Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. okt. 1957
MORCVHBLAÐIÐ
15
Sr. Sigurbur Einarsson:
Haldið \ austur
í glóðheitu roki
Við erum komin nokkuð langt
suður í Messína-sund. Þá fer að
koma strekkingur á móti, ekki
mikill að vísu, en nógur til þess
að brátt fer að rísa kröpp bára.
Þegar út úr sundinu kemur, er
þessi strekkingur orðinn að glóð-
heitu roki. Loftið verður gulmistr
að og undir sól að sjá bregður á
það einkennilegum litbrigðum,
eins og þegar rauðglóandi málm-
ur er að kólna. Sjórinn verður
brátt úfinn og skipið tekur að
höggva. Eftir nokkra klukkutíma
er ekki annars kostur, en draga
lir ferð, láta vélarnar ganga fyr-
ir hálfri orku, ef vært á að vera
í skipinu.
Skipstjórnarmenn eru þaulvan-
ir siglingum á þessum sióðum.
Þeir segja okkur, að þetta sé
eyðimerkurrok, komið beint inn-
an af reginauðnum Afríku, og
geti staðið yfir allt að því fimm
sólarhringa. Auk þess orðið
miklu hamrammara en þetta, sem
svarfar um okkur nú. — Þetta
þóttu flestum ískyggilegar frétt-
ir, enda tekið með áhyggjusvip
Og fálæti.
En til hvers að vera að mæða
sitt hjarta með áhyggjum. Þetta
stóð ekki nema rúma' tvo sólar-
hringa og seinkaði okkur ekki
nema um rúmar hundrað mílur.
En mörgu af fólkinu leið illa, og
borðsalur var fáskipaður. Margt
af fólkinu var algerlega ósjóvant
og kannske ekki laust við
hræðslu. Og auk þess voru þetta
áreiðanlega öllum vonbrigði.
Okkur hafði allt dreymt um að
sitja í þægilegum dekkstólum,.
liggja i sól, og líða þannig
áhyggjulaus yfir azúrbláan og
spegilsléttan flöt Miðjarðarhafs-
ins. Nú var sá fagri draumur
fokinn út í glóðheitt rok og gult
fjandsamlegt mistur.
Skip Barböru Hutton
Síðari og verri óveðursnóttina,
gat ég ekki sofið — mest vegna
hita, og reika út í hliðargang, þar
sem eru þægilegir stólar. Klukk-
an er tæplega fimm. Þegar ég hef
setið um stund í rökkrinu, sé ég
að stúlka kúrir í stól úti í horni.
Ég veit, að hún er kennslukona
og prestsdóttir frá Osló. Henni
líður auðsýnilega ekki vel, svo
ég fer að spjalla við hana. Hún
hefur nálega ekkert soíið í tvo
sólarhringa, segir hún mér, setið
uppi og rorrað. Ég spyr, hvort
það sé sjóveiki, sem að henni
gangi. — Ekki oeint. Hvað þá?
Það grípur hana hræðs’a hvert
sinn, sem hún leggst i kojuna.
Hræðsla við hvað? Að skipið sé
að farast.
Ég hef áður kynnzt þessu fyr-
irbrigði á sjó og veit hvað það
getur orðið alvarlegt. Svo ég fer
að reyna að tala kjark í hana.
Og kannski aldrei brugðizt boga-
listin svo illa. Það er dapurlegt
til frásagnar.
Ég fer að segja henni frá því,
að hér sé ekkert að óttast. Skipið
sé þrælvandað og traust, enda
upprunalega byggt sem lysti-
snekkja handa Barböru Hutton,
auðugustu konu veraldarinnar,
eiganda Woolworth milljónanna.
Hún hafi átt skipið í nokkur ár,
siglt því um öll heimsins höf í
veizluglaumi og gleði og ekki
selt það fyrr en hún hafði elcki
gaman af því lengur. — Nei,
Brandi er óhætt í þessari golu,
sagði ég af miklum sannfæring-
arþunga. Hann hefur komizt í
hann krappari, og ekki vízt að
skipstjórnarmenn hafi alltaf ver-
ið jafnyndislega allsgáðir og nú.
Þessi ræða, svo prýðileg sem
hún var í sinni upprunalegu
mynd, hafði því miður, þveröfug
áhrif við það, sem til var ætl-
azt. Stúlkan er ennþá aumari, en
hún var áður.
