Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 7
Laugardagur 21. sept. 1957
MORCVISBLAÐIB
É9 er sammála ungu zkáldunum, að
nauðsynlegt hafi verið
að reyna nýjar leiðir
Rætt vih dr. Stefán
Einarsson um ör-
nefni og skáldskap
DR. STEFÁN EINARSSON
prófessor hefur dvalizt hér á
Iandi síðan í vor, en er nú á
förum til Bandaríkjanna. Eins
og unnugt er, kennir hann við
háskóiann The John Hopkins
University, Baltimore, Mary-
land. Dr. Stefán hefur lokið
við að skrifa íslenzka bók-
menntasögu, sem kemur út í
haust, en í sumar hefur hann
unnið að örnefnarannsóknum
á öllum Austfjörðum, allt frá
Lónsheiði norður til Borgar-
fjarðar. — Mbl. hefur hitt dr.
Stefán að máli og spurt hann
um starf hans.
— Ég kom svo að segja á
hvern bæ á Austfjörðum, sagði
dr. Stefán, þegar við spurðum
hann um örnefnarannsóknirnar
Yfirleitt er mikið af örnefnum á
bæjum fyrir austan, en flest ör-
nefni á einum bæ voru um 400.
Það var á bænum Geithellar í
Álftafirði. Þetta eru óvenjulega
mörg örnefni á einum bæ, því að
venjulega eru þau um 100. Þess
má geta, að hvert kennileiti hef-
ur sitt nafn, svo að ekki er und-
arlegt, þótt örnefnin séu svona
mörg. Ég safnaði örnefnum í 13
hreppum og má áreiðanlega full-
yrða, að þau skipti þúsundum.
Örnefnin, sem ég safna, legg ég
inn til þjóðminjavarðar, sem
varðveitir þau ásamt öðrum
þeim örnefnum, sem safnað hef-
ur verið á Suður- og Vestur-
landi, en einnig hefur einhverju
verið safnað á Norðurlandi. Ég
get bætt því við, að ég fór einnig
upp á Hérað og safnaði örnefn-
um þar, þegar ég var búinn á
fjörðunum. Eg tók t. d. með
Skriðdal, Völlu, Skóga og Eiða-
þinghá.
— Eru örnefnin að deyja út,
hvað heldur þú um það?
— Nei, það held ég ekki. Þeir,
sem eru fæddir og uppaldir á
bæjunum, kunna örnefnin og
nauðsynlegt er að skrifa þau
upp eftir þeim. örnefnin eru
furðulífseig, en þó hefur vafa-
laust eitthvað af þeim dáið út. A
sumum bæjum skrifaði ég upp
eftir unga fólkinu og komst síð-
ar að því með því að bera niður-
stöðurnar saman við frásagnir
eldra fólksins, að upplýsingar
þær, sem ég hhafði fengið, voru
yfirleitt réttar.
— Hver er helzti ávinningur af
söfnun örnefna?
— Bæjarnöfn eru ákaflega góð
menningarsöguleg heimild, bú-
skapurinn speglast í ömefnun-
um, ef svo mætti segja, og einnig
hafa þau málfræðilega þýðingu.
Þarna eru mörg orð, sem koma
annars alls ekki fyrir í málinu,
svo ég viti, t.d. orð eins og víðarr,
sem merkir engjar eða graslendi,
og setar, sem merkir grashjallar.
Þessi orð eru bæði frá Fljótsdals-
héraði. Þá má geta þess, að
Austfirðingar kalla miðin glöggv
ur, sennilega skylt so. að glöggva
sig (á e-u) o. s. frv.
— Hvað finnst þér merkilegast
við örnefnin á Austfjörðum?
— Mér þótti það einna merki
legast, að lækir og ár á Aust-
fjörðum, einkum uppi á Héraði,
hafa ekki sama nafn frá upptök-
um til ósa, heldur mörg, eins og
t. d. Gilsá, sem heitir Selfljót,
þegar kemur að vissum stað, og
fellur undir því nafni í Héraðs-
flóa. Þetta kemur að vísu fyrir
hér sunnanlands líka, eins og sjá
má af Hvítá-Ölfusá, en ég var
Stefán Einarsson
undrandi að sjá, hve það er al-
gengt fyrir austan.
— En hvað um uppruna ör-
nefnanna, er hann alltaf ljós?
