blökkumanna sem hvítra manna. Hún er snerting við hinn eilífa straum, hið mann- lega líf. Influenza varnarliðinu KEFL A VÍ KURFLU G VELLI, 20. sept: Inflúenzan er nú tekin að herja á hermenn í varnarliðinu hér á flugvellinum. Munu vera að henni nokkur brögð, því sjúkrahús hersins er yfirfullt orð ið. — Öllum samkomustöðum her- manna, yfirmanna jafnt sem undirmanna, hefur verið lok- að, svo og fimleikahúsi. Hefur hermönnum verið bannaður að- gangur að veitingastofunni hér í flugvallarhótelinu. Loks hafa guðsþjónustur á sunnud. verið afboðaðar vegna íaraldi. ns. Eru hermenn gegnum útvarp hers ins óspart hvattir til þess að forð- ast hvers konar mannamót, fara gætilega, hafa nægan svefn og hafa góða loftræsingu í svefn- skálum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.