Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 6
6 MORGVHBT AÐIÐ Miðvifcudagur 23. okt. 1957 ÁSTANDIÐ í FRAKKLANDI EFTIR síðustu fréttum að dæma, er ástandið inn- anlands í Frakklandi sí- fellt að verða alvarlegra. Stjórn- arkreppan er þegar orðin all- löng, en það sem Frakklandi ríð- ur nú mest á er sterk stjórn, sem bætt geti úr fjárliagsástandinu, sem er orðið mjög illt. í fyrsta lagi er ríkissjóður Frakklands orðinn tómur. Um mánaðamótin síðustu varð ríkið að snúa sér til Frakklandsbanka og fá hjá hon- um lán, sem nam nokkrum hundr. uðum milljóna franka. Með öðru móti gat ríkið ekki staðið við daglegar skuldbindingar sínar. Þetta hafði þær afleiðingar, að flóð af pappírsseðlum streymdi yfir landið og eykur það enn á verðbólguna. 1 öðru lagi eru gjáldeyrissjóðir landsins næstum tómir. Þær ráðstafanir sem Gail- lard fjármálaráðherra gerði þeg ar hann, að vísu á dulbúinn hátt, felldi gengi frankans, urðu til að styðja útflutningsframleiðsluna og innflutningshöftin urðu til að draga úr innflutningnum. Þess vegna er gjaldeyristapið minna, heldur en áður en þessar ráðstaf- anir voru gerðar. En allt um það er sífelldur halli í viðskiptunum við útlönd og til þess a'ð greiða þann halla, er nú raunverulega ekkert eftir annað en sjálfur guil forðl Frakklandsbanka. Öllum kemur saman um að hér þurfi skjótra ráðstafana við. En þá er stjórnarkreppa. Engin ábyrg stjórn er til í landinu. — Hver stjórnmálamaðurinn eftir annan reynir að mynda stjórn, en hann fellur jafnskjótt í þing- inu og hann sýnir sig þar eða gefst upp þegar í byrjun. Það er Ijóst að ef stjórnarkreppan verð- ur ekki leyst mjög bráðlega, muni Frakkar verða enn að herða höft- in og einnig verða þeir þá neydd- ir til að fella frankann opinber- lega og án nokkurs dulbúnings. ★ Nefnd af hálfu Sameinuðu þjóðanna, sem rannsakað hefur og athugað Alsír-málið, hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að styrjöldin í Alsír kosti Frakka um 700 milljarða franka á ári. Af hálfu Frakka hafa engar at- hugasemdir komið fram við þessa áætlun. Talið er að Frakk- ar sjálfir eigi erfitt með að fylgj- ast með þessum útgjöldum, vegna þess að þau eru alla vega falin 1 reikningum og fjárlögum ríkis- ins. Er það gert með vilja, til þess að örðugra sé að fylgjast með hve útgjöldin í sambandi við Alsírmálin eru gífurleg. — Vegna styrjaldarinnar hafa Frakkar keypt mjög mikið af her gögnum erlendis frá. í því sam- bandi er bent á, að þyrilvængjur þær, sem Frakkar keyptu í Bandaríkjunum til notkunar í fjallalandi Alsír, hafi einar sam- an kostað um 400 milljarða. Það eru þess vegna engin undur, þó að gjaldeyrisforði Frakka gangi mjög til þurrðar og verðbólga aukist í landinu, þar sem líka verulegur hluti af framleiðslu- getu iðnaðarins er tekinn í þágu hernaðarins og verður það auð- vitað til þess að minnka fram- boðið á iðnaðarvörum í landinu og hefur þannig áhrif í verðhækk unarátt. Mönnum kemur saman um, að Alsís sé eins og botnlaust ílát, sem Frakkar ausi fjármun- um sínum í og vonlaust er að þessi útgjöld, sem komið hafa Frakklandi á barm gjaldþrots, fáist nokkurn tíma endurgreidd. Frönsku stjórnmálamennirnir geta ekki fundið neina leið út úr þessu. Þeir geta hvorki ákveðið að semja frið við Alsírbúa og stofna þar sjálfstætt ríki né held- ur geta þeir raunverulega ákveðið með hverju móti væri hernaðarlega hægt að binda endi á styrjöldina og friða landið. — Bardagarnir við uppreisnar- menn halda áfram án þess að séð verði að nokkur endir á þeim sé í nánd. Þær raddir, sem krefjast þess að bundinn verði endir á styrjöldina með friðarsamningum við Alsírbúa, verða sífellt hávær- ari. Meðal hægri manna, sem hingað til hafa staðið fastast á því að semja ekki frið í Alsír, koma einnig fram sterkar raddir í þessa átt. Má í þessu sambandi benda á bók, sem Raymond Aron hefur nýlega gefið út og vakið hefur mikla athygli, en höfund- urinn skrifar að staðaldri I íhaldsblaðið Figaro og er hægri maður. Hann segir að öllúm megi vera ljóst, að þær hernaðarað- gerðir, sem í Alsír séu viðhafðar, muni ekki leiða til friðar. Það sé aðeins ein leið og hún sé sú að koma til móts við þjóðernissinna í Alsír. Það sé ekkert um annað að ræða en ákveða þegar í stað með hverju móti og hvenær sjálf- stætt ríki í Alsír skuli sett 4 stofn. Eftir þessum ummælum Arons hefur mjög verið tekið Ennþá streitast franskir stjórn- málamenn gegn því að gengið verði að því í alvöru að semja frið í þessari gömlu nýlendu, en talið er að andstaðan gegn því verði þó sífellt veikari. í þessu sambandi er á það bent, að Alsír hafi aldrei verið ný lenda, sem hafi borgað sig fyrir Frakka, eins og það er orðað. Að vísu hafi um ein milljón Evrópu- mann setzt að í landinu og hafi margir haft þar gott lífsfram- færi, en franska rikið í heild hafi ætíð tapað á þessari nýlendu. ★ Mikil verkföll hafa að undan- förnu gengið yfir í Frakklandi og er það athyglisvert talið í þvi sambandi, að hér hefur yfirleitt ekki verið um verkföll að ræða þar sem verkamannasamböndin hafa beinlínis samþykkt að verkamennirnir skuli ekki koma á vinnustaðina, heldur hafa verkamenn tekið upp hjá sjálf- um sér á fjölda mörgum stöðum að gera verkföll um skemmri eða lengri tima og krefjast hærri launa. Verkamenn og aðr- ir launþegar benda á að sífellt minnki kaupgeta þeirra peninga, sem þeir fá í hendur og geti þeir því ekki lengur lifað á launum sínum. Alþýða manna telur að stríðið í Alsír og stjórnmálaleg mistök þingsins eigi sök á þess- um vandræðum., Almenningur skilur ekki hvaða tilgang styrjöld in í Alsír hafi. Þegar stjórnmála- menn kalla á alþýðu manna til stuðnings við ríkið og skattar eru lagðir á vegna þungra út- gjalda, er ekki lengur hægt að sannfæra alla alþýðu manna um að þessar álögur og sífellt þyngri byrðar, séu raunverulega nauð- synlegar. Þannig magnast sífellt óróinn innanlands og óánægja með stjórnmálaástandið, sem talið er að beri alla sök á ófarn- aðinum í landinu. 1 þessu sambandi hefur skotið upp hugmyndinni um alþýðu- fylkingu í svipuðum stíl semLeon Blum kom á fót 1936. Kommún- istar horfa með mikilli velþókn- un á óróann meðal verkamanna og launþega og bíða eftir því gullna tækifæri að þeim verði boðið að taka þátt í alþýðufylk- ingu í gamla stílnum. Það mundi þýða gjaldþrot hinna borgara- legu flokka í landinu. Eins og nú stendur er almennt talið í París að það verði Guy Mollet, sem muni geta leyst þessa stjórnarkreppu og myndi að lokum stjórn. Mótstaðan gegn Mollet er mjög hörð 1 þinginu en það er tal- ið að eftir að stj órnarkr epp- an hefur nú staðið nokkurn tíma, séu flokk arnir orðnir það hræddir við glundroð- Guy Mollet ann ag þejr þori ekki lengur að standa á móti stjórn, sem Mollet ^muni mynda. Fyrir þá, sem utan við standa, er erfitt að átta sig á öll- um þeim sjónarmiðum, sem koma til greina í franska þing- inu. Það má heita ómögulegt fyr- ir aðra heldur en nákunnuga menn, að átta sig á öllu því sem hrærist og hugsað er innan þeirra 15 flokka og flokksbrota, sem í þinginu sitja. Það mun koma í ljós á næstu dögum, hvort Mollet tekst að mynda stjórn, en hann hefur nýlega átt löng við- töl við Coty Frakklandsforseta varðandi myndun nýrrar stjórn- ar. — tTngu togarasjómennirnir tveir þeir Davíð Guðmundsson og Matthías Matthíasson. Hvergi betra en á togara segja tveir 14 ára togarasjómenn um komið, og það tókst vel hjá okkur. Þeir hafa á undanförnum árum stundað ýmsa landvinnu sem aðrir skólastrákar, verið í bygginarvinnu eða á eyrinni. En þetta er miklu skemmtilegra og betra segja þeir báðir. Og ekki var sízt gaman að koma til Græn- lands en þangað sigldu þeir alla „túrana“, sex eða sjö talsins. — Og hver varð sumarhýran? — Víst um 12.000 krónur. Hún fer í vasapeninga í vetur, fyrir fötum og bókum og ýmsu öðru því sem ungir strákar þurfa á að halda. Og þegar blaðamaðurinn spyr þá kunningja hvort þeir ætli að leggja fyrir sig sjómennskuna síð ar meir þegar þeir stálpast, þá segjast þeir að vísu ekki enn vera búnir að taka um það ákvörðun, en næsta sumar séu þeir stað- ráðnir í því að halda aftur á sjóinn. NÝIEGA litu tveir ungir piltar inn á ritstjórnarskrifstofur Mbl. Líklega voru það tveir yngstu togarasjómenn sem undanfarið hafa stundað sjóinn. Það eru þeir Davíð Guðmundsson Sörlaskjóli og Matthías Matthíasson á Laug- arnesvegi. Þeir eru báðir 14 ára gamlir. í sumar hafa þeir verið á tog- aranum Neptúnusi, og byrjuðu þar í júní í sumar. Feður þeirra eru báðir togarasjómenn svo ekki eiga drengirnir langt að sækja áhugann á sjómennskunni. Báðir eru þeir í skóla á veturna, í gagnfræðaskólum hér í bænum. — Hvernig líkaði ykkur sjó- mennskan? — Prýðilega svara báðir. Starf- ið var ekki erfitt halda þeir áfram, og bráðskemmtilegt, nema hvað það var leiðinlegt að hanga yfir stýri. Fæðið var líka prýði- legt, — auðvitað allt undir kokkn Ræktun nytjaskóga arðvænleg fjárfesting Alyktun Fjórðungsþings Austfirðinga FJORÐUNGSÞING Austfirð- inga var haldið að Egilsstöðum í síðasta mánuði og gerðar þar ýmsar ályktanir. Verður þeirra getið í blaðinu í dag og næstu daga. shrif*ar úr daglega lífinu Fyrsti snjórinn ÞAÐ var ekkert lítið, s«m á gekk hjá krökkunum hér i Reykjavík í gærmorgun. Velvak- andi vesalingurinn var rifin* upp með hrópum og hristingi fyrir allar aldir og beðinn að gjöra nú svo vel að líta út um gluggann, — það væri kominn snjór. Og svo voru sleðarnir teknir út, og til einskis að reyna að koma því að, að svona föl dygði ekki til sleða- ferða fremur en morgundögg í júlí. Fyrsti snjórinn I Reykjavík í fyrra féll 23. október, svo að ekki skeikar miklu frá því sem nú er. Að fróðra manna sögn er nú orð- ið hvítt um allt landið, — en nán- ari tíðindi af snjóalögum kann Velvakandi ekki að segja, því að úti á Reykjavíkurflugvelli voru menn í miðjum flugspám, er þar var spurt frétta. Tjöld fyrir gluggum BORGARI segir: Skrifstofum Tryggingarstofn- unar ríkisins hefur fyrir alllöngu verið fenginn staður í glæsileg- um húsakynnum á horni Lauga- vegs og Snorrabrautar. Af- greiðslusalurinn á götuhæðinni er stór og ríkmannlega úr garði gerður, enda augnayndi þeim, sem þangað eiga erindi. Salurinn gæti þó verið enn meiri bæjur- prýði, ef þeir, er þarna ráða hús- um, hefðu ekki þá ofurást á rimlatjöldum, sem raun ber vitni um. Á kvöldin, þegar Laugaveg- urinn baðar sig í rafmagnsljósun- um Og fólk horfir sér til skemmt- unar í verzlunargluggana, er vand lega dregið fyrir hjá Tryggingar- stofnuninni. Þangað inn sér eng- inn maður. Væri nú úr vegi að draga upp tjöldin, kveikja