Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 16
10 MOnCVrfJiTAÐlÐ Fosfnrtagur 22. nóv. 1957 Þorgeir Jónsson í Gufunesi: Athugasemd vegna hundadráps NÚ HXNAR' síðustu vikur gerist mönnum fremur tíðrætt um hunda. Rússar senda þá í hinar fyrstu geimferðir. Bretar leggja á sig langar þagnir þeirra vegna, en hér heima á íslandi er ég öðrum fremur við þá bendlaður í augnablikinu, þótt nafn mitt hafi fram til þessa verið fremur sett í samband við önnur húsdýr. Það hefur dregizt, að ég þó léti nokk- uð sjálfur frá mér heyra. Veldur því aðallega það, að ég vænti þess, að blöðin sem fyrst fluttu fregnir af málinu myndu leita upplýsinga frá fyrstu hendi þ.e. lögreglunni í Reykjavík eður mér, ef þeim hefði sýnzt og birt síðan þær upplýsingar. Ég mun hér á eftir leitast við að gefa þær upplýsingar, sem ég veit sannastar vera, ef ske kynni, að það leiðrétti að einhverju þann misskilning, sem mér finnst ég verða var við málinu viðvíkjandi. Þar er þá fyrst til að taka, að fyrir nokkrum árum fékk ég ó- vænta, en fremur óþægilega heim sókn hingað uppeftir. Voru þar komnir hundar, sem lögðu leið sína út í Geldinganes, þar sem ég hafði fé mitt á beit. Heim- sókninni lauk á þann veg, að þeir höfðu að velli lagt um 50 kind- ur; drepið þær og rifið á hol, þetta var því heldur dýrkeypt heimsókn, og þykist ég vita, að almenningur skilji vel, að ég telji hana hafa verið miður æskilega. Líða svo fram árin. Heimsókn- um hunda linnti ekki við þetta, en hins vegar hefi ég síðan haft á þeim ímugust og fullar gætur. Síðan hefur sem betur fer, fram til þessa árs, ekkert hent fé mitt af hunda völdum. En tveim nótt- um íyrir umræddan heimsóknar- dag hundanna nú síðast, vaknaði vetrarmaður minn við mikla og stöðuga hundgá. Fór hann þegar út fann hann eina af kindum mínum aðframkomna af þreytu og sliti. Hún komst vart úr spor- unum, og þótti sýnt, hverjir hefðu leikið hana á þann veg. Hundun- um stuggði hann á brott og fagn- aði ég því. Smaladagur er sá dagur, sem bændur helzt nota hunda sína, sérstaklega ef þeir eru „sérlega vel þjálfaðir til smalamennsku“, eins og Jón bóndi á Reykjum seg- ir í eftirmælum Tjáa síns, sem ég heldur alls ekki rengi. Umrædd- ur „hundadagur" hér í Gufunesi var •inmitt smaladagur Mosfell- inga, ag var hann boðaður fyrir- fram, eins og lög gera ráð fyrir. Að morgni þessa dags sáust 4 hundar — en ekki 10 — renna fram hjá heimili mínu, stefndu þeir til norðurs og hurfu brátt. Síðar um daginn var ég, ásamt öðruna vetrarmanni mínum í timburflutningum að fjárhúsum, sem eru í höfða nokkrum sunn- an bæjarins. Hinn vetrarmaður- inn var við áðurnefnda smölun. Sjáum við þá frá fjárhúsunum, hvar 4 hundar eru komnir í fjár- hóp undan gömlu bæjarhúsunum, sem standa vestan og sunnan verksmiðjunnar. Láta þeir þar mjög ófriðsamlega og tvístruðu fénu í allar áttir, en þó rann það mest norður í stefnu að Fjósaklettum og eins til suðurs að granda þeim, þar sem ég hefi látið útbúa mér skeiðvöll. Hund- arnir fylgdu með þeim hópnum er til norðurs hélt, að því