Morgunblaðið - 17.10.1957, Page 19
Flmmtudagur 17. okt. 1957
MQRGVTSB l 4Ð1Ð
19
Hljómleikoi KK-sexlettsins
— Krúsjeff
Frh. af bls. 1.
ræningjaaðstöðu sinni. Vissir
stjórnmálamenn á Vesturlöndum
byrja og enda allar ræður sínar
með því að vitna til guðs, að guð
færi mönnum frið og hamingju.
En meðan þeir tala svo eru verkn
aðir þeirra allt annars kyns. Hví-
líkt guðlast!
Enn síðar hélt Krúsjeff áfram
og beindi nú máli sínu meir að
Tyrklandi:
— Bandaríska valdaklíkan
vinnur ákaft að því að ýta Tyrkj-
um inn á þessa hættulegu braut.
Afleiðingarnar af aðgerðum
þeirra Dullesar og Hendersons
geta orðið alvarlegar. Ég vil
aðeins segja, að það er auðvelt
að koma af stað styrjöld, en
miklu örðugra að stöðva hana.
Ef Tyrkir byrjuðu hernaðar-
aðgerðir gegn Sýrlandi gæti
það haft alvarlegar afleiðing-
ar í för með sér, líka fyrir
Tyrki. Þessi neisti gæti kveikt
hið stórkostlegasta bál al-
heimsstyrjaldar.
Við, fyrir okkar leyti, gerum
allt sem við getum til að hindra
að styrjöld brjótist út. En auð-
vitað getum við ekki setið hjá
aðgerðarlausir, þar sem nálæg
Austurlönd eru í næsta nágrenni
við Sovétríkin. Tyrkland er líka
nágranni okkar og hefur sam-
eiginleg landamæri við okkur á
löngu svæði. Við viljum vara
tyrknesku stjórnina við að fara
út í nokkur ævintýri, þar sem
Tyrkland getur hrapað niður í
hyldýpisgjá styrjaldarinnar og
átt erfitt með að sleppa þaðan.
Gagnstætt okkur, er hin stríðs-
æsta valdaklíka Bandaríkjanna,
öll af vilja gerð að koma af stað
styrjöld á þessu svæði og auð-
vitað með fullu samþykki valda-
klíkanna í Bretlandi og Frakk-
landi. Það er hvort sem er vitað,
að þegar Bretar, Frakkar og
ísraelsmenn réðust á Egyptaland
sl. ár, var það ekki án vitneskju
valdaklíku Bandaríkjanna. Að
vísu lét valdaklíka Bandaríkj-
landi. Það er líka augljóst,
henni á óvart. En enginn maður
í allri veröldinni trúir því.
Um Tyrkland sagði Krúsjeff
einnig:
— Ef styrjöld brytist út, þá
erum við nálægt Tyrklandi, en
þið Bandaríkjamenn eruð það
ekki. Um leið og byssumar
fara að skjóta geta eldflaug-
arnir farið að fljúga og þá er
of seint að iðrast.
Nú þegar Tyrkir eru að
safna herliði sínu við sýr-
lenzku landamærin flytja þeir
herinn frá rússnesku landa-
mærunum og veikja varnir
sínar þar. Það ættu þeir ekki
að gera.
Þegar James Reston lét í Ijós
undrun sína yfir þessum skoðun-
um og bað Krúsjeff að koma
fram með einhverjar sannanir
eða nánari upplýsingar um fyrir-
ætlánir Loy Hendersons varðandi
Sýrland, svaraði Krúsjeff aðeins:
— Hvers vegna spyrjið þér
ekki DuIIes? í ræðum sínum
vitnar hann oft til guðs. Látið
hann segja yður sannleikann
og sverja við guð, að það sé
satt sem hann segir yður.
Krúsjeff vek einnig að því að
Rússar vildu ekki vígbúnað, en
þegar Reston spurði, hvort Rúss-
ar ættu ekki sinn þátt í styrjald-
arhættunni í nálægum Austur-
löndum með vopnasendingum til
Araba, svaraði hann:
— Sovétríkin hafa ekki verið
með neinar stríðsógnanir í Sýr-
landi. Það er ekki einn einasti
rússneskur hermaður í Sýrlandi.
