Morgunblaðið - 21.09.1957, Side 9
Laugardagur 21. sept. 1957
MORGUNfíT 4Ð1Ð
9
FRA S.U.S.
RITSTJÓRI: ÞÖRIR EINARSSON
Magnús Þórðarson stud. jur.:
MÓTIÐ í MOSKVU
VI. grein: Minningar frá mannamótum
HVAR, sem útlendingar fóru í
Moskvu, þyrptust bæjarbúar um-
hverfis þá og reyndu að hefja
samræður. Fólkið er þyrst í frétt-
ir frá hinum vestræna heimi, það
vildi gera samanburð á kaupi og
verðlagi, athuga föt okkar og
skó o. s. frv. Eftir 40 ára ríkis-
einokun á fréttaflutningi er
þetta ekkert einkennilegt. Því
miður er það ekki nema lítill
hluti fólksirs, sem skilur erlend
tungumál. Miðaldra fólk gat oft
bjargað sér í þýzku, og yngri
kynslóðin, einkum stúdentar,
skildi helzt ensku. Allir þeir, sem
eitthvað gátu bablað, voru skilj-
anlega alltaf á höttunum eftir
okkur.
„Allt miklu verra hjá okkur“
Þegar á öðrum degi hátíðar-
innar áttum við tal við verka-
mann, sem vék sér að okkur á
Rauða torginu. Hann ávarpaði
okkur á bjagaðri þýzku, og er
hann vissi frá hvaða landi við
vorum, fór hann þegar að spyrja
okkur spjörunum úr um meðal-
kaup verkamanna á íslandi,
hvað alfatnaður kostaði, skór
o. s. frv. Honum fannst mikið
til um, að verkamaður skyldi
ekki vera rúman mánuð að vinna
sér fyrir fötum og bætti við:
„Þetta er allt svo miklu, miklu
verra hjá okkur“. Síðan sagði
hann okkur frá sínum kjörum
(hann hafði 800 rúblur á mán-
uði) og hafði stór orð um dýr-
tíðina. Við sögðum, að kannske
væri eitthvað betra hjá honum,
t. d. hefði hann líklega ókeypis
læknishjálp, en hann gerði ekki
annað en að sletta í góm. Ég
spurði þá, hvort ástandið væri
samt ekki að batna frá því, sem
var á dögum Stalíns, hvort hér
væri eins mikið lögregluríki og
þá. Hann svaraði, að nú væri
sízt minna af lögreglumönnum,
en þeir væru margir komnir í
borgaraleg föt. Eitthvað hefur
hann orðið tortrygginn við spurn
inguna, því að á augabragði var
hann horfins í mannþyrping-
Smygl
Seinna kynntist ég iðnaðar-
manni, sem hafði helmingi meira
mánaðarkaup, en þótti það samt
lítið. Hann bauð mér og öðrum
til heim til sín eitt kvöldið, til
þess að hlusta á tónlist af plöt-
um. Hann bjó ásamt konu sinni
og syni í gömlu og illa förnu
húsi. Hann viðurkenndi, að hann
hefði gott kaup miðað við aðra,
en samt væri það allt of lágt,
eins og við gætum séð á verð-
laginu í „magazínunum", og var
það orð að sönnu. Aftur á móti
sagði hann, að það væri um að
gera að hafa „góð sambönd".
Því til sönnunar gaf hann okkur
þurrkaðan fisk að borða, sem
hann kvað ekki fást í verzlunum.
Hann var mikill aðdáandi þjóð-
legrar tónlistar og var sérstak-
lega hrifinn af rússneskum söngv
ara, sem býr (eða bjó) í Lund-
únum. En vegna þess, að hann
var útflytjandi, var útilokað að
fá plötur með honum í Sovét-
ríkjunum. Því væri þeim smygl-
að í stórum stíl til Riga og seld-
ar þaðan á okurverði til Moskvu.
Lék hann nú nokkrar þeirra fyr-
ir okkur. Þá spurði hann, hvort
við vildum hlusta á jazz, en hann
var bannaður til skamms tíma.
