Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. nóv. 1957 MORCUNBTAÐIÐ 15 Hlustaö á útvarp SUNNUDAGUR, 10. nóv.: 9.20 Morguntónleikar (9.30 fréttir í 10 mínútur, tæplega þó). 12.15 Hádegisútvarp til 13.15 (þar af fréttir í nokkrar mínútur). 14.00 Miðdagstónleikar. 15.30 Kaffi- tíminn (tónleikar). 18.30 HljóS- plötuklúbburinn til 19.45. 20.20 Hljómsveit Ríkisútvarpsins. 22.05 til 23.30 danslög. — Og hvað var svo meira? ll—12 messa. 13.15 sunnudagserindið: Um söguskoð- un nútímans. 16.30: Þáttur um bækur. Barnatími. Stuttar fréttir kl. 20. Upplestur kvæða kl. 20.50 —21 (10 mínútur). 21—22 þátt- urinn Um helgina, þar af langt erindi um söngmennt o. fl. við- víkjandi söngkennslu. — Ekki einn einasti þáttur til gamans og léttrar skemmtunar! Þunglama- legt og lítt uppörvandi útvarp í skammdegi. Söngur, hljómlist. bókmenntir og fræðsla. Ætlar út- varpið ekki að hafa neinn léttan skemmtiþátt í vetur eins og til dæmis Brúðkaupsferðina í fyrra og vísnabotnana og ,,vitringana“ árið áður? Fjölda-margir hafa talað við mig um þetta og skrif- að mér um það. Beðið mig að láta óánægju í ljós í þessum þætti. Ég verð að segja það, að fyrst að þátturinn Um helgina á að verða háalvarlegur fræðslu- þáttur veit ég ekki hvar þeir ætla að koma gamanþætti fyrir innan um alla músíkina (sem oft er auðvitað góð) og svo annað glamur, sem ég nefni ekki músík. Ég kom því ekki við á sunnu- dag að hlusta á útvarp fyrr en 16.30, er Ragnar Jónsson hóf fyrirlestur um bókaútgáfu og bækur. Fyrir hálfri öld kvað hann fólk ekki hafa haft nóg að eta, hvað þá heldur nóg að lesa. Var því menning af skornum skammti. (Ég efast um að sönn menning sé öllu meiri nú en var á fyrsta tugi aldarinnar). Ræðu- maður kvað fiölda fólks enn vanta allt, eins og alltaf héfði verið. Vill ekki gerast spámaður .— en umfram allt þarf að vaka yfir andlegri heilbrigði manna. Óvíst hvað er „sorprit" og hvað ekki. (Öldungis rétt, oft!) Æsk- an krefst að spóka sig úti í gern- ingaveðrum mannlífsins. Veru- lega góð bók er ekki dýr — aldrei dýr — en léleg bók ætíð dýr. Betra að lesa góða bók 10 sinnum en lélega einu sinni. — Æskunni boðin of mikil þægindi nú um stundir. — Eftir erindi Ragnars las Lárus Pálsson upp þrjú kvæði eftir Matthías Jó- hannessen, fyrsta og þriðja kvæð ið mjög vel gerð, en miðkvæðið var órímað og fór fram hjá mér .— gat ekki notið þess í fyrsta sinn. Þá las Ragnheiður Jóns- dóttir úr skáldsögu — efnið slit- ið út úr samhengi og gat ég því ekki notið þess. Vilhjálmur Þ. Gíslason las kvæði úr nýrri bók eftir Jakob Thorarensen, Ætt- jarðarkvæði. Kvæði um séra Eirík galdramann í Vogsósum, Spánarstúlka og Kindin. Virtust mér kvæðin öll ágæt og ekki um afturför að ræða hjá hinu merka þjóðskáldi, enda maðurinn, sem betur fer í fullu fjöri ennþá. — Að lokum las Lárus Pálsson úr bók Laxness, Brekkukotsannál. sem að vísu er ekki ný bók, en upplesturinn var góður. Þátturinn Um helgina (kl. 9— 10 að kvöldi) var leiðinlegur nú. Fyrst talað um söngmennt og svo sagt frá því er flugvél kom og fór. Hefur þeim hversdagslega viðburði oft verið lýst áður. Þá var hátíðlegt viðtal við Eggert Stefánsson, fyrrv. söngvara, nú rithofund, um sjálfsævisöguna, og hina fögru Italíu o. m. fl. — Eggert er drengur góður og vin- sæll, en stundum fullháfleygur, jafnvel tilgerðarlegur. Fornsögulestur fyrir börn