ljósin inni fyrir og láta hinn glæsta sal lífga upp á eina af aðalgötunum eftir að rökkva tekur á kvöldin? Farþegarnlr og slysin FRÁ Akranesi er skrifað: „Það er áreiðanlega oftar en menn hyggja, að farþegar eru valdir að bílslysum. Þetta var til- fellið seint í sumar, er knatt- spyrnumennirnir frá Akureyri komu hingað í heimsókn, og skiln aðarhófið var haldið uppi í Bif- röst. Þegar stúlka var ný ekin af stað í bíl, sem faðir hennar lán aði henni, tók einn farþeginn upp fargjaldið og rétti að stúlkunni. Einn seðillinn datt niður og leit stúlkan við um leið og hún tók hann upp. En á meðan geigaði bíllinn til, því að lausamöl var undir hjólunum, og hentist utan í símastaur og þaðan skáhalt yfir götuna ofan í skurð. Allir farþegar meiddust eitt- hvað, þótt þeir séu búnir að ná sér nú, nema stúlkan sem ók. Þetta er til viðvörunar fólki fram vegis, að trufla ekki bílstjóra við aksturinn.“ Skortur í varahlutum FYRIR nokkru var sagt frá því í Morgunblaðinu, að tilfinn- anlegur skortur væri á ýmsum varahlutum í útvarpstæki. Kunn- ingi Velvakanda hefur komið að máli við hann og sagt sínar farir ekki sléttar. í tæki hans vantar einn lítinn lampa, en hann er ófáanlegur. Hefur þessi ógæfu- sami maður verið útvarpslaus í hálfan mánuð, og skyldi mig ekki undra, þó að gjaldeyrisyfirvöld- in fengju hiksta svona við og við! Spútnik utan vinnutíma BRETAR eru sem kunnugt er lítt gefnir fyrir að bregða af venjum sínum, enda er sagt, að maður nokkur í konunglegri stjörnufræðistofu út á landsbyggð inni hafi sagt, er hann var spurð- ur um ferðir hins fræga gervi- mána, sem fór á loft einn föstu- dag fyrir nokkru eins og menn muna: „Hér er enginn til að fylgjast með tunglinu. Við vinnum ekki nema 5 daga í viku, og allir fóru heim kl. hálf sex á föstudaginn." Fer hér á eftir samþykkt þings- ins í skógræktarmálum: „Það má nú telja fullsannað með tilraunum, sem Skógrækt ríkisins hefur gert á Hallorms- stað, að nytjaskógar barrviða geti vaxið upp hér á landi á 50 til 100 árum. Skógræktarmenn telja öruggast, að byrja ræktun nytjaskóga af barrtrjám með því, að gróðursetja trén í skjóli þeirra birkiskóga, sem til eru í landinu. — Þeir hafa og leitt að því gild rök, að önnur fjárfesting á landi hér sé vart arðvænlegri, þegar til lengdar lætur, en ræktun barr skóga. Gróðursetning barrviða er nú framkvæmd í landinu að mestu leyti á vegum héraðsskógræktar- félaga og má í sjálfu sér gott eitt um það segja. Hins vegar er ljóst, að eigi að stefna að því, að koma upp verulegum nytjaskóg- um á þessari og næstu öld, þarf að auka gróðursetningu barrtrjáa stórlega frá því sem nú er og þá fyrst og fremst á stórum sam- felldum svæðum og þá sérstak- lega í það skóglendi, sem þegar er í eign hins opinbera og kemur þar varla annar aðili til greina, en Skógrækt ríkisins, að vinna það verk. A þessum forsendum skorar Fjórðungsþing Austfirðinga á Al- þingi að auka svo fjárframlög til Skógræktar ríkisins, að henni verði kleift, að gróðursetja árlega allt að einni milljón barrtrjáa 1 birkilendi í opinberri eign. Telur þingið sjálfsagt, að sam- felldir barrskógar verði þannig græddir upp í öllum landsfjórð- ungum, en vill þó sérstaklega benda á hina víðlendu birkiskóga og kjörr á Flótsdalshéraði, sem telja verður sérstaklega vel fall- in til þess, að fóstra nytjaskóga nálægrar framtíðar. Skorar þingið á alþingismenn Austfirðinga, að leggja þessu stórmáli allt það lið á Alþingi, er þeir megna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.