Morgunblaðið - 21.11.1957, Síða 16

Morgunblaðið - 21.11.1957, Síða 16
18 MORGVTVBl AÐIÐ Fimmtudagur 21. nóv. 1957 Sannleikurinn um Eftir GORGES SIMENON 2. (Bélé 2b< onc^e — Ég hef ekki séð hann, frú. — Hann er áreiðanlega niðri við lækinn, skaut Francois inn I. Hann veiddi fisk í morgun og nú getur hann ekki slitið sig þaðan. — Ef hann bleytir sig í fæt- nma, er hann vís til að fá kvef og liggja í margar vjkur. — Hér kemur Jacques, frú. Gerið þið svo vel, maturinn er til. Það var heitt. Loftið v r þungt og þykkt eins og síróp og engi- spretturnar hoppuðu hvarvetna í grasinu. Hvað ræddu þau undir borðum? Fyrst og fremst um Jalibert lækni, sem var að setja upp nýtt einkasjúkrahús. Það var auðvitað fr’i d’Onnerville, sem ieiddi talið að honum, jafnframt því sem hún gaf Bébé og Francois gætur í Laumi. Satt að segja hafði hún sterka löngun til að segja við dóttur sína: „Þú veizt líklega ekki hvað mað- urinn þinn og hin fagra írú Jali- bert. .. Allur bærinn talar um það. Sumir fullyrða jafnvel að læknirinn viti af því sjálfur, en vilji allt þola til að vekja ekki hneyksli“. Bébé brá að minnsta kosti ekki við nafnið. Hún borðaði með þokka fullu látbragði. Hendur hennar voru sannkölluð listaverk. Hlust- aði hún? Hugsaði hún um eitthvað sérstakt? Hið eina, sem hún sagði við borðið var: — Borðaðu fallega, Jacques! Samstillt fjölskylda — tveir bræður og tvær systur, sem örlög- in höfðu tengt saman tvíþættum böndum. 1 bænum sögðu menn: „Donge-bræðurnir“, án þess að íhuga nánar hvorn þeirra var átt viö. Francois og Felix voru líkir, næstum eins og tvfburar, en það var þriggja ára aldursmunur á þeim. Felix hafði skakka nefið úr Donge-ættinni eins og bróðir hans og var einnig lágvaxinn og þrek- inn. Þeir klæddust eins, venjulega gráum fötum, og hefðu auðveld- lega getað gengið hvor í annars fötum. Þeir áttu ekki mörg ,ný umræðu efni, þar eð þeir hittust á hverj- um degi, unnu hjá sama fyrirtæki, í sama húsi, umgengust sama fólk- ið og höfðu sömu áhugamál. Engum duldist þó að Francois var fyrir þeim bræðrum — það kom fram í hverju smáatriði. Felix var ekki alveg eins ýtinn og bróðir hans. Þó hafði hann sýnt að töggur var í honum er hann kvæntist hinni fögru Jeanne. Strax eftir fyrsta réttinn kveikti hún sér í sígarettu, þrátt fyrir vanþóknunarsvip móður sinnar. — Það er fallegt fordæmi, sem þú gefur börnunum þínum. — Þú heldur kannske að Bertr- and reyki ekki í laumi. . . 1 gær stóð ég hann að því að taka sígar- ettu úr veskinu mínu. — Hefði ég beðið um leyfi, þá hefðirðu ékki gefið mér neinar, mamma. — Þama heyrirðu sjálf. Frú d’Onnerville varp öndinni mæðulega. Hún átti þó alténd ekk ert sameiginlegt með Donge-bræðr unum. Hún hafði lengst af dvalizt í Konstantínópel, en þar hafði maður hennar verið hafnarvörð- ur. Hún haföi umgengizt fyrirfólk, diplómata og tigna útlendinga. Þennan sunnudag var hún líka klædd eins og hún hefði gert ráð fyrir að snæða miðdegisverð í ein- hverju sendiráði. — Martha! Yið drekkum kaffið oc líkjörinn niðri í trjágarðinum. — Eigum við ekki að spila tenn is? spurði Bertrand. Kannt þú að spila Jacques? — Bíddu þangað til hann hefur Skrífstofumaður Ungur maður, sem er vanur vélritun og reikningafærslu getur fengið atvinnu nú þegar hjá stóru fyrirtæki hér í bænum. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðs- ins fyrir 25. þ.m. merkt: Skrifstofumaður — 7886. melt matinn. Þið getið fengið ykk- ur göngutúr fyrst. Auk þess er alltof heitt. Körfustólarnir stóðu í skuggan- um af appelsínugulri garðsólhlíf- inni. Tígulsteinastígurinn skein eldrauður við grasinu. Jeanne kaus sér þægilegan legustól og teygði makindalega úr sér. Hún kveikti sér í annarri sígarettu og blés reyknum upp mót heiðum himninum. — Gefðu mér svolítinn plómu- líkjör, Felix. Sætur líkjörsilmur var órjúfan- lega tengdur minningum hennar um sunnudagana á La Chatagner- aie, því hún drakk alltaf tvö til þrjú glös eftir matinn. Bébé bar fram kaffið og rétti hverjum sinn bolla. — Viltu einn sykurmola, mamma? Og þú Francois — tvo mola? Vilt þú fá konjakk, Felix? Þessi sunnudagur var öðrum lík ur, með helgarkyrrð, flugnasuði og léttu hjali. Bráðum myndi frú d’Onnerville fara að tala um fjár- málaáform sín.. . — Hvar eru bömin? Martha! Farðu og aðgættu hverju þau finna upp á. Innan stundar myndu Donge- bræðumir fara yfir á tennisvöll- inn, og þaðan heyrðist venjulega daufur ómur af boltaslögum fram yfir nón. Við og við skaut upp höfði handan limgirðingarinn- ar — þá var hjólreiðamaður á ferð. Fótgangandi sáust ekki, það heyrðist bara í þeim. En þessi sunnudagur varð þó ekki alveg eins og aðrir. Áður en klukkustund var liðin stóð Fran- cois á fætur og gekk í áttina til hússins. — Hvert ert þú að fara? spurði Bébé án þess að líta við. — Ég kem strax aftur. Hann gekk hraðar og hraðar og allt að því hljóp upp tröppurnar. Hurðum var skellt og síðan heyrð- ust einrcennileg hljóð úr baðher- berginu. — Hefur honum orðið illt í mag anum? spurði frú d’Onnerville sjálfa sig. Ég veit það ekki. VenjulegaJ stóð upp og gekk órólega fram og þolir hann hvað sem er. aftur í sólskininu. — Mér fannst hann svo fölur — Ég skil ekkert í þeim — að áðan. | þeir skuli ekki segja okkur neittl — En hann hefur ekki borðað Og svo Bébé! Hvar er hún nú? Hún kemur ekki hei !v" aftur. — Taktu þessu rólega, mamma. Þú æsir þig bara upp. Til hvers er að æsa sig upp? Baðherbcrgisdyrnar opnuðust aftur. Læknirinn kom fram með uppbrettar skyrtuermar, leit hvöss rödd hans, g Felix spratt upp og um augum á Bébé, sem enn stóð í halfrökkrinu a stigaþrepinu. — Sendið mér heitt vatn hing- að upp — eins mikið og hægt er. Bébé fór niður í eldhúsið. Hún var í 1 jósj. rænum taftkjól, sem neitt'tormelt. .. . Börnin hlupu fram hjá. Síðan var þögn í nokkrar mínútur, en þá heyrðist til Francois, sem kall- aði á bróður sinn, án þess að sýna sig. Það var einkennilegur ákafi í hljóp inn. Frú d’Onnerville fylgdi honum með augunum. — Ég skil ekki hvað þetta get- ur verið. — Hvað gæti þetta verið? taut- ... , , aði Jeanne úr djúpum legustóln- i for vo1, Vlð eikarljost harið. h.in vírt.i fvrír sér! — CIo! Farðu upp i baðher- bergið með heitt vatn. um, um leið og hún virti fyrir sér l sígarettureykinn, sem steig til himins í léttum skýjum. — Mér heyrist einhver vera að hringja. Hljóðið innan úr húsinu heyrð- ist nú greinilega út. Það var eng- inn efi, að einhver var að velja númer. Síðan talaði Felix hárri röddu. — Halló. .. Já, fröken, ég veit að það er lokað hjá ykkur, en þetta er mjög áríðandi. Viljið þér gera svo vel og gefa mér Ornaip númer eitt. Já, Pinaud lækni. Haldið þér að hann sé að veiða? Viljið þér gera svo vel og hringja samt sem áður. .. Falló! Er það hjá Pin- aud lækni? Þetta er á La Chatag- neraie. Jæja, er hann kominn aft- ur? Biðjið hann að hraða sér hing að. . . Þa^ skiptir engu máli. .. Já, það er mjög aðkallandi. Nei, alls ekki. Segið honum að koma eins og hann er. Konurnar þrjár litu hver á aðra. — Ætlarðu ekki að fara og vita, hvað hefur komið fyrir? spurði frú d’Onnerville. — Þeir hafa lokað sig inni í bað herberginu. Þeir mundu ekki hleypa mér inn. Felix fullyrti auk þess, að þetta væri ekki alvarlegt. — En hvað er þetta þá? — Ég veit það ekki. Von bráðar kom læknirinn hjól- andi, klæddur brúnu sportfötun- um, sem hann var í við fiskveiðar. Hann virtist mjög undrandi, er hann sá konurnar þrjár sitja í ró og næði undir garðsólhlífinni. — Hefur orðið slys? — Ég veit það ekki, læknir. — Maðurinn minn er þarna uppi í baðherberginu. Ég skal koma upp með yður. Baðherbergisdyrnar opnuðust upp á gátt til að hleypa læknin- um