Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 19
Miðviktidagur 23. okt. 1957 MOnGVXBLABlÐ 19 — Varðarfundurinn Frh. af bls. 1. me5 sterkum og ákveðnum mið- bæ mun álitlegri en dreifðar byggðir. Slíkan miðbæ er auð- velt að skapa í Reykiavík, þvi að 307 hektara svæði írá Hring- braut að Skerjafirði, vestan frá háskólahverfi og austur að Foss- vogskirkjugarði er enn óbyggt að heita má. Nefndinni virðist aug- ljóst, að þarna eigi að byggja hinn nýja hluta miðbæjarins. Svæðið er 8 sinnum stærra en gamli miðbærinn, þó að tjörnin sé talin með. Þarna ættu að rísa upp nýtízku hverfi. Háreistar byggingar myndu sóma sér vel, og skrúðgarðar og vötn yrðu gerð til yndisauka. 1 þessum nýja miðbæ myndu rísa ýmsar atvinnustofnanir, menningarstofnanir og opinberar byggingar. Baðstaður bæjarbúa yrði Nauthólsvíkin, en við strönd ina í Skerjafirði mætti koma upp höfn fyrir skemmtibáta, kappróðrabáta og litla fiskibáta. 1 þessum bæjarhluta ætti hins vegar ekki að reisa neinar verk- smiðjur eða starfrækja iðnað, er óþrif geta orðið af. Gísli ræddi síðan ýmis atriði önnur, er nefndin telur miklu varða í skipulagsmálunum, m. a. framtíðarskipun flugvallarmál- anna. Verður nánar sagt frá ræðu hans í blaðinu á morgim. Aðrar ræður Valdimar Kristinsson við- skiptafræðingur ræddi síðan um lóðamál og gatnagerð, en drap auk þess á framtíð flugvallarins og líklega fólksfjölgun í borg- inni á komandi árum. Síðasti frummælandi var Thor- olf Smith og ræddi hann um fegrunarmálin. Að ræðum frummælenda lokn- um tók Valgarð Briem til máls og ræddi um umferðarmál, en síðan Gunnar Sigurðsson og fjall- aði um framtíð flugvallarins. — Sveinn Benediktsson talaði um staðsetningu aðalhverfa Reykja- víkur í framtíðinni, Eiríkur Ás- geirsson um samgöngumál í bæn- um og Þorkell Ingibergsson um lóðamál. Síðan töluðu Gísli Halldórs- son og Sveinn Beneditksson aft- ur, en að lokum tók Gunnar Thoroddsen borgarstjóri til máls. 1 fundarlok var gengið frá til lögum til bæjarstjórnarflokks Sj álfstæðismanna, og verða þær birtar í heild í blaðinu á morg- un ásamt nánari frásögn af fund inum. 4—6 herb. 'ibúb óskast til leigu frá 1. febrúar nk. eða síðar eftir nánara sam komulagi. Jón Kjartansson, (næstu daga í síma 11733). Þeir, sem eiga garðávexti á af- greiðslu vorri, eru vinsamlegast beðnir að sækja þá nú þegar. Vér höfum ekki frostheld hús til geymslu garðaávaxta og bætum ekki tjon, sem orsakast vegna frosta.— HERÐUBREIÐ austur um land til Bakkafjarð- ar hinn 28. þ.m. Tekið á móti flutn ingi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, — Borgarfjarðar Vopnafjarðar og Bakkafjarðar, í dag. — Farseðlar seldir árdegis á laugardag. SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar hinn 29. þ.m. — Tekið á móti flutn ingi til Tálknafjarðar, Súganda- fjarðar, áætlunarhafna við Húna- flóa og Skagafjörð, ólafsfjarðar og Dalvíkur á morgun. Farseðlar aeldir á mánudag. — Ungverjaland Framh. af bls. 13 Við þetta hófust um- ræður í Ungverjalandi á opin- berum vettvangi um ógnar- stjórn liðinna ára. í þessum % umræðum komu fram óve- fengjanlegar staðreyndir