Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. nóv. 1957 MORCUNBTAÐIÐ 11 mikla vandamáli, að sífellt verð- ur örðugra að fá mannafla á fiski skipin og til fiskiðnaðarins yfir- leitt. Sl. vetrarvertíð unnu mikið á annað þúsund útlendinga að þessum störfum. Skýringarinnar á þessu óheillafyrirbæri er auð- vitað að leita í því, að sjávarút- vegurinn er orðinn svo aðþrengd- ur, að hann getur ekki um kaup- gjald keppt við aðrar atvinnu- vegi. Nauðsynlegt er að leysa þetta vandamál mjög fljótt. Nú hafa sjórpgnnafélögin sagt upp samningum sínum í því skyni að fá kauptryggingar hækkaðar. Eins og ljóst má vera, hefir sjáv- arútvegurinn ekki bolmagn til þess að taka á sig aukin útgjöld, sem af slíkum hækkunum myndi leiða. Hitt má okkur vera jafn- ljóst, að finna verður úrlausn, sem leiði til þess að vinnuafls- skortur hamli ekki atvinnuveg- inum. Þetta vandamál verður ekki leyst nema með fórn þjóðfél. 1 heild í einhverri mynd, og er þess vegna hliðstætt öðrum þeim vandamálum, sem við nú verðum að horfast í augu við. Því er óhætt að slá föstu, að stór- hættulegt er, ef innlendir menn gerast fráhverfir því að stunda störf við sjávarútveginn, sem hvernig sem á allt er litið, er ein- hver helzti burðarás þess þjóð- félags, sem við lifum í í dag. Rekstrarlán sjávarútvegsins lslenzk sjávarútvegsframleiðsla hvort heldur er rekstur fiski- skipa eða fiskvinnslustöðva, er mjög fjárfrek við þær aðstæður, sem þessari starfsemi eru bún- ar. Er hún mjög háð lánsfjár- magni. Starf samtaka útvegs- manna og annarra fiskframleið- enda, hefir því mjög beinst í þá átt að tryggja, að allir þeir, sem þennan atvinnurekstur stunda, hafi sama rétt til lána út á af- urðir svo og þeirra útflutnings- uppbóta, sem greiddar eru á hverjum tíma. Viðskiptabankarn- ir hafa á árinu lánað bæði út á afurðirnar og réttindin, það sem menn hafa almennt talið viðun- andi, þótt lægra sé en það sem sjávarútvegsmálaráðherrann vildi vinna að. Það stóð í löngu þófi við ann- an viðskiptabankann, vegna tregðu seðlabankans á því að endurkaupa þessa víxla. Við væntum þess, að engin tregða verði nú á því, að út- vegsmenn geti notið þeirra kjara í viðskiptabönkunum, sem ríkis- stjórnin telur að framleiðslan eigi rétt á, og verði þá viðskipta- menn beggja bankanna látnir sæta sömu kjörum í sambandi við rekstrar- og afurðalán, en á þessu hefir verið mikið ósam- ræmi undanfarin ár. Stofnlán sjávarútvegsins Stofnlán til framleiðslunnar eru ávallt mikið vandamál og háir ófullnægjandi fyrirgreiðsla i sambandi við þau mjög þeirri þróun, sem æskilegt væri að ætti sér stað við sjávarsíðuna. Fiskveiðasjóður fslands hefir verið nokkuð aukinn síðari ár fyrir forgöngu fyrrverandi og núverandi sjávarútvegsmálaráð- herra. Þótt sjóður þessi gegni mikilvægu hlutverki, fyrst og fremst til aukningár á vélbáta- flotanum og endurnýjunar á véla kosti hans, þá vantar samt mikið á, að hann hafi bolmagn til að gegna hlutverki sinu að fullu. Eins og kunnugt er, er verðlag á fiskibátum orðið mjög hátt, og nægir í því sambandi að benda á, að svipaðir bátar og þeir, sem starfsgrundvöllur vélbátaflotans er miðaður við (og eru í áætlun- um L.Í.Ú. metnir á 954 þús. kr.) kosta nú, smíðaðir erlendis, 1.5— 1.6 millj. kr., en séu þeir smíð- aðir hérlendis, kosta þeir um eða yfir 2 millj. kr. Það væri því ekki úr vegi að varpa fram þeirri spurningu, sem oft hefir verið framleiðendum ofarlega í huga, hvort ekki væri mögulegt, að Stofnlánadeild sjávarútvegsins yrði opnuð aftur og látin hefja á ný veitingu fjárfestingarlána til sjávarútvegsins. En eins og kunn- ugt er, lánaði seðlabankinn árið 1946 Stofnlánadeildinni um 100 millj. kr., en það lán hefur verið endurgreitt seðlabankanum jafn- óðum og Stofnlánadeildin hefur fengið greidd þau lán, sem hún veitti. Það er brýn nauðsyn að end- urskoða þessi efni m. a. vegna þess, að Framkvæmdabanki ís- lands, sem