inn, en lokuðust fyrir fram- an nefið á Bébé. Hún stóð kyrr á stigaþrepinu. Frú d’Onnerville | „Old English” DBI-BBITE (frb. dræ-bræt) F / / ót a n d i gljávax — Léttir störfin! — — Er mjög drjúgt! — — Sparar dúkinn! — Inniheldur undraefnið ,,Silicones“, sem bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma, erfiði, dúk og gólf. Fæst alls staðar M A R K U S Eftir Ed Dodd On a fishing TR1P> MARK TRAIL'S EM- PLOYER, WHO IS PUBUSHER OF ■WOOOS & WILDLIFE' MAGAZINE, HAS BECOME GREATLV INTERESTED IN CHERRY DAVIS »• I HAO A TOUGH TIME WITH VOUR BOSS WHILE VOU >■ WERE GONE, MARK... HE'S GETTING SERIOUS... AND, Boy, I MEAN SERIOUS/ Ég sá lækninn koma. Er hús bðndinn veikur? — Ég veit það ekki, Clo. En farðu upp með heitt vatn. — Þarf mikið? — Eins mikið og hægt er, sagði læknirinn. Eldabuskan fékk ekki heldur að fara inn í baðherbergið, er hún kcm upp með tvær könnur af heitu vatni, en gegnum dyragættina gat hún þó séð að einhver lá endilang- ur á gólfinu — hún sá fætur og fétleggi þess sem þar lá. Sú sýn hafði enn sterkari áhrif á hana en ef hún hefði séð lík. Klukkan var þrjú. Börr.ín, sem grunaði ekki r.eitt, höfðu lagt und- i. sig tennisvöllinn. Jacques sagði við Jeanne litlu frænku sína: — Þú getur vist ekki heldur spilað tennis. Þú ert of lítil. Jeanne, sem var ekki nema sex ára, fór auðvitað að gráta og hljóp klagandi til mömmu sinnar, en fékk hið venjulega svar: — Sjáðu um þig sjálf. Ég hef annað að gera. Frú d’Onnerville stóð og horfði upp í gluggann á annarri hæð- inni. — Viltu gera svo vel og rétta mér sígaretturnar, mamma? Að öðru jöfnu hefði frú d’Onner ville fyllzt vandlætingu, ef dóttir hennar hefði beðið hana að rétta sér eitthvað eingöngu af því að hún nennti ekki að standa upp sjálf. En nú tók hún sígarettu- Markús og Sirrí hafa farið í ▼eiðiferð með húsbónda Markús- ar, sem er Vermundur útgefandi Náttúrufræðitímaritsins. Ver- mundur hefur orðinn allhrifinn aí Sirrí í þessari ferð. 1) Ég átti í ströngu að stríða með Vermund meðan þú varst í burtu. Þetta fer að verða alvar- legt 2) — Bað hann þig um að gift- ast sér? — Nei, en hann myndi hafa gert það, ef ég hefði ekki stöðugt reynt að leiða hug hani að öðru. 3) — Viltu að ég segi honum frá því að við séum trúlofuð? — Nei, ég held ekki, ég reyni að finna einhverja heppilegri leið. 3B|lItvarpiö Fímmludagur 21. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 Fornsögulestur fyr- ir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Framburðarkennsla í frönsku. — 19,05 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Tónleikar (plötur). — 20,45 „1 lundi nýrra skóga“, — 50 ára minning skógræktarlaganna. Er- indi flytja Hákon Bjarnason skóg ræktarstjóri, Einar Sæmundsson skógfræðingur og Páll Sveinsson sandgræðslustjóri. 21,30 Tónleikar (plötur). 21,45 Islenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson). 22,10 „Söngs in' unaðsmál“: Baldur Andrésson kand. theol. talar um Bellman, og flutt verða sönglög eftir hann. — 23,00 Dagskrárlok. FÖ8tudagur 22. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla í esperanto. 19,05 Þingfréttir. Tón- leikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). — 20,35 E'iendir gestir á öldinni, sem leið- IV. erindi: Vinur Baldvins Einarssonar (Þróður Björnsson lögfræðingur). 20,55 íslenzk tón- listarkynning: Lög eftir Skúla Halldórsson. — Söngvarar: Guð- mundur Jónsson, Kristinn Halls- son og Sigurður Ólafsson. Fritz Weisshappel leikur undir og býr þennan dagskrárlið til flutnings. 21,25 Minnzt fræðslulaganna frá 1907: Helgi Elíasson fræðslumála stjóri og Stefán Jónsson náms- stjóri tala. 22,10 Erindi: Fræleit j í Brezku Columbíu (Baldur Þor- steinsson skógfræðingur). 22,25 jFrægar hljómsveitir (plöiur). — j 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.