— Nei, ekki alltaf. Þarna voru
nokkur orð, sem voru lítt skilj-
anleg, eins og t. d. Koppinhöfði í
Skriðdal og Hreggjandi í Reyðar-
firði. Þegar örnefnin verða bor-
in saman síðar, geta komið fram
skýringar á slíkum orðum, en
samt er þetta mjög einkennilegt.
— Ætlar þú ekki að skrifa eitt-
hvað um þessar rannsóknir þín-
ar?
— Jú, það hugsa ég, en þá að-
eins um einstök atriði.
— Bókmenntasagan. — Hvað
viltu segja um bókmenntasög-
una þína?
— Hún er gefin út af Johns
Hopkins Press, Baltimore, fyrir
The American Scandinavian
Foundation. Bókin nær yfir tima
bilið frá fyrstu íslands byggð til
síðasta árs og heitir: History of
Icelandic Literature 874—1956.
Hún er um 350 blaðsíður að
stærð, skrifuð á ensku og kemur
væntanlega út í október eða
nóvember í haust. 1945 var ég
beðinn að skrifa þessa bók, hófst
handa um 3 árum síðar og sendi
síðustu prófarkir vestur í vik-
unni, sem leið. Þetta er yfirlits-
verk yfir bókmenntasöguna, og
er því skipt í tvo aðalkafla, forn-
öldina (til 1550) og nýju öldina.
Ég tek hverja bókmenntagrein
fyrir sig, Eddurnar, dróttkvæðin,
sögurnar, og á síðari öldum, upp-
lýsinguna, rómantíkina, raun-
sæisstefnuna o. s. frv. Innan í |
þennan ramma flétta ég svo köfl-
um um skáldin, ef þau eru þekkt
á annað borð, en sliku er ekki til
að dreifa, þegar t. d. Eddurnar
eiga í hlut.
— Hvað fannst þér erfiðast að
skrifa um í svo stóru yfirlits-
verki eins og bókmenntasögu ís-
lendinga?
— Mér fannst erfiðast að skrifa
um Eddurnar?
— Hví þær?
— Af því að það hefur verið
skrifað svo mikið af vitleysu
um þær. Vísindamenn hafa vitað
lítið um þær, en skrifað þeim
mun meira. — Einnig var erfitt
að skrifa um nýjasta skáldskap-
inn, það er t.d. alltaf erfitt að
dæma verk ungra manna rétti-
lega.
— Hvað finnst þér um yngsta
skáldskapinn okkar?
— Sumt er gott i honum, ann-
að sennilega lakara.
— Heldur þú, að ungu skáldin
séu á réttri leið?
— Það er mjög erfitt að segja
um það enn sem komið er. Ungu
skáldin verða að skera úr um það
sjálf, hvort rétt sé að nota svo-
nefndan atómstíl. Svo hefur
þjóðin síðasta orðið í þeim efn-
um, eins og þú veizt. Það er
gamla sagan. Það hefur alltaf
verið svo, að nýir menn hafa
komið með nýjar stefnur. Stund-
um hafa þær verið lífvænlegar,
stundum ekki, En auðvitað er
gildi skáldskaparins ekki aðeins
undir stefnunni komið heldur
hæfileikum skáldsins. Gott skáld
getur gert mikið úr vondu efni
og öfugt. Menn halda oft, að lítið
hafi verið ort af órímuðum
skáldskap á íslandi fyrr en nú.
Það er ekki fullkomlega rétt.
Siðabótamenn þýddu marga rim-
lausa sálma, en við þeim lítur
enginn lengur. Það er ekki endi-
lega rímleysinu að kenna heldur
hæfileikaleysi þýðandanna. Nú
yrkja ungu skáldin mikið órímað
og ekki ósennilegt, að betur tak-
ist til en á siðabótaöldinni. Það
er eflaust nógur efniviður og
kraftur í sumum ungu skáldun-
um og ég er sammála þeim í
því, að nauðsynlegt hafi verið að
fara nýjar leiðir i skáldskapnum.
Og eitt er víst: Það er gróska í
Ijóðlistinni okkar.
Kristján Cuðlaugssor
hæsn.rcttartögmaður.
Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5.
Austurstræti 1. — Sími 13400.
íbúð óskast
Fámenn og róleg fjölskylda
óskar eftir 2ja herb. íbúð.
Barnagæzla kemur til
greina. — Upplýsingar í
síma 32733.
Stúlka óskast
í vist nú þegar eða um
næstu mánaðamót. —
Auðui- Auðuns
Ægissíðu 86. Sími 16000.