ann- ast Helgi Hjörvar nú tvisvar í viku. Les hann Bár íar sögu Snæ- fellsáss. Allir vita að Helgi er hinn snjallasti upplesari. Ekki les hann söguna orðrétt, en hef- ur búið hana til upplesturs við hæfi barna. Ég hef tvisvar hlust- að og þykir lesturinn takast vel og hlýtur að vera skemmtilegt og fræðandi fyrir börn að heyra. Tel ég þátt þennan góðan og gagn- legan. Mánudagsútvarpið var gott. Sr. Sveinn Víkingur talaði um Dag- inn og veginn. Hann talar vel og á til góða kímni og fyndni, sem fremur sjaldan ber á í útvarpinu nú. Talaði hann fyrst um tíkar- bjálfan margumrædda, sem Rússar sendu upp í háloftin og allir blaðsnápar um víða veröld hafa gert að umtalsefni síðan. Er undarlegt að þjóð sem um aldir hefur þrælkað og kúgað menn, pyndað þá og drepið og gerir enn, skuli vera gerð að um- talsefni út af einni tík, sem þeir fórna fyrir „vísindin". Eftir það talaði sr. Sveinn um skatta og tolla, var það fróðlegt — en vel hægt að líta á það mál frá fleiri hliðum, en hann gerði. Ekki efast ég um að tölur þær er hann fór með hafi verið réttar. Loks drap hann á hina hlálegu deilu norskra preláta um helvíti. Svo er mál með vexti, að þorri norskra guðfræðinga vilja ekki með nokkru moti missa kenning- una um eilífa útskúfun og kvalir í víti. öðrum finnst þessi kenn- ing ekki samræmast náð og kær- leika guðs, enda erfitt að hugsa sér slíkan algóðan föður. En Smemo biskup og klerkar hans eru alveg misltunnarlausir, hvað sem allri skynsemi líður — meg- inþorri manna er að þeirra áliti á beinni leið til eilífrar glötunar. Smásaga Oddnýjar Guðmunds- dóttur, „Stefnuvottar“, er meðal beztu smásagna, sem ég hef heyrt nýlega, frumleg og vel gerð saga. Ágætlega lesin. Páll Sveinsson, sandgræðslu- stjóri, talaði við E. Malmquist og sagði frá starfsemi Sandgræðslu ríkisins. Sandgræðsla og varnir gegn uppblæstri er alveg vafa- laust eitt mesta nauðsynjamál í ræktun landsins. Árangur kemur þegar í ljós eg skilar arði. Ætti að leggja sem allra mesta áherzlu á þessa ræktun, að minnsta kosti ekki síður en á skógræktina. Að vísu getur þetta fylgzt að, rækta kjarr til verndar sandfoki, þar sem það á við. Ef til vill tekst sú mikla hugsjón að rækta nytja- skóga hér en það á langt í land. Sandgræðslan er knýjandi nauð- syn, sem verður að framkvæma ef landið á ekki að blása upp og má sízt spara fé til þeirra fram- kvæmda. Annað erindi Hendriks Ottós- sonar um daglegt líf í landinu helga á Krists dögum, þótti mér ágætt og bar stórlega af fyrsta erindinu. „Vér eigum að skoða hann sem skáld“, nefndist kvöldvöku- þáttur, baráttan um skáldalaun Þorsteins Erlingssonar, sem Bjarni Benediktsson frá Hofteigi bjó til flutnings. Mér þótti gaman að þætti þessum, meðfram af pví ég man vel þessa atburði og hlust aði sjálfur á eina umræðu um málið í efri deild. Þess ber að gæta, að viðhorf manna til kirkjunnar var annað en nú, fyr- ir og um aldamótin. Rétttrúnaðar stefnan var þá yfirhöfuð ríkjandi meðal presta, börnum var þá kennt kver Helga Hálfdánarson- ar og lagt ríkt á að læra það vel og trúa því, er stóð þar, en það var ómenguð Lútherstrú. Mann- vinurinn og dýravinurinn, skáld- ið Þorsteinn Erlingsson, hafði ris ið upp gegn kirkjunni með óvæg- um skáldskap, svo sem kvæðun- um örlög guðanna, Á spítalan- um o. fl. kvæðum. Þetta var tal- ið af mörgum algert guðlast og var galