Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 2
2 MORGUWBLAÐIB Miðvikudagur 23. okt. 1957 >v 4 Norðurlandablöð ræða um tollabandalag Horfir ekki vænlega — Niðurstöður af um- ræðum um fríverzlun Evrópulanda getur ráðið úrslitum. KAUPMANNAHöFN. — Blöð Fréttir í stuftu máli Stjórnarkreppa í Svíþjóð ? — S.Þ. rœða deilumál Tyrkja og Sýrlendinga BONN, 22. okt. — Konrad Adenauer var í morgun endurkjörinn forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands. Hann er 82 ára gamall. Alþjóðanefnd um fiskimál kom saman til fundar í Lundúnum í morgun. Allur iðnaður var lamaður í Buenos Aires í dag af völdum alls- herj ar ver kf alls. Ráðherra i tyrknesku stjórninni, Zorlu að nafni, fór i dag áleiðis til Saudi Arabíu í boði Sauds konungs. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, hefur Saud boðizt til að miðla málum milli Sýrlands og Tyrklands. Settur utanríkisráð- herra Sýrlands, Khalil Kallas, hefur hins vegar neitað því, að Sýrlendingar hafi fallizt á slíka málamiðlun. Fréttamenn segja, að Ráðstjórnin hafi verið andvig slíkri ihlutun Sauds konungs í deilumái Tyrklands og Sýrlands. Fréttir frá Stokkhólmi herma, að búast megi við stjómar- slitum í Svíþjóð og Erlander forsætisráðherra hafi skýrt konungi frá þessu. Gert er ráð fyrir, að Bændaflokkurinn segi sig úr stjórninni á fimmtudag. Óvíst er um það, hvemig ný stjórn yrði skipuð, ef til kæmi, að núverandi stjóm færi frá. í kvöld hófst umræða á Allsherjarþinginu um þá kröfu Sýr- lendinga, að S.Þ. athugi deilumál Sýrlandsstjórnar og stjórnar Tyrklands. Tyrkneski fulltrúinn bað um, að umræðunum yrði frestað vegna þess að nú væri í athugun, hvort Saud konungur gæti miðiað málum og einnig benti hann á, að illa stæði á fyrir Tyrkjum vegna þess, að fyrir dyrum stæðu þingkosningar í land- inu. Sýrlenzki fulltrúinn mótmælti og tók Gromyko undir það. Var hann svo hvassyrtur í ræðu sinni, að forseti þingsins varð að áminna hann um að halda sér við efnið. Gromyko sagði þá, að forsetinn skyldi gæta betur að starfi sínu. Tveir ráðherra í stjórn Jórdaníu sögðu af sér embættum í dag. Hussein konungur kvaddi stjórmna á aukafund í kvöld til að skipa nýja ráðherra. Ráðgjafanefnd Evrópuráðsins situr á fundum í Strassburg um þessar mundir. Ráðherrar aðildarríkjanna voru harðlega gagnrýnd- ir fyrir áhugaleysi á störfum ráðsins og var samþykkt ályktun, sem gekk í sömu átt (með 52 atkv. gegn 2). Rætt um skólakostnað Fjögur ný þingskjöl á Norðurlöndum hafa birt grein- ar um sameiginleg markaðs- og tollamál landanna. Er það gert í tilefni af greinargerð, sem sam- in er af sameiginlegri nefnd og birt hefur verið. Virðast blöðin Frh. af bls. 1. sundra, heldur til að sætta ólík öfl í heiminum, en þar sem aðal- markmiðið væri að stuðla að því, að allir menn væru frjálsir orða sinna og gerða, gætu félögin ekki haldið að sér höndum, þegar jafnvofeiflegir atburðir gerðust og í Ungverjalandi um þetta leyti i fyrra. Samkoma í Gamla Bíói Þá gat Tómas Guðmundsson þess, að Frjáls menning mundi efna til samkomu í Gamla Bíói sunnudaginn 3. nóvember, en að morgni 4. nóv. í fyrra réðust rússneskar hersveitir inn í Búda- pest, eins og menn muna. Á sam- komu þessari, sem haldin verður til minningar um ungversku byltinguna, talar George Falúdi, aðalritstjóri blaðsins Urodalmy Ujsag, sem nú er gefið út í Lund- únum undir nafninu Hungary Literary Gazette. Þetta var aðal- málgagn ungverska rithöfunda- sambandsins fyrir byltinguna, og varð eitt áhrifamesta blað þar í landi. Skömmu áður en bylting- in brauzt út, kom blaðið út í 30 þús, eintökum. Stjóm komm- únista reyndi að bregða fæti fyr- ir blaðið með því að skammta því pappír og varð það til pess að lækka eintakafjöldann, en þá brá svo við, að blaðið var selt á svörtum markaði, svo áfjáðir voru Ungverjar að heyra sann- leikann. Falúdi flýði land í bylt- ingunni og stjórnar nú blaði sínu í Lundúnum, eins