Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 10

Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 10
MORGVISBLAÐIÐ Laugardagur 21. sept. 195T UTAN UR HEIMI HancLritin og lögin JMwgiisiMtaMfr Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. ÓÞÖRF EYÐSLA EYSTFINS JÓNSSONAR Á RÍKISFÉ FYRIR nokkrum dögum var frá því skýrt, að Jón Kjartansson bæjarstjóri á Siglufirði hefði verið skipaður forstjóri Áfengisverzlunar rík- isins. Þessi frétt kom engum kunn- ugum á óvart. Jóni Kjartanssyni var í fyrstu lítt gefið um að draga sig í hlé frá þingmennsku- íramboði á Siglufirði til hags fyrir Áka Jakobsson og þurfa að snúast til beins stuðnings við þennan fyrri höfuðandstæðing sinn. Sú varð samt raunin. Kom þá þegar upp kvittur um það, að Jóni mundi vera ætluð forstaða Áfengisverzlunarinnar. Ef ekki hefur verið þá þegar samið um slíka forfrömun honum til handa, er það einkennileg tilviljun, að Jón skuli nú hafa hlotið skipun einmitt í þessa stöðu. Með þessu er ekkert sagt um, hvort Jón Kjartansson sé fær til að gegna sínu nýja starfi eða ekki. Sjálfsagt hefði mátt velja til þess ýmsa menn honum lak- ari, sem og marga, er meiri verzl- unarþekkingu hafa en hann. En verðleikar Jóns til að gegna stöð- unni hafa litlu eða engu ráðið um það að hann er í hana kom- inn, heldur það atvik, sem að framan er drepið á. Sú aðferð við val í stöður er engan veginn eins dæmi meðal Framsóknarmanna, heldur sá háttur, sem með þeim er mest tíðkaður. ★ Það er þó ekki einungis af þessari ástæðu, sem efni er til að ræða nokkuð um þessa stöðu- veitingu. Hér kemur annað og meira til. Sameining Áfengisverzlunar ríkisins og Tóbakseinkasölunnar hefur hvað eftir annað borið á góma að undanförnu. Sú saga hef ur fyrir skemmstu verið nokkuð rakin hér í blaðinu. Að þessu sinni skal einungis rifjað upp, að Eysteinn Jónsson var fyrir nokkrum árum mjög áfram um að sameina þessar tvær stofnan- ir, ef hann gæti með því tryggt, að þær lentu undir stjórn Fram- sóknarmanns. Ef möguleiki var til, að Sjálfstæðismaður stýrði hinni sameinuðu stofnun, mátti Eysteinn aftur á móti ekki heyra á sameininguna minnzt. Nú bar svo við í sumar, að Eysteinn hafði í hendi sér að sameina stofnanirnar undir stjórn flokksbróður síns eins og hapn keppti að, þegar Sjálfstæðis- maður stýrði annarri. Lá nú næst að fela forstjóra Tóbakseinka- sölunnar einnig stjórn Áfengis- verzlunarinnar. Forstjóra Tóbaks einkasölunnar hafði Eysteinn sjálfur skipað. Raunar eftir að dómstólarnir höfðu kveðið á um, að tilteknar fjármálaráðstaf- anir hans hefðu verið um of ok- urkenndar. En úr því að Eysteinn Jónsson hafði trúað Sigurði Jón- assyni fyrir Tóbakseinkasölunni, gat hann síður en svo haft ástæðu til að vefengja hæfileika hans til að veita Áfengisverzluninni einn- ig forstöðu. Miðað við fyrri framkomu Ey- steins hefði mátt ætla, að hann hefði nú fegins hendi gripið tæki færið og sameinað þessar tvær stofnanir. En svo varð ekki. Á- huginn á sameiningu entist einungis á meðan hann hélt, að hann með því gæti bægt stjórn- málaandstæðing frá starfi. Þeg- ar Eysteinn Jónsson hafði í hendi sér að veita eigin flokksbróður enn eina „toppstöðu“, stóðst hann ekki mátið. ★ Áhuginn á sparnaði á rík- isfé réði sem sé aldrei neinu um afstöðu Eysteins Jónssonar til málsins, heldur einungis um- hyggjan fyrir að efla flokksleg áhrif og leiða sem flesta af skjól- stæðingum hans að ríkisjötunni. Hér er ekki einungis um að