er okkur virtist, en hvortveggja hvarf sjónum okkar fjárhópur- inn og hundarnir. Ekki komumst við samt strax af stað, þótt okk- ur þætti ill tíðindi gerast fyrir sjónum okkar. Olli því, að vega- ir undir suðurbökkum jarðarinn- ar sem veit að Kleppi. Voru þeir hinir ófriðlegustu. Þegar við stugguðum við þeim, runnu þeir austur til skeiðvallarins, en þar var nokkurt fé, sem þeir höfðu áður tvístrað. Voru þeir nú orðn- ir eitthvað hræddir, því ekki hlupu þeir þó strax í féð. Áður- nefndur grandi er umluktur sjó á þrjá vegu, og þótti mér því ekkert betra gert, en láta vetrar manninn vakta hundana, en fara sjálfur og gera lögreglunni við- vart. Hún hefur, sem kunnugt er með höndum það hlutverk að losa fólk undan ágengni hunda. Fór ég því og hringdi til lög- reglunnar í Reykjavík, en Gufu- i es er í lögsagnarumdæmi Reykja víkur, og beiddist ég þess, að dýrin yrðu fjarlægð — má vera, að ég hafi bent á nauðsyn þess að þau yrðu endanlega skotin, — en annars tel ég lögregluna eiga að vera sjálfráða eigin gjörða. Þegar ég hafði lokið samtalinu við lögregluna, voru hundarnir enn komnir í féð. Við tókum það ráð að bíða lögreglunnar án af- skipta af hundunum. Stundu síð- ar hringdi ég aftur og spurðist fyrir hvort lögreglan kæmi ekki, því kalt var mjög fyrir vetrar- manninn að híma þar á ber- svæði. Spurði ég jafnframt hvort mér væri ekki óhætt að fara því ég átti erindum að sinna í Reykja vík. Var mér tjáð að strax yrði komið og ég mætti fara. Lögregl- an myndi sjá um framkvæmd málsins. Þegar ég hafði lokið samtalinu við lögregluna, voru hundarnir enn komnir í féð, lét ég því vetr-armanninn hafa áfram vörzlu á grandanum, en fór leiðar minnar til Reykjavíkur. Er ég því sjálfur úr sögunni, þótt ég segi seinni hlutann en þar fer ég eftir ummælum míns heima- fólks. Víkur nú sögunni aftur niður á grandann. Hundarnir hömuð- ust í fénu. Blöðin upplýsa, að þeir hafi verið á lóðaríi, en þetta voru 3 hundar og 1 tík. Ekki urðum J við þó vör við það háttarlag, heldur eingöngu ásókn þeirra í féð. Hér ár bænum er enginn hundur. Vetrarmaðurinn tók þann kostinn að bíða lögreglunn- ar án frekari aðgerða. Kom hún brátt á staðinn, og munu lög- reglumennirnir hafa verið 5 og þess utan dýravörzlumaður bæj- arins. Blöðin segja lögreglu- mennina hafa verið 10 og hund- ana 6—8. Hundarnir hættu ásókn- inni að fénu, en hlupu fram í fjöruna. Einn þeirra synti yfir voginn þá strax. Að hinum þrem- ur skutu lögreglumennirnir einu haglaskoti. Enginn hundanna féll, en tíkin flumbraðist lítil- lega á trýni. Eftir þessa aðför dembdu hund- arnir sér allir í voginn og syntu yfir hann. Haglabyssan var þá orðin skotlaus. Baukuðu lögreglu mennirnir enn um nokkra stund við hana, en fundu engin skotin. Skutu þeir þá nokkrum skot- um á eftir hundunum á sund- inu, en hittu ekki. Hundarnir kom ust allir yfir og runnu síðan 4 brott. Lögreglumennirnir stigu í bíl sinn, og óku brott. Samskipti vetrarmannsins og þeirra munu engin hafa orðið. Hann mun hafa staðið álengdar og engu þar ráðið um