Morgunblaðið - 17.10.1957, Síða 20
Ræða Magnúsar Jénss.
Sjá bls. 11—12.
Mynd þessi er af kirkjuráðinu. Sitjandi eru Gísli Sveinsson,
fyrrv. sendiherra (t. v.) og Ásmundur Guðmundsson, biskup.
Standandi. talið frá vinstri: Sr. Sveinn Yíkingur, ritari ráðsins,
sr. Þorgrímur Sigurðsson, Gizur Bergsteinsson, hæstaréttar-
dómari, og sr. Jón Þorvarðsson.
Kirkjuráð vill að frumvarpið um
biskupa þjóðkirkjurmar verði lagt
fyrir Alþingi
KIRKJURÁÐ hinnar íslenzku
þjóðkirkju kom saman til fund-
ar í Reykjavík hinn 11. þ. m. og
minntist þá jafnframt 25 ára af-
mælis síns, en fyrsti fundur
ráðsins var haldinn 11. okt. 1932.
Meðal þeirra mála, sem fyrir
fundinum lágu, var frumvarp til
laga um biskupa þjóðkirkjunnar,
samið af nefnd þeirri, er skip-
uð var fyrir tveimur árum af
kirkjumálaráðherra til þess að
endurskoða og samræma kirkju-
lög landsins.
Frumvarp þetta var ýtarlega
rætt á fundum ráðsins báða fund
ardagana ,og samþykkti ráðið,
að rétt væri að leggja það fyrir
Alþingi það, sem nú situr með
lítils háttar breytingum, er það
lagði til, að gerðar yrðu á frum-
varpinu.
Einnig afhenti Kirkjuráð Ás-
geiri Magnússyni frá Ægissíðu
Nýir skaliar eða
gengislækkun
Yfirlýsing kommúnista-
ráðherrans
ÞAÐ EINA sem athygli vakti
í ræðu Hannibais Valdimars-
sonar, fulltrúa kommúnista í
útvarpsumræðunum í gær •
kveldi, var sú yfirlýsing hans,
að í dýrtíðarmálunum væri
nú aðeins um tvær leiðir að
ræða: Hækkaða skatta til þess
að standa undir auknum
stuðningi við útgerðina, eða
gengisfellingu. Til annarrar
hvorrar þessara leiða yrði að
grípa, ef til launahækkana
kæmi.
Þá lýsti þessi fulltrúi komm
únista því yfir, að stefna rík-
isstjórnarinnar hefði þegar
borið „gifturíkan ávöxt"! —
Gjaldeyrisástandið kvað hann
betra en í fyrra.
í ræðu Emils Jónssonar,
sem talaði fyrir hönd Alþýðu-
flokksins, var sú yfirlýsing
merkust, að „brúa bæri
greiðsluhallabilið" á „venju-
legan hátt“. Meira hafði for-
maður Alþýðuflokksins ekki
á takteinum um úrræði flokks
síns til lausnar efnahags-
vandamálanna.
Guðbrandsbiblíu að gjöf, sem
viðurkenningu fyrir frábærlega
fagurt handrit af þýðingu Jobs-
bókar í ljóð, er hann hafði gert
og gefið biskupi. Er þessa áður
getið í blöðum.
Kirkjuráðsmenn og nokkrir
gestir þeirra snæddu hádegisverð
í kjallara Þjóðleikhússins til þess
að minnast afmælis ráðsins. Þar
tóku til máls auk biskups kirkju-
málaráðherra Hermann Jónas-
son, er þakkaði störf ráðsins á
liðnum árum, og Vilhjálmur Þór
fyrrv. kirkjuráðsmaður.
í Kirkjuráði eiga nú sæti:
Dr. Ásmundur Guðmundsson
biskup, Gísli Sveinsson, fyrrv.
sendiherra, Gizur Bergsteinsson,
hæstaréttardómari, séra Jón Þor-
varðsson, prestur, Reykjavík,
séra Þorgrímur Sigurðsson, prest
ur, Staðastað.
Ritari ráðsins er séra Sveinn
Víkingur.
Heimskauta-
flugmaður
VÍÐKUNNUR heimskautaflug-
maður og herflugmaður, Bent
Balchen, ofursti úr flugher
Bandaríkjanna er væntanlegur
hingað til lands í þessari viku.
Hér mun hann m .a. flytja fyrir-
lestur í Flugmálafélagi íslands.
Balchen ofursti er Norðmað-
ur, sem á að baki sér langan og
viðburðaríkan flugmannsferil.
