Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 14
M uoncvisfíTArnB Miðvikudagur 2S. okt. 1957 „Ósýnileg“ ondlitssnyrting inllegust SI>. FÖSTUDAG var opnuð ný •nj'itistofa hér í bae, „Snyrting",. til húsa að Frakkastíg 6A. Eru það tvær systur sem eiga og reka stofuna, þær Elísabet og Ingi- björg Gunnarsdætur (Ólafssoner bifreiðakennara). Hafa þær báðar lokið prófi í snyrtingu, og hár- greiðslu. Elísabet er nýkonún heim frá námi í Washington en Ingibjörg lærði hér í Reykjavík. Kvennasíðan leit sem snöggvast inn í hina nýju snyrtistofu til þess að forvitnast örlitið um hvernig þar væri umhorÍ3. Þar var allt til reiðu til þess að taka á móti hinum væntan- legu viðskiptavinum. Hinar tvær vistarverur voru bjartar og skemmtilegar. Annað herbergið var málað í bláum lit með stór- Sítróna í plasti Et þér þnrfið ekki að nota nema helmingmn af sítrónnnni er ágætt að láta litla plast bettu utan yfir hinn helming- inn, eða vefja hann innan í plastumbúðir þar til þér þurf- ið að nota hann. köflóttum bláum gluggatjöldum, en hitt var í brúngráum lit með gluggatjöldum í brúnum lit. í öðru herberinu voru hárþurrkur og speglar en í hinu var hægindi er konur liggja á er þær fá snyrt- ingu. Var þetta allt mjög smekk- legt og aðlaðandi. Allt nema fótsnyrting í stuttu viðtali sem kvennasíð- an átti við Elísabetu gat hún þess að á hinni nýju snyrtistofu væri hægt að fá alla snyrtingu nema fótsnyrtingu. — Þú vilt kannske gefa lesend- um mínum einhver hollráð í sam- bandi við snyrtingu? — Ja, það er þá helzt að segja að fyrsta skilyrðið til þess að kona geti verið vel snyrt er að hún sé hrein og þokkaleg. — Hvað finnst þér um að konur séu ómálaðar í andliti? — Mér finnst það aveg ótækt! Allar konur eiga að gera sér far um að vera vel snyrtar. Þar með gleðja þær sjálfa sig og ekki sizt þá er þær umgangast. En konur ættu að hafa það hugfast að su andlitssnyrting, sem er „ósýnileg" er fallegust, sagði ungfrú Elísa- bet að lokum. Við óskum þeim systrum til hamingju með nýju snyrtistofuna og vonum að hún komi til með að eiga sinn þátt í að reykvískar konur snyrti sig vel í framtíðinni. A. Bj. MOLAR .... hafið þér athugað að smá- kökur, sem eru með miklu kryddi og kókói eiga að bakast við væg- an hita .... .... vitið þér að kalt kökukrem verður ,léttara“ ef stífþeyttar eggjahvítur eru látnar út í það .. .... ef þér þurfið að lina tertu- botn er betra að gera það með heitu kökukremi en köldu .... íþrótfanámskeið STYKKISHÓLMI, 18. okt. — Ný lokið er hér í Stykkishólmi knatt leikanámskeiði. Kennari var hinn kunni íþróttakennari Axel Andrésson, sendikennari f.S.Í. Þátttakendur voru úr barna- og miðskóla Stykkishólms og ung- mennafélaginu Snæfelli, alls 185. Sunnudaginn 13. okt. komu 11 og 12 ára drengir úr Grafarnesi og kepptu við jafnaldra sína í Stykkishólmi. Var ieikurinn fjör ugur og mjög jafn. Stykkishólms drengirnir hlutu 191 stig, en hin- ir 185. Hinn 16. okt. var svo loka keppni milli Snæfells og Ung mennafél. Grundarfjarðar í Ax- elskerfinu, og endaði sá leikur með jafntefli (206 stigum). Bæði kennslan og eins keppnirnar fóru fram í íþróttahúsinu í Stykkis- hólmi. Voru margir áhorfendur, er keppt var. Að lokinni keppn- inni ávarpaði Axel nemendur, þakkaði áhugann og sleit mótinu. Það þarf ekki að taka fram, að vel var mætt á hverri æfingu, enda hefur Axel lag á því að haga þeim þannig, að nemendur hlakka til hverrar kennslustund ar. Axel Andrésson mætti á sal í barnaskólanum, og var honum af skólastjóra, Ólafi Hauk Árna- syni, þökkuð koman og starfið, .og afhenti skólastjóri honum bókagjafir í heiðursskyni. Eins barzt Axel gjöf frá Ungmenna- félaginu Snæfelli. — Árni. Opið bréf á húsgafli í ESBJERG er gefið út blað, er nefnist