aðförina. Sá heimafólkið það síðast til lög- reglumannanna, að þeir fóru að talstöðinni hér uppi á melnum, en héldu svo þaðan eitthvað á- leiðis til Mosfellsdals. Skömmu síðar munu þeir hafa fundið tík- víst síðar fram á í brekkunum ofan Elliðaánna. Dagar hans munu þar með hafa Verið taldir. Ég harma það, að umræddir smalahundar skyldu ekki nýttir þennan dag við sitt ætlunarverk, en þess í stað leggjast á fé mitt hér heima. Endúrtek ég það, að ekki varð ég, eða mitt heimafólk, vart við lóðarí hjá hundunum, enda munu þær reglur gilda í Mosfellshreppi að hundar skuli vanaðir. Má það vera skýring þess, að ekkert sást til þeirra neitt „ástafar". Það, að tíkin var með í hópnum, getur hvorki sannað slíkt né afsannað. Hún er héðan úr nágrenninu, af næsta bæ. Þegar hundar gerast blóðþyrst- ir og fara að ásækja bústofn manna, þá er þeim vorkunn að vilja stemma stigu við. Hefi ég þar ýmsum mönnum fremur reynslu af því, hvað af hundum getur hlotizt. Hreinræktaðir ísl. hundar munu orðnir fágætir — nema þá í Ameríku, — en hund- ar hér mikið blandaðir erlendu blóði. Þykist ég vita, að eigend- ur grimmra hunda, sem sækja í fé, séu allir sammála um að það þurfi að fjarlægja þá. Að sjálf- sögðu skil ég vel, að í fyrstunni gæti þar þó saknaðar og sviða. Hundar hafa áður verið skotnir hér um slóðir t. d. að Fellsmúla, „Frisky" heitir þessi litli bíll, sem fyrir skemmstu var til sýnis á bílasýningu í Englandi. Hann er með sæti fyrir tvo fullorðna og tvö smábörn. Vakti bíllinn mikla athygli því að ekki er hægt að neita því að hann er óvenju lítill — og fallegur. en í Reykjavík munu drepnir á annað hundrað hunda á ári hverju. Mönnum mun víst ó- heimilt hundahald á bæjarland- inu. Bið ég menn að taka ekki orð mín þó á þann veg, að ég mæli því bót, að skotið skyldi að hundunum, en þeir ekki hand- samaðir. Þar réði ég engu um. Maður, sem t.d. tilkynnti innbrot gæti engu um það róðið, hvaða meðferð þjófurinn fengi hjá lög- reglunni, þegar hún kæmi á vettvang. Lýk ég hér sögu minni. Hefi ég eftir beztu vitund greint frá því einu, sem ég veit rétt vera. Ég geri ráð fyrir þvi, að það geti enn komið fyrir, að hingað rekist einhverjir hundar. Slíkt verður seint fyrirbyggt. Ég mun eftir sem áður reyna að bægja þeim á brott, með tiltækum ráð- um, sýni þeir áleitni í fjárstofn minn. Hann er nú einu sinni það, sem ég og mitt fólk byggjum af- komu okkar á. Vonast ég að lckum til, að þessi frásögn mín hafi leiðrétt allan misskilning gagnvart mér í þessu máli, hafi hann einhver verið. Gufunesi, 13. nóv. Þorgeir Jónsson, bóndi. Ávarp til þjéðarinnar Frá Landssamhandimi gegn áíengisböiinu lengdin á milli var þó nokkur,! ina og 2 hundanna að Korpúlfs- en krækja varð fyrir Leirvog-1 stöðum. Hinn þriðji mun hafa inn, sem sjór hafði þá fyrir j runnið í áttina til Reykjavíkur. nokkru fallið yfir. Bifreiðin stóð föst í moldarsverðinum, en eftir nokkurt þóf tókst okkur að leysa hana, og var þá strax haldið á vettvang. Til þess að fara fljótt yfir sögu, skal þess getið, að eft- ir nokkra leit