Setti hann nú á grammófóninn
plötur eins og „Tiger Rag“ og
„Limehouse Blues". Þeim hafði
líka orðið að smygla. Þótt yfir-
völdin leyfi nú jazz, þá er enn
smyglað miklu magni af jazz-
plötum til Sovétríkjanna, því að
innlendar hljómsveitir þykja lé-
legar. Maður þessi lét óspart í
ljós óánægju með tónlistareinok-
unina, því að hún væri einungis
til þess, að áhugamenn neydd-
ust til að kaupa sér tollsmyglað-
ar plötur dýrum dómum. Þá
kvað hann lögreglueftirlitið vera
strangara nú en áður í hafnar-
borgunum, því að minna bærist
nú inn af varningi. Þó gat hann
státað af Parkerpenna og úri
með svissnesku merki, en viðbú-
ið er, að hvort tveggja hafi verið
falsað, því að öruggur markaður
er fyrir slíkar „munaðarvörur" í
Sovétríkjunum, en fólkið hefur
ekki aðstöðu til þess að þekkja
falsanir frá ósvikinni vöru.
Jazz
Jazzáhugi er geysimikill með-
al yngri kynslóðarinnar, og mun
hann vera ein ástæðan fyrir því,
hversu mikið er hlustað á vest-
rænar útvarpsstöðvar, þrátt fyrir
blátt bann við slíku athæfi. Því
hafa yfirvöldin um síðir séð að
sér og leyft að láta leika hann
í útvarp Moskvuborgar í þeirri
von, að þá drægi úr glæpsam-
legri útvarpshlustun. En rúss-
neskar jazzhljómsveitir eru lítt
vinsælar í heimalandi sínu, svo
að fólkið lætur sér ekki segjast.
Rússnesk útvarpstæki eru þannig
úr garði gerð, að ókleift er að
hlusta á vestrænar stöðvar. —
Þessi maður hafði eins og fleiri
gert sér einhvern útbúnað til
þess að ná þeim á tæki sitt. Ekki
geta þeir þó að heldur hlýtt á
vestrænar útvarpssendingar á
rússnesku, því að þær eru trufl-
aðar.
A heimili þessu nutum við hinn
ar mestu gestrisni, eins og alls
staðar meðal Rússa. Keyrt var í
okkur mat og drykk af þvílíku
offorsi, að við komumst í mestu
vandræði. Matur er dýr en nóg-
ur. Þarna var og sjónvarpstæki,
en þau eru mjög algeng. Skv.
rússneskum heimildum er 1 tæki
á hverja 100 íbúa (sbr. 1 á hverja
12 í Bretlandi og 1 á hverja 4
í Bandaríkjunum). Þessi maður
var frá Ukraínu og lítt hrifinn
af Rússum, sem hann kvað gína
yfir öllu.
Tízka
Fólk eystra er mjög illa klætt á
okkar mælikvarða. Sérstaklega
er áberandi, hvað kvenfólk er
leiðinlega klætt; það gengur flest
í hólkvíðum baðmullargopum
með stórgerðu rósamunstri. —
Fyrstu beinu áhrif festivalsins
komu fram í tízkunni. Það var
mjög greinilegt, eftir því sem
leið á mótið, hvað ungar stúlk-
ur voru farnar að hugsa meira
um útlit sitt. Fyrst 1 stað góndu
þær furðulostnar og hálfhneyksl-
aðar á tilhaldssemi hinna vest-
rænu drósa, einkum vöktu
skandínavísku og frönsku stúlk-
urnar athygli fyrir síðbuxur sín-
ar, göngulag, hárgreiðslu og and-
litsmálningu. Seinustu dagana
var maður farinn að mæta rúss-
neskum stúlkum, sem farnar
voru að greiða sér á nýtízkuleg-
an hátt og halda sér til að öðru
leyti. Þannig er það ávallt, þegar
lokað þjóðfélag verður fyrir á-
hrifum að utan. Fyrst breytist
tízkan, þá listin og svo .... ja,
um það er líklega bezt að spá
engu.
„Business, business"
Annars þótti mér nóg um, hvað
rússneskir unglingar höfðu mik-
inn áhuga á hinu lakasta úr menn
ingu okkar, það var eins og þeir
þekktu ekki annað. Allir spurðu
mann um hina og þessa dægur-
lagahöfunda, sem ég kannaðist
ekkert við, allir vildu læra að
dansa rokk o.s.frv. Maður hafði
engan frið fyrir fólki, sem vildi
bókstaflega kaupa utan af manni
fötin. Bezt verð mun hafa fengizt
fyrir stælbindi, stælsokka og
skræpóttar skyrtur með dýra-
myndum. Fyrir slíkar skyrtur
var auðvelt að fá 150 rúblur.
Sólgleraugu seldust á 50 rúblur,
og gamlan jakka, ósköp venju-
legan, var hægt að selja fyrir
200 rúblur. Þá var og mikil eftir-
spurn eftir kvensokkum, varalit
og svitakremi. Fyrir utan hótelin
voru margir hópar manna, sem
sátu fyrir okkur og hvísluðu
„business, business“. Rússnesku
yfirvöldunum þótti þetta svo leið
inlegt, að óbreyttum Rússum var
strengilega bannað að koma með
okkur inn á hótel.
Vandræðabörn
Túlkarnir voru og leiðir yfir
þessum verzlunarákafa samlanda
sinna og sögðu, að þetta væru
eintómir glæpamenn, sem við
skyldum ekki anza. Þá skömmuð-
ust þeir sín einnig fyrir athygl-
ina, sem rússnesku stælgæjarnir
vöktu, en þeir nefnast „stilyagi"
á þarlenzku; (tökuorð úr reyk-
víksku?) Þessi olnbogabörn
sovétþjóðfélagsins eru raunar
meira en stælgæjar, þetta eru
unglingar, sem einhvern veginn
hafa orðið viðskila við skipu-
lagið, og brýzt gremja þeirra
gangvart því í alls konar afkára-
hætti, sem þeir halda að sé vest-
rænn. Mér var sagt, að fyrir
heimsmótið hefði verið reynt að
fjarlægja þá og vændiskonur úr
borginni, en hvoru tveggja brá
þó fyrir. Þeir halda sig mest í
Gorkystræti, og sá ég um tíu
þeirra eitt kvöldið. Þeir gengu í
hinum furðulegustu flíkum, og
voru flestar þeirra sennilega af
vestrænum uppruna. Einn lék á
gítar og söng undarlega söngva,
eins konar sambland af „skiffle“
og „blues“, og gekk að vonum
illa að samræma. þetta tvennt.
Annar barði trumbu og söng
með, en hinir vögguðu sér og
rauluðu viðlag eða góluðu. Ýmist
létust þeir ekki taka eftir áheyr-
endum, eða þá að þeir virtu
„borgarana" fyrir sér með stolti
og fyrirlitningu. Rússar drógu
enga dul á, að gífurleg mergð
skyndikvenna væri í borginni.
Drykkjuskapur er töluvert á-
berandi í Moskvu. Höfðu þó ver-
ið gefnar út strangar tilskipanir
fyrir festivalið til manna, að
halda sér frá Bakkusi þessa daga.
Ég þurfti einu sinni að fara lang-
an veg með sporvagni um sjö-
leytið að kveldi til. í vagninum
voru aðallega verkamenn og all-
ir undir áhrifum. Drukknir menn
buðust og óþægilega oft til þess
að vísa manni til vegar, og gat
verið erfitt að koma þeim af sér
í anda friðar og vináttu.
„Facts about Iceland":
Atómstöðin.
Ekki vissu Rússar mikið um
ísland og allt það, sem þeir
vissu, höfðu þeir úr Atómstöð-
inni. Þótti mér það fremur leiS-
inleg landkynning. Sú bók virð-
ist mikið lesin, því að hún var
nefnd í sömu andrá og Hekla og
Geysir. Allir báru hið mesta lof
á bókina og höfundinn. Einn
Georgíumann hittum við þó eitt
sinn á Rauða torginu, sem þekkti
vel til Kiljans og hældi honum
um margt, en kvað Atómstöðina
afleita bók, því að hún væri öll
lituð af pólitík og gagnsæjum
áróðri. Þótti okkur vænt um að
heyra þennan dóm frá Sovét-
borgara, sem auðheyrilega var
vel menntaður.