ætlað var það hlut- verk að taka að sér lánveitingar til uppbyggingar við sjávarsíð- una o. fl., hefir mjög takmarkað rekstrarfé eftir því sem bezt verður séð. Niðurlag. Það væri freistandi að drepa á ýmis fleiri atriði, því að ávallt er af nógu að taka, þegar rædd eru vandamál útflutningsfram- leiðslunnar, en ég mun fljótt láta staðar numið. Að lokum vil ég varpa fram þeirri spurningu, hvað gert verður um næstu ára- mót til þess að útflutningsfram- leiðslan geti starfað með eðlileg- um hætti. Vandinn vex með hverju ári sem líður, alltaf magn- ast dýrtíðarskrúfan og nú hefur það bæzt við, að menn eru svart- sýnir á aflabrögðin. Sú von um aukinn afla, sem menn gerðu sér eftir útfærzlu landhelgislínunn- ar 1951 og 1952, hefir beðið mikið afhroð vegna aflaleysisnis á yfir- standandi ári. Ég hefi sýnt fram á, að full þörf er aukinna ráðstafana vegna útflutningsframleiðslunnar og verður það mál rætt rækilega á fundi þessum. Hvað verður gert? Trú mín er sú, að enn verði leit- að bráðabirgðaúrræða, útflutn- ingsuppbætur verði auknar. En um þau mál hafa aðrir en við úrslitaorðið. fslenzk stjórnarvöld verða nú sem áður að koma til skjalanna, og ákveða hvaða leið verði farin til lausnar þessum vanda. Verðlaun veitt fyrir fegrun í Hafnarfirði HINN 14. þ.m. boðaði stjórn Fegr unarfél. Hafnarfjarðar til fund- ar í Sjálfstæðishúsinu í Hafnar- 1 firSi. Fundurinn var fjölmennur, ; en tilefni hans var afl.ending heiðursverðlauna og vieurkenn- | inga til þeirra, sem skarað hafa ! fram úr við fegrun bæjarins á ár- jinu 1957. ; Heiðursverðlaun, sém var áletr | aður gólfvasi, hlutu þau Jón Eg- Íilsson og frú vegna garðsins að Ölduslóð 10. Hverfisviðurkenningar hlutu | þessir: ' Frú Herdís Jónsdóttir, öldu- , götu 11, frú Kristín Guðmunds- dóttir, Reykjavíkurvegi 16B og j Henrik Hansen og frú Reykjavík j urvegi 31. j Ennfremur veitti félagið þeim | Skúla Hansen og frú viðurkenn- | ingu vegna garðs þeirra að Skála bergi. Vegna stofnana og fyrirtækja, ' varð nú St. Jósephsspítali fyrir I valinu um viðurkenningu félags- I ins. Miklar aukningar hafa farið fram á spítalanum og er sú fram kvæmd þannig úr garði gerð, að i til sérstakrar bæjarprýði er. Þá var St. Jósephssystrum jafnframt þakkað hið óeigingjarna liknar- starf þeirra í bænum, um langt árabil. Að lokinni afhendingarathöfn urðu miklar umræður um fegrun ! armál bæjarins, og ríkti áhugi j um auknar aðgerðir á því sviði. Svohljóðandi tillaga var borin 1 fram og samþykkt: | Fundur haldinn að tilhlutan Fegrunarfélags Hafnarf jarðar hinr 14. nóvember 1957, samþ. að beina þeirri áskorun ti. bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, að gert j verði ráð fyrir, á næstu f járhags- áætlun, að allt að 2% aí tekjum bæjarsjóðs verði varið til sér- stakra fegrunarframkvæmda enda : verði þær gerðar í samráði við i stjórn Fegrunarfélagsins. Holldór Jónsssn iró Akureyri skókmeistori Norðnrlnnds QSík eru þau Krúsjeffhjónin LONDON. — Frú Krúsjeff er elskuleg og móðurleg kona, sem virðist vera hæfari til þess að sýna barna- börnum sínum blíðu en nokkuð annað, sagði frú Bevan, sem fyr- ir skemmstu er komin heim úr ferðalagi til Rússlands með eiginmanni sín- um, verkamanna flokksleiðtog- anum Aneurin Bevan. — Þau hjón komu á heimili Krúsjeffshjónanna og seg ir frú Bevan, að kona Krúsjeffs sé áreiðanlega góð húsmóðir og barnabörnin eigi allan hug hennar. En frú Bevan leizt ekki eins vel á Krúsjeff. Hann er ekki mannleg ur, segir hún. — Hann getur ver- ið alúðlegur og heimsborgara- legur þegar svo býður við að horfa en hann getur líka kveikt heimsbál með einni handabend- ingu eða einu orði, ef hann vill það við hafa. HAAG 16. nóv. — Þrír Hollend- ingar létu lífið, er lítil flugvél fórst á Nýju Guineu í dag. Einn maður komst af. SAUÐÁRKRÓKI, 18. nóv. —, Skákþingi Norðurlands, sem háð hefir verið hér, er nú lokið og varð Halldór Jónsson frá Akur- eyri