Þar er aðeins efnahagsnefnd, sem
hefur með sér nokkra tæknilega
ráðunauta. Það eru engir aðrir
rússneskir borgarar í Sýrlandi
en starfsmenn sendiráðsins. Það
er ekkert leyndarmál, að við höf-
um selt ákveðið magn af vopnum
til Sýrlands, en aðeins til sjálfs-
varnar. Þér hafið vænlanlega tek
ið eftir því að Bandaríkjamenn
hafa einnig selt öðrum þjóðum
vopn.
Bréf Krúsjeffs
KAUPMANNAHÖFN, 16. okt. —
Leiðtogar danskra jafnaðar-
manna athuga nú bréf Krúsjeffs,
er sent var út í gær. í bréfi þessu
segir aðalritarinn, að Bandaríkja
menn og Tyrkir hyggist ráðast á
Sýrlendinga. Socialdemokraten
segir í dag, að danskir jafnaðar-
menn hafi alla tíð fordæmt hern-
aðarárásir. Bréf Krúsjeffs, held-
ur blaðið áfram, er áróðursbragð,
en það er bíræfni af rússneskum
kommúnistum að ræða um hern-
aðarárásir. Þetta eru sömu menn-
irnir sem lögðu blessun sína yfir
árásina á Suður-Kóreu og Ung-
verjaland, segir blaðið. Auk þess,
segir blaðið ennfremur, er vert
að minnast þess, að Rússar hafa
stóraukið spennuna í löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafs með
vopnasendingum sínum þangað.
Leiðtogar brezka Verkamannafl,-
ins athuga bréf Krúsjeffs, en það
verður ekki tekið fyrir í mið-
stjórn flokksins fyrr en í næstu
viku. Þó hafa leiðtogar flokksins
bent á, að ef Krúsjeff álíti að Sýr
lendingum stafi hætta af Tyrkj-
um, þá eigi hann að snúa sér til
Öryggisráðsins, en ekki til jafn-
aðarmannaflokka Vestur-Evrópu.
Loks benda þeir á, að brezki
Verkamannaflokkurinn sé ekki
i neinum tengslum við rússneska
kommúnistaflokkinn.
Islcnzkt bókasafn
ÁLASUNDI, 16. okt. — Ákveðið
hefur verið að koma upp sér-
stakri deild með íslenzkum bók-
um í Bæjarbókasafninu í Ála-
sundi. — Bækurnar, sem settar
verða í þessa íslenzku deild, hafa
flestar verið gefnar frá Akur-
eyri. — Þetta mun treysta menn-
ingarsamband Vestur-Noregs og
íslands.
Loffleiðir lækka
farmgjöld verulega
EFTIR miðjan þennan mánuð
munu Loftleiðir Iækka farm-
gjöld öll á flugleiðinni milli
Reykjavíkur og New York, og er
þessi lækkun mjög veruleg.
Vöruflutningar hafa vaxið
mjög með flugvélum Loftleiða
síðöstu ár, og var aukningin á
því magni ,sem flutt var í fyrra
t .d. 185%, miðað við árið 1953,
en nam þó ekki nema 237 tonn-
um alls.
Sjálf lækkunin, sem nú hefir
verið boðuð frá og með 23. þ.m.
er um 30%, en verður í reynd-
inni miklu meiri, því að þau
gjöld, sem kaupsýslumönnunum
er gert að greiða frá því er var-
an kemur til landsins og unz
hægt er að selja hana, ákvarð-
ast að verulegu leyti af upphæð
greiddra farmgjalda, og nemur
heildarlækkunin því í sumum til-
fellum allt að 80%.
Til dæmis má geta þess, að til
fastra viðskiptamanna mun
lækkunin nema 549 krónum fyr-
ir hver 100 kg. af innfluttum
bifreiðavarahlutum en 967 krón-
um fyrir sama þunga vefnaðar-
vöru.
I. O. G. T.
Sl. Andvari nr. 265
Fundur í kvöld kl. 8,30. Inn-
taka. Kaffikvöld. Hagnefnd sér
um skemmtiatriði. — Fjölsækið.
— Æ.t.
Sl. Frón nr. 227
Fundur í kvöld kl. 8,30 á Frí-
kirkjuvegi 11. Vígsla nýliða, inn-
setning embættismanna. — Karl
Karlsson segir sögu. Kaffi eftir
fundinn. — Æ.t.
Saumaklúbburinn
Fyrsti fundurinn á haustinu er
í dag (fimmtudag), kl. 3 e.h. í
Góðtemplarahúsinu. Systurnar eru |
beðnar að fjölsækja. —
K.K.-SEXTETTINN hélt tíu ára
afmælishljómleika sína í Aust-
urbæjarbíói fimmtudaginn 10.