ræða sameiningu þessara tveggja starfa, forstjóra við Áfengis- verzlun og Tóbakseinkasölu. Með sameiningunni mætti einnig spara húsnæðiskostnað, laun til afgreiðslumanna, skrifstofufólks og ýmiss konar annan kostnað. E.t.v. mundi það taka einhvern tíma að koma slíkum sparnaði á, en óumdeilanlegt er, að í fram- tíðinni mundi verulegt fé spar- ast með þessu móti. Eysteini Jónssyni lætur vel að heimta sparnað af öðrum en þar sem hann sjálfur ræður verður sparnaðarviljans sárlega lítið vart. ★ Sagan um þessi tvö embætti er aðeins eitt dæmi af ótal mörg- um. Áður fyrri þrástagaðist Tíminn t.d. á því, að nóg væri að senda einn íslending á þing Sameinuðu þjóðanna. Nú síðustu árin er það orðin föst venja, að þangað fara nokkrir fulltrúar, þ.á.m. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans. Fyrir Tímann er það einkar hentugt, að sá maður, er ritar mest í blaðið um utanríkismál, skuli eiga þess kost að dveljast á þingi Sameinuðu þjóðanna mán uðum saman ár hvert og senda blaðinu fréttagreinar þaðan. Spurningin er hins vegar hvort eðlilegt sé, að íslenzka ríkið kosti þessa fréttamennsku fyrir Tím- ann. Framsóknarmönnum þykir slík ráðstöfun ríkisstjórnar til flokksþarfa svo eðlileg, að ef Þór arinn getur ekki komið því við að sitja allan hinn langa þing- tíma úti í New York, þá hefur ^onur Hermanns Jónassonar ver- ið sendur til að taka við af hon- um. Hefur þar með verið sam- einuð fréttamennska fyrir Tím- ann og hagnýt skólaganga fyrir ungan efnispilt. Útþensla fjár- málaráðuneytisins, sífelld fjölg- un skrifstofustjóra 1 Stjórnarráð- inu, fjársóunin við stjórn varnar- málanna undir handarjaðri Fram sóknar, allt eru þetta sams konar dæmi um blygðunarlausa eyðslu á ríkisfé hvenær sem Eysteini Jónssyni þykir henta. Ráðið til þess að spara er að spara sjálfur, en ekki það að tala fagurlega um sparnað annarra. Það er slíkt markleysishjal, sem hefur einkennt fjármálastjórn Eysteins Jónssonar. Þess vegna hefur útþensla ríkiskerfisins undir stjórn hans orðið svo gíf- urleg, að við liggur, að hún sligi hið litla íslenzka þjóðfélag. I DANSKA blaðið „Dagens Ny- J heder“ birti 17. sept. sl. grein um handritamálið eftir Andr. War- berg yfirréttarmálfærslumann. I Greinin er skrifuð af litlum skiln ingi á málflutningi íslendinga og víða beinlínis fjandsamleg okk- ur, en rétt þykir að segja frá því hér, hvernig sumir Danir hugsa um þessi mál og hvaða rök þeir bera fram. Warberg byrjar á því að segja frá grein Alf Ross prófessors, er birtist í „Ugeskrift for Retsvæs- en“ 11. maí í vor, en þar hélt hann því fram, að í lagalegum skilningi ætti enginn eignarrétt á íslenzku handritunum. Ross skilgreinir hugtakið „eignarrétt- ur“ á eftirfarandi hátt: 1) rétt- urinn til að njóta eignarinnar; 2) rétturinn til að ráðstafa eign- inni samkvæmt lögum; 3) að lán- ardrottnar eigandans geti fengið eignina sem skuldagreiðslu; 4) réttur eigandans til að halda máli sínu til laga. Warberg bendir á, að þessi skil greining á „eignarrétti" sé nokk- urn veginn hin sama og skilgrein ing Vinding Kruse, en hann hef- ur sem atriði 1) hemildina til að ráða yfir og njóta eignarinnar „inn á við“, og skýrir það svo, að þessi yfirráð öðlist ekki gildi með viljayfirlýsingum út á við. En Vinding Kruse bendir á, að þar sem lagaákvæði eru fyrir hendi, sem ákveði eignarréttinn, þá skipti það ekki máli, hvort allar ofannefndar heimildir séu fyrir hendi. Warberg bendir á 73. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir, að eignarrétturinn sé friðhelgur, og heldur því fram, að hún taki til eigna, þar sem at- riði 2—4 hér að ofan eru ekki fyrir hendi. Warberg segir, að Ross haldi því fram, að stjórnarvöldin geti tekið hluta af safninu — jafn- vel í trássi við vilja Hafnarhá- skóla — og gefið hann til íslands Vinding Kruse prófessor (og þetta hlýtur þá einnig að gilda um safnið í heild, bætir Warberg við). Hins vegar ræður Ross trá þessu og bendir á, að lagalegur grundvöllur fyrir slíku háttalagi sé ekki sterkur, en hann kveður ómögulegt að mæia gegn því, að slík ráðstöfun væii í samræmi við lögin. Warberg segir aftur á móti, að heimild löggjafarvaldsins til að ákveða framtíð handritanna eigi sér enga stoð í lögum landsins. Warberg leggur sérstaka á- herzlu á, að handritin séu ekki eign Háskólans, sem sé ríkisstofn un og því háður ríkis- og lög- gjafarvaldinu. Handritin til- heyra „legatum beati Arnæ Magnæi", segir hann, en í erfða- skrá Árna Magnússonar stendur m.a., að handritin skuli „um ald- ur og ævi vera ákvörðuð og geymd til að upplýsa, bæta og stuðla að útgáfu alls þess, sem snertir sögu norrænna landa, nefnilega Danmerkur, Noregs og landa sem heyra þeim til“. Á þessu sést, að Árni Magnússon hefur líka haft ísland í huga, seg- ir Warberg. En lögin geta ekki ráðstafað hlutum, ' sem eru í einkaeign, nema með eignarnámi, segir Warberg, og Ross telur eignar- nám ekki koma til greina í þessu tilfelli, þar sem handritin verði ekki metin í peningum, eins og málum er háttað. Warberg bendir á eftirfarandi í grein Ross: Handritin áttu að varðveitast ókomnum kynslóð- um, og þau áttu að geymast þann ig, að þau gætu stuðlað að vís- indarannsóknum og smám sam- an komizt á prent. En Ross hefur gleymt einu mikilvægu atriði, segir Warberg, nefnilega því á- kvæði erfðaskrárinnar, að þau eigi að verða „föðurlandinu og almenningi" til nytsemdar. War berg heldur því fram, að eins og málum var þá háttað hafi Árni Magnússon litið á Danmörk sem föðurland sitt, og telur það fjarri öllum sanni, að í jafnafskekktu og óbyggilegu landi og ísland er geti handritin orðið „almenn- ingi til nytsemdar"!! Warberg vitnar í orð Örsteds þess efnis, að stjórnarvöldin verði að fara varlega í það að breyta erfðaskrám með lagasetn ingum „til að veikja ekki vilja efnaðra borgara til að ánafna eig ur sínar opinberum stofnunum“. Heldur hann fram þeirri marg- tuggnu firru, að söfn landsins mundu tæmast af öllum erlend- um fjársjóðum og listaverkum, ef stjórnin gæfi fordæmi með því að gefa eða selja handritin til ís- lands! Warberg segir, að allir séu á einu máli um það, að íslendingar eigi engar lagalegar kröfur á handritunum, en samt haldi þeir áfram með „áleitinni þrjózku“ að klifa á þessu máli, e.t.v. af þeirri reynslu sinni, að ef þeir haldi áfram nógu lengi, muni Danir láta undan, bara til að fá frið! „Það verður að segja það í eitt skipti fyrir öll, að Danir eiga fslendingum ekkert gott upp að unna“. Hann segir, að íslendingar hafi sýnt „merkilegt undirferli“ árið 1907, þegar nefnd, sem átti að koma fram með tillögur um stjórnskipan á fslandi, reyndi að smeygja inn í skýrslu sína rangri íslenzkri þýðingu á danska text- anum: „ríkjasamband" í staðinn fyrir „ríkissamband“. Síðan ræðst Warberg gegn A. Kalsböll menntaskólakennara, sem skrifaði grein í „Dagens Ny- heder“ og mælti með því, að handritunum yrði skilað til ís- lands. Kalsböll hélt því