Yfirstétt og undirstétt
Stéttamunur er mikill og auð-
sær í Moskvu. Þarf ekki annað
en að bera saman kaup manna
til þess að sannfærast um það,
‘ en kaupmismunur er miklum
j mun meiri þar en hér. Verk-
smiðjustjórar geta haft frá 6000
til 10.000 rúblur á mánuði. Fyrir
ofan þá í þjóðfélaginu standa
svo ríkisviðurkenndir listamenn,
sem eru sagðir hafa ótrúlega hátt
kaup. Eins og áður er sagt, hafði
iðnaðarmaðurinn 1600 rúblur og
verkamaðurinn 800 rúblur á
mánuði. Útvarpsvirki einn hafði
1000, bókavörður við Leninbólca-
safnið hafði 880 (eftir mennta-
skólanám og 4—5 ára sérmennt-
un), og á kennarafundi var kaup
kennara sagt 600 rúblur um mán-
uðinn. Þegar íslendingar höfðu
orð á því, að þeim þætti það
furðu lítið, sögðu Rússarnir það
ekki vera. Til væri fólk, sem
hefði 300 rúblur á mánuði (senni-
lega stúdentar, skóburstarar etc.)
Yfirstéttin nýtur og margvíslegra
fríðinda, sem gerir muninn enn
tilfinnanlegri. Á skipinu, sem
við sigldum með heim, voru þrír
klassar eins og á vestrænum skip
um, þótt það væri byggt 1929.
Á Pobeda“, túristaskipi Rússa,
eru fimm mismunandi klassar.
í járnbrautum má þó ekki minn-
ast á fyrsta eða annað farrými,
heldur borgar maður fyrir „hart
farrými" eða „mjúkt“ eftir efna-
hag sínum.
Harmoníkuhallæri.
Tvisvar sinnum heimsóttum
við hjón ein, sem bæði voru út-
varpsvirkjar. Móttökur voru frá-
bærar að öllu leyti, fólkið opin-
skátt og framúrskarandi gest-
risið. Eiginmaðurinn var snjall
harmóníuleikari, og var það einn
stærsti draumur í lífi hans að
eignast italska harmóníku. Hann
sagði rússnesk dragspil með öllu
ónothæf, en nú notaðist hann við
þýzka harmoníku, sem hann
hafði keypt á svörtum markaði.
Bölsótaðist hann mjög yfir því
ófrelsi að fá ekki að kaupa sér
harmóníku frá útlöndum. Þótti
okkur þetta dálítið kómískt, en
í rauninni er það ekki rétt. Hon-
um fannst þetta alvarleg frelsis-
skerðing, og óskir mannanna eru
nú einu sinni misjafnar, og eng-
inn bær um að gera upp á milli
þeirra.
Annars virðast rússnesk hljóð-
færi vera léleg, ef dæma má eftir
því, hve hljómlistarmenn voru
hrifnir af hljóðfærum útlendinga
og hve áfáðir þeir voru í að
kaupa þau.
Hann var mjög óánægður með
rússnesku sjónvarpsskrána, sem
hann kvað „vulgera“. Eftir því,
sem við gátum séð, var það hár-
rétt, því að þar skiptist á áróð-
ur, trúðleikar og íþróttasýning-
ar. Ekki sagðist hann heldur
nokkru sinni hlusta á Moskvu-
útvarpið, en dró fram lítið út-
varp, sem hann gat náð Vestur-
löndum á. Ég spurði á hvaða efni
hann hlustaði mest. „Auðvitað
tónlist", svaraði hann. „Ekki á
fréttir?" spurði ég. „O, fréttir
eru bara áróður", sagði hann og
glotti kankvíslega. Hann sagði
það og óþolandi, að útvarpstæki
í Rússlandi væru einungis gerð
til þess að hlusta á þarlendar
stöðvar.