fundust hundarn- Ekki veit ég gjörla um viðskipti þeirra lögreglumanna og ráðs- mannsins þar, en ekki mun hann hafa afhent tíkina sína. Hundana tvo tóku þeir, en ekki veit ég hvar né hvernig þeirra aflífun fór fram. Þriðja hundinn óku þeir MEÐ STOFNUN Landssambands ins gégn áfengisbölinu haustið 1955 var efnt til samtaka meðal allra þeirra félaga og félagasam banda íslenzkra, sem hafa bind- indi á stefnuskrá sinni, svo og margra annarra fjölmennra fé- lagasambanda, er á einn eða ann- an hátt vinna að menningarmál- um með þjóðinni. Nú teljast í sambandinu 25 aðiljar, félaga- sambönd ýmis ásamt áfengis- varnaráði, og eru meðal þeirra sambanda sum hin fjölmennustu hérlendis, svo sem Alþýðusam- band íslands, íþróttasamband ís- lands, Kvenfélagasamband Is- lands, Slysavarnafélag íslands, og Ungmennafélag íslands, auk margra annarra, sem hér yrði of langt upp að telja. Með þessu hafa þessir aðiljar lýst sig fúsa til þess að vinna að því innan sinna vébanda og út á við, „að stuðla að bindindissemi, vinna gegn neyzlu áfengra drykkja og leitast við að skapa almennings- álit, sem hagstætt sé bindindi og reglusemi", eins og segir í lögum sambandsins. Þess er að vænta, er svo margir og liðstyrkir aðiljar sameinast um gott málefni, að þess megi sjá nokkur merki í árangri. Því miður er þó ekki enn unnt að benda á mikla sigra. Síðan Lands sambandið var stofnað, hafa ver- ið opnaðar áfengisútsölur, sam- kvæmt ákvörðun íbúanna, á nokkrum þeim stöðum, þar sem þær voru áður lokaðar. Svo hef- ur þá einnig farið, að aldrei hef- ur þjóðin varið meiri fjármunum til áfengiskaupa en hún gerir á því árT, sem nú er að líða. Hörmu- legar afleiðingar áfengisneyzlu blasa einnig æ skýrar við á mörg um sviðum, í umferðarslysum, of beldisverkum og glæpum, niður- brotnum heimilum o.s.frv. Það er því enn full ástæða til að brýna þjóðina til að vakna til skilnings á því, hvílíkan eitur- snák hún elur við brjóst sitt, þar sem er áfengisverzlunin, rekin sem ágóðafyrirtæki ríkisins og ein mikilvirkasta aðferðin til að ná fjármunum þegnanna í fjár- hirzlu ríkisins. Og það er ekki síð ur mikils um vert, að þjóðinni skiljist, hversu dýru verði þéir peningar eru keyptir, sem þann veg er aflað. Það er knýjandi nauðsyn, að allir góðir íslendingar, hvort sem þeir eru skráðir meðlimir einna eða annarra félagasamtaka eður eigi, spyrni fótum við þeirri siðspillandi og eyðandi drykkju- tízku, sem nú ríkir um borg og byggð. Gæti þess allir, er að fé- lagsmálum vinna, hvort sem fé lag þeirra hefur gerzt aðili að Landssambandinu gegn áfengis- bölinu eða eigi, að efna ekki til þeirra mannfunda, hvorki í fé- lagsheimilum, skólum né annars staðar, þar sem áfengið flóir ljóst eða leynt, og verður gildra mörg um æskumanni, er þar tælist inn á braut drykkjuskapar. Gæti þess allir heimilisfeður og mæður, að efna ekki til þeirra samkvæma, þar sem drykkjutízkan ræður samkvæmisháttum og sá þykist fremstur gestgjafi, er ber fyrir gesti sína mesta og sterkasta á- fenga drykki. Útrýmið áfenginu úr