Einhleypur verzlunarmaður
óskar eftir góðu
HERBERGI
eða stofu, í Vogahverfi eða
nágrenni. Upplýsingar í
síma 34731.
LAN
Sá, sem getur útvegað Ktla
íbúð með sanngjarnri leigu,
hefur kost á 40 þús. kr. láni
Tilb. leggist inn á afgr. Mbl.
fyrir briðjudagskvöld merkt
„1. október — 6658".
Húsnæði til leigu
fyrir hreinlegan iönað, —
saumastofur eða jafnvel
lagerpláss. Þetta eru 2—-3
fullinnréttuð kjallaraher-
bergi Smáíbúðarhverfinu.
Listhafendur tilgreini at-
vinnu og sendi blaðinu tiib.
nú þegar merkt: „Til-búið
— r651“.
3---4ra herbergja
IBUÐ
óskast. — Upplýsingar í
síma 24718.
j Kaupið
undirfotin
þar sem úrvalið er mest.
Oíympia
Laugavegi 26.
íbúð óskast
Rafvirki óskar eftir ibúð.
Upplýsingar í síma 3-27-52.
Svefnsófi til sölu
~-eð tækifærisverði. Upplýs
ingar milli kl. 6 og 9, Hall-
veigastíg 6.
Góð stofa
með húsgögnum óskast
handa einhleypum manni.
Uppl. í síma 18835.
keflavík — Njarðvík
3ja herb. tbúð óskast til
» leigu. Tilboð sendist afgr.
Mbl. í Keflavík fyrir 1. okt.
merkt: „Ibúð — 1141“.
KEFLAVÍK
Tilboð óskast í 6 manna
fólksbifreið, er verður til
sýnis í dag og á morgun að
Hátúni 21, Keflavík.
Asbestbilplötur
með texfóðri, til sölu. 60
plötur, 4x12 m.m. — Stærð
120x250 cm. Uptiýsingar í
sima 12639.
2 til 5 herb. og eldhús óskast
TIL LEIGU
1. október. — Upplýsingar
í síma 15813.
ÞAKJÁRN
- TIMBUR
Vil kaupa nýlegt þakjárn,
ca 25—35 plötur (ca. 9
feta). Einnig lítið magn af
nýlegu timbri, t.d. 1x6”, 2x
4”, 2x6”. — Upplýsingar í
síma 23678.
N Ý R
MÖTTULL
(svartur), silkiklæði, til
sölu. — Upplýsingar í síma
14694. —
Rafmagnshita-
dunkur
einn eða fleiri óskast til
kaups nú þegar. — Upplýs-
ingar í síma 24800.
Afgreiðslustúlka
óskast
Á hótel í nágrenni Reykja-
víkur. — Upplýsingar í
síma 1-92-59.
PIANÓ
Nýtt Zimmermann píanó til
sölu. Upplýsingar í Nóatúni
30. — Sími 10685.
Herjeppa
liausíng (aftari), til sölu. —
Sími 32637.
Hliðarbúar
Nýkomnar röndóttar Estr-
ella skyrtur. Ódýrar krakka
gallabuxur, mollskinnsbux-
ur. Ódýrir sportsokkar. Ská
bönd.
Blönduhlið 35.
Stakkahlíðs-megin.
Sími 19177.
Takið eftir
Verðbréf til sölu. Uppl. i
síma 32167 eftir kl. 7 á
kvöldin.
Háskólastúdent vantar
HERBERGI
sem næst háskólanum. Upp-
lýsingar í síma 22502.
ÍBÚÐ
Barnlaus hjón, sem bæði
vinna úti, óska eftir 2ja
herbergja íbúð. Há leiga. —
Tilb. merkt: „6652“, sendist
strax.
JEPPI
Góður jeppi til sölu. Upplýs
ingar ' síma 34602, laugar-
dag kl. 2—7.
*
Amoksturstæki
Fergoson til leigu. — Sími
34602, laugardag 2—7.
Stúlka
eða kona óskast Jil eldhós-
starfa 5 tíma á dag eftir
hádegi á daginn.
MATBARINN
Lækjargötu 6.
Frítt
HÚSNÆÐl
1 stofa og eldhúsaðgangur,
á góðum stað í Köpavogi,
frá 1. nóv., gegn því að líta
eftir tveim börnum, 3ja og
fimm ára, kl. 9—3 frá 1.
okt. Frí eins og í barnaskól
unum. Uppl. í síma 1-81-78
e. h. í dag og á morgun eða
að Melgerði 2, Kópavogi.