Ekki kvaðst hann hrifinn af
barnaheimilafyrirkomulaginu,
þótt ódýrt væri að hafa börnin
þar á daginn. „Ég vil miklu
heldur hafa börnin heima, en
konan mín verður líka að vinna
úti, svo að það er ekki hægt“.
Hann spurði, hvernig okkin- lit-
ist á heimilið, en það var eitt
fátæklegt herbergi og eldhús. Við
svöruðum af kurteisi, að það
væri ágætt. „Nei, nei,“ sagði
hann, „af því að konan mín
vinur allan daginn, þá má hún
ekki vera að því að halda því í
góðu lagi“. Ekki var vatnsleiðsla
þarna, og góður spölur að vatns-
póstinum. Salernið var útikam-
ar, og þurfti að ganga fram hjá
stórum öskuhaug, sem virtist
sameiginlegur mörgum heimil-
um, til þess að komast að hon-
um.
Enginn stjórnmálaáhugi
Ekki virtist hann neitt hrifinn
af festivalinu, heldur sagði það
hið mesta húmbúg. Við vildum
ræða við hann um stjórnmál, en
hann kvaðst vera algerlega ó-
pólitískur og ekki langa neitt til
þess að tala um þau. Þó var hann
nýgenginn í flokkinn. Við spurð-
um þá, hví hann hefði sótt um
upptöku. „O, ég veit ekki. —
Kannske er betra að vera í hon-
una“.
Annars er svo sem engin furða,
þótt ýmsir Rússar segðust ekki
vilja tala um stjórnmál. í fyrsta
lagi er þorri manna hundleiður
á hinum látlausa, pólitíska á-
róðri; í öðru lagi er áróðurinn
svo einhliða, að almenningur er
varla fær um að rökræða stjórn-
mál; í þriðja lagi er tilgangslaust
að hugsa um stjórnmál, því að
fólkið ræður engu um gang mál-
anna; Malenkov kemur, Malen-
kov fer, án þess að almenning-
ur geti haft áhrif á það, sem
fram fer langt fyrir ofan hann;
og í fjórða lagi getur það venð
hættulegt.
Eins og aðrir Rússar var
hann mjög forvitinn að fræðast
um útlendar bilategundir. Við
töldum upp allar þær tegund-
ir, sem við mundum eftir heim-
an að. Þegar hann heyrði, að
Moskóvits fengist á íslandi, og
væri þar með ódýrari tegundum,
varð hann gramur við og sagði,
að það væri eftir öðru. Hann
ætti nóga peninga, en ekki væri
nokkur vegur að kaupa bíl. „Þeir
fara víst allir til íslands". Yfir-
leitt virtist hann mjög bitur út
í allt rússneskt og sagði oft „rúss-
neskt svínarí" þegar við inntum
hann eftir einu og öðru.
Rússneskt siðferði
Náungi þessi var léttlyndur og
fjörugur og kona hans einnig.
Þó kom þeim ekki saman um
rússneskan móral. Hann gerði
mikið gys að hinu stranga sið-
gæði, fólk mætti ekki kyssast á
almannafæri án þess að hljóta
sekt, enda þyrðu kærustupörin
varla að leiðast. Allt líf væri
þvingað af ævafornum en end-
urbornum siðareglum. Fólk ætti
að sitja þráðbeint með fæturna
saman, en hann vildi fá að setja
þá upp á borð. Kona hans var
mjög hneyksluð á þessum skoð-
unum og fannst siðgæðiseftirlitið
ekki nógu strangt. Þess má geta
hér, að afskiptasemi rússnesku
lögreglunnar af þessum málum,
kom útlendingum mjög spónskt
fyrir sjónir. Tveir íslendingar
lentu t. d. í því að aka stúlkum
heim á leið í leigubifreið, en ekki
komust þeir langt, fyrr en lög-
regluxnaður stöðvaði frekari vin-
Framh. L bls. 15