Hann fór í Norðurpólsleiðangur-
inn með loftskipinu Norge. Þá
flaug hann með hinum banda-
ríska Suðurskautsfara Byrd yfir
Atlantshafið en tók þátt í Suður-
skautsleiðangri hans á árunum
1928—’30. Síðar gerðist hann
flugmaður í bandaríska flughern
um. Árið 1935 hvarf hann heim
til Noregs og vann þar að flug-
málum m. a. var hann einn af
forvígismönnum norska flugfé-
lagsins meðan það var og hét.
í síðari heimsstyrjöldinni barðist
hann í norska flughernum um
skeið, en gekk svo aftur í þjón-
ustu Bandaríkjaflughers. Það
var Balchen ofursti sem stjórn-
aði uppbyggingu herstöðva
Bandaríkjamanna á Grænlandi
á styrjaldarárunum. Að því búnu
var hann sendur til Bretlands
þar sem hann stjórnaði vopna-
fiutningum til Noregs og Frakk-
lands undir hernámi Þjóðverja.
Að lokinni heimsstyrjöldinni
var hann gerður að forstjóra
norska flugfélagsins og var hann
það til ársins 1948, að hann enn
á ný gekk í þjónustu banda-
ríska flughersins og þar er hann
starfandi.
TF-ROK fauk á Kefla-
víkurflugvelli
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 16.
okt. — Sl. nótt fauk íslenzk einka
flugvél á Keflavíkurflugvelli og
gereyðilagðist. Flugvélin hefir
einkennisstafina TF-ROK, og er
af Ercoupe-gerð. Eigandi hennar
er Sveinn Eiríksson, slökkviliðs-
maður s Keflavíkurílugveili.
Eigandi hafði komið flugvélinni
fyrir í flugskýli, en vélin hafði
verið tekin út úr skýlinu án hans
vitundar.
Vindur var allhvass af suð
austri, allt að 47 hnútar. Mun
flugvélin hafa fokið um þrjú
leytið um nóttina af flugvéla-
stæði út í grjóturð, sem er þar
skammt frá. Kom hún niður á
þakið. Brotnaði af henni annar
vængurinn og skrokkur flugvél-
arinnar allur undinn og beygl-
aður.
Flugvél af þessari gerð mun
kosta 60—70 þús. kr.
Áfengi fyrir 93 millj.
kr. á 9 mánuðum
FYRSTU níu mánuði ársins 1957
nam sala áfengis til neyzlu frá
Áfengisverzlun ríkisins alls kr.
93.326.195.00, en á sama tíma í
fyrra kr. 72.057.240.00. Allt árið
1956 nam salan kr. 98.123.474.00.
Það skal tekið fram, að verð-
hækkun varð á áfengum drykkj
um 1. febr. sl., og nam hún 10—
15% á flestum tegundum, fyrir
utan þá hækkun sem leiðir af
gjöldum samkvæmt lögum nr.
86/1956 um útflutningssjóð o. fl.
— í fyrra var héraðsbann á Ak-
ureyri og ísafirði, en nú er það
afnumið.
Myndlistarmenn
vilja byjijsja hús
MEÐAL 45 erinda sem tekin
voru fyrir á síðasta fundi bæjar-
ráðs var umsókn frá 10 mynd-
listarmönnum þar sem sótt er um
lóðir til byggingar íbúða og
vinnustofa. Var erindi þeirra vís
að til skipulagsstjóra bæjarins.
S&x MMasmma sieímtlÆta
á Smstdi ssseð srikis-
stjórsaisssii
Ráðherrar í ríkisstjórninni
voru ekki til viðtals 'í gærmorg-
un. Var ríkisstjórnin á fundi, sem
stóð a. m. k. frá klukkan 10 til
hádegis.
★★ Um klukkan 10 í gærmorg-
un sáust nefndarmenn í hinni
svonefndu sex manna nefnd
stjórnar Alþýðusamb. íslands og
efnahagsnefndar sambandsins,
ganga upp í Stjórnarráð. Það var
þessi nefnd sem sat á fundi með
ríkisstjórninni fram undii hádegi.
★★ Sex manna nefndin var
kjörin til þess að eiga viðræður
við ríkisstj. um efnahagsmálin,
og undirbúa næsta fund efna-
hagsnefndarinnar, sem sam-
kvæmt tilkynningu frá stjórn
A. S. í. mun verða haldinn ein-
hvern næstu daga.
llm 12% fjárins á Lcekj-
arskógi sýkf af mœðiveiki
Veikin finnst aðalfega í
BÚÐAKDAL, 16. okt. — Lokið er
nú slátrun fjárins á bænum Lækj
arskógi, að undanteknum örfá-
um kindum sem ekki hafa komið
fram ennþá við leitir. Er féð hátt
á þriðja hudrað. Svipað mörg
mæðiveikitilfelli fundust í dag og
í gær, sem þýðir, að um 12%
Gunnar Guðjónsson,
form, Verzlunarráðs
Islands
Á FUNDI stjórnar Verzlunarráðs
íslands, sem haldinn var í gær,
var Gunnar Guðjónsson, stór-
kaupmaður, kosinn formaður
þess.