Vestkysten. Hinn 1. okt. sl. birti blaðið myndina, sem hér er að ofan og smágrein með til skýringar. Segir þar m. a., að ný- lega hafi furðuleg áritun verið máluð á húsgafl við þjóðveginn milli Ringköbing og Skjern á Jót- landi, og megi alloft sjá vegfar- endur nema staðar til að stauta sig fram úr þvi, er þarna stend- ur skrifað. Eftir upphafinu ,að dæma megi búast við, að ákafa- maður í handritamálinu hafi hér látið að sér kveða, en svo sé reyndar ekki. Aðrar ástæður eru til að ritgerðarkorn þetta þekur gaflinn. Það hefst með þessum orðum: Notfærið ykkur eggin „AA. H. NÖRGAARD, (Dej- berg), Bjerg, Kolstrup, Lem. Meðferð Islandsmálsins fer á engan hátt eftir dönskum lögum HÚN GUNNA, vfnkona okkar, sem kenndi okkur að hagnýta sápuafganga um daginn, ætlar nú að gefa okkur góð ráð í sam- bandi við egg, hvernig hægt er að hagnýta þau á ýmsan hátt annan en í bakstur. 1. Hrærið 3 eggjarauður með 3 matsk. af möndluolíu og nokkr- um dropum af sítrónu- eða appel- sínusafa Þetta er notað sem hreinsunarkrem og látið það sitja í eina mínútu á andlitinu áður en það er þurrkað burt. Úr hvítunm búum við til „grímu“, þeytum eina eggjahvitu með 1 matsk. af haframjöli og örlítilli mjólk. Þetta á að sitja á andlit- inu þar til það er orðið þurrt en þá þvegið burtu. Þetta sléttar úr hrukkunum og gefur andlitinu íallegan litblæ. 2. Gott er að þvo hár sitt upp úr 2—3 eggjarauðum, þær gefa hárinu fallegan gljáa. 3. Fínt mulið eggjaskurn er tilvalið til þess að hreinsa flösk- ur og „kareflur“. Látið eggja- skurnið í flöskuna ásamt vatni, hristið síðan og allir blettir hverfa. 4. Allar kökur penslar Gunna með eggjarauðu, það gefur kök- unum fallegan glansa. 6. Gunna penslar leðurtösk- urnar sínar með eggjahvitu. Það gefur þeim ekki einasta fallegan gljáa heldur hlífir leðrinu vei. Rúmlega 40 þús, kr. til skýlis drvkkjumanna DR. Ásmundur Guðmundsson, biskup hefir sent Mbl. eftirfar- andi greinargerð til birtingar varðandi „Skýli drykkjumanna". Eins og mönnum er kunnugt, voru á siðastliðnu vori hafin sam skot hér í bænum til starfrækslu skýlis fyrir heimilislausa drykkju menn. Er árangur af því orðinn, sem hér segir: Söfnun i skrifstofu biskups kr. 27968.56. Safnað af séra Sigur- jóni Árnasyni kr. 330.00. Gjöf frá Óháða söfnuðinum kr. 2688.09. Safnað af séra Jóni Thorarensen kr. 225.00. Safnað af séra Gunn- ari Arnasyni kr. 150.00. Safnað af séra Jakob Jónssyni kr. 100.00. Safnað af Morgunblaðinu, þar á meðal fjársöfnun presta kr. 11650.00. N.N. 100.00, Samtals kr. ’ 3211.65. Ennfremur leggur Áfengisvarn trráð fram 10000 kr. styrk, og eru >annig þegar fyrir hendi til starfs ns 50—60000 krónur. Eiga allir >eztu þakkir skildar, sem lagt afa fram fé í þessu skyni. Og nn er víst, að ýmsir munu bæta ið gjöfum. Áætlað er, að starfið hefjist .nan skamms. Ásmundur Guðmundsson. Ánægjuleg kvöldvnkn Ferðn- félngsins n föstudngskvöldið SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld, hélt Ferðafélag íslands fyrsta skemmtifund vetrarins í Sjálf- stæðishúsinu. Var vel mætt til samkomunnar, sem fór hið bezta fram. Var það einkennandi fyr- ir félagsskapinn, að þar var sam- ankomið fólk á öllum aldri, allt frá unglingum á fermingaraldri upp í aldrað fólk, jafnvel komið yfir áttrætt. Ágæt skemmtiatriði fóru fram á fundinum. Litmyndir frá Þýzkalandi Dr. Sigurður Þórarinsson sagði frá för sinni um Þýzkaland s. 1. sumar og sýndi litmyndir til skýr ingar, frá þeim svæðum er hann ferðaðist um. Sérstaklega vöktu athygli myndir frá Effel-svæðinu, sem er ungt eldfjallasvæði í Þýzkalandi og einnig gullfalleg- ar myndir frá Heidelberg, hinum fornfræga þýzka háskólabæ. Var ræða dr Sigurðar mjög fróðleg og athyglisverð og útskýringar hans glöggar og