Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 8
8
MORCUISBT 4Ð1Ð
Laugardagur 21. sept. 1957
Arsrit Skógræktar-
félags íslands
Önnur grein
í GREIN minni á sunnudaginn
var skýrt frá fyrrihluta grein-
ar Baldurs Þorsteinssonar, er
hann ræddi um ræktun hinna
ýmsu barrtrjáa hér á landi.
Hér fer á eftir útdráttur úr
því, sem hann segir um helztu
lauftrén okkar.
Lauf tré
íslenzk trjáræktarskilyrði eru
á þann veg, að barrtrén verða í
framtíðinni viðamest í skógum
okkar. En lauftrén eiga þar líka
veigamiklu hlutverki að gegna.
Er þar fyrst að telja gulvíðinn,
er frá fornu fari hefur vaxið
víða um land og getur orðið yfir
sex m á hæð, þar sem hæfileg
deigla er í jörð.
Þingvíðir hefur víða verið rækt
aður í görðum hérlendis frá því
fyrir aldamót og getur orðið 7
til 8 m á hæð. Hér á landi hafa
aldrei fundizt nema kventré, og
er þingvíði því fjölgað með
græðlingum.
Selja er ræktuð í görðum á
nokkrum stöðum og getur orðið
allstórvaxin. Er hún eina víði-
tegundin sem erfitt er að fjölga
með græðlingum.
Viðja var flutt frá Norður-
Noregi á árunum frá 1936—39,
aðallega frá Gróðrarstöðinni
Rognan í Saltfirði. Hún kom
hingað til lands með þessu teg-
undarnafni og festist þetta heiti
við hana, enda þótt það sé á
norskunni samheiti á fleiri víði-
tegundum.
Á Hallormsstað sáir hún sér af
sjálfsdáðum, svo furðu gegnir og
er þar á fimmta metra á hæð.
Viðjan er sennilega harðgerasti
víðirinn sem hér hefur verið
reyndur.
Næst víðunum eru aspirnar.
Þær eru sömu ættar og hafa
því mörg sömu einkenni. Þær
eru þó frábrugðnar víði að
því leyti að blöðin eru breið á
löngum stilk. Blómin frjóvgast
við vindfrævun og þær eru oft
stórvaxin tré.
Öspunum er skipt í þrjá hópa:
Gráaspir, eiginlegar aspir og
balsamaspir.
Blæöspin er eina aspartegund-
in, sem hér vex villt. Henni var
fyrst veitt athygli við Garð í
Fnjóskadal árið 1904 en síðan
hefur blæöspin fundizt við Gests-
staði í Fáskrúðsfirði, við Egils-
staði á Völlum og Jórvík í Breið-
dal. Hæstu aspirnar sem fundizt
hafa hérlendis vaxa í Egilsstaða-
skógi. Þær eru um 5 m á hæð.
Öspin gerir miklar kröfur til
birtu, en getur vaxið í þurrum
og ófrjóum jarðvegi, en verður
þá jafnan smávaxin. Beztum
þroska nær hún þegar hún vex
meðfram ám og lækjum þar sem
ávallt er nægur ferskur raki í
jörðu.
Nöturösp vex á mjög stóru
svæði í Norður-Ameríku, megin-
hluta Canada og norður til Alaska
og suður í Bandaríkjunum. Rót-
argræðlingar voru fluttir hingað
til lands fyrir fáum árum frá
Alaska og þrífast sæmilega.
Alaskaösp. Þessi tegund er stór-
vaxnasta aspartegund í Ameríku.
Alaskaöspin vex um vestanverða
Ameríku sunnan úr Kaliforníu
og norður til Alaska. Hún var
fyrst flutt hingað til lands árið
1944. Flest trén af þeim árgangi
vaxa í Múlakoti í Fljótshlíð og
hafa dafnað mjög vel. Haustið
1956 var meðalhæðin 7,6 m en
hæsta öspin þar var 8,8 m.