Eruð þér viss um, að báturinn
hafi upprunalega verið byggður
handa Barböru Hutton? spyr
hún.
Alveg handviss, ungfrú —
byggður af beztu kunnáttumönn'
um heimsins, handa henni.
Þá er hann til orðinn til þess
að fullnægja holdsins og heims
ins lyst og synd. Hugsið yður,
þessi bátur er byggður til þess
að vera fljótandi pútnahús og
drykkjukrá. Það getur ekki farið
vel.
Jú, ætli það ekki, anzaði ég
Hann er nú búinn að vera nokk-
ur ár í eigu kristilega ungmenna-
sambandsins norska. Það ætti að
vega drýgra um farnað hans nú,
en léttúðin í Barböru Hutton.
Haldið þér ekki?
Það er langt frá, að hún sé
viss um það. Ég finn, að þessi
röksemd mín nægir ekki í henn-
ar augum. Og þagna og hef
djúpa samúð með henni.
Það loðir óblessun við allt, sem
notað hefur verið í þágu syndar-
innar, segir hún svo. Þetta skip
veltur nú eins og kefli í storm-
um hafsins, af því það var not-
að sem leikfang í stormi lostans.
Ja, hvað á að segja undir svona
kringumstæðum? Það hleypur í
mig talsverð vonzka og ég segi
með allmiklum þunga: Látið
Barböru vesalinginn vera. En nú
hefur þessu skipi verið fest með
taug trúarinnar við það, sem við
köllum á íslandi Bjargið alda,
borgin mín. Varið yður, að það sé
ekki einmitt yðar þáttur, sem er
að bila í þessari taug.
Og hvað skeður nú? Ég bjóst
við að hún yrði reið. Nei, hún
lítur upp og brosir. Þakka yður
fyrir þetta orð, segir hún. Og
gengur burt.
En ég sit og hugsa margt. Svona
rekst maður daglega á ný lífs-
viðhorf og sjónarmið. Sér inn um
svolitla gætt inn í mannlega sál,
og hennar baráttu. Er agnarvit-
und auðugri að reynslu. Þetta
var sagan um skip Barböru
Hutton.
Alexandría
Og allt í einu er lognið komið,
jafnskyndilega og óveðrið. Við
sjáum af skeytunum, að bátar
hafa farizt á hafinu vestur af
okkur, jarðskjálftar geisað á
eyjum út af Túnis og valdið
manntjóni og eigna. Og að Rúss-
inn er búinn að prýða festingu
Egyptar hafa að undanförnu sent fjölmennan her til Sýrlands sem kunnugt er. Myndin er tekin
fyrir nokkrum dögum, er egypzkur herflokkur þrammaði um götur Alexandriu á leið tii skips,
sem flutti þá til Sýrlands.
EINAR ASMUNDSSON
hæstaréUarlögmaðui.
riafsteinn Sigurðsson
héraðsdómslögmaður.
Skrifstofa Hafnarstræi.i 5.
Sími 15407.
HRINOUNUM
FRA
himinsins með nýju tungli, sem
gandreiðast um geiminn. En það
er eins og þessar fregnir nái varla
vitund okkar. Það er nálega logn,
hafið yndislega blátt, dálítið heitt,
32°C f skugga, og einhver unaðs-
leg sólværð yfir fólkinu. Við er-
um að nálgast Alexandríu, sigl-
um síðustu stundirnar undir blik-
andi stjörnuhimni umleikin
mjúku ljósi frá nálega fullu
tungli — þessu gamla, sem fram
að þessu hefur verið eitt um hit-
una. Og undir þessari værð, sem
einkennir fas fólksins og hátt-
semi, býr sterk eftirvænting: Á
morgun opnast okkur hinn fram-
andlegi, litríki heimur austurs-
ins.
Við komum til Alexandríu kl.
5 að morgni. Það er ekki orðið
fullbjart. En ég stend á þiljum
og virði fyrir mér loftlínu borg-
arinnar, eins og hún birtist í
morgunsárinu mörkuð ljósum.
Jafnskjótt og birtir fyllist bryggj-
an af iðandi lífi, öskrandi kaupa-
héðnum, sem hafa alls konar
varning á boðstólum. En það
verður lítið um verzlun. Viðdvöl
okkar í Alexandríu verður mjög
stutt að þessu sinni. Allir eru
í óðaönn í brottbúningi, því þeg
ar að loknum morgunverði leggj-
um við af stað í ferðalag til
Kairó, Memfis, pyramídanna,
Sakkara og fleiri merkisstaða I
Egyptalandi. Við fáum aðeins
tóm til að skipta peningum, koma
frá okkur pósti og þess háttar.