skákmeistari Norðurlands að þessu sinni og hlaut 514 vinn- ing. 6. umferð fór þannig, að Jón- as vann Þráin, Jón Ingimarsson — Jón Jónsson, Halldór — Hjálm ar, en Skarphéðinn og Randver gerðu jafntefli. — í 1. fl. vann Árni Ingólf, Kristján Hörð og Baldur vann Hjálmar. í öðrum flokki vann Haukur Braga og Maron vann Reyni. í sjöundu og síðustu umferð fóru leikar svo, að Þráinn vann Randver, Jón Ingimarsson Skarp- héðin, Hjálmar Jónas og Hall- dór Jón Jónsson. Eins og fyrr .segir varð Hall- dór efstur á mótinu en næstur varð Jónas Halldórsson frá Leysingjastöðum í Húnaþingi, sem háði einvígi við Halldór. Gerðu þeir jafntefli í fyrri skák- inni, en þá síðari vann Halldór og þar með meistaratitilinn. í 1. fl. varð efstur Ingólfur Agnarsson frá Sauðárkróki, sem hlaut 4 vinninga, annar Árni Rögnvaldsson frá Sauðárkróki með 314 vinning. — Keppni í 2. flokki varð ekki lokið. Skák- stjóri var Árni Þorbjörnsson. Skákþinginu lauk á sunnudag með kaffidrykkju og fóru þá fram verðlaunaafhendingar og voru margar ræður fluttar. Skákfélag Sauðárkróks sá um mótið. Á sunnudagskvöldið fór fram hraðskákmót og var teflt á 16 borðum. Hraðskákmeistari varð Hjálmar Theodórsson, Sauðár- króki en næstir og jafnir urðu þeir Jónas Halldórsson, Leys- ingjastöðum í Húnaþingi og Jón Ingimarsson Akureyri. — Fjöldi áhorfenda fylgdist með mótinu. — Jón. VIII ekki hömlur á aflasöiu erlendis BLAÐINU hefir borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá stjórn FFSÍ. Stjórn FFSÍ skorar á ríkis- stjórnina að hamla ekki aflasölu íslenzkra skipa erlendis, meðan áhafnir skipanna og útgerðar- menn telja sér það vænlegra. Greinargerð. Mikil mannekla er nú á ís- lenzka togaraflotanum, og verð- ur að manna togarana að miklu leyti með útlendingum. Til þess að menn þessir fáist, verður að greiða þeim kaup í erlendum gjaldeyri. Þetta er misrétti, sem er ill- þolandi og auk þess til þess fall- ið að skapa gjaldeyrisskort. Ekki virðist vera auðvelt að manna síldarbátana og horfir til stórvandræða. Þar sem svona er ástatt virðist ekki nein ástæða til að þvinga skipin til að landa innanlands í því skyni að auka atvinnu í landi. Meðan menn fást ekki á skipin er ekki þörf á að auka atvinnu í landi á kostnað þeirra, sem fiskveiðar vilja stunda, með op- inberum aðgerðum. Þrjáf nýjar íslenzkar skáldsögur Á Bökkum Bolafljóts — Eftir Guðmund Daníelsson „Ef það er rétt, sem Jónas HaHgrímsson segir, að lang- lífi sé lifsnautnin frjóa, þá ætti það að lengja lífið að lesa bækur, sem þrungnar eru þeirri tilfinningu höfundanna, að lífið sé þeim þrátt fyrir allt, bikar, sem þeir teyga af veigar vaxtar, þrótts og lífsvilja. Hin nýjasta bók Guð- mundar Danielssonar er gagnsýrð af hæfileika höfundar- ins til þess að njóta þess, sem hann sér, heyrir — eða skynjar á annan hátt, njóta fjölbreytninnar. . .“ Guðm. G. Hagalín. 213 bls. í góðu bandi. — Verð kr. 100.00 Leikur hloer oð laufl — Eftir Guðm. L. Friðfinnsson Þessi saga gæti vel verið ævisaga hinna stórbrotnu skapheitu Núpverja. Þetta er sveitalífssaga með tærri heiðríkju bjartra sóldaga, þar sem lesandinn er allt í einu farinn að ösla í skraufþurru ilmandi heyi við hlið hlæjandi ungmeyja. — 258 blaðsíður í góðu bandi. — Verð kr. 95.00. Byrarvafns-Anna — Eft« sigurð Heigason „Aldrei á ævi minni hef ég séð eins merkilegan þjóf og þig. — Þarna situr þú eins og drottning á þessum marg- ölvaða moldarbing með brekánadruslurnar utan um þig eins og pell eða purpura, snjóhvít eins og gyðjumynd, með kolsvart hár og eld í augunum, dramblát eins og að- alsfrú og horfir á mig eins og ég sé kvikindi. — Nei, svona þjóf hef ég aldrei áður séð. „Ég er ekki þjófur, segir Anna. Eyrarvatns-Anna er falleg og áhrifamikil saga; saga um konuna í afdalnum sem sigraðist á ofsóknunum. Tvö bindi, 546 bls. — Verð kr. 120.00 Jölabækur Isaíoldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.