Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 16
16 MORCt/TVBI AÐIÐ Miðvikudagur 23. okt. 1957 |A ustan Edens eftir John Steinbeck 163 I Joe sagt hommi eitthvað aýtt, ef Alf f ræddi hann á einhverju gömlu. já“, sagði hann og and- varpaði. — „Það var flest öðru vísi í hina gömlu, góðu daga. En þú finnur nú lítið til slíks, hálf- gert barn ennþá“. „Ég þarf að hitta mann“, sagði Joe. Alf lézt ekki heyra hvað hann sagði. — „Þú þekktir ekki Faye“, aagði hann. — „Hún var nú kerl- ing sem sagði sex“. Svo bætti hann við ein® og til frekari skýringar: „Þú veizt að Faye átti húsið á undan Kate. Það veit enginn með vissu, hvernig Kate fór að eign- ast húsið. Það var mjög dularfullt og margir grunuðu hana um græsku". Hann sá það, sér til ó- Wandinnar ánægju, að náunginn Bom Joe þurfti að hitta, myndi verða að bíða lengi. „Um hvað grunuðu þeir hana?“ apurði Joe. „Þú veizt hvernig fólk talar. Sennilega allt ástæðulaust og út í hláinn. En ég verð nú samt að játa, að það leit dálítið undarlega út". „Eigum við að fá okkur eitt hjórglas?" sagði Joe. „Þetta var sannarlega tímabær apuming", sagði Alf. „Þeir segja, að maður hlaupi beint frá jarðar- för inn í svefnherbergið. Ég er íú orðinn of gamall til að vera nokk- urs megnugur f slíkum rekkju- leikum. En jarðarfarir gera mig hins vegar alltaf þyrstan. Já, „Niggarinn" var furðulegur kven maður. Ég gæti sagt þér margt og mikið um hana. Ég er búinn að þekkja hana í þrjátíu og fimm — Nei, þrjátíu og sjö ár“. „Hver var Faye?“ spurði Joe. Þeir gengu inn í veitingakrá hr. Griffins. Hr. Griffin var mjög andvígur brennivíni og fullir menn vöktu hjá honum reiði og fyrirlitn ingu. Hann átti og starfrækti veit ingastofu í Main Street og á laug- ardagskvöldum neitaði hann oft þeim mönnum afgreiðslu, sem hann áleit að hefðu þegar fengið nóg. Afleiðingin vai-ð sú, að þessi kalda, reglusama og rólega veit- ingastofa hans varð mjög vinsæll og fjölsóttur staður. Það var veit- o- Þýðing Sverrir Haraldsson D- -n ingastaður, þar sem menn gátu komið til þess að ræða viðskipta- mál sín og rabba sarr.an í ró og næði. Þeir Joe og Alf settust við kringlótt borð, í innsta horninu >g drukku sin þrjú ölglös hvor. Joe fékk að heyra satt og ósatt, stað- fest og óstaðfest, getgátur og ágizkanir af verstu tegund. Allt þetta varð að tómum hrærigraut í höfði hans, en þé voru það nokk- ur atriði, sem vöktu hann til um- hugsunar. Eitthvað kunni að hafa verið öðru vísi en það átti að vera við dauða Fayes. Kate var kannske eiginkona Adams Trask. Þeim möguleika ætlaði hann a. m. k. ekki að gleyma. — Kannske myndi Trask fáanlegur til að kaupa þögn hans háu verði. Þetta með Faye var kannske fullheitt, til að koma við það. Joe varð að hugsa betur um það — einn og ótruflaður. Eftir tveggja stunda dvöl í veit- ingastofunni var Aif orðinn úrill- ur og fátalaðri. Joe hafði ekki leik ið heiðarlega. Hann hafði bara setið og hlustað á Alf, án þess að leggja nokkuð af mörkum í stað- inn — ekki eina einustu upplýs- ingu eða ábendingu. Alf hugsaði