Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 6
6 MORGVISBT 4Ð1Ð Föstudagur 22. nóv. 1957 MAÐURINN AÐ r ASEINUSTU tímum hefur það orðið meira og meira áberandi og umtalað, að maður nokkur, að nafni Michailo- witsch Andrejewitsch Suslow, hafi orðið mjög áhrifaríkur í rússneskum. stjórnmálum og er hann nú af sumum kallaður: Maðurinn að baki Krúsjeffs. Mik- ið er um hann ritað og rætt í erlendum blöðum um þetta leyti. Talið er, að hann hafi verið helzti ráðgjafi Krúsjeffs í sam- bandi við afhjúpun Stalins og það niðurrif persónudýrkunar- innar, sem svo er kallað og á eftir fylgdi. Ennfremur er talið að Suslow sé driffjöðurin i hinni nýju viðleitni til að koma hin- um svokallaða Marxisma-Lenin- isma i hásætið og gera hann að algildri kennisetningu, sem nái yfir allt andlegt og líkamlegt milli himins og jarðar. Loks er sagt að Suslow sé ákafur tals- maður þess að taka harðlega í hnakkadrambið á öllum frelsis- hreyfingum innan járntjaldsríkj- anna og að hann vilji stofnsetja nýtt alþjóðasamband kommún- ista, enda hefur verið talið að á fundinum í Moskvu á dögunum hafi verið mjög um það rætt. f sambandi við þann fund er rétt að geta þess, úr því minnzt er á hann, að talið er að honum hafi vérið haldið áfram yfir líkbörum Zapotockis, forseta Tékkó- slóvakíu, því þar hittust margir helztu ráðamenn kommúnism- ans. Það eru uppi alls konar hug- leiðingar og getgátur um Suslow, eins og þær sem vikið er að hér að ofan, en ýmislegt af því er tekið samkvæmt heimildum frá júgóslavneskum kommúnistum. ★ Suslow er hár og grannvaxinn maður og sagður minna mest á brezkan menntamann. Þannig kemur hann að minnsta kosti fram á myndum, en þeir, sem hafa séð hann persónulega segja, að mikill ofsaglampi sé í augum hans og beri látbragð hans vott um áberandi taugaveiklun. — Suslow er nú talinn vera einn ákafastur talsmaður heimsbylt- ingarinnar meðal rússneskra kommúnista og einn hinn kröfu- harðasti um, að Sovét-Rússland hljóti skilyrðislaust að krefjast hlýðni af öllum öðrum kommún- istaríkjum með því að í Moskvu sé heili hins alþjóðlega kommún- isma. ★ Suslow er 55 ára að aldri og er upprunninn á svipuðum slóðum og Lenin. Hann tók fyrst að hafa afskipti af stjórnmálum árið 1921 en þá gekk hann í kommúnista flokkinn. Hann hóf feril sinn sem lágt settur flokksáróðursmaður í Wolgahéraðinu. Þá gekk Suslow í stjórnmálaskóla og kynnti sér áróðursstofnanir í Moskvu, svo hann fengi fullkomna þjálfun í hinum kommúnistisku fræðum. Það var rétt fyrir 1930 að Suslow kynntist þeim Stalin og Schd- anow og komst þá í mikið álit hjá þeim báðum. Þeir gerðu hann að sendimanni til ýmissa borga víðs vegar um landið og fór hann milli þeirra í flokkserindum. Það var fyrst á styrjaldarárunum, sem Suslow komst til verulegrar virðingar, enda fékk hann þá að leika lausum hala með ofsatrú sína og harðneskju, sem naut sín vel í styrjaldarráðinu við landa- mæri Norður-Kákasus, þar sem hann starfaði. Það er talið, að það hafi verið Schdanow, sem fékk því ráðið, að Suslow var árið 1944 sendur til Litháen, en þar hafði hann yfirumsjón með hinu mikla þjóðdrápi og þjóðar- upprætingu, sem þar fór fram. Árið 1939 var Suslow valinn í miðstjórn flokksins og tók nú stjarna hans mjög að hækka. Átta árum seinna var hann orð- inn einn af riturum miðstjórn- ar flokksins og fékk ábyrgðar- mikla stöðu í útbreiðsludeild BAKI KRÚSJEFF miðstjórnarinnar. Á árunum 1949 —1950 . var Suslow aðalritstjóri Pravda og gekk þá mjög hart fram í deilunni, sem varð milli Rússa og Tító. Eftir dauða Stal- ins varð Suslow mikilsráðandi maður í utanríkismálanefnd æðsta ráðsins og fékk hann nú brátt mikil áhrif á utanríkis- stefnu Sovétríkjanna. En á 20. flokksþinginu eða í júní 1955, náði hann þeirri upphefð að vera kosinn í æðsta ráðið sjálft. Sagt er að Suslow hafi nokkuð tapað áhrifum fyrst eftir 20. flokksþingið en hélt þó áfram að vera í miðstjórninni. En þegar Krúsjeff og þeir félagar hans lentu í vaxandi örðugleikum út af afhjúpun Stalins og því