samkomum yðar, hvort heldur er á heimilum eða mannamótum eflið það almenningsálit, að það sé engum manni sæmandi, að stofna til drykkjugilda, hvorki í smærri né stærri stíl, krefjizt þess af leiðandi mönnum í stjórn ríkis og bæjarfélaga, að þeir gangi á undan með góðu fordæmi og leggi niður allar veitingar á- fengis í opinberum samkvæmum. Alþjóð manna til sjávar og sveita skal láta á sannast, að íslending- ar eru vakandi þjóð, sem vill vita fótum sínum forráð, ekki sóa fjár munum sínum í skaðsamlegar nautnir og tildur, og veita þann- ig forystumönnum sínum það að- hald, að þeir hljóti að sýna þeim, sem undir þá eru gefnir, gott eft- irdæmi í þeim efnum. Landssambandið gegn áfengis- bölinu heitir því á alla góða ís- lendinga, og þó einkum þá, sem standa innan einhverra þeirra fé- lagasambanda, er gerzt hafa að- iljar að sambandinu, að spyrna nú við fótum, gerast sjálfir virk- ir þátttakendur í baráttunni gegn áfengisbölinu með því að hafna sjálfir nautn áfengra drykkja, og jafnvel þótt þeir treysti sér ekki til að stíga sjálfir það spor, að forðast að verða með fordæmi sínu eða athöfnum valdir að því, að aðrir, og þá sérstaklega hinlp ingu, leiðist til drykkjuskapar. i.eggið hver og einn yðar skerf til þess, að þjóð vor megi í sann- ’eika vera algáð þjóð. í stjórn Landssambandsin* gegn áfengisbölinu: Björn Magn- ússon, Kristinn Stefánsson, Aðal. björg Sigurðardóttir, Axel Jóns- son, Stefán Runólfsson. í fulltrúaráði Landssambands- ins gegn áfengisbölinu: Fh. Alþýðusambands íslands Karl Karlsson. F.h. Bandalags íslenzkra skáta: Hrefna Tynes. 'F.h; Hvítabandsins: Jóna Erlendsdóttir. Fh. Kvenfélagasambands Islands Jóhanna Egilsdóttir. F.h. Kvenréttindafélags íslands: Jakobína Mathiesen F.h. Landssambands K.F.U.M.: Ingvar Árnason Fh. Náttúrulækningafél. íslands: Arnheiður Jónsdóttir F.h. Sambands bindindisfélaga I skólum: Ásgeir Sigurgeirsson F.h. Sjöunda dags aðventista á íslandi: Júl. Gumundsson. F.h. Slysavarnafélags íslands: Guðbjartur Ólafsson. F.h. Stórstúku íslands I.O.G.T.: Brynleifur Tobiasson F.h. Ungmennafélags íslands: Stefán Ól. Jónsson F.h. Bindindisfélags ísl. kennara: Kristinn Gíslason. F.h. K. F. U. K.: Gunnfríður Rögnvaldsdóttir F.h. Samb. ísl. kristnisboðsfél.; Páll Sigurðsson F.h. Bindindisfélags presta: Árelíus Níelsson F.h. Landssamb. framhaldsskóla- kennara: Helgi Þorláksson. F.h. Áfengisvarnanefndar kvenna í Reykjavík og Hafnar- firði: Sigríður Björnsdóttir. F.h. íþróttasambands íslands: Ben. G. Waage. F. h. B.F.Ö. Sigurgeir Albertsson. VESTMANNAEYJUM, 19. nóv. — Fyrirhugað er að um 15 bátar byrji aftur reknetjaveiðar, en fullt útlit er fyrir áð aðeins 2—3 bátar komist af stað aftur, vegna manneklu. Hafa skipstjórar leit- að fyrir sér undanfarið, en ekki tekizt að fá fulla áhöfn. Vantar flesta 2—3 menn. Öðrum hefur ekki tekizt að fá einn einasta mann í skiprúm. Er því sýnilegt að mun færri bátar munu komast á reknet að þessu sinni, en fyrir- hugað hafði verið. — Bj. Guðm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.