Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 20
Banaslys á Borgartúni í fyrstu hríðinni á haustinu í FYRSTU hríðinni á þessu hausti, árla í gærmorgun, beið maðui bana á götu hér í Reykjavík. Varð maðurinn, sem hét Albert S. Clafsson, til heimilis í Blönduhlíð 29, fyrir strætisvagni með þeim af'eiðingum að hann beið bana. Var ekkert lífsmark með mann- inum er komið var með hann í sjúkrahús. Slys þetta varð á Borgartúni og er það annað slysið sem þar verður með aðeins rúml. 3 sólar- hringa millibili. Maðurinn, sem slasaðist þar aðfaranótt sl. laug- ardags, var enn rænulaus í gær- kvöldi. Slysið varð um klukkan 7 í gærmorgun. Var strætisvagninn, sem maðurinn varð fyrir á leið niður á Lækjartorg, til að hefja þar fyrstu ferðina vestur á Sel- tjarnarnes. Vagninum ók þaul- vanur vagnstjóri. Um þetta leyti var snjókoma og skyggni slæmt, snjóföl var yfir öllu. Strætisvagn- inn var keðjulaus. Góð ljós voru á vagninum og hafði vagnstjórinn Hjálmar Blöndal forstöðumaður Hagsýslu- stofunnar HJÁLMAR Blöndal framkvstj. Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur, hefur af bæjaryfirvöldun- um verið ráðinn forstöðumaður Hagsýslustofu bæjarins, er bærinn hefur nú ákveðið að setja á stofn til að gera tillögur um aukna hagkvæmni í vinnubrögð- um og starfsháttum bæjarins og stofnana hans og sparnað í rekstri. Hjálmar Blöndal á að baki sér langan starfsferil í þjónustu Reykjavíkurbæjar. Að loknu framhaldsnámi við Verzlunar- skólann árið 1935, gerðist hann starfsmaður í skrifstofu bæjar- verkfræðings. Hann var síðar, 1946, skrifstofustjóri þar. Hann var skipaður framkvæmdastjóri loftvarnanefndar Reykjavíkur 1951. Frá því 1953 vann Hjálmar að undirbúningi að rekstri Heilsu verndarstöðvarinnar, bæjarspítal ans og slysavarðstofunnar og var haustið eftir skipaður fram- kvæmdastjóri þessarar miklu mið stöðvar heilsuverndarinnar í bæn um. Hjálmar Biöndal er nú 42 ára. einnig kveikt hin gulu ljós, sem notuð eru í þoku og hríð. Hvasst var og vindur austanstæður. í gær gaf eitt vitni, maður sem var í strætisvagninum þá er slys- ið varð, svo og vagnstjórinn sjálfur skýrslu hjá rannsóknar- lögreglunni. Um allveigamikið atriði ber vagnstjóranum og vitn- inu ekki saman. Vitnig skýrir svo frá að strætisvagninn hafi verið kom- inn á hlið við annan strætisvagn, er einnig var á leið til bæjarins, og mun hinn fyrrnefndi hafa ætl- að fram úr. Kveðst maðurinn, sem sat frammi í vagninum, þá skyndi- lega hafa séð mann á reiðhjóli rétt framan við vagninn. Hafi engu skipt, að vagninn rakst á manninn. Taldi hann að þeir myndu hafa séð manninn nær samtímis hann og vagnstjórinn, því vagnstjórinn hafi þá hemlað. Vagnstjórinn kvaðst aftur á móti fullyrða að hann hafi ekki verið að fara fram úr öðrum vagni, eða öðium bíl, þá er slysið varð eða að hann hafi venð bú- inn að fara fram úr öðrum bíl þar á götunni. Hann kvað strætis vagn hafa ekið spölkorn á undan sér, einnig á leið niður í bæ. — Hvorki vagnstjórinn né vitnið telja sig hafa séð ljós á reiðhjóli hjns látna manns. Athuganir rannsóknarlögregl- unnar á verksummerkjum á slys staðnum sýndu að á hinni rúm- lega 40 metra breiðu malbikuðu götu, hafi strætisvagninn verið á yztu brún hægra meginn, þar af leiðandi ekki á sínum retta kanti eins og það er kallað. Hemlaförin á snæviþaktri göt- unni reyndust vera 16 metra iöng. Varðandi reiðhjól Alberts heit ins Ólafssonar, þá kom í ljós að Ijósútbúnaður