og áður er sagt. Þess má geta, að fleiri ræðu- menn munu tala á samkomunni í Gamla bíói, en ekki er enn á- einna helzt hallast að því, að málið eigi langt í land. Bent er á það, að bezt sé að bíða átekta og sjá, hvað gerist í fríverzlun- armálum Evrópu, en þau hafa verið rædd á fundum Efnahags- stofnunar Evrópu, sem haldnir hafa verið í París. kveðið, hverjir það verða. Þá verður flutt ungversk músík. Tómas sagði um samkomu þessa: „Ætlunin er, að þetta verði frið- samleg samkoma, en mjög í áminningarskyni. Á blaðamannafundinum skýrði Eyjólfur K. Jónsson frá því, að Almenna bókafélagið hefði gef- ið út bókina „Þjóðbyltingin í Ungvcrjalandi“ eftir danska rit- höfundinn og blaðamanninn Erik Rostbþll. í henni eru frásagnir sjónarvotta, sem þátt tóku 1 bylt- ingunni. Tómas Guðmundsson hefur þýtt bókina og má geta þess, að hún hlaut góða dóma, þegar hún kom út á forlagi Gyldendals í marz sl. Allur á- góði af bókinni rennur í Ung- verjalandssöfnun Rauða kross íslands. Bókin er tæpl. 160 bls. á stærð með nokkrum myndum. Hún kemur í bókaverzlanir í dag og verður strax send umboðs- mönnum Almenna bókafélagsins úti á landi. LUNDÚNUM, 22. okt. — í dag var skýrt frá þvl í Lundúnum, að eitt aðalumræðuefni Eisen- howers Bandaríkjaforseta og Macmillans forsætisráðherra Breta yrði það, hvort Bandaríkin ættu að gerast fullgildur með- limur I Bagdad-bandalaginu. — Einnig verður rætt um nánari samvinnu Breta og Bandaríkj- anna á sviði kjarnorkuvísinda. Loks verður rætt um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs. Eins og kunnugt er, eiga FUNDIR voru í gær í báðum deildum Alþingis. Skólakostnaður. Á fundi neðri deildar var rætt um frumvarp Péturs Ottesens um að auka ríkisframlög til að greiða kostnað við húsmæðraskóla og heimavistarskóla gagnfræðastigs. Frá frumvarpinu var sagt í Mbl. sl. laugardag. 1 frumsöguræðu sinni minnti flutningsmaður á, að frv.» væri flutt eftir ábendingu fulltrúa ýmissa sýslufélaga, er standa undir kostnaði af héraðsskólum og húsmæðraskólum í sveitum. Hafa sýslurnar átt í örðugleikum með að reka skölana á þann hátt, er þær telja að vera þurfi, enda oft um að ræða stærri stofnanir en nauðsynlegar eru til að taka við némendum úr viðkomandi sýslufélagi. Frumvarpinu var vísað til 2. umr. og menntamálanefndar. Útflutningssjóður Á fundi efri deildar voru um- ræður um stjórnarfrumvarp, sem flutt er til staðfestingar bráða- birgðalögum varðandi Útflutn- ingssjóð. Efni frumv. er það, að ríkisstjórnin geti undanþegið yfirfærslugjaldi að öllu eða nokkru: skipaleigur, nauðsynleg Bandaríkjamenn aðild að sam- starfi Bagdad-ríkjanna 1 efna- hags- tíg hermálum. Vitað er, að sú ósk hefur kom- ið fram frá sumum aðildarríkj- um bandalagsins, að Bandaríkja- menn taki fullan þátt í störfum þess, þar eð Sovétríkin láti æ meira að sér kveða í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, eins og sjá má glögglega í Sýrlandi hinar síðustu vikur. Fundir Macmillans og Eisen- howers hefjast á miðvikudag. skipagjöld og flugvélagjöld er- lendis (sjá MbL 12/10). Lúðvík Jósefsson hafði fram- sögu og kvað frumvarpið fram komið til að létta undir með ís- lenzkum skipum, er stunda flutn- inga í samkeppni við erlend skip og verða að hlíta almennu mark- aðsverði á farmgjöldum. Kvað ráðherrann gjöld þessi hafa farið lækkandi en innlendan tilkostn- að hins vegar hækkandi. Að framsöguræðunni lokinni tók Sigurður Bjarnason til máls og spurðist fyrir um afkomu Út- flutningssjóðs á þessu ári. Urðu af því tilefni allmikil orðaskipti og er sagt frá þeim annars stað- ar í blaðinu. Frumvarpið um aðflutnings- gjöld af jarðborum (sjá Mbl. á sunnudag) var til 1. umr. Frá þeirri umræðu er einnig sagt annars staðar í blaðinu. Ný þingskjöl Þessi þingskjöl voru lögð fram í gær: Frumvarp um tekju- og eignarskatt, endurflutt af 5 þing- mönnum úr Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmda- áætlun