fram, að Dönum væri það nægilegt að hafa myndir af handritunum, þar sem þær væru jafnvel enn greini legri en sjálfur frumtextinn. Warberg segir, að íslendingum hafi verið boðnir þessir kostir, en þeir hafi hafnað þeim. Sömu kosti mætti bjóða aftur, segir hann, og þess vegna er engin ástæða til að ætla, að vísinda- menn mundu ekki streyma til ís- lands, úr því eftirmyndirnar eru svo miklu greinilegri. „Þessi í- myndaða kitlandi tilfinning „að þukla með höndunum" frumrit- 1 in er víst dálítið loftkennd, er að gefa íslendingum myndir af handritunum, en allur hinn menntaði heimur mundi hins veg ar líta furðuaugum á þá „góð- vild“ að senda frumritin til fs- lands! Þá rifjar Warberg upp þau orð Kalsbölls, að Danir skuldi ís- lendingum bætur fyrir tjónið, sem einokunarverzlunin danska vann íslendingum á árunum 1602—1786. Hann segir, að þessir verzlunarhættir hafi eflaust ver- ið vondir, séðir frá sjónarhóli nú- tímans, en Kalsböll hafi hins veg- ar gleymt því, að Danir hafi þrá- faldlega reynt að fá íslendinga til að eiga hlut að verzluninni, en án árangurs. Hann bendir á, að á sjöunda tugi síðustu aldar hafi íslendingar krafizt bóta á skað- anum (sem og fyrir söluna á eign um íslenzku kirkjunnar); þessar kröfur hljóti að hafa verið á rök- um reistar, þar sem íslendingar hafi fengið ríflegan ársstyrk á árunum 1874—1918, og í lögunum það ekki?" segir hann i skiln- ingsvana hroka. Warberg segir, að „góðvildin“, sem Kalsböll leggi svo mikið upp úr, komi nægilega fram með því 30/11 1918 hafi íslendingar enn fengið 2 milljónir króna, sem lagðar voru í sérstakan sjóð, er stuðla skyldi að menningartengsl um landanna, styrkja vísindi og listir, og styðja íslenzka stúdenta til náms. „Þess vegna verður það ekki sagt með neinum rétti, að Danir hafi ekki sýnt íslending- um góðvild"!- Enn segir Warberg: „Herra K. setur punkt fyrir aftan sambands lögin frá 1918, en hann gleymir að tilgreina, að íslendingar brutu þessi lög árið 1944 með því að slíta upp á sitt eindæmi öllu sam- bandi landanna, án þess að reyna að stofna til þeirra samninga- funda, sem lögin kröfðust. Slíka samningafundi var hægt að halda þegar árið 1943“. Warberg segir, að það sé þess vegna útilokað, að Danir skuldi íslendingum nokkurn hlut. „Lög um að skila handritunum — jafn vel þótt þau væru byggð á örugg- um réttargrundvelli — mundu vera talandi dæmi um þann hugs unarhátt, að það sé auðvelt að gefa eignir annarra, og þau mundu um aldur og ævi drepa löngun „efnaðra borgara“ til að arfleiða söfn okkar að nokkrum hlut“. Hann kveðst vona, að háskól- inn neiti að afhenda handritin, ef slík lög verði samþ. og þvinga þannig fram dómsúrskurð. Ef hinn hefðbundni skilningur á eignarréttinum verði virtur að vettugi af dómstólunum, þá sé stjórnarskráin ekki annað en pappírssnepill. Að lokum hvetur Warberg menn til að lesa greinar Starck- es um handritamálið, sem skýri málið vel, en þær taki ekki nægi- lega til umræðu hina lagalegu hlið málsins, og þess vegna hafi hann skrifað þessa grein. Það þarf naumast að benda ís- lenzkum lesendum á haldleysi þeirra kenninga, sem Warberg er að burðast við að halda á loft. Greinin ber öll merki vanþekk- ingar á málinu og undraverðrar einsýni. Hér hefur verið frá henni skýrt til að kynna íslend- ingum málflutning sumra þeirra manna, sem harkalegast berjast gegn rétti íslendinga í Danmörk. Opna í Flateyjarbók

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.