Morgunblaðið - 21.11.1957, Side 9
Fimmtudagur 21. nóv. 1957
MORGrNM 4Ð1Ð
9
Fsru Ænsiee Nordal
Afmæliskveðja
NORSK skáldkona sagói víst
einhvern tíma, að nóvember væri
dapurlegasti mánuður ársins, því
að þá væri myrkrið í algleymingi
til beggja handa.
En sumum dögum fylgir samt
unaður og fegurð, jafnvel þó sé
á þessum dimma árstíma. Og
þannig hugsa ég mér 21. növ., af-
mælisdag frú önnur Nordal frá
Ólafsfirði. Hann ber svipmót
hennar sjálfrar og allra þeirra
minninga, sem ég á og geymi um
þessa góðu og elskulegu konu.
Þar er bjart um að litast, sól og
vor, en ekkert skammdegi.
Frú Anna er fædd 21. nóv. 1897
og nær því í þetta sinn merkum
aldursáfanga. Hún er Húnvetn-
ingur að ætt og voru foreldrar
hennar Sólbjörg Jónsdóttir frá
Hjallalandi í Vatnsdal og Jó-
hannes Nordal frá Kirkjubæ í
Vindhælishreppi. En hann varð
kunnur maður, er hann sá um
byggingu fyrsta íshússins í
Reykjavík nokkru fyrir aldamót
og veitti þvi forstöðu um tugi
ára. Eru þau systkin, samfeðra,
frú Anna og dr. Sigurður Nor-
dal, prófessor.
En þó að frú Anna sé Hún-
vetningur að ætt, er hún Reyk-
víkingur að uppeldi. Barnung
var hún tekin til fósturs að Rauð
ará, sem þá og lengi síðan var
merkilegt höfðingjasetur, þar
sem gömul íslenzk sveitamenn-
ing tók sér stöðu í vaxandi borg.
Þar ólst Anna upp hjá hinum
þekktu ágætishjónum, Vilhjálmi
bónda Bjarnarsyni frá Kaupangi
og Sigríði Þorláksdóttur, og
gengu þau henni algerlega í for-
eldrastað, enda unni hún þeim
mikið.
Rúmlega tvítug, eða 6. nóv.
1920, giftist Anna Ingólfi Þor-
valdssyni frá Krossum á Árskógs
strönd, en hann var þá við há-
skólanám í Reykjavík og tók
embættispr'óf í guðfræði fám
misserum síðar. Vígðist hann
prestur að Þóroddsstað í Kinn
vorið 1923 og fluttu þau hjónin
þá þangað norður. En árið eftir
fékk síra Ingólfur Kvíabekk og
settist að í Olafsfirði, þar sem
heimili þeirra frú önnu hefur
staðið um 33 ára skeið. Eiga þau
þrjá gervilega syni, sem allir eru
búsettir í Reykjavík.
Og nú hafa atvikin hagað því
svo, að prestshjónin í Ólafsfirði
eru einnig flutt þangað, a. m. k.
um sinn, og setzt að á Hagamel
45. Og þar verður gestkvæmt á
afmæli húsfreyjunnar, því að
margt góðra og gamalla vina
mun finna þangað leið. En hinir
eru þó miklu fleiri, sóknarbörn
síra Ingólfs og vinir þeirra hjón-
anna hér fyrir norðan, sem
verða að láta sér nægja að senda
úr fjarlægð óskir sínar og kveðj-
ur. Er þá margs að minnast frá
langri samferð, bæði á björtum
sólardögum og í dimmu skamm-
degi. En hugir flestra munu
staldra við heimilið, sem þau
hjón að vísu byggðu upp saman
og gerðu óvenju hlýtt jafnan og
aðlaðandi, en þar sem húsfreyj-
unnar naut þó að alveg sérstak-
lega í öllum hlutum, frábærra
hæfileika hennar, þekkingar og
myndarskapar. Það gleymist eng-
um, sem átti því láni að fagna
að eignast vináttu þeirra prests-
hjónanna í Ólafsfirði og með
þeim fleiri eða færri samveru-
stundir á farinni leið. En minnis-
stæðast af öllu verður heimili
þeirra og það allt, sem þar var
boðið fram af svo hreinni alúð
AOALFUIMDUR
FLUGFÉLAGS ÍSLAIMDS HF.
verður haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík,
föstudaginn 6. desember 1957 kl. 2 e.h.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðgöngu- og atkvæðamiðar fyrir fundinn verða
afhentir í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4, dag-
ana 4. og 5. desember.
Stjórnin.
Símastúika
Ein af elztu og stærstu heildverzlunum bæjarins
vill ráða til sín símastúlku strax. Umsóknir með
mynd umsækjanda, ásamt upplýsingum um síma-
númer, menntun, aldur, fyrri störf og annað, sem
máli skiptir, sendist afgr. Mbl. fyrir 25. nóvember.
Vélritunarkunnátta æskileg. Umsóknir merkist:
Símastúlka — 3349. Myndir verða endursendar.
*
og hjartanlegri gestrisni. Þar,
sem hvað eina bar svo ótvíræð
merki listræns þokka og rótgró-
innar menningar. Má víst full-
yrða, að einmitt þær minningar
varpi nú, í vitund flestra, mest-
um Ijóma yfir afmælisdag frú
Önnu.
En heimiU prestshjónanna í Ól-
afsfirði stendur enn, þó að nú sé
í nýju umhverfi, og hefur raunar
vafalaust aldrei verið vistlegra
að ytri sýnd en einmitt á þess-
um tímamótum. Mættu ókunnug
ir hæglega undrast, hve öllu heí-
ur þar verið fljótt og fagurlega
skipað. En í því hefur eigi hvað
sízt, eins og fyrr, notið hand-
bragðs og snilli húsfreyjunnar.
Og þó er hitt mest um vert, að
hjá þeim hjónum er allt enn þá,
eins og vænta mátti, með sínum
gamla og góða svip, sem við, vin-
ir þeirra, þekkjum svo vel, hýrt
og hispurslaust, aðlaðandi og
elskulegt. Þar stendur allt á sín-
um trausta grunni og — bjart til
beggja handa.
Erú Anna og síra Ingólfur! Við
sendum héðan að norðan hug-
heilar afmæliskveðjur, þökkum
það liðna og óskum ykkur heilla
og blessunar Guðs á komandi
dögum.
Sigurður Stefánsson.
Röskan og ábyggilegan
vantar okkur nú þegar, hálfan eða allan
daginn.
Guðiti. GaðmiindssoB & Cð.
Hafnarstræti 19
Tvcer nýtízku 4ra
herbergja íhúöir
115 ferm. hvor, báðar á fyrstu hæð í sambyggingu
við Ljósheima, til sölu. Seljast fokheldar með mið-
stöðvarlögn, vatns- og skolplögn.
Húsið verður frágengið að utan. Tvennar svalir
eru á hvorri íbúð.
Nýja fasteagiiasalan
Bankastr. 7, sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. 18546
DÖmur !
Þér getið veitt
yður tvo
jólakjóla fyrir einn
með því að sauma
sjálfar eftir
Butteric k
sniði
Austursfrœti
IMýkomnir ódýrir
Kven kuldaskór
úr gaberdin
Verð kr. 189,00 og 198,00