Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. okt. 1957 MORCVNBT AÐ1B 9 Sameiginlegur vörumarkaður Álif norrænu efnahagssamvinnunefnd arinnar lagt fram Khöfn í október 1957. HINN 21. þ. m. voru birtar til- lögur og nefndarálit norrænu efnahagssamvinnunefndarinnar run aukna norræna efnahagssam- vinnu og þá fyrst og fremst um sameiginlegan norrænan vöru- markað. í h. u. b. hálft þriðja ár hefur nefndin unnið að und- irbúningi þessa máls. Upphaflega var hún aðeins skipuð Dönum, Norðmönnum og Svíum, 4 sér- fræðingum frá hverju landi, en 4 Finnar bættust við, eftir að Finn- land gerðist aðili að Norður- landaráðinu. Nefndarmennirnir hafa haft marga aðra sérfræð- inga sér til aðstoðar og þeir hafa iðulega ráðgert við efnahagsráð- herrana og fulltrúa atvinnulífsins í þessum fjórum löndum. — fs- land hefur ekki tekið þátt í þessu starfi. Nefndarálitið er mikið verk í 5 bindum, samtals 1390 blaðsíður. Seinna verður gefið út 6. bindið, sem á að fjalla um samanburð á hinum þremur áformum, sem nú eru á döfinni um aukið við- skiptafrelsi í Vestur-Evrópu, nefnilega norrænu tollabanda- lagi, fríverzlunarsvæði OEEC- landanna og sameiginlegum markaði Litlu-Evrópu-ríkjanna. Nefndarálit norraenu efnahags- samvinmuiefndarinnar fjallar m. a. um almenn skilyrði fyrir auk- inni norrænni efnahagssamvinnu. Nefndin gerir um leið grein fyr- ir, á hvaða sviðum samvinnan verði auðveldast framkvæmd. Norrænt tollabandalag Nefndin hefur samið skrá yfir allar vörur, sem Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar flytja út eða inn. Hún hefur athugað, hvaða vörur eigi að vera tollfrjálsar í viðskiptum þessara þjoða á milli, gert uppkast að samningi um norrænt tollabandalag og samið ítarlega tollskrá, þar sem til- I greindir eru þeir tollar, sem nú | eru í gildi í þessum 4 löndum, og um leið eru gerðar tillögur um þá tolla, sem lagðir verði á innflutning frá Iöndum utan norræna tollabandalagsins. Aðalatriðið í tillögum nefnd- arinnar er uppkastið að samn- ingi um norrænt tollabandalag, sem Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar gerist aðilar að. Þegar um þetta mál er að ræða, er eðlilegt að líta fyrst á það, hve mikil eða lítil vöruviðskipti þessar fjórar þjóðir hafi hver við aðra. Innbyrðis vöruviðskipti þeirra námu árið 1955 13—14% af allri vöruverzlun þeirra við útlönd. Innflutningur þeirra frá hverri annarri var -samtals 4.300 milljónir danskra króna og til- svarandi útflutningur 4.200 millj. d. kr. Áttatíu af hundraði tollfrjálst Efnahagssamvinnunefndin legg ur til, að 80% af vöruviðskipt- unum milli þessara 4 þjóða verið tollfrjáls og haftafrjáls. Þarna er fyrst og fremst um að ræða hráefni til iðnaðarframleiðslu og hálfunnar vörur en þó líka nokkr ar en langt frá allar fullunnar iðnaðarvörur, þ. á. m. ýmsar rafmagnsvörur, vélar, skip og læknislyf. Toll- og haftafrelsið á fyrst um sinn ekki að ná til landbúnaðar- og sjávarafurða. En fari svo, að Norðurlandaþjóðirnar gerist aðil- ar að hinu fyrirhugaða friverzl- unarsvæði OEEC-landanna, og þessar vörur njóti þar tollfrelsis, þá verða þær líka að gera það innan vébanda norræns tolla- bandalags. Sameiginlegir tollar út á við Aðildarríki norræns tolla- bandalags eiga að hafa sameig- inlega tolla út á við. Samkvæmt uppkastinu að tollabandalags- samningnum eiga tollar á hálf- unnum vörum að nema 3—9% og á fullunnum vörum 8—12%. Hæsta tollinn, nefnilega 17%, á að leggja á útvarpstæki. Hráefni verða flest öll tollfrjáls. Ætlast er til, að toll- og hafta- frelsið gangi í gildi strax þegar tolla-bandalagið kemst á laggirn- ar. Nokkrar undantekningar verða þó gerðar frá þessari meg- inreglu. En þær vörur, sem þarna verður um að ræða, nema aðeins 8% af vöruverzluninni milli aðildarlandanna. Vegna sérstakra efnahagslegra erfiðleika, sem Finnar eiga við að striða, er ætlazt til, að þeim verði veittur dálítill frestur til að fram kvæma þær ráðstafanir, sem þátt taka þeirra í tollabandalaginu hefur í för með sér. Lendi