Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 12
n MORCUNBTAÐIÐ Miðvikudagur 23. okt. 1957 WmtMl wpH verska þjóðin hafði orðið að þola á undanförnum árum undir kommúnískrj stjórn. Kommúnistar hölðu lítið fylgi f almennum þingkosningum, sem fram fóru í Ungverjalandi í lok styrjaldarinnar sýndi það sig, að kommúnistar höfðu til- tölulega lítið fylgi meðal ung- versku þjóðarinnar. I þessum kosningum hlaut Smábænda- flokkurinn hreinan meirihluta á þingi, eða 245 þingsæti. Komm- únistar fengu aðeins 70 þingsæti. Þrátt fyrir það kröfðust komm- únistar þess að fá að vera með í svonefndri alþýðufylkingu og fengu þar sitt fram með rúss- neskum ógnunum. í samsteypu- stjórninni fengu kommúnistar m. a. embætti innanríkisráðherra. Stofnuðu þeir hina pólitísku lög- reglu Avó og notuðu hana til að ofsækja stjórnmálaflokka. Árið 1948 var lögreglan búin að þagga niður í öllum andstæðingura kommúnista. Alþýðulýðveldi var stofnað og kommúnísk ógnarvöld urðu allsráðandi. 4) Kóreuvikan. 5) Stjórnarskrárdagurinn. 6) 10 ára afmæli þess, að Rak- ósi var sleppt úr fangelsi. 7) Keppnisdagur til að ljúka vinnuáætlun fyrir árið 1950. 8) Til að heiðra kosningar í verkalýðsfélaginu. 9) 33 ára afmæli rússnesku byltingarinnar. 10) Afmælisdagur Stalins. 11) Til að heiðra annað flokks- þing ungverska kommúnista- flokksins. Hagur ungverskr# verkamanna var skertur á margvíslegan hátt annan og er ekki nema eðiilegt, að stöðug gremja væri meðal verkamanna bæði í garð komm- únistastjórnarinnar og einnig í garð Rússa, sem hirtu mikinn hluta þjóðararðsins. Alveg með sama hætti voru bændur beittir þvingunum. Þeim var með valdi skipað að gerast verkamenn á samyrkjubúum og smájarðir þeirra voru teknar eignarnámi, án þess að nokkur greiðsla kæmi fyrir. Á samyrkju búunum höfðu þeir hin hrak- smánarlegustu laun. Þeir höfðu tæpast til hnífs og skeiðar. Hin volduga Stalinstytta í Búdapest var Ungverjum tákn hinnar rússnesku kúgnnar. Hinir kommúnísku valdhafar neyddu þjóðina til að halda þjóðhátíðir sínar í skugga styttunnar. Þessi mynd var tekin af hersýningu ungverska hersins við styttuna á valdadögum Rakósi. í DAG er eitt ár liðið síðan bylt- ing brauzt út í Ungverjalandi. Hún beindist gegn ofríki komm- únista í landinu og gegn rúss- neskri kúgun. Heita má að öll ungverska þjóðin hafi verið sam- einuð í byltingartilraun þessari og sýnt var að hún hefði skipað *ér nýja stjórnendur og lýðræð- islegt stjórnarfar, ef Rússar hefðu ekki skorizt í leikinn með ofur- •fli herliðs og bælt byltinguna nið ur. Síðan fengu Rússar í lið með ■ér örfáa línukommúnista, sem mynduðu stjórn undir forustu Janos Kadar. Þarf ekki að orð- lengja það, að öll ungverska þjóðin lítur svo á, að Kadar cg sá fámenni hópur, sem með honum ■tendur séu landráðamenn. Það er athyglisvert að Rúss- ar og þjónar þeirra i (Jng- verjalandi hafa snúið við ÖU- um staðreyndum varðandi or- sakir hinnar ungversku bylt- ingar. Staðhæfa þeir stöðugt, að hún hafi verið bylting fas- ista og afturhaldssinna. Þessu halda þeir fram, jafnvel þótt glöggar upplýsingar séu fyrir hendi um það, að mikill f jölði flokksbundinna kommúnista ▼ar í fremstu röð byltingar- manna og það einnig þótt það hafi komið í ljós, að allur æskulýður og skólafólk lands- ins var í uppreisn gegn vald- höfnnum og sömuleiðis allur her landsins. Staðhæfingar Kadar-stjórnar- hmar um fasistagagnbyltingu eru *vo fráleitar, að bitur gamansaga gengur í Ungverjalandi um bylt- inguna: — Það voru 9 milljónir gagnbyltingarsinnaðra landeig- enda, verksmiðjueigenda, banka- •tjóra, aðalsmanna og kardinála, ■em gerðu byltingu gegn aiþýð- unni. En ungverskir verkamenn og bændur voru hollir alþýðu- ■tjórninni og mynduðu þeir allir ■ex Kadar-stjórnina. Sjálfkrafa unnreisn bióðarinnar Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað ýtar- lega þá staðhæfingu Rússa og Kadar-stjórnarinnar, að bylting- in í Ungverjalandi hafi aðeins ▼erið verk örfárra fasista. Kemst nefndi að eftirfarandi niðurstöðu um það: Það sem gerðist