greinargóðar. Myndagetraun Þá fór fram myndagetraun, sem á yfirleitt miklum vinsæld- um að fagna á samkomum Ferða- félagsins. Brugðið var upp átta myndum víðs vegar af landinu og veitt verðlaun fyrir réttar til- gátur. Fyrstu verðlaun hlaut Helgi B. Sæmundsson og önnur verðlaun Sigurjón Jónsson. Að lokum var dansað til kl. 1 eftir miðnætti. Skemmti fólk sér hið bezta og ríkti almenn ánægja með samkomuna. Glerskortur hamlar slarfrækslu GddeyrarskcEa AKUREYRI, 19. okt. — Eins og skýrt var frá í fréttum frá setn- ingu barnaskólans á Akureyri er verið að byggja nýtt skólahús hér í bænum. Ekki hefur það ennþá til Islands á Jóflandi og rétti. Við meðferð málsins gæt ir ekki snefils af sannleika eða TILLITS TIL DANSKRA LAGA OG RÉTTAR OG ÞEIRRA MANNRÉTTINDA, SEM EV- RÓPUSAMÞYKKTIN FJALLAR UM....“ Síðan er haldið áfram og talað um spillingu, lygar og svik. Er svo að sjá sem málarinn hafi verið gerður rækur af Is- landi. Hann hefur notað tjöru við iðju sína, og stafagerð og stil- brögð eru heldur ófimleg. Rit- smíðin virðist einna helzt vera opið bréf til íslenzku ríkisstjórn- arinnar. verið tekið í notkun vegna þess að ekki er hægt að Ijúka bygg- ingunni. Stafar það af þvi, að ekki hef- ur verið hægt að innleysa glerið er nota þarf í bygginguna vegna gjaldeyrisskorts. S. 1. vetur var tvöfalt gler pantað í alla glugga hússins, en þeir eru um 70 tals- ins. Alls mun glerið kosta hing- að komið 64,600 kr. en gjaldeyr- irinn sem til glerkaupanna þarf er milli 23 og 24 þús. kr. Glerið hefur legið á hafnar- bakkanum i Reykjavík frá því í ágústmónuði í sumar, en sem fyrr segir hefur gjaldeyrir ekki verið til að innleysa það. Nýlega er búið að fá miðstöðv- arofna í bygginguna, en á þeim stóð einnig um nokkurt skeið. Ef tafir hefðu ekki af þessum sök- um komið til, væri byggingunni lokið og Oddeyrarskóli tekinn til starfa. Nú verður hins vegar að fá leiguhúsnæði til skólarekstr- arins og getur skólinn þó ekki starfað að fullu. —vig. * KVI KMY N D t R * „Á guds vegum" i Nýja biói ÞESSI MIKLA, ameríska cinema cope-mynd, sem tekin er í litum, er byggð á bók Catherine Mars- hall um ævi og starl hins áhriía mikla prests og mannvinar, Pet- er Marshall. — Segir myndin frá því hversu hinn ungi maður finn ur köllun sína til þess að 1boða mönnum fagnaðarboðskap Krists, hversu hann brýzt áfram úr fátækt og af eigin rammleik til guðfræðináms í Ameríku og gerist að námi loknu prestur, fyrst í litlu prestakalli, síðar í öðru stærra, unz hann er orðinn þekktur um gjörvalla Ameríku, sem einn einarðasti og áhrifa- mesti kennimaður þjóðarinnar og veitist sú virðingarstaða að verða kapeiián öldungadeildar Bandaríkjanna. — í myndinni flytur Peter Marshall, sem Ric- hard Todd leikur, margar sköru- legar ræður, ekki um synd og fordæmingu, heldur fegurð lífs- ins og það heilbrigða lífsvið- horf, sem fólgið er í kenningum Krists, þegar þær eru rétt túlk- aðar. Hin óspillta siðferðislund þessa unga prests, einurð hans, réttsýni hans og frjálslyndi, hrífa hugi fólksins, einkum æskufólks- ins, því að það finnurað hann boð ar hinn algilda sannleika; trúna á lífið og mátt sannleikans. — Þeim, sAn óttast kunna, að hér sé um einhverja leiðinlega predikunar mynd að ræða, skal það sagt til huggunar, að myndin er síður en svo leiðinleg. Atburða rásin er hröð, og mörg atriði myndarinnar létt og skemmtileg, en önnur áhrifamikil og hrífandi. — Hina ungu konu prestsins, Cat herine Marshall leikur hin fagra unga leikkona Jean Peters, af mikilli snilld. -— Mynd þessa ættu sem flestir að sjá, bæði ung- ir og gamlir, lærðir og leikir, því að hún er listræn, vel leikin og hefur heilbrigðan boðskap að flytja. — Ego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.