Alaskaösp hefur verið gróður-
sett í görðum víða um land. Hún
vex hratt, en nokkuð hefur bor-
ið á kali í sprotunum. Hún ger-
ir miklar kröfur til birtu, jarð-
vegs og raka.
Ilrnbjörk vex um meginhluta
Evrópu og eina tréð sem myndar
skóga hér á landi. Hefur mæizt
hæst um 12 m. Þótt hér sé aðeins
rætt um ilmbjörk sem eina teg-
und, hefur hún verið greind í
margar tegundir og afbrigði í
Skandinavíu og munu sum þeirra
einnig vera til hér á landi, en
það er lít't rannsakað mál. Þá
vex hér einnig fjalldrapi og
myndast kynblendingur á milli
hans og ilmbjarkar, (skógviðar-
bróðir) en þó sennilega sjaldnar
en almennt er talið. Björkin er
Ijóselskt tré en gerir ekki mikl-
ar kröfur til jarðvegsgæða ef raki
er nægur.
Viður birkisins er seigur og
sterkur og er notaður til smíða,
í krossvið og pappír.
Elri eða ölur er af sömu ætt og
björkin og hefur því mörg svipuð
einkenni.
Hvítölur vex um þvera Evrópu,
Asíu og Ameríku. í Noregi vex
hann ennþá lengra norður á bóg-
inn en rauðölur. Hann hefur að-
eins verið ræktaður hér í görð-
um en sem komið er. Hvítölur
er fljótvaxinn í æsku og getur
dafnað vel, þótt hann vaxi i
þurrum jarðvegi. En beztum
þroska nær hann í rökum og
gljúpum jarðvegi.
Rauðölur vex um mestalla
Evrópu, einna nyrst vex hann á
vesturströnd Noregs þar sem
hann kemst norður fyrir 64.
breiddarbaug. Hann er lítið rækt
aður í görðum hér á landi og
þarf djúpan og rakan jarðveg.
Er hann að því leyti þurftarfrek-
ari en flest önnur norðlæg skóg-
artré.
Viður elritegundanna er hent-
ugur í ýmsa litla smíðisgripi, eink
um til rennismíði.
Þess má geta að á rótum elri-
tegundanna lifa bakteríur, sem
vinna köfnunarefni úr loftinu, er
síðar kemur bæði trénu og öðr-
um gróðri að notum.
Álmurinn vex um vestanverða
Evrópu, norðurmörk hans eru á
vesturströnd Noregs fyrir norð-
an 67. breiddarbaug. Hann hef-
ur verið ræktaður víða í görð-
um hér á landi og gefur góða
raun í limgirðingum og til
skjóls, en er þurftafrekur. Af
honum er aðeins ræktuð ein teg-
und hér á landi.
Broddhlynur vex um Evrópu
austur í Rússlandi og Asíu. f
Skandinavíu vex hann norður að
61. breiddarbaug. Hann hefur
verið ræktaður í görðum, en með
litlum árangri. Sama máli gild-
ir um hagahlyninn.
Hlynurinn vex austan úr Litlu-
Asíu um sunnanverða Evrópu og
vestur á Bretlandseyjar. Enda
þótt hann sé suðlægari tegund
en broddhlynurinn hefur rækt-
un hans í görðum hér tekizt bet-.
ur og hann ber hér þroskuð fræ.
Reyniviðurinn vex um megin-
hluta Evrópu og Síberíu. Hér á
landi vex hann á stangli innan
um birkikjarr, einkum á Vest-
fjörðum en myndar aldrei sam-
fellda skógarlundi. Hann er
ræktaður með góðum árangri í
görðum og verður 8—10 m á hæð,
en jarðvegurinn verður að vera
djúpur og áburður mikill. All-
mikið hefur borið á reyníátu í
görðum sunnanlands einkum á
trjám fluttum inn frá Danmörku.