var á því, og reynd ist í lagi þá er reynt var. Albert S. Ólafsson var á leið til vinnu sinnar í verkstæði Strætisvagna Reykjavíkur, er slysið varð. Hefur hann orðið að berjast á móti snjókomu og all- miklum vindi á reiðhjólinu. Klukkan 6 í gærmorgun var veðurhæð 5 vindstig, en kl. 8 var veðurhæðin 7 vindstig. Hinn látni lætur eftir sig konu og tvö upp- komin böm. Nýr bálur fil Sandgerðis í gær SANDGERÐI, 22. okt. — Nýr bát- ur sigldi hér inn í bátaleg- una klukkan 8 í morgun. — Var þetta nýja skip Rafnkell KG 510, stálbátur, er smíðaður hefur verið í A-Þýzkaiandi. Hann hafði verið 5 % sólarhring frá Kaup- mannahöfn og hreppti brælu og allt að storm í hafi. Hann hafði farið með 9 sjómílna hraða að jafnaði alla leiðina, en Garðar Guðmundsson, skipstjóri, sonur eigandans Guðmundar Jónssonar útgerðarmanns frá Rafnkelsstöð- um í Garði, sigldi skipinu heim. Með honum voru þeir Eggert Gíslason skipstjóri á Víði II. og vélstjórarnir Kristján Guðmunds son og Vilhjálmur Ásmundsson, og Magnús Berentsson bryti. í reynsluför sigldi báturinn 10 sjómílur, en hann er með 280 hestafla Manheimvél. Skipsmenn láta hið bezta yfir hinu nýja skipi og sjóhæfni þess. —Axel. Flugtak i snjó I gærmorgun, er Gullfaxi lagði af stað í áætiunarferð sína til Glasgow og Kaupmannahafnar, var aihvít jörð í Reykjavík og snjóföl á flugbrautunum á Reykjavíkurflugvelli. Myndin er tek- in í þann mund, er flugvélin er að hefja sig t'l flugs og þyrlast snjórinn aftur undan henni. (Ljósm.: Sv. Sæm.) Ungversku flóttamennimir kunna vel við sig á Islandi Einkona hefur bætzt í hópinn — tvær stúlkur farnar heim aftur. BLAÐAMENN ræddu í gær við | dr. Gunnlaug Þórðarson frkv.stj. _ Rauða Kross íslands og skýrði ^ hann frá því, að ungversku . flóttamennirnir, sem dveljast I hér á landi, mundu koma saman J í samkomusal Héðins í kvöld til j að minnast þess, að eitt ár er , liðið. frá því að ungverska bylt- j ingin hófst. Dr. Gunnlaugur sagði , að allir flóttamennirnir væru enn ! hér á Iandi nema tvær stúlkur ! á 15. ári, sem hefðu farið heim. ’ Þær áttu ættingja í Ungverja- I landi og báðu þeir um, að stúlk- | urnar yrðu sendar heim. Þær eru ( nú komnar heim til Ungverja- lands, og hefur Rauði Krossinn fengið bréf um það, að þær hafi náð sambandi við ættingja sína. Háskólafyrirlestur um Óðinsdýrkun PRÓFESSOR G. Turville-Petre frá Oxford, sem hér er um þessar mundir í boði Háskóla íslands, flytur fyrirlestur fyrir almenn- ing fimmtudagskvöld kl. 8,30 í I. kennslustofu háskólans um Óðinsdýrkun. Aðalheimildir vorar um heið- inn átrúnað á Norðurlöndum eru Eddurnar, fornaldarsögurnar og Saxo. Samkvæmt þessum heirrf- ildum mætti gera sér í hugar- lund, að menn hefðu haft mestan atrúnað a Óðni. En í Landnámu og öðrum sagnfiæðilegum heim- ildum er Óðinn örsjaldan nefnd- ur; nafn hans kemur ekki fyrir í mannanöfnum og ekki í staða- nöfnum á íslandi og óvíða í Skandinavíu. Hvernig ber að skýra þetta? Sú skoðun virðist nú ríkjandi erlendis, að Óðinn hafi verið svo ginnheilagur, að ekki hafi mátt nefna eftir honum, sbr. „áss inn almáttki", sem sum- ir telja að sé Óðinn. Prófessor Turville-Petre mun ræða allt þetta mál og skýra frá nýjustu rannsóknum í þessu efni, einkum í samanburði við ind- verskar hugmyndir um hinn æðsta guð. Fyrirlesturinn verður fluttur á íslenzku, og er öllum heimill aðgangur. Frétt frá Háskóla íslands. Óskar Bjarsiasen um- Þá gat dr. Gumnlaugur þess, að ein