>.m., fyrir réttri viku síðan. í
fyrstu mun ekki hafa verið ætl-
un hljómsveitarinnar að leika
nema þessa einu hljómleika, en
vegna mikillar aðsóknar voru
þeir endurteknir á sunnudags-
kvöldið var, og verða enn haldnir
í kvöld klukkan 11,15 á sama
stað og mun alveg einsdæmi,
að íslenzk danshljómsveit haldi
ein síns liðs svo marga hljóm-
leika í röð hérlendis fyrir fullu
húsi. Það finnst þó skýring á
þessu, að áliti undirritaðs, sem
var viðstaddur fyrstu hljómleik-
ana, en hún er sú, að K.K.-sext-
ettinn og söngvararnir Sigrún
Jónsdóttir og Ragnar Bjarnason
stóðu sig þar með slíkri prýði,
að fullyrða má, að hver einasti
viðstaddra hafi fengið þar að
heyra og sjá eitthvað við sitt
hæfi, og haldið ánægður heim-
leiðis að hljómleikunum loknum.
Á fyrrihluta efnieskrárinnar
voru vinsæl dægurlög, sungin af
þeim Sigrúnu og Ragnari, t. d.
„Close your eyes“ og „Anastasia“,
sungin af Ragnari og „Cry me
a river“, sem Sigrún söng, en
öll þessi lög eru vinsæl mjög
um þessar mundir. Þá léku
Kristján Kristjánsson, Jón Sig-
urðsson, Árni Scheving, Kristján
Magnússon og Ólafur Gaukur
hver sitt einleikslagið, og má
segja, að þeim hafi tekizt vel
upp, enda einleikslögin vel val-
in. Ekki er þó því að neita, að
vart varð við nokkurn tauga-
óstyrk í fyrstu, sem þó jafnaði
sig þegar fram í sótti. Ástæða
er einnig að geta kvartett- og
kvintettsöngs hljómsveitar og
söngvara í nokkrum lögum, sem
tókst með ágætum.
Samkomur
K.F.U.M. — Ad.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Bjarni
Eyjólfsson talar. — Allir vel-
komnir. —
Hjálpræðisherinn
1 kvöld kl. 20,30. Almenn sam-
koma. Söngur og hljóðfærasláttur.
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 8,30. —
Ræðumenn: Hertha Magnússon
og Tryggvi Eiríksson. — Allir vel-
komnir. —
Frímerki
Stærsti frímerkjaklúbbur
Norðurlanda
býður 50 íslendingum að gerast
meðlimir klúbbsins. Ekkert með-
limagjald. Skrifið til „Djursland“
Skæring pr. Hjortshöj, Danmark.
Frímerkjaskipti óskast
Læt nýrri merki frá Svíþjóð,
Noregi og Ungverjalandi. —
Kaj Norling, Lároverksgt. 41C,
Bollnás, Sverige.
Óskum að kaupa mikið magn
af notuðum og ónotuðum
íslenzkum frímerkjum.
Bernt von Knorring, Box 63,
Alvdalen, Sviþjóð.
Frimerkjaskipti
Við óskum sambanda við ís-
lenzka frímerkjasafnara og frí-
merkjasala. Einkum óskum við
eftir bréfaafklippum, nýjum útgáf
um, útgáfu dagsumslögum ásamt
öllum myndafrímerkjum. — Við
bjóðum í skiptum dýr, dönsk frí-
merki, frímerki í kilóatali frá
póstþjónustunni, nýjar útgáfur
og útgáfudagsumslög. Ef þér ósk-
ið þess að selja frímerki gegn
greiðslu út í hönd í reiðu fé, þá
skuluð þér senda okkur upplýsing-
ar um hvaða merki þér viljið
selja og við munum gera yður
gott tilboð.
Síðari hluti hljómleikanna
hófst á trommusóló Guðmundar
Steingrímssonar. Enda þótt
trommusólóar falli ekki sérlega
í smekk þess, sem þetta ritar,
er ómögulegt að neita því, að
þessi var í sérflokki, ekki að-
eins tæknileg tilþrif, heldur
einnig leikur, og heildarsvipur-
inn með þeim hætti, að lófatak-
inu ætlaði aldrei að linna, er
Guðmundur lauk leik sínum.