Viðurinn er seigur og sveigjan-
legur og m.a. vel til þess fall-
inn að nota hann í sköft á axir og
hamra.
Gráreynirinn vex um sunnan-
vert Finnland og Skandinavíu.
Hann var fluttur hingað til lands
fyrir mörgum árum og hefur
dafnað ágætlega í görðum hér. Þá
er silfurreynir einnig algengur
í görðum og dafnar vel. Aðal-
heimkynni hans eru um sunnan-
verða Svíþjóð og á eyjunum Borg
undarhólmi, Eylandi og Gotlandi,
þar sem hann myndar samfellda
lundi. En kemur fyrir á stöku
var á siglingaleið um 12 sjómílur austur af Hornbjargi. — Á laugardaginn var sigldi Goða-
foss fram hjá jakanum, sem var um 60 metra hár, og tók þá einn skipverjanna, Guðbjartur
Ásgeirsson, mynd af honum. — Veðurstofan gaf blaðinu þær upplýsingar í gær, að borgar-
ísinn hefði nú molnað og rekið upp að landinu.
stað í Noregi og norðanverðu
Þýzkalandi.
Úr því að ég minntist á reyni-
viðinn í niðurlagi greinar minn-
ar get ég ekki stilt mig um að
benda mönnum á að það væri vel
þess virði, ef menn vildu hag-
nýta sér reyniberin. Vísinda-
menn hafa komizt að þeirri niður
stöðu að berin séu sérstaklega
rík af fjörefnum, og það er só-
un á verðmætum að láta þau
grotna niður í görðum á haust-
in. Reyniber eru röm á bragðið
og fæstum þykja þau bragðgóð,
en engu að síður má búa til margs
konar sultu og saft úr þeim. Ber
af silfurreyni og gráreyni eru
mildari á bragðið en venjuleg
reyniber, og er nokkur epla-
keimur af þeim, þegar þau eru
fullþroska.
Þá hafa aðalatriði verið rakin
í grein Baldurs Þorsteinssonar
en þeir, sem vilja kynnast því
merkilega máli nánar, hve marg-
ar trjátegundir nú eru hér á
landi, ættu auðvitað að afla sér
Ársritsins.
Innan skamms verður svo vænt
anlega gerð grein fyrir nokkru
af öðru efni ritsins.
íþrcttakennarar
boSaðir lil fundar
MEÐ samþykki menntamálaráðu
neytisins, en að tilhlutun fræðslu
málaskrifstofunnar og íþrótta-
kennaraskóla íslands, hafa í-
þróttakennarar verið boðaðir til
fundar, sem fara á fram í Reykja
vík dagana 27. og 28. september
næstkomandi.
Fyrir íundinum liggja þessi
mál:
1) Endurskoðaðar reglugerðir
um íþréttaiðkanir í skólum.
2) Endurskoðuð námsskrá um
skólaíþróttir.
3) Menntun íþróttakennara og
starfræksla íþróttakennara-
skóla Islands.
4) Einkunnagjöf í íþróttum og
leikfimipróf.
5) Skólaíþróttamerki.
Skólayfirlæknir, Benedikt Tóm
asson, mun ræða við íþróttakenn-
arana um heilsugæzlu í skólum,
sjúkraleikfimi og skólaíþróttir.
Sigríður Valgeirsdóttir mun
skýra frá því, sem gerðist á al-
þjóðlegu þingi kveníþróttakenn-
ara, sem á sl. sumri var háð í
London.
Aðalsteinn Hallsson mun ræða
um íþróttaiðkanir úti við og not-
kun ýmissa íþróttatækja á skóla-
leikvöllum og barnaleikvöllum.
Benedikt Jakobsson mun ræða
um atnuganir á þolprófun
íþróttamanna á Norðurlöndum.
Þá mun íþróttakennarafélag ís
lands og deild kveníþróttakenn-
ara halda aðalfundi sína í sam-
bandi við þingið.