um hræðilegar aðfarir Avóanna. Það var ekkert leyndarmál lengur, að valdhafar kommún- ista, höfðu látið pina saklausa pólitiska andstæðinga sína með öllum þeim pyndingar- tækjum, sem hægt er að finna upp með nútimatækni. Aðfar- ir Avóanna voru sízt betri en aðfarir Gestapó manna á stríðsárunum. Það sem kom skriðunni af stað Það er ekki hægt að skilja or- sakir ungversku byltingarinnar, nema með því að gera sér grein fyrir þessu, að það er á almanna vitorði og opinberlega rætt um það, hvernig hinir kommúnísku valdhafar höfðu misnotað vald sitt á hinn hræðilegasta hátt. Sjálfir valdhafarnir eru orðnir uppvísir að hinum hræðilegustu glæpum og þeir viðurkenna það meira að segja. Þrátt fyrir það ætla þeir að halda áfram um stjórnartaumana. Það er þess vegna sem ungverska þjóðin rís upp gegn þeim, rís upp gegn hinu rússneska valdi. En þrír atburðir urðu þó eink- um til þess að upp úr logaði þann 23. október. Fyrsti atburðurinn var upp- reisn Pólverja gegn Rússum. Var þeim fregnum fagnað ákaflega í Ungverjalandl. Annar atburðurinn var ræða Ernö Gerö, framkv. stj. kommúnistaflokksins kvöldið 23. október, þar sem hann neit aði að ganga að kröfum stúd- enta og rithöfunda um aukið frelsi. Þriðji atburVurinn var svo skothríð A^óanna á hóp stúd- enta fyrir utan útvarpsstöð- ina í Búdapest. Dagskrá Aibingis Sameinað Alþingi miðvikudag- inn 23. okt. 1957, kl. 1% síðdegis. 1. Fyrirspum: Skylduspamaður. — Ein umr. 2. Fjárfesting opinberra stofn- ana, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 3. Áætlun um vegagerðir, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 4. Fréttayfirlit frá utanríkis- ráðuneytinu, þáltilL — Hvern- ig ræða skuli. 5. Framlag til lækkunar á vöru- verði, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 6. Brunavarnir, þáltill. — Fyrri umr. 7. Eftirgjöf lána vegna óþurrka, þáltilL — Fyrri umr. I.O.G.T. St. Mínerva nr. 172 Fundur f kvöld kl. 8,30 á Frí- kirkjuvegi 11. Kosning embættis- manna. Rætt um vetrarstarfið. — Æ.t. Stúkan „Einingin“ nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8,30. 2. skemmtiflokkur: — Litskuggamxndir- Spumingaþóttur. Söngur o. fleira. Sækjum 50 þennan fund. Æ.t. Samkomur Kristniboðsvikan Fjórða samkoma kristniboðsvik- unnar er í kvöld kl. 8,30 i húsi KFUM og K. — Séra Guðmundur Guðmundsson, Utskálum talar. Einsöngur. Allir velkomnir. Kristniboðssambandið. Fíladelfía Biblíulestrar M. 2, 5, og 8,30. — Allir velkomnir. Félagslíl Sktðamenn ! Skíðaleikfimi verður í Laugar- nesskóla framvegis á n.iðvikudög- um og föstudögum kl. 7,30 e.h. — Kennari verður Stefán Kristjáns son. — Skíðaráð Reykjavikur. Víkingar Skemmtifundur verður í félags- heimilinu í kvöld (miðvikudag), fyrir II. flokk og meistaraflokk kl. 8. — Nefndin.___________ SUNDMÓT ÁRMANNS Sundmót Ármanns verður hald- ið þriðjudaginn 12. nóvember n.k. Keppt verður í þessum greinum: 60 metra skriðsundi karla 200 metra skriðsundi karla 200 metra bringusundi karla 100 metra baksundi karla 50 metra flugsundi karla 50 metra skriðsundi kvenna 50 metra flugsundi kvenna 50 metra bringusundi telpna 100 metra bringusundi drengja 50 metra skriðsundi drengja 4x50 metra skriðsundi karla sundknattleik. Þátttökutilkynningum sé skilað til Guðbrandar Guðjónssonar, Skeggjagötu 10, sími 14052 fyrir 5. nóvember n.k. Stjórn sunddeildar Ármanns. Ármenningar! Æfingar í kvöld í íþróttahús- inu. — Stóri salur: ..1. 