Morgunblaðið - 21.11.1957, Side 10

Morgunblaðið - 21.11.1957, Side 10
10 M oncins BT 4 ÐIÐ Fimmtudagur 21. nóv. 1957 ifttMitiMfr Otg.: H.f. Arvakur, Reyfejavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. ÁTAKIÐ í BYGGINGAMALUM 4VARÐARFUNDINUM í fyrrakvöld hélt Gísli Hall- dórsson, arkitekt, ágæta ræðu, þar sem hann skýrði frá nokkrum þýðingarmiklum stað- reyndum í sambandi við bygg- ingarmálin í Reykjavík. Eins og kunnugt er voru þessi mál kom- in í mesta óefni meðan fjárfest- ingarhömlurnar voru í algleym- ingi en það var fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna, sem gengið var að því að losa um þessar hömlur og var þar með rudd brautin fyrir þeirri nýbyggingu, sem þurfti að fara fram til að fullnægja hinni miklu húsnæðis- þörf. Allir sem um bæinn fara sjá, hver stórfellt átak hefur ver- ið gert, enda hefur aldrei verið byggt jafnmikið á skömmum tíma hér í bænum, eins og á síðustu árum. Á undanförnum árum hefur verið unnið á skipulagðan hátt að því að undirbúa ný bygging- arhverfi í bænum, þannig að hægt væri að bæta úr bygging- arþörfinni. Stór hverfi í höfuð- staðnum hafa þegar verið skipu- lögð og er nú verið að skipuleggja önnur ný og miðar þetta allt að því, að menn hafi tækifæri til að byggja yfir sig, hvort sem menn velja þann kost að búa í stórum sambýlishúsum eða í minni bygg- ingum. Stærstu hverfin, sem skipulögð hafa verið, eru á Há- logalandi og á Melunum, auk annarra minni hverfa, en stærst af þeim hverfum, sem nú er unn- ið við, er Hálogalandshverfið. Talið er að rúm muni verða fyr- ir um það bil 6—7 þúsund ibúðir í þessum hverfum og þegar þær eru komnar upp, munu búa á þessum svæðum um 30 þúsundir manna. Undirbúningur slíkra byggingarhverfa er undirstaða þess að byggingarþörfinni verði fullnægt. Á því kjörtímabili, sem nú er að enda, hefur verið úthlutað lóð- um fyrir um 4 þús. íbúðir, en auk þess hefur verði byggt á lóðum í einkaeign. Á árunum 1954—’56, að báðum meðtöldum, voru byggðar í Reykjavík 1756 íbúðir og um síðustu áramót voru um 1635 íbúðir í smíðum en þar af voru 1228 fokheldar eða lengra komnar. Á jjpessu ári munu nú þegar vera hafnar byggingafram- kvæmdir við um það bil 900 íbúðir, svo alls verður unnið við yfir 2600 íbúðir á þessu ári og hefur aldrei fyrr verið unnið að jafnmörgum íbúðum á einu ári og nú. Ef ekki kemur neinn óvæntur afturkippur í þessi mál, svo sem skortur á efni, þá eru horfurnar þannig að mestu hús- næðisvandræðunum verður út- rýmt á næstu árum. Á vegum Reykjavíkurbæjar eru miklar byggingar í gangi, eins og kunnugt er, og er gert ráð fyrir að á vegum bæjar- ins verði búið að full- gera um 300 íbúðir í lok næsta árs. Eru þá liðin um það bil 3 ár frá því að Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjavíkur gerðu hina miklu byggingaráætlun sína og verði svo, sem allar horfur eru á að þessar 300 íbúðir verði fullgerðar í lok ársins 1958, þá sést að á vegum Reykjavíkur- i bæjar er fullgerð ein íbúð þriðja hvern vinnudag á þessu tímabili byggingaáætlunarinnar. Sést því hve gífurlegt átak hér er um að ræða af bæjarins hálfu til að útrýma húsnæðisskortinum í bænum og heilsuspillandi hús- næði. Þetta voru staðreyndir, sem Gísli Halldórsson kom fram með varðandi byggingamálin. Hann talaði einnig nokkuð um lóðaút- hlutunina en eins og kunnugt er hefur hún verið alveg sérstakt árásarefni af hálfu minnihluta- flokkanna í bæjarstjórn Reykja- víkur á hendur bæjarfélaginu. Raunar sýnir það, hve mikið hef- ur verið byggt að vel hefur ver- ið staðið í ístaðinu að undan- förnu um úthlutun byggingalóða fyrir nýbyggingar. Gísli Halldórs son tók fram, að sannleikurinn væri sá, að það væri vafasamur greiði við þá, sem nú væru að byggja eða vilja byggja, að út- hluta fleiri lóðum en gert hefur verið, því slíkt mundi tefja bygg ingaframkvæmdir hvers einstakl- ings, þar sem ekki er meiri mann- afli fyrir hendi en til að byggja : þær íbúðir, sem nú eru í smíð- um, á hæfilegum tíma. Eins og ræðumaðurinn tók fram, þá verður á næsta ári farið að út- hluta lóðum í hinu nýja hverfi á Háaleiti, en þar er búið að skipuleggja íbúðarhverfi fyrir um 3000 ibúðir, svo það sýnist ekki þörf á að kvíða lóðaleysi hér í bæ á næstu árum, hvað svo sem Þjóðviljinn og aðrir slíkir segja þar um. Aldrei hefur verið úthlutað eins miklu af lóðum undir íbúðarhús hér í Reykjavík eins og á því kjörtímabili, sem nú er að líða, enda má ætla að 2560 íbúðir verði fullgerðar á þessum 4 árum. En um næstu áramót ættu samt að vera um 16—18 hundruð íbúðir í smíðum og þar af % hlutar fokheldir. Á þessum fjórum árum hefði þurft að byggja um 1510 íbúðir vegna fólksfjölgunarinnar einnar en vegna minnkandi fjölskyldu- stærða og lækkandi giftingar- aldurs má reikna með að við þyrftum um 200 í viðbót, eða alls 1710 íbúðir. Hafa því verið byggðar um 850 íbúðir til þess að bæta úr þeim skorti íbúða, sem verið hefur hér í nokkur ár. Er í þessu sambandi byggt á opin- berum skýrslum. í sambandi við það mikla á- t^k í byggingarmálunum, sem einstaklingar hafa gert og eru að gera, verður að hafa það í huga, að versnandi þjóðfélagsástand getur orðið Þrándur í Götu þess- arar þróunar. Sérstaklega gæti efnisskortur haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér. Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar taf- ir við byggingar, einmitt vegna efnisskorts. I júní og júlí var skortur á járni, í ágúst og sept- ember á sementi og meginhlut- ann af sumrinu var mjög mikill skortur á raflagnaefni. Allt hef- ur þetta orðið til að tefja. Við búum við stjórnarfar, sem mið- ar að því að kyrkja eðlilegt fram- tak skortur og vandræði eru leidd inn í herbúðir þjóðfélagsins ! og slíkt getur haft hinar örlaga- | ríkustu afleiðingar. UTAN IIR HEIMI Husse/n konungur er ssfelSt í Isfshœttu Verndari hans9 Saud konungur, lætur litið á sér bæra HINN UNGI konungur Jórdaníu, Hussein, er ekki öfundsverður um þesear mundir. Fyrir um það bili hálfu ári tókst honum að berja niður mjög hættulegt sam- særi, sem stofnað var til í þeim tilgangi að steypa honum af stóii. Hefði hann ekki notið stuðnings sina tryggu bedúína, er ekki gott að segja, hvernig farið hefði. Tveir herráðsforingjar urðu að hypja sig til Sýrlands vegna þátt töku í samsærinu og með þeim ýmsir stjórnmálamenn bæði kommúnistar og andkommúnist- ar. ★ í Jórdaníu sjálfri tók neðan- jarðarhreyfing kommúnista til starfa og vann meðal annars að því að smygla inn tékkneskum vopnum. Og í Damaskus hefir verið stofnuð kommúnisk nefnd, sem hefir það markmið að steypa Hussein konungi af stóli og koma Jórdaníu undir yfirráð Sýrlend- inga. Kommúnistar hafa m.a. sam I vinnu við landflótta leiðtoga jórdanska Baathflokksins, Ab- dullah al-Rimawi, sem hefir ver- ið dæmdur í margra ára fangelsi heima fyrir. Andstæðingar kon- ungs njóta einkum stuðnings Ar- aba, sem hafa flúið ísráel. Lífshættulegur áróður gegn konungi Augljóst er, að rússneskir pen- ingar hafa örvað efnahagslif Sýrlendinga undanfarnar vikur. Það er Rússum í hag að kynda undir óró meðal Arabaþjóðanna. Og þeir ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur — í Jórdan- íu, sem er bláfátækt land og fullt af heimilislausum flóttamönnum. En athygli manna hlýtur samt fyrst og fremst að beinast að þeim beinlinis lífshættulega á- róðri, sem Egyptar halda uppi gegn Hussein konungi. Kaíróút- varpið, sem allar Arabaþjóðir hlusta á, lætur mest til sín taka í áróðrinum gegn Hussein, en egypzk blöð láta sannarlega ekki sitt eftir liggja. Fullyrt hefir ver- ið, að Hussein konungur hafi íyr- ir nokkrum mánuðum átt leyni- fund með hinum gamla forsætis- ráðherra ísraels, Davíð Ben Gur- Tilkynningin um funtl með Ben Gurion — haugalygi. ion, í borginni Nablus. Áttu kon- ungurinn og forsætisráðherrann að hafa samþykkt að reyna að finna friðsamlega lausn á deilu- málum fsraels og Arabaríkjanna, og Kaíróútvarpið hvatti umbúða- laust til þess, að konungur yrði drepinn. Vilja konung feigan í útvarpssendingu, sem var beinlínis ætluð flóttamönnum í Jórdaníu, var komizt svo að orði, að flóttamenn hefðu nú misst réttindi sín og gætu þakkað það stefnu unga mannsins (Husseins) sem væri mjög vinveit.tur Gyðing um. Flóttamennirnir munu vafa- laust sjá svo um, að hann hljóti sömu örlög og afi hans, Abdullah konungur, sem var myrtur. Varla er hægt að kveða fastar að orði, og egypzka blaðið „A1 Shaab“ bætti við, að Hussein konungur hefði selt Gyðingum Scopusfjall- i Það fer ekki sérstaklega vel á því, að bílar fari í búðir — eins og myndin sýnir. Bílstjórinn missti stjórn á farartækinu, og því fór svo illa. Slysið varð í Springville í Utah í Bandaríkjunum, og varðar okkur að nokkru, því að eigandi verzlunarinnar er af íslenzkum ættum, John Y. Bearnsson, og hafa margir íslend- ingar, sem átt hafa leið um Utah, notið gestrisni hans. Faðir Bearnsons var islenzkur, og hefur Bearnson mikinn áhuga á að koma til íslands. — Talið er, að tjón það, sem bíllinn olli í verzlun Bearnson, nemi um 5 þús. dollurum. ið í Jerúsalem og einnig eftirlát- íð þeim Galíleu. ★ Gizkað hefir verið á, að ein á- stæðan fyrir áróðursherferðinni gegn Hussein sé sú að skyggja á áform Nassers um að komast að viðunandi samkomulagi við fjandmenn sína frá í fyrra, Breta og Frakka. Einnig hefir verið bent á, að þróun mála í Egypta- landi hafi verið með þeim hætti, að mikilvægt sé fyrir Nasser að beina athyglinni frá því með ár- ásum á hinn unga, hugrakka kon- ung. Bæði í Kaíró og Damaskus hef- ir Husscin konungur verið stimpl aður sem sá, er vill selja land sitt í hendur zíonisma og ofurselja flóttamenn frá ísrael ömurlegum örlögum heimilisleysis og eymd- ar. Þess vegna á hann að deyja. Hættulegar upplýsingar Auðvitað svarar Hussein kon- ungur áróðrinum skýrt og skorin ort. í viðtali við enskt blað kallar hann tilkynninguna um fundinn við Ben Gurion háugalygi. Hann ásakar Egypta og Sýrlendinga um að ætla að eyðileggja Jórdan- íu og gefur í skyn, að hann hafi undir höndum hættulegar upplýs ingar um stjórnir beggja þessara landa — upplýsingar, sem enn hafa ekki verið birtar. Ennfrem- ur segir hann, að bæði löndin hafi svikið loforð sín um að veita Jórdaníu fjárhagsstuðning, eftir að Jórdanir hafi afsalað sér efna hagslegri aðstoð frá Bretlandi. Segir hann það hreint ekki úti- lokað, að Jórdanía rjúfi stjórn- málasamband bæði við Egypta- land og Sýrland. Árásir' Egypta og Sýrlendinga 'á Kussein eru hohum mjög hættu legar, og fá sennilega góðan hljómgrunn meðal flóttamann- anna, sem eru fullir af hatri til Ísraelsríkis. Óvi«5r í Bedúína- herbúðum Það er því mjög mikilvægt fyr- ir Hussein konung að vera vei á verði, einkum þar sem hann hefir nú einnig eignazt óvini meðal Bedúínahersveita sinna, að því er fréttaritari New York Times í Beirut segir. Fullyrt er, að hand- teknir hafi verið fjölmargir ung- ir liðsforingjar, sem gerðu sig seka um að taka þátt í árásunum á bandarísku upplýsingaskrifstof una og tyrkneska sendiráðið í Amman. Talið er, að einn fyrrver andi herráðsforingi Jórdaníu, Ali Abu Nuwar, hafi stjórnað þessum árásum frá útlegð sinni í Egypta- landi. Hins vegar hefir verið tilkynnt í Amman, að tvö hundruð manna nefnd, sem kosin er af hálfri milljón flóttamanna frá ísrael, hafi fyrir skömrnu fullvissað kon ung um trúnað við hann og kos- ið hann formann fastaþings flóttamanna. Lýstu þeir yfir því, að þeir vildu ganga í herinn til að vinna aftur réttindi, sem Gyð- ingar hefðu tekið frá þeim. ★ Það ríkir því óneitanlega mik- il ringulreið í Jórdaníu, og senni- lega verður ekki hægt að bæta úr því á skömmum tíma. En það eru engar ýkjur, að konungurinn ungi er sífellt í lífshættu. Hann hefið beðið Bandaríkin og írak um aðstoð. En kynlega hljótt er um verndara Husseins, Saud kon ung í Saudi-Arabíu, er svo mikl- ar hættur steðja að skjólstæðingi hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.