róti, sem henni fylgdi, þá jukust áhrif Suslows aftur. Hann var send- ur til Búdapest rétt áður en Rússar kæfðu byltinguna þar og þótti framkoma hans bæði þá og eftir það, í sambandi við þessa atburði, sýna að Suslow hefði tal- ið sig eiga þar mikinn þátt. Michailowitsch Suslow í átökunum á milli Krúsjeffs annars vegar og Molotovs og klíku hans hins vegar er talið að Suslow hafi í fyrstu verið á bandi Molotovs en þegar hann hafi séð að Krúsjeff mundi verða sterkari, hafi hann óðara söðlað um. Síðan hefur Suslow farið víða, þar sem foringjar kommún- ista hafa verið á fundum erlendis eða verið þeim til hliðar, þegar þeir hafa fengið heimsóknir til Moskvu. Það hefur sérstaklega verið tekið eftir því, að Suslow hefur ætíð verið viðstaddur ef einhverjir sendimenn hafa kom- ið frá löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs og þá sérstaklega ef um hefur verið að ræða fundi með sendimönnum Sýrlendinga og Egypta. Talið er að hann hafi tekið við af Shepilow, í því efni að hafa eins konar forystu um áróður Rússa á því svæði. f Kreml koma menn og fara. Það er að vísu ekki eins og á Vesturlöndum, að þar séu tíð stjórnarskipti og breytingar með lýðræðislegu móti á mönn- um í mikilsverðum embættum, heldur er þar um byltingar- kenndar hreinsanir að ræðá, sem leiða af sér, að þeir sem valda- miklir hafa verið, en undir verða, eru sendir í eins konar útlegð til hinna f jarlægustu héraða. Suslow er ein af hinum nýju stjörnum, sem komið hafa upp, en hversu lengi hann helzt „á lofti“, eins og einhvers konar nýr Spútnik, getur enginn sagt um. □---------------------□ Góð síldveiði KRISTIANSUND, 19. nóv. — Síldveiðin hefur aldrei gengið betur en í haust. Þegar eru 300 þús. hl. komnir á land, en heild- arafli haustvertíðarinnar í íyrra var 200 þús. hl. —NTB. □---------------------□ Þeir félagar þurftu oft á hjálpsemi annarra að halda. Um ísland til Andesþjáða — Ævinfýrabók Erling Brunborg NÝ BÓK á bókamarkaðinum núna er „Um ísland til Andes- þjóða“. Höfundur er Erling Brunborg, og í bókinni segir hann frá ferð sinni sem hófst í Noregi, lá um ísland, þaðan til Banda- líkjanna suður alla Ameríku um frumskóga Amazonsvæðisins, allt til Galapagoseyja og heim aftur. Ævintýrin eru óteljandi og frásögnin af viðkynningu við ólíkar þjóðir marglit og fróðleg. Móðir Erlings, Guðrún Brun- borg er útgefandi bókarinnar en Norðri annast söluna og dreifing- una. Guðrún hefur skýrt blaða- mönnum svo frá, að bók þessi hafi komið út í Noregi í fyrra, en var þá mikið stytt og auk þess gerðar breytingar á stíl. Sonur hennar, Erling, sagði er hann sá bókina: „Þetta er ekki mín bók, heldur útgefandans“. Guðrún sagði að sig hafi lang- að til að bókin kæmi út, eins og sonur hennar skrifaði hana. Her- steinn Pálsson þýddi bókina, og segir Guðrún að þýðingin sé svo góð, að ekki verði nokkurs stað- ar greint, að bókin sé skrifuð á öðru tungumáli. Bönd, sem aldrei slitna Guðrún sagði að þó hún hafi alið börn sín upp sem Norðmenn, þá sé þráin til íslands rík hjá þeim öllum, og ekki sízt hjá Er- ling. „Það eru bönd, sem aldrei slitna", sagði Guðrún. Ferðalag Erlings Brunborg sem frá segir í þessari bók, hófst með ferð á norskum „síldardalli" til íslands. Ferðalagið stóð í 2 ár og komst höfundur allt til Galapagoseyja, sem fyrr segir. Ferð þessi var farin af einskærri ævintýraþrá og höfðu Erling og ferðafélagi hans litla sem enga peninga milli handa er ferðin hófst. Sagt hefur verið um þessa bók: „Þessi bók er sönnun þess, að íslendingurinn flækist víða og ferðast með öllum hugsanlegum hætti. Erling Brunborg er að vísu aðeins íslendingúr í aðra ættina, en hann er af víkingum í báðar“. Erling Brunborg sem nú er liðlega þrítugur að aldri getur því státað af ferð sem fáir aðrir hafa farið. EINS og áður hefur verið frá sagt í Mbl. hafa 3 Alþingismenn, Al- freð Gíslason, Pétur Ottesen og Sigurvin Einarsson, flutt tillögu til þingsályktunar um afnám áfengisveitingu á kostnað ríkis og ríkisstofnana. Hljóðar tillagan á þessa leið: „Alþingi ályktar að áfengir drykkir skuli ekki veittir á kostnað ríkisins eða ríkisstofn- ana“. Nú hefur Jón Pálmason flutt breytingartillögu, þar sem lagt er til, að tillagan nefnist: Tillaga til þingsályktunar um lækkun kostn aðar við veizluhöld og skemmti- íerðir. Þá leggur Jón til að tillögu- greinin breytist og verði á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á Ný ævintýraferð Og enn er ævintýraþrá hans jafnrík og áður. í október sl. lagði hann af stað ásamt tveim öðrum ungum mönnum í ferð til Kanaríeyja. Farkosturinn er 44 feta löng skúta, og enginn þeirra félaga hefur reynslu sjó- manns! Ferðin er farin á vegum Per Hösts, og er tilgangurinn að taka kvikmyndir. Ferðin byrjaði æv- intýralega. — í Biskayaflóa hrepptu þeir fárviðri og ekkert spurðist til þeirra í nær hálfan mánuð. Þeir voru taldir af. En þá komu þeir siglandi á skútu sinni til hafnar og var ekkert að hjá þeim — veðrið hafði aðeins tafið þá! Erling Brunborg Svona eru ævintýri Erlinga Brunborg. Hann er ævintýra- maður og kann vel að segja frá því sem á dagana drífur. ríkisstjórnina að gera til þess raunhæfar ráðstafanir að draga til muna úr útgjöldum ríkisins og stofnana þess til veizluhalda og skemmtiferða innanlands og utan. Séu um þetta settar fastar reglur, er ráðherrum og forstöðu- mönnum ríkisstofnana sé óheim- ilt að víkja frá“. Magnús Jónsson hefur lagt til, að tillögunni verði breytt á ann- an veg. Vill hann, að við upp- haflegu tillöguna bætist: Jafnframt skorar Alþingi á ríkisstjórnina að draga svo sem verða má úr veizluhöldum og skemmtiferðum á kostnað ríkis og ríkisstofnana. Séu um þetta settar fastar reglur, er ráðherr- um og forstöðumönnum ríkis- stofnana sé óheimilt að víkja frá. Veizluhöld og skemmtiferbir á vegum hins opinbera sfcrifar úr daglega lifinu Sent gegn póstkröfu ÐNAÐARMAÐUR í Stykkis- hólmi skrifar: „Það er oft, að menn úti á landi þurfa að panta vörur frá Reykja- vík og fá þær sendar gegn póst- .kröfugreiðslu. Vill þá oft verða reginmismun- ur á því, hve fljótt hin ýmsu fyrirtæki bregðast við með að senda hið umbeðna í kröfu. Verða menn stundum að biða nokkrar vikur eftir hlutnum. Ég hef mjög þurft á þessari fyrirgreiðslu að halda undanfarin ár, og virðist mér, að í aukana færist dráttur á afgreiðslu þess varnings, sem pantaður er gegn póstkröfu. Þetta er oft mjög bagalegt, og vildi ég með þessum orðum, þar sem ég næ til allra fyrir- tækja „á einu bretti“, fara fram á að á þessu verði ráðin bót af þeim, sem þessum málum eiga að sinna. Væri mörgum greiði ger með því. Því liprari sem þjón- usta er, því ánægðari er viðskipta vinurinn." Útvarpið brýní raustina. ONA nokkur hér í bæ tók Vel- vakanda nýlega tali og benti á, hversu hvimleitt það er, að hljómstyrkur útvarpsins er ekki alltaf sá sami. Konan sagði, að sonur sinn hefði verið veikur undanfarna daga. Um helgina sat hún við út- varpstækið og hlustaði á sam- felldan þátt um listaskáldið góða. Meðan þátturinn stóð yfir, kom það hvað eftir annað fyrir, að hljóðin frá útvarpstækinu hækk- uðu skyndilega — án þess að við það væri komið. Og það brást ekki, að drengurinn, sem lá I vöggu sinni í næsta herbergi, hrökk upp með andfælum, er út- varpið brýndi raustina. Konan telur, að unnt sé að bæta úr þess- um ágalla niðri í útvarpsstöð. Velvakandi ræddi við Dagfinn Sveinbjörnsson fulltrúa hjá út- varpinu um málið. Hann sagði, að þess væri vandlega gætt, að sami styrkleiki væri alltaf á út- sendingunum, og taldi líklegast, að styrkleikastillirinn í útvarps- tæki konunnar, sem sneri sér til Velvakanda, væri bilaður. Er því rétt að ráðleggja henni að láta athuga stilli þennan. Fagur staður, Hvassafellið miðvikudaginn stendur undir stórri mynd í Tímanum: „Nýlega fóru Samvinnuskóla- menn í kynnisför til Reykjavík- ur, skoðuðu ýmsa merka staði og stofnanir, m. a. Þjóðminja- safnið, Alþingi og Hvassafell . . ** Nú verður manni á að spyrja: Hvort er Hvassafellið staður eða stofnun?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.