Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 3
Laugardagur 21. sept. 1957
MORCVNfíTAÐIÐ
3
Ljósmyndasýningin fjölskylda þjóðanna
Ég enn er ung í anda.
★★
í DAG verður opnuð í IÖnskól-
anum á Skólavörðuholti ljós-
myndasýningin Fjölskylda
þjóðanna, sem farið hefur sig-
urför víða um heim, frá því að
hún var fyrst sýnd í Museum
of Modern Arts í New York
1955.
★★
Myndirnar voru valdar af bin
um ókrýnda konungi banda-
rískra ljósmyndara Edward
Steichen. Valdi hann þessar
500 myndir úr um 2 milljónum
mynda, sem sendar voru Muse
um of Modern Arts úr ílestum
hlutum heims.
★★
Það er mái manna, að 'oæði
séu einstakar ljósmyndir á
þessari sýningu frábær lista-
verk, og enn meir hefur það
verið rómað, hve myndirnar
hafi verið valdar vel saman,
svo þær mynda eina listræna
heild. Er það mikill fcngur fs-
lendingum að þeim skuli gert
kleift að njóta þessarar ein-
stöku sýningar.
★★
Hér birtast nokkrar myndir af
sýningunni og er þeim hér gef
ið heiti eftir því sem merking
þeirra virðist vera.
■ -- -
Svo tefldu þau um lífið og dauðann.
STAKSTEIMR
Sósíalisminn og þýzku
kosningarnar
Kosningarnar í Vestur-Þýzka»
landi voru mikill ósigur fyrir
jafnaðarmenn og kommúnista.
Hinn frjálslyndi borgaraflokkur
dr. Adenauers, sem fyrst og
fremst byggir á framtaki ein-
staklingsins og persónufrelsi
vann mikinn sigur og fékk nú
hreinan meirihluta atkvæða með-
al þjóðarinnar. í þinginu í Bonn
hefur hann nú um 40 atkvæða
hreinan meirihluta.
Það er athyglisvert að í þing-
kosningunum er fram fóru árið
1949 fær flokkur dr. Adenauers
aðeins 31% atkvæða. í kosntsg-
unum árið 1953 fær hann svo
rúm 45% atkvæða og nú í haust
fær hann rúm 50%.
Fylgisaukning dr. Adenauers
og flokks er svo mikil á fáum
árum að hennar finnast varla
dæmi í lýðræðislöndum á síðustu
áratugum.
Árið 1949 fær flokkur Jafnaðar
manna í Vestur-Þý?kalandi um
28% atkvæða. í næstu kosningum
fær hann örlítið meira en inn-
an við 30% og nú fær hann rúm-
lega 31% atkvæða.
Á sama tíma, sem flokkur dr.
Adenauers eykur fylgi sitt úr
31% árið 1949 í 50,2% nú eykst
fylgi jafnaðarmanna úr 28% í
31%.
Tveggja manna tal
Tveir verkamenn úti á landi
hittust nýlega á förnum vegi. Var
annar þeirra Sjálfstæðismaður en
hinn kommúnisti.
Tal þeirra barst fljótlega að
stjórnmálum.
Segðu mér kunningi, sagði
Sjáifstæðisverkamaðurinn, finnst
þér vinstri stjórnin raunverulega
hafa efnt Ioforðin, sem hún gaf
ykkur í fyrrasumar, t.d. um ný
úrræði í efnahagsmálunum, brott
rekstur varn'arliðsins, bætt lífs-
kjör og minnkandi dýrtíð?
Hún er nú ekki búin að sitja
nema í eitt ár, sagði kommúnist-
inn, svo að það er varla hægt að
dæma hana ennþá fyrir vanefnd-
ir. En þetta með setu hersins,
það er allt Guömundi í. að kenna.
Hermann og við viljum standa
við loforð okkar og láta Ame-
ríkanana fara strax á morgun.
Ertu nú viss um þetta?
Já, ég hefi bréf upp á það frá
miðstjórninni í Tjarnargötu, að
Lúðvík og Hannibal standi fast
á sinni stefnu í málinu.
Hungur
og vellysting.
Bera þeir ekki ábyrgð?
Nú, en eru þeir ekki í stjórn-
inni og bera þeir ekki ábyrgð
eins og aðrir ráðherrar?
Það getur vel verið, en ekki á
þessu með herinn.
En á dýrtíðinni?
Ég veit varla hvað ég á að
segja. Það er erfitt að eiga við
Framsókn í því máli. Hún heimt-
ar gengislækkun. En okkur hef-
ur þó tekizt að hindra hana tU
þessa. Finnst þér það ekki nokk-
uð?
Jæja, varla finnst mér ég geta
talið það til stórafreka. En hvað
um ykkar eigin tillögur, tillögur
„Alþýðubandalagsins“ í málinu?
Lofuðu þið ekki að leysa efnahags
vandamálin um leið og þið kæm-
ust í stjórn, án þess að almenn-
ingur þyrfti að færa nokkrar
fórnir?
En hvað kemur út úr þessn
öllu saman?
Það hefi ég ekki minnstu hug-
mynd um, hvernig á ég að vita
það?
Féll svo niður talið.