sem svo: — Náungi sem heldur túlanum svo vandlega lokuðum, hlýtur að hafa eitthvað falið í pokahorninu. Að lokum sagði Alf : — „Per- sónulega geðjast mér prýðilega að Kate. Hún skaffar mér vinnu svona öðru hverju og hún sker ekki við neglur sér, þegar hún greiðir manni kaupið. Sennilega er allur þeesi orðrómur um hana tilhæfulaus uppspuni og lygi. En eitt verður maður að viðurkenna, að hún er skratti tilfinningakald- ur og kjarkmikiM kvenmaður. Og hún hefur verulega ill augu. — Finnst þér það kannske ekki líka?“ „Okkur semur ágætlega", sagði Joe. Laugaveg 33 Mý sending amerískir morgunkjólar Allar stærðir Alf varð sífellt reiðari og reið- ari yfir undirferlum og svikum Joes og hann hugði á hefndir. —- Hann sagði: — „Það var þegar ég útbjó þessa gluggalausu koimpu fyrir hana. Dag einn, þegar hún leit á mig þessum köldu tilfinn- ingalausu augum sínum, datt mér nokkuð í hug. Ef hún vissi allt það, sem ég hef heyrt um hana og byði mér að drekka, ja — þó ekki væri nema einn tebolla, — þá myndi ég segja. „Nei, þökk fyrir“. „Okkur hefur aldrei sinnazt út af neinu“. sagði Joe. — „En nú verð ég að fara og finna mann- inn“. Joe hélt til herbergis síns, til þess að hugsa. Honum var órótt í skapi. Hann spratt á fætur og leit niður í ferðatöskuna sína og opn- aði allar kommóðuskúffurnar. — Hann hélt að einhver hefði verið að snuðra í farangri sínum. Hon- um datt það bara skyndiiega í hug. En hann gat ekki séð neitt sem til þess benti. Það gerði honum órótt innanbrjósts. Hann reyndi að vinna úr því, sem hann hafði heyrt. Það var bankað á dyrnar og Thelma kom inn, með þrútin augu og rautt nef: — „Hvað gengur eiginlega að Kate?“ sagði hún. „Hún hefur verið veik“. „Nei, ég á ekki við það. Ég var frammi í eldhúsinu og var að blanda mér saft í glas. Þá kom hún blaðskellandi og hundskamm- aði mig“. „Þú skyldir þó ekki hafa sett nokkra vískidropa saman við saft- ina?“ „Nei, það veit sá sem allt veit. Bara hindberjasaft. En hún ætti ekki að nota slík orð við mig aft- ur“. „Hún gerir það nú sarnt". „En ég sætti mig ekki við það“. „O, jú. Víst sættirðu þig við það“, sagði Joe. — Farðu nú ut, Thelma". Thelma horfði á hann dökkum, fallegum, hvössum augum og nú hafði hún endurheimt öryggið og andvaraleysið sem konur þarfnast og eru háðar. — „Joe“, spurði hún. — „Ertu raunverulega svona mikill aumingi og ræfill, eða þykistu bara vera það?“ „Hvað kemur það þér við?“ sagði Joe. „Hreint ekki neitt", sagði Thelma. — „Ræfillinn þinn“. 2. Joe ákvað að ganga hægt og gætilega til verks og hugsa sig vel og lengi um, áður en til fram- kvæmda lcæmi. — „Ég hef fengið mitt stóra tækifæri og ég verð að notfæra mér það á réttan hátt“, sagði hann við sjálfan sig. Hann fór inn, til þess að taka við fyrirskipunum kvöldsins. Kate sat við skrifborðið sitt með grænu hlífina langt niðri á enninu og hún sneri sér ekki við, til að líta á hann. Hún gaf skipanir sínar, stuttorðar og gagnyrtar, en hélt svo áfram: — „Ég veit ekki hvort >, þú hefur haft augun hjá þér í j seinni tíð, Joe. Ég hef verið veik, en nú er ég orðin frísk aftur, eða því sem næst“. „Er nokkuð að?