um vegagerð flutt af 3 Sjálfstæðismönnum. Þingsálykt- unartillaga um útgáfu fréttayfir- lits frá utanríkisráðuneytinu flutt af Magnúsi Jónssyni og Gunnari Thoroddsen. — Tillaga til þingsályktunar frá Bjarna Benediktssyni um skýrslu um framlag rikissjóðs til lækkunar á vöruverði. Allra þessara þingskjala verð- ur getið í Mbl. á næstunni. KAUPMANNAHÖFN, 22. okt. — Tveir ungir Pólverjar fiýðu í morgun í lítilli æfingaflugu til Borgundarhólms. Þar lentu þeir heilu og höldnu eftir hættulegt flug og báðu um landvistarleyfi í Danmörku sem pólitískir flótta- menn. Tvímenningarnir segja, að skotið hafi verið á flugvél þeirra Skógaskóli settur Hemendur um 101 tasins HERAÐSSKÓLINN að Skógum var settur sunnudaginn 20. októ- ber s.L að viðstöddum kennur- um, nemendum, skólanefnd og nokkrum gestum. Meðal gestanna var sr. Friðrik Friðriksson, sem nú heimsótti skólann fyrsta sinni, en einmitt þennan dag átti hann 57 ára prestsafmæli. Athöfnin hófst með því, að sr. Arngrímur Jónsson í Odda flutti bæn. Þá flutti skólastjórinn Jón R. Hjálmarsson skólasetningar- ræðu, Hann gat þess, að nemend- ur væru 101 alls í skólanum, nem endur þriðja bekkjar komu í skólann 1. október, en fyrsta og annars bekkingar komu 15. okt- Nemendur eru víðs vegar að af landinu, en meirihlutinn úr skóla héraðinu, sem nær yfir Vestur- Skaftafells- og Rangárvalasýsl- ur. Kennarar eru hinir sömu og s.l. vetur nema ráðinn hefur ver- ið ný kennslukona í handavinnu kvenna, Hjördis Þorleifsdóttir úr Reykjavík. Kennslugreinar eru einnig hinar sömu nema tekin hefur verið upp kennsla í vélrit- un í þriðja bekk. Guðrún Sigurð- ardóttir, sem hefur lengi verið ráðskona mötuneytis skólans hef- ur látið af því starfi, en við tekið Sigurbjörg Pétursdóttir frá Akra nesi. Nokkuð hefur verið unnið að lagfæringum á skólahú3inu á liðnu sumri ög fíamkvæmdir hafnar við væntanlega sundlaug skólans. í ræðulok áminnti skólastjóri nemendur sérstaklega um að ástunda kurteisi og umburðar- lyndi hver ganvart öðrum, en slíkt er hin mesta nauðsyn í þétt- býli því sem hlýtur að vera i heimavistarskóla. — Að lokinni ræðu skólastj. flutti sr. Friðrik Friðriksson ávarp og beindi hann máli sínu til hinna ungu nemenda og bað skólanum blessunar. Einn- ig tóku til máls formaður skóla- nefndar Björn Björnsson sýslu- maður og Óskar Jónsson skóla- nefndarmaður frá Vik. Inflúenzu hefur orðið vart 1 skólanum og liggja allmargir nemendur. ðhagdæður vöru- skiptajöfnuður SAMKVÆMT tilkynningu Hag- stofunnar hefir vöruskiptajöfn- uðurinn orðið óhagstæður um 214,8 millj. kr. fyrstu níu mánuðx ársins. Flutt var inn fyrir 915,5 millj. kr., en út fyrir 700,7 millj. — Á sama tíma í fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 241,7 millj. kr. Innflutning- urinn nam 924,7 millj., en út- flutningurinn 683,0 millj kr. I september var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 45,1 milij. kr. Þá var flutt inn fyrir 132,6 millj., en út fyrir 87.5 millj. kr. — í september í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 7,1 millj. kr. Ekki fingraför SENDIRÁÐ Bandaríkjanna hér á landi hefur tilkynnt, að ferða- menn, sem sækja um vegabréfs- áritanir til Bandaríkjanna, þurfi ekki lengur að láta taka firtgra- för sin. Þessi nýju ákvæði utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna, ná til allra þeirra, sem sækja um vegabréf til Bandaríkjanna, ann- arra en innflytjenda. Þeir verða I enn að uppfylia þetta skilyrði. frá pólskum varðbáti, en sjólið- arnir hittu ekki vélina. Þá fylgdu pólskar orrustuþotur þeim eftir, en fundu þá ekki vegna þoku, sem skall skyndilega á og má telja, að hún hafi bjargað lífi þeirra. Pólverjarnir segja, að flóttinn hafi verið undirbúinn með góðum fyrirvara. Eisenhower og Mocmillan ræðo m. o. um Bngdod-bandnlagið Hættulegur flótti pólskra flu«manna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.