7 handkn., 4. fL; kl. 8 körfukn., drengja; kl. 9 körfuknattleik karla. Minni salur: kl. 7 fiml. telpna, yngri fl.; kl. 7,40 þjóðdansar og víkivakar, yngri fl.; kL 8,20 þjóð- dansar, eldri fL — jíætið vel. --- Stjórnin. Ilandknattleikdeild Ánnanns 4. flokkur Æfing í kvöld kl. 7 í íþróttahús- inu við Lindargötu. Mætið allir. Byrjendur eru innritaðir i æfingu. — Stjórnin. Innileg þökk fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti á 80 ára afmæli mínu 20. október sl. Páll Kr. Jónsson, Njálsgötu 2. Unglinga vantar til blaðburðar við Kleppsvegur Laugav. efri Sími 2-24-80 Hjartans þakkir til alira sem heiðruðu mig með heim- sóknum, gjöfum, blómum og skeytum þann 14. þ.m. á 60 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Petrína Jónasdóttir, Vifilsstöðum. Móðir okkar SYLVÍA N. GUDMUNDSDÓTTIB andaðist í Landspitalanum 22. október. Börnln. Faðir okkar og tengdafaðir ÓSKAR BJARNASEN umsjónarmaður Háskólans, andaðist aðfaranótt þriðjudags- ins 22. október. Jarðarförin verður auglýst siðar. Börn og tengdabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar ALBERT SW. ÓLAFSSON lézt af slysförum 22. þ.m. Guðrún Hinriksdóttir, Ingibjörg Albertsdóttir, Sigmundur Albertsson, Sverrir Eínarsson, Margrét Albertsdóttir og barnabörn. Móðir og tengdamóðir okkar, GUÐNÝ EINARSDÓTTIR lézt að heimili sínu, Suðurgötu 4, 22. október, 94 ára að aldri. Stefanía Guðjónsdóttir, Lárus Jóhannesson, Guðný Guðjónsðóttir, Óskar Árnason, Guðni G. Sigurðsson, Sigurður Guðjónsson. Konan mín RAGNHEIÐUR BLÖNDAL LÁRUSDÓTTIB andaðist að Elliheimilinu Grund, mánudaginn 21. okt. Guðm. Guðmundsson, Selfossi. Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi GUÐJÓN SIGURÐSSON er lézt 17 þ.m. verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju föstudaginn 25. þ.m. og hefst athöfnin með húskveðju að heimili hins látna, Túngötu 13, ísafirði, kl. 2 e.h. Fyrir mína hönd, bræðra miima, fóstursystur og ann- arra vandamanna. Sigurður Guðjónsson. Jarðarför mannsins míns og föður okkar TÓMASAR KRISTINS ÞÓRÐARSONAR Hamrahól, sem andaðist 13. þ.m. fer fram frá Kálfshóls- kirkju laugardaginn 26. þ.m. kl. 1 e.h. — Blóm vinsam- legast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Jórunn Ólafsdóttir og bömu Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför JÓHÖNNU INGIMUNDARDÓTTUR Frá Tannanesi Börn, tengdabörn og barnaböm. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð, við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður ÁSTRÍÐAR PETERSEN f. STEPHENSEN María Petersen, Ólafía Petersen, Ragnar Petersen, Adolf Petersen. Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér samúð og hjálpsemi við andlát og jarðarför mannsins míns, HANNESAR ÞORSTEINSSONAR skipstjóra, Dalvík. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.