í Ungverja- landi í október og nóvember 1956 var sjálfkrafa uppreisn þjóðar- innar, sem stafaði af ýmiss konar böli er þjóðin hafði orðið að þola og hafði valdið gremju meðal al- mennings. Eitt af því sem olli mestri gremju var að Ungverja- land var ætíð skipað á óæðri bekk í samskiptunum við Rúss- menntamenn forustu í bylting- unni. Margir þeirra voru komm- únistar eða fyrrverandi komm- únistar. Þannig mælir Rannsóknar nefnd Sameinuðu þjóðanna Kúeiin verkamanna Eitt versta bölið var gemýt- ing Rússa á ungversku atvinnu- lifi. Það, samfara kostnaðarsamri þjóðnýtingu, olli stórkostlegum efnahagsvahdræðum og kúgun á verkamönnum. Lífskjör manna fóru stöðugt versnandi. Verkíalls £réttur var afnuminn, en í þess ályktunarorðum sínum um ung- versku uppreisnina. Orsakir henn ar eru margs konar böl, er ung- "flWÍSHBHI Bækistöð Avóanna. í þessum byggingum voru fangelsi og pynd- ingarklefar fyrir pólitíska fanga. stað kom stórfelld vinnuþvingun samkvæmt hinu rússneska Stakk- anov-kerfi. Aðallega voru tvær aðferðir notaðar til að ræna verkamenn arði og launum. í fyrsta lagi var kerfi hinna svonefndu „Frið- ar“-lána. Svo var látið heita, að verkamenn veittu þau af frjáls- um vilja, en í rauninni voru þeir beittir margs konar þvingunum til að afhenda rikinu 12% af launum sínum. Þeir sem neituðu að greiða voru settir í gapastokk, reknir úr vinnu og jafnvel hand- teknir. Hin aðferðin var „sjálf- boðaliðsvinna" sem verkamenn urðu að inna af hendi ókeypis í ýmiss konar yfirskyni. T.d. má geta þess, að á tímabilinu apríl 1950 — febrúar 1951 voru ellefu svonefndir vinnukeppnisdagar: 1) Til minningar um frelsun Ungverjalands. 2) Til heiðurs 1. maí. 3) Til minningar um stofnun verkalýðsfélaga. óánap^a stúdenta Óánægjan fór einnig stöðugt vaxandi meðal stúdenta. Að visú fengu aðrir ekki inngöngu á há- skóla landsins, en þeir sem voru meðlimir í kommúnistaflokknum. i Börn háttsettra embættismanna ! og foringjar i kommúnista- flokknum gengu fyrir við skóla- nám. Þrátt fyrir þetta virðist sem andúð unga fólksins á komm únismanum hafi stöðugt farið vaxandi. Því gramdist sérstak- lega hin víðtæka kennsla í póli- tískum fræðum kommúnismans og í rússnesku. Skömmu áður en uppreisnin brauzt út 23. október höfðu stúdentar fengið því fram- gengt, með háværum og marg- ítrekuðum kröfum, að dregið skyldi úr skyldunámi í rússnesku. Það var í beinu framhaldi ai þessu, sem stúdentar settu fram nýjar kröfur, er urðu eitt helzta tilefni uppreisnarinnar. Rússnesknkennslan byrjaðl í fyrstu bekkjura barnaskól- anna. Hún gekk siðan í gegn- um miðskóla og menntaskóla og alla leið npp í háskólann. Háskólakennsla í Ungverja- landi hafði verið lík þvi sem tíðkast annars staðar í Evrópu. Þótti stúdentura það þvi furðu leg ráðstöfun. begar þeir voru land. Þá ber þess að geta, að stjórnarfyrirkomulaginu var hald ið uppi með ógnaraðgerðum, sem voru framkvæmdar með hinni pólitisku lögreglu Avó. Bar mjög á aðgerðum hennar að minnsta kosti tíl ársloka 1955 en hún starfaði með viðtæku kerfi njósn ara og uppljóstrunar-manna, sem eitruðu þjóðlíf Ungverja. Rúss- nesk áhrif ollu gremju á mörgum fleiri sviðum. Þeirra gætti alls staðar, þeirra gaetti í því að mál- frelsi var aínumið og i því að ungverski herinn tók upp rúss- neska einkennisbúninga. Ung- verjar báru ekki persónulegan fjandskap til einstakra rúss- neskra hermanna, sem dvöldust á ungverskri grund, en þetta út- lenda herlið var tákn einhvers, sem skapraunaði stoltri þjóð og hún þráði frelsið. Sú kenning, að afturhaldsöfl i Ungverjalandi hafi æst tii bylt- ingarinnar, eða að hún hafi íeng- ið styrk frá afturhaldsöflunum og frá vestrænum heimsvaida- sinnum hefur ekki staðizt við at- hugun rannsóknarnefndarinnar. Frá byrjun til loka höfðu stúd- entar, verkamenn, hermenn og 1111 ■ ; id Að kvöldi 23. október réðust stúdentar að Stalin-styttunni og brutu hana niður. Hinn þungi koparhaus Stalins var dreginn út á götu og hafður þar til háðungar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.