kona heíði bætzt í hóp flóttamannanna. Henni tókst að flýja til Júgóslavíu, en þaöan komst hún til Ítalíu. ítalski Rauði Krossinn kom henni í samband við mann hennar hér á landi .og nú hefur Rauði Kross íslands kosíað ferð hciHlar hingað. Má gera sér í liugarlund, hvort ekki hafi verið fagnaðarfundir, þcgar þau hjón hittust afliur hér norður á íslandi. Allir Ungverjarnir, sem hér dveljast 50 að tölui, eru í vinnu, þó að einum undanskildum. Fjór- ir þeirra hafa reynt sjómennsku og tveir hafa getið sér gott orð í því starfi. Eru þeir báðir á tog urum. — Loks má geta þess, að flestir Ungverjarnir eru í Reykja vík og nágrenni, allmargir eru þó í Vestmannaeyjum, eða níu að tölu. Sumir hafa lært talsvert í íslenzku og ekki er vitað annað en þeir kunni vel við sig hér á landi, sagði dr. Gunnlaugur að lokum. Aðalfundur Þórs HAFNARFIRÐI — Þór, félag Sjálfstæðisverkamanna og sjó- manna, hélt aðalfund sinn sl. föstudag. í stjórn voru kjörnir: ísleifur Guðmundsson.formaður, og aðrir í stjórn: Ólafur Björns- son, Ámundi Eyjólfsson, Pétur Auðunsson, Magnús Guðmunds- son, Bjarni Þórðarson og Karl Auðunsson. Endurskoðendur voru kosnir: Sigurbjörn Torfason og Árni Jónsson og til vara Jóhann Vilhjálmsson. Þá var kos ið í fulltrúaráð. Gunnar Helgason erindreki Sjálfstæðisflokksins flutti mjög snjallt erindi á fundinum um verkalýðsmál. Ræddi hann eink- um um svik núverandi ríkis- stjórnar við launastéttirnar og hagsmuni þeirra. Var máli hans mjög vel tekið. Síðan uiðu nokkrar umræður um félagsmál. Til máls tóku ísleifur Guð- mundsson og Magnús Guð- mundsson. Var mikill áhugi ríkjandi á fundinum fyrir eflingu félags- starfsins og vaxandi gengi Sjálf- stæðisflokksins hér í Hafnarfirði. ÓSKAR Bjarnasen umsjónarmað- ur, Háskóla íslands, lézt í gær eft ir langvarandi veikindi, nær sex- tugur að aldri. Lézt hann í heilsu verndarstöðinni, en þangað var hann fluttur fyrir nokkrum vik- um. Hann var búinn að vera hús- vörður háskólans frá þvi hann flutti í háskólabygginguna 1940. Lýsl eftlr Norðmanni SEINT í gærkvöldi var lesin tilk. frá lögregiunni þar sem iýst var eftir norskum manni, sem ætlaði að ganga á fjöll, að því er talið var, og leggja upp frá Skíðaskál- anum. Hafði hann farið héðan úr bænum á mánudagsmorgun. 1 gær kvöldi var farið að óttast um manninn, þar sem ekkert hafði til hans spurzt. Hann hafði ekki komið í Skíðaskáiann, svó vitað væri, en þar upp frá og á Hellis- heiði hefur verið versta veður siðasta sólarhringinn eða þar um bil. Skurðurinn b jar«- aði mönnunuin MJÖG harður árekstur varð I gær á Bústaðavegi, þar sem þann veg skera Háaleitisvegur, Klif- vegur og Mjóumýrarvegur. Hafa þarna iðulega orðið mikil um- ferðarslys. Stór bíll hlaðinn fimm síma- staurum kom akandi inn á Bú- staðaveginn, en bílstjórinn mun ekki hafa' séð að á hægri hönd kom vörubíll eftir Bústaðavegi. Rákust þeir saman með þeim afleiðingum að vörubílinn rann út af Bústaðavegi á allmikilli ferð, sleit þar svert vírstag úr rafmagnsstaur og endastakkst aþnnig að stýrishús bílsins kom beint ofan í djúpan skurð. Svo mikið var kastið á bílnum að „hásingin“ með drifskafti og fjaðraklemmum slitnaði undan. honum og þeyttist út í móa. Mennina í bílnum sakaði ekki, þar eð skurðurinn var svo mikill að húsið dældaðist ekki einu sinni og bjargaði það mönnunum ef- laust frá meiðslum. Komust þeir hálparlaust út úr stýrishúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.