“ „Bara smámunir, en slíkt getur auðveldlega sýkt út frá sér. Ég vildi heldur að Thelma drykki viskí en hindberjasaft og ég vil ekki að hún drekki viski. Ég er hrædd um að þú hafir verið helzt til daufur og skeytingarlaus". Hann Ieitaði í huganum að ein- j hverri afsökun: — „Ég hef haft svo mikið að gera, miss Kate“, sagði hann. „Mikið að gera?“ „Já, þetta sem þér fóluð mér að framkvæma". „Hvað var það?“ „O, þér vitið — þetta með Et- hel“. „Fjandinn hafi þessa Ethel. — Við hugsum ekki meira um hana“. „Eins og þér viljið", sagði Joe. Og svo sagði hann það áður en hann vissi af því sjálfur: — „Ég talaði við mann í gær, sem sagðist hafa séð hana“. Ef Joe hefði ekki þekkt hana, þá myndi hann ekki hafa tekið eft ir hinni stuttu þögn sem orðum hans fylgdi, hinni algerðu kyrrð sem ríkti í tíu sekúndur. Loks spurði Kate lágum rómi: „Hvar?“ „Hérna". Hún sneri stólnum hægt við og leit beint framan í hann: — „Ég hefði ekki átt að halda þessu leyndu fyrir þér, Joe. Það er erf- itt að játa yfirsjón sína, en hjá því verður ekki komizt. Ég þarf ekki að minna þig á pao, að ég lét flæma Ethel úr héraðinu. Ég hélt að hún hefði unnið mér tjón“. — Rödd hennar varð þunglyndisleg: „En ég hafði á röngu að standa. Ég uppgötvaði það síðar. Og ég hef alltaf kvalizt af samvizkubiti. Hún hefur ekkert ilit gert mér. Nú langar mig bara til að finna hana, svo að ég geti bætt fyrir brot mitt við hana. Þér finnst það kannske undarlegt að ég skuli láta slíkt á mig fá“. „Nei, það finnst mér ekki“. „Finndu hana fyrir mig, Joe. Mér getur aldiæi liðið vel fyrr en ég er búin að gera eitthvað fyrir hana — aumingja, gamla hróið". „Ég skal gera það sem ég get“. „Og, Joe — ef þig skyldi vanta peninga, þá skaltu láta mig vita. Og ef þú finnur hana, þá skaltu bara segja henni það sem ég hef Heimilistæki Rafmagnsheimilistækjum verður veitt móttaka til við- gerðar í blómabúðinni Hrísateig 1, og verða tækin afhent þar að viðgerð lokinni. Aherzla lögð á vandaða vinnu og fljóta afgreiðslu. Raftækjavinnustofan LJÓSAFOSS Laugavegi 27, sími 16393. MARKÚS Eftir Ed Dodd ar MARK, Pt.EASE FORGIVE /Vl£... t HAD HO IDEA VOU WERE TKY- ING TO CATCH AN ARSONIST/ 1) Markús, fyrirgefðu mér. Ég vissi ekki að þú værir að koma Miop una brennuvarg. — Ég lofaði að segja engum írá því, ekki einu sinnj þér. 2) Þá skulum við gleyma öll- um leiðindunum sem orðið hafa I — Auðvitað, eskan mín. 3) — En líttu annars aftur fyr- ir þig. Þarna eru einhverjir menn sem vilja tala við þig. sagt. Ef hún vill koma hingað, þá skaltu grennslast fyrir um það, hvar ég get náð henni í síma. — Vantar þig peninga?" „Ekki eins og er. En ég verð þá líklega að vanrækja starf mitt hérna í húsinu meira en gott er“. „Hugsaðu ekki um það, Joe. —■ Reyndu bara að gera þetta“. Joe óskaði sjálfum sér til ham- ingju. Frammi í ganginum hló hann með sjálfum sér og gaf gleði sinni lausan tauminn. Og hann fór að trúa því, að hann hefði komið þessu öllu í kring með