Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 15

Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 15
Laugardagur 21. sept. 1957 MORCVNBLAÐIÐ 15 — Moskvu-mótið Framh. af bls. 9 áttusamband og rak stúlkurnar út. Frakkarnir vöktu mikla at- hygli heimamanna fyrir frjáls- lega framkomu á götum úti, og má e. t. v. segja, að þar hafi verið fullmiklir öfgar á hinn bóginn. Kynþáttahatrið í Sovét Maður þessi hafði barizt við Þjóðverja í stríðinu og misst annað augað. Hann lagði samt mikla áherzlu á, að allir menn væru bræður, og hver vissi nema hann hefði skotið bæði augun úr einhverjum Þjóðverja. „Allir menn eru góðir, en valdhafarnir vita ekki, hvað þeir gera“. Okk- ur þótti því undarlegt, þegar við urðum varir við allmikla Gyð- ingaandúð hjá honum. *Ekki kvaðst hann hata þá, heldur þyldi hann þá ekki nálægt sér. Gyðingahatur er mjög útbreitt í Ráðstjórnarríkjunum, og var því borið við, að hin opinbera andúð á Gyðingum stafaði af „pressu“ frá alþýðunni. Þarna er þó loksins dæmi þess, að fólkið ráði einhverju um stefnu stjórn- arinnar. Gyðingahatur hefur lengi ver- ið landlægt þar eystra, og það er síður en svo, að það hafi batn- að, ef marka má ummæli ýmissa vestrænna kommúnista. Nefnd, sem brezki kommúnistaflokkur- inn sendi til Sovétríkjanna fyrir nokkrum mánuðum síðan, skýrir frá því í skýrslu um ferðina, að Gyðingaofsóknir hafi átt sér stað í stórum stíl • til skamms tíma. Menntamenn og listamenn, sem voru af Gyðingaættum, voru handteknir og drepnir en fjöl- skyldur þeirra sendar í útlegð. Andlegt líf þeirra var beinlínis þurrkað út, menntastofnunum þeirra lokað og jiddiska mátti ekki heyrast. Enn koma hvorki blöð né bækur út á móðurmáli þeirra. Þá segir í skýrslunni, að þótt dregið hafi úr grimmustu ofsóknunum, sé ástandið enn mjög alvarlegt, og stjórnvöldin virðist engan áhuga hafa á að bæta fyrir fyrri syndir. Tekið er fram, að ekki komi til mála, að þessu hafi eingöngu valdið of- sóknarbrjálæði eins manns (þ. e. Stalíns), heldur hafi mestur hluti embættismannastéttarinnar átt sinn hlut að rnáli. J. B. Salzberg, einn af framá- mönnum kommúnista í Kanada, átti langt viðtal við Krjúsoff fyrir nokkru, og hefur nú stofn- að til herferðar gegn Krjúsoff meðal kommúnista í Vesturlönd- um vegna Gyðingaandúðar hans. Gyðingahatur hans er frægt, síð- an hann gerði sig hlægilegan á flugvellinum í Varsjá í okt. s.l., en þá ásakaði hann Gomulka fyr- ir að ætla að missa Pólland úr höndum sér til „imperíalista og zíónista". Málgagn bandarískra kommúnista hefur ráðizt á „Pravda“ fyrir að hafa fellt nið- ur setningu úr grein eftir Eugene Dennis, foringja kommúnista í Bandaríkjunum, þar sem hann fordæmdi Stalíntímabilið m. a. fyrir að þá hefði fjöldi gyðing- legra menntamanna verið drep- inn. Það þarf víst ekki að taka það fram, að fyrir örfáum árum stimpluðu kommúnistar á Vest- urlöndum allar fregnir um kyn- þáttahatur í Sovétríkjunum „venjulega auðvaldslygi“. Hið rússneska kynþáttahatur er enn óhugnanlegra fyrir þá sök, að yfirvöldin stuðla beinlínis að því. Fyrir nokkrum árum lagði sovétstjórnin niður tvö lýðveldi og tvö sjálfstjórnarhéruð þegj- andi og hljóðalaust. íbúarnir, sem voru af sjö þjóðflokkum og töldu um 600.000 manns, voru „fluttir austur á bóginn“. Þann 11. febr. s.l. var þetta játað opin- berlega í Moskvu. Málgagn eitt íslenzkt, sem flytur jafnaðarlega mjög nákvæmar fregnir af svert- ingjaofsóknum 1 annarri heims álfu, sagði frá þessu í smágrein og hefur síðan ekki minnzt á málið. Þannig