þessu loknu hófst rokkið, og var
greinilegt ,að margir hinna yngri
í salnum höfðu beðið þeirrar
stundar. Færðist nú fjör mikið
í tuskurnar og linnti ekki lát-
um til loka hljómleikanna. —
Hljómleikunum lauk svo á tveim
vinsælustu lögunum þessa dag-
ana, „Freight train“ og „Water,
water.“ Hljóðfæraskipan í þeim
var óvenjuleg — mátti sjá gítara
allmarga, mandólín og hið þarfa
tæki, þvottabretti, sem mun þó
hingað til hafa meira verið not-
að á öðrum vettvangi en hljóm-
leikahaldi. Þarf ekki að fjölyrða
um, að útkoman af þessu öllu
var hin skemmtilegasta og er full
ástæða til að hvetja fólk til að
leggja leið sína í Austurbæjar-
bíó í kvöld, en þar fara fram
síðustu hljómleikar K.K. sex-
tettsins og söngvaranna Sigrúnar
Jónsdóttur og Ragnars Bjarna-
sonar að þessu sinni. J. S.
Félagslíf
Fimleikafélag Hafnarfjarðar
Aðalfundur félagsins verður
haldinn sunnudaginn 20. nóv., kl.
2 e.h. í Skátaskálanum. Venjuleg
aðalfundarstörf. — Stjórnin.__
íþróltafélag kvenna
Munið leikfimina í bvöld kl. 8,
í Miðbæjarskólanum. Fylgist með
frá byrjun. — Stjórnin.
íþróttasalur K.R.
er opinn til æfinga.
Frjálsíþróttadeild K.R.
Æfingar eru nú hafnar innan-
húss og verða fyrst um sinn sem
hér segir: — Á mánudögum og
föstudögum kl. 8—9 í íþróttahúsi
Háskólans. — Á þriðjudögum kl.
7,40—8,30 í K.R.-húsinu. F.K.R.
FARFUGLAR
Fyrsta tómstundakvöld vetrar-
ins verður í kvöld kl. 9 að Lindar-
götu 50. Spiluð verður féiagsvist.
Fjölmennið. — Nefndin.
D A G S K R Á
fyrir bandaríska þjálfarann í
körfuknattleik, hr. John S. Nor-
lander. — Fimmtudagur 17. þ.m.
Kl. 5,30—7,00: Æfing hjá íþrótta-
félagi Stúdenta, Háskólinn. Kl.
9,00—10,30: Fyrirlestur og kvik-
myndasýning, Laugav. 13, 5. hæð.
BEZT AÐ AUGLÝSA
l MORGUNBLAÐIHU
DANISH STAMP Co.
Stjórnin. i Mysundegade 1,5 Köbenhavn V.
Hjartanlega þakka ég þeim vinum og vanda-
mönnum, dætrum og tengdasonum, sem glöddu mig
með heimsóknum, góðum gjöfum og skeytum á
sjötugsafmæli mínu 7. okt. sl.
Guð blessi ykkur öll.
Guðný Bjarnadóttir,
Borgarnesi.
Útför móður minnar
JÓHÖNNU INGIMUNDARDÓTTUR
frá Tannanesi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
18. þ. m. kl. 3,30 síðdegis.
Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna
Fanney Guðmundsdóttir.
Eiginkona mín og móðir okkar
VALBORG KARLSDÓTTIR
frá Seyðisfirði, verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 18. þ. m. kl. 2 e. h.
Húskveðja verður að Hjarðarhaga 64, kl. 1,15 e. h.
Athöfninni verður útvarpað.
Michael Sigfinnsson og börn.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför móður minnar og systur okkar
BIRGITTU GUÐMUNDSDÓTTUR
Fyrir mína hönd og systkinanna
Jón Sveinbjörnsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför mannsins míns og föður okkar
SÍMONAR STURLAUGSSONAR
Kaðlastöðum, Stokkseyri.
Viktoría Ketilsdóttir,
börn og tengdabörn.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim hinum mörgu,
nær og f jær, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og jarðarför móður okkar og systur
VALGERÐAR RUNÓLFSDÓTTUR,
Syðri-Rauðalæk.
Lára Púlsdóttir,
Haraldur Halldórsson,
Gunnar Runólfsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
ELÍSABETAR EGILSON
Erla Egilson María Egilson
Ólafur Geirsson Friðjón Skarphéðinsson.