forsjálni sinni og hyggindum. Hann gekk í gegnum rökkvaða setustofuna, þar sem samræðurnar voru enn lágar og strjálar, enda skammt lið ið á kvöldið. Hann gekk út og leit upp til stjarnanna, seim skinu nið- ur á milli skýjarofanna. Joe hugsaði um hinn drykkfelda föður sinn — vegna þess að hann mundi eftir dálitlu, sem gamli mað urinn hafði sagt við hann: — „Leitaðu að einhverjum súpuber- anum“, hafði faðir Joes sagt. — „Taktu þér eina af þeim konum, sem alltaf er að bera súpu og mat til fátæklinga — hún þarfnast ún hvers, vantar eitthvað — og gleymdu því ekki“. Joe tautaði við sjálfan sig: — „Súpuberi. Ég hélt að hún væri skynsamari og hyggnari en þetta". Hann rifjaði upp fyrir sér orð hennar og málróm, til þess að full- vissa sig um að hann hefði ekki misst af neinu. Já, svo sannar- lega var hún súpubeii. Og hann minntist orða Alfs: — „Og ef hún byði mér að drekka, þótt ekki væri nema einn tebolla ----“. 3. Kate sat við skrifborðið sitt. — Hún heyrði vindinn þjóta í háa þyrnigerðinu fyrir framan húsið. Og vindurinn og myrkrið voru full af Ethel. — Það var eins og hún væri að sveima um þarna úti, feit og hvapholda eins og mar- glitta. Einhver drungaleg þreytu- tilfinning gagntók hana. Hún gekk inn í litla fylgsnið sitt, gráu kompuna, læsti hurð- inni og settist niður í myrkrinu og hún fann hvernig gömlu kvalirnar hertóku aftur fingur hennar. Æð- arnar þrútnuðu á gagnaugum hennar. Hún fálmaði eftir litla gHlltvarpiö Miðvikudagur 23. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: — Tón- leikar af plötum. 19,05 Þingfréttir. 19.30 Lög úr óperum (plötur). — 20.30 Erindi: Hið nýja landnám Hojlendinga (Ólafur Gunnarsson sálfræðingur). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,15 Samtalsþáttur: — Eðvald B. Malmquist ræðir við framkvæmdastjórana Jóhann Jón- asson og Þorvald Þorsteinsson um uppskeru og sölu garðávaxta. — 21,35 Einsöngur: Peter Pears syngur brezk þjóðlög; Benjamin Britten útsetti lögin og leikur und ir á píanó (pl.). 21,50 Upplestur: Ljóð eftir Vilborgu Dagbjarts- dóttur (Svala Hannesdóttir leik- kona). 22,10 Kvöldsagan: Dreyfus málið, frásaga skráí af Nicholas Halasz, í þýðingu Braga Sigurðe- sonar; II. (Höskuldur Skagfjörð leikari). 22,30 Létt lög: Norrie Paramor og hljómsveit hans leika og syngja (plötur). 23,00 Dag- skrárlok. Fiinmluda«cur 24. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frivaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19,05 Þingfréttir. — 19,30 Harmonikulög (plötur). — 20,30 Dagur Sameinuðu þjóðanna: — Á- vörp og ræður flytja forseti Is- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson og Guðmundur 1. Guðmundsson utan- ríkisráðherra. 21,00 Tónleikar (plötur) 21,30 Útvarpssagan: —• „Barbara" eftir Jörgen-Frantz „acobsen; XV. (Jóhannes úr Kötl- um). 22,10 Kvöldsagan: Dreyfus- málið, frásaga skráð af Nicholaa Halasz, í þýðingu Braga Sigurðs- sonar; III. (Höskuldur Skagfjör# leikari). 22,35 Sinfónískir fcónleik- ar (plöfcur): 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.