eitthvert aðildarland- anna í alvarlegum gjaldeyris- vandræðum, má leyfa því að leggja um stundarsakir höft á innflutning frá tollabandalags- þjóðunum. Aukið viffskiptafrelsi — aukin framleiffsla. Búizt er við, að viðskiptafrels- ið milli aðildarþjóða tollabanda- lagsins auki framleiðslu þeirra og þá um leið fjárfestingarþörf- ina. Efnahagssamvinnunefndin norrœnn leggur því til, að stofnaður verði norrænn fjárfestingarbanki, sem útvegi atvinnurekendum lán í erlendum gjaldeyri. Stofnfé hans á að vera 300 millj. dt^lara. Nefndin telur nauðsynlegt, að aðildarlöndin hafa sameiginleg- an erlendan gjaldeyrisforða. Hún gerir ráð fyrir náinni samvirmu þeirra á milli, þegar um við- skiptasamninga við önnur lönd er að ræða. Ennfremur er búizt við aukinni norrænni samvinnu á sviði framleiðslunnar og vís- indalegra rannsókna. Fundur efnahagsráffherra Á fundi í utanríkisráðuneytinu danska skýrði Bertel Dahlgaard, efnahagsráðherra Dana, dönskum og erlendum blaðamönnum frá tilllögunum um norrænt tolla- bandalag. „í fyrsta sinn í verald- arsögunni eru þarna bornar fram tillögur um sameiginlegan norrænan markað með sérstök- um ákvæðum fyrir hverja vöru- tegund“, sagði ráðherrann m. a. Hann gat þess, að efnahags- ráðherrar Norðurlanda ætli að koma saman í Stokkhólmi 24 þ. m. til að ræða þessar tillögur, að efnahagsmálanefnd Norður- landaráðsins muni ræða þær á fundi í Svíþjóð í byrjun nóvem- ber og að þær verði lagðar fyrir fund Norðurlandaráðsins í Osló í janúar n. k. Ráðherrann tók það fram, að ríkisstjórnir hlutaðeigandi landa hafi ekki tekið afstöðu til tolla- bandalagsins. Hann sagði ekkert um möguleikana fyrir stofmm þess. En engum getur dulist, að það verður miklum og margvís- legum erfiðleikum bundið. Steinar í götunni Áhuginn fyrir þessu tollabanda lagi hefur víða minnkað vegna áformanna um langtum víðíæk- ari verzlunarfrelsissvæði í Vest- ur-Evrópu. Norrænt tollabanda- lag mætir mikilli mótspyrnu víða ástæðum tekið þátt í þvi. f Dan- mörku heimta bændur, að Dan- mörk gerist aðili að sameigin- legum markaði Litlu-Evrópu- ríkjanna, en það mundi útiloka danska þátttöku í norrænu tolla- Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69-, 70. og 71. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1957 á v.b. Sæfari, KE 52, fer fram við skipið sjálft þar sem það liggur í Keflavíkurhöfn, fimmtudaginn 24. okt. n.k. kl. 3 e.h. Keflavík, 22. október 1957, Bæjarfógetinn í Keflavík. Verzlunarmannafél. Reykjavíkur heldur almennan félagsfund í kvöld kl. 8,30 í Vonarstr. 4 Dagskrá: 1. Breytingar á reglugerð lífeyrissjéðsins lagðar fram til samþykktar. 2. Gefin skýrsla um starfsemi lífeyris- sjóðsins. 3. Rætt um lífeyrissjóðsreglugerð KRON. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Aðalfundur Týs, F.U.S. í Kópavogi verður haldinn miðvikudaginn 30. okt. n.k. kl. 8,30 að Melgerði 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin. í Noregi. Margir búast við, að bandalagi. Finnar geti ekki af pólitískum I Fáll Jónsson. Skrifstofusfúlka Stúlka óskast á skrifstofu hjá heildsölufyrirtæki. Almenn skrifstofustörf, enskar bréfaskriftir. — Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. merkt: Merkúr — 7860 fyrir n.k. föstudagskvöld. Ef þér eruð sjúkur eða veiklaður getur verið alveg ómetanlegt fyrir yður að fá eins full- komna hvíld og unnt er. Ekki er vitað um neinn einn hlut, er skipti meira máli fyrir þetta, en koddinn, sem þér eigið að hafa undir höfðinu, er þér hvílist. REST-BEST-koddar taka öðrum koddum fram, þar sem þeir eru lagaðir eftir mannslíkamanum. — Einkaleyfi þegar veitt eða væntanlegt í flestum menningarlöndum. HARALDARBÚ8 Nýkomið Umbúðapappír (40 og 57 cm.) Toiletpappír H. Benediktsson hf. Hafnarhvoll — Sími 1-1228 Cúmmí bomsur Nýkomnar gúmmí bomsur fyrir karlmenn og unglinga í stærðunum 38 til 45. — Mjög hentugt hlífðar skótau fyrir haust og vetrar veður. HECTOR Laugaveg 11 Laugaveg 81

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.