Annars er um að gera að nota
tímann.
Enn logar viti á Faros, eins
og í fornöld, þegar við siglum
inn. En þessi viti er einfalt og
hagkvæmt nútímasmíð, en ekki
eitt af furðuverkum veraldar-
innar eins og forni vitinn á Faros,
sem endur fyrir löngu lýsti skip-
um Hellena og Rómverja á þess-
um slóðum. Alexandría er al-
þjóðleg hafnarborg og geipileg
verzlunarborg, með skrauthýsum
og höllum frá ýmsum tímum.
Merkilegast er það ef til vill, að
hún býr enn þann dag í dag að
miklu leyti við það skipulag, sem
hún hlaut af hendi stofnanda síns,
Alexanders mikla, beinar, breið-
ar götur, sem skerast í réttum
hornum. Framsýni Alexanders
kom þannig ekki einungis fram
í vali borgarstæðisins, heldur og
í því skipulagi borga, sem síðan
hefur þótt fegurst og bezt við-
hlítandi, og því meir, sem fram
leið á vora öld.
Þegar í fornöld var byggður
garður út í eyjuna Faros undan
ströndinni þar sem borgin stend-
ur og vikin, sem þannig mynd-
uðust milli eyjar og lands hlutu
nöfnin Vesturhöfn og Austur-
höfn. Á garðinum voru þegar í
fornöld byggð hús og þegar þau
gengu úr sér, var rústunum rutt
út í þá höfnina, sem stjórnendur
borgarinnar töldu sér minna
virði. Það sem einu sinni var garð
ur, er þannig á mörgum öldum
orðið að breiðum granda og
standa þar ýmsar af merkustu
byggingum borgarinnar, auk þess
sem þarna er geysilegt verzlun-
arhverfi. Borgin er fögur, eo
breytileg á svip og nokkuð fram-
andleg í okkar augum. Veldur þar
ekki sízt um hve fólkið er ger-
ólíkt því, sem líta má í borgum
á Norðurlöndum.
— En nú er ekki til setu boð-
ið. Ég fæ ekki að skrifa meira,
því ég hef eytt öllum tímanum
í það að fá ofurlitla hugmynd
um borgina.
Við erum að leggja af stað til
Kairo, og öllum íslendingunum
líður vel.
Alexandríu, 9. okt. 1957.
Sigurður Einarsson.
Hafnarfjörður
Hlutavelta Fríkirkjusafnaðarins verður n.k. sunnu-
dag í Skátaheimilinu kl. 4 e.h. Safnaðarfólk er kvatt
til að styrkja hana sem bezt. Munum sé komið til
Þórðar Þórðarsonar, Háukinn 4, Ólafíu Guðmunds-
dóttur, Lækjargötu 10A og Kristins Magnússonar,
Urðarstíg 3 eða í Skátaskálann á laugardag.
Hlutaveltunefndin.
Skrifstofustúlka
óskast til vélritunar- og símavörzlu hjá heildverzl-
un um næstu mánaðamót. Enskukunnátta æskileg.
Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og
menntun, ásamt mynd (er endursendist) leggist
inn á afgr. Mbl. fyrir 28. þ.m. merkt:
Framtíð — 7859.
Hafnarfjörður
Unglinga eða eldri mann vantar til að bera blaðið
út í hálfan vesturbæinn. — Hátt kaup.
Talið strax við afgreiðsluna Strandgötu 29.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 69., 70. og 71 tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1957 á v.b. Bára, KE 3 fer fram við skipið
sjálft í Dráttarbraut Keflavíkur fimmtudaginn 24.
október n.k. kl. 4 e.h.
Keflavík, 22. október 1957,
Bæjarfógetinn í Keflavík.
íbúðir í smíðum
Til sölu 5 herb. íbúðir í smíðum í sambýlishúsi við
Álfheima. íbúðirnar seljast fokheldar með hitalögn.
Stærð 117 ferm. Hagkvæmt verð og greiðsluskil-
málar.
Málflutningsstofa
Sigurður Reynir Pétursson hrl.
Agnar Gústafsson hdl.,
Gísli G. ísleifsson hdl.,
Austurstræti 14, 2. hæð,
síinar 19478 og 22870