getur sjálf réttlæt- iskenndin orðið afstæð, þegar fagrar hugsjónir sljóvga hana. Skrifstofustúíka óskast l. okt. n.k. á málfærslumannsskrifstofu, þarf að vera nokkuð vön í vélritun og bókfærslu. — Eigin- handarumsókn óskast send á afgr. Mbl. fyrir 25. þ. m. merkt: Málfærsluskrifstofa — 6656. Til leigu nú þegar 5 herbergja hæð á hitaveitusvæðinu. — Sér inn- gangur. Tilboð merkt: Góður staður — 6658 sendist Morgunblaðinu. Kaffisala Kvenfélag Hallgrimskirkju selur síðdegiskaffi í Silfurtunglinu, laugardaginn 21. sept. frá kl. 3—6 eftir hádegi. Góðir Reykvíkingar! Verið velkomnir og styrkið gott málefni. Stjórnin. Frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar Þeir nemendur, sem sótt hafa um skólavist í 3. bekk Gagnfræðaskóla Austurbæjar og ekki hafa staðfest umsókn sína í þessum mánuði, komi til við- tals í skólann í dag, laugardag kl. 1—3 e.h. eða for- ráðamenn þeirra hafi samband við skólann. Skólastjóri. Silungsveiði góð PATREKSFIRÐI, 19. sept. — Silungsveiði hefur verið góð sýslunni í sumar og haust. Góð veiði hefur verið í Móru á Barða strönd, og víðar. Þurrkar hafa þó hamlað silungsveiði talsvert, þar sem lítið er í ám og vötnum, Aðallega hefur verið veitt maðk. — Karl. Nýr ausfur-þýzkur bátur til Skagastrandar Skagaströnd, 19. sept. — Í DAG kom nýr fiskibátiur til Skagastrandar. Var honum gefið nafnið „Húni“, en hann er eign Húnvetnings hf. Bátur þessi er sá fyrsti af hinum austurþýzku stálbátum sem nú eru í smíðum fyrir íslendinga, sem hingað kem ur. Báturinn er 80 tonn að stærð og er í honum 280 hestafla vél. Ganghraði hans er 10 mílur. Skip stjóri er Hákon Magnússon frá Skagaströnd. Mönnum hér á Skagaströnd lízt vel á skipið. Skipstjóri telur það gott sjóskip og hefur það allan nýtizku útbúnað til þess að stunda úthafsveiðar. Þetta er sjötti báturinn sem gerður er út héðan og fer hann á línu um mán aðamótin. Þetta er fyrsti ný- smíðaði báturinn sem til Skaga- strandar kemur. Þegar báturinn kom hingað var hér rjómalogn og bezta veð- ur. Jón Axelsson hreppstjóri bauð bát og áhöfn velkomna í nafni hrepps og hreppsbúa á bryggjunni. Björn Pálsson, kaup félagsstjóri lýsti skipinu og PáU Jónsson skólastjóri tók og til máls. Hingað til lands var báturina 9 daga, varð að „slóa“ í tvo daga og leita hafnar í Færeyjum. Byggingafram- kvæmdir á Palreksfirði PATREKSFIRÐI, 19. sept. — Byrjað er á byggingu félagsheim- ilis í Mórudal á Barðaströnd, að svonefndum Krosshellum. Standa að byggingunni kvenfélagið og ungmennafélagið á Barðaströnd ásamt hreppsfélaginu. Byrjað er á grunni hússins. Á þetta að verða veglegt hús. Er reiknað með að húsið kosti aldrei minna en rúma milljón kr. — K. A BEZT AÐ AVGLÝSA í W t MORGUNBLAÐINV T ér erum sannfærðir um að Parker „51“ penni er á bezti, sem framleiddur hefir verið, miðað við verð. 1 hann eru aðeins notuð beztu fáanleg efni... gull, ryðfritt stál, beztu gæði og ennfremur frábært plastefni. Þessum efnum er svo breytt, af málmsérfræðingum, efnafræðing- um og verkfræðingum í frægasta penna heims . . . Parker „51“. , Veljið Parker, sem vinargjöf til vildarvina. Til þess að ná sem beztum ámngal við skriftir, notið Parker Quink í Parker 61 penna. Verð: Parker ”51“ með gullhettu: kr. 580. — Sett: kr. 846. — — Parker. ”51“ með lustraloy hettu: kr. 496.00. — Sett: kr. 680 Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Rvik Haustmót meistaraflokks í dag kl. 5 keppa Víkingur og Þróttur \ Métanefndin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.