Sigurður Ágústsson, alþingis-
maður, var kosinn fyrsti vara-
formaður og Magnús J. Bryn-
jólfsson, kaupmaður, annar
varaformaður.
Framkvæmdastjórn ráðsins
skipa þessir menn: Gunnar Guð-
jónsson, stórkaupmaður; Ingólf-
ur Jónsson, alþingismaður; ís-
leifur Jónsson, kaupmaður;
Magnús J. Brynjóifsson, kaup-
maður; Páll Þorgeirsson, stór-
kaupmaður; Sigurður Ágústsson,
alþingismaður og Sveinn Guð-
mundsson, iðnrekandi.
5—6 vetra gömtum ám
fjárins hafi verið með veikina.
Aðallega fannst mæðiveiki i 5—6
vetra gömul ám.
Á Þorbergsstöðum er búið að
slátra um 100 kindum. Ekki hef-
ur fundizt nein mæðiveiki í því
sem búið er að slátra ennþá, að
undantekinni þeirri einu kind
sem veikinnar varð fyrst vart,
hjá. Haldið verður áfram að
slátra fénu á Þorbergsstöðum á
morgun. — Elís.
Vænsfi dilkurinn
27 kg
KÓPASKERI, 8. okt. — Hér er
búið að slátra um 15 þús. fjár.
Dilkar eru heldur vænni en í
fyrra; meðalvigt er tæpu kg
meiri en þá, eða nálæga 15 kg.
Þyngsti dilkurinn, sem komið
hefir til þessa vó 27 kg. Eigandi
hans var Eiður Guðlaugsson,
Hólsseli. Þyngsti ærskrokkur, er
komið hefir í haust vó 44 kg. og
var Kristján Benediktsson, Þverá
eigandi hans.
Heyskapartíðin er alltaf jafn
erfið, rigning flesta daga. Þó hafa
bændur náð nokkru af heyjum
nú síðustu daga.
Heimtur á fé úr afrétt eru tald
ar mjög slæmar og halda bænd-
ur að tófan hafi ráðið þar mestu
um. — Jósep.
Listasafn ríkisins
opnað að nýju í dag
Var lokað vegna sýningar Júlíönu Sveinsdóffur
í DAG verður Listasafn ríkisins
opnað að nýju, en það hefur ver-
ið Iokaö í einn og hálfan mánuð,
þann tíma sem listsýning Júlí-
önnu Sveinsdóttur stóð yfir. —
Safnið verður framvegis opið á
sama tíma og áður, þriðjudög
um, fimmtudögum og laugardög
um milli kl. 1 og 3, en á sunnu-
dögum milli 1 og 4.
var illa farin og þurfti lagfær-
ingar við. í sumar gerði svo lista-
maðurinn sjálfur við höggmynd-
ina og hefur henni nú verið kom-
ið fyrir meðal annarra listaverka
Sigurjóns í safninu.
Símabilun í
Vesturbœnum
ÞAÐ ÓHAPP varð í fyrradag,
þegar verið var að grafa skurð
vegna leiðslna, sem leggja á í
Fornhaga, að símastrengur með
200 línum kubbaðist í sundur.
Viðgerð þarna er erfið, og var
ekki búizt við, að henni lyki fyrr
en einhvern tíma sl. nótt. Voru
því á annað hundrað símar sam
bandslausir rúman sólarhring.
Tvö ný listaverk
Listasafni ríkisins hafa nú
bætzt tvö ný listaverk, sem ekki
hafa verið þar til sýnis áður. Er
það málverk eftir Júlíönu
Sveinsdóttur, sem hún gaf safn-
inu að aflokinni sýningu, „Sjálfs-
mynd“, síðan 1932, og „Verkamað
urinn“, höggmynd eftir Sigurjón
Ólafsson, síðan 1930. Fyrir þá
höggmynd hlaut Sigurjón gull-
pening Listaakademíunnar í
Kaupmannahöfn 1930.
Verið lagfærð
„Verkamaðurinn" hefur verið
í vörzlu Listasafns ríkisins um
hríð. Myndin hefur ekki verið
Ihöfð til sýnis vegna þess, að hún
Barnaheimilið Glaumbær eftir stækkunina.