Þetta þing er 4. íþróttakennara
þingið, sem haldið er. Hið fyrsta
var haldið að Laugarvatni 1941.
EFTIR fjórar umferðir á Stór-
móti TR. er röðin 1.—4. Benkö,
Friðrik, Pilnik og Ingi R., með
3 vinninga. 5.—7. Stáhlberg,
Guðm. Pálmason og Ingvar 2Vz
vinning. 8. Guðm. S. Guðmunds-
son 2 v. 9.—10. Gunnar og Guðm.
Ágústsson 1 v. 11. Arinbjörn Vi
v. og 12. Björn engan vinning.
Eins og menn sjá á vinninga-
tölu 8 fyrstu mannana, þá er
keppnin ákaflega tvísýn og
spennandi. Nú þegar hafa verið
tefldar nokkrar skemmtilegar
skákir, og ber þá hæzt skák
þeirra Stáhlbergs og Friðriks,
sem var ákaflega jöfn og vel
tefld af beggja hálfu.
Hvítt: G. Stáhlberg
Svart: Friðrik Ólafsson
Hollensk-vörn.
1. d4. 15
2. g3 Rf6
3. Bg2 e6
4. Rf3 Be7
5. 0-0 0-0
6. c4 d6
7. Rc3 De8
8. Bg5
(Það er greinilegt að Stáhlberg
hefur hug á að vinna, og forðast
því alfaraleiðir).
8 Re4
(Tæpast væri gott að leika 8.
.... h6, vegna 9. Bxf6, Bxf6 10.
e4!).o
9. Bxe7 Rxc3
10. bxc3 Dxe7
11. Hel ....
A B C D E F G H
11............. f4!
(Fyrirbyggir áætlun hvíts, og
jafnframt eina leiðin til að jafna
stöðuna).
12. e4 e5
(Þvinga, því annars leikur hvít-
ur e5).
13. dxe5 dxe5
14. Dd5t Be6
15. Dxe5 ....
(Ekki 15. Dxb7, vegna Rd7 og
svartur fær mikla möguleika fyr
ir peðin),
15............. Rc6
16. Dg5 ....
(Einnig kemur til álita 16.
Db5, sem svartur svarar senni-
lega bezt með fxg3 og Bg4).
16 Dxg5
17. Rxg5 Bxc4
18. e5! ....
(Fyrirbyggir Re5).
18 h6
19. Bxc6 bxc6
20. Re4 Hab8
21. Rd2 Bd5!
(Betra en Be6, vegna Rb3).
22. c4 Be6
23. Habl Hbd8
24. Hb2 Iíd4
25. Hc2 g5
26. He4 c5
27. gxf4 Hxe4
28. Rex4 Hxf4
29. Rf6t! ....
A B C D E F G H
ABCDEFGH
(Stáhlberg finnur einu leiðina
til björgunar. T.d. 29. Rxc5
Bxc4 og hótar Hg4f).
29............. Kf7
30. Rd5> Ild4
(Slæmt væri 30........Bxd5 31.
cxdð, og hvítur er laus úr öll-
um erfiðleikum),
31. Re3 Bd7
(Þvingað vegna hótunarinnar
Hb2 og b7).
32. Hb2 Bc6
33. Hb8! ..........
(Stáhlberg hefur varizt mjög vel
og á nú síst lakari stöðu).
33............. Ke6
34. Hh8 Kxe5
35. Hxh6 Be4!
Friðrik fann bezta biðleikinn,
og sömdu keppendur jafntefli.
Innihaldsrík og skemmtileg jafn-
teflisskák.
Góð handfæraveiði
PATREKSFIRÐI, 19. sept. —
Góð handfæraveiði hefur verið í
Patreksfirði undanfarið. Einn
maður fékk um daginn í einum
róðri um 600 kg. af þorski. Eru
veiðarnar stundaðar talsvert
þessa dagana, en margir hér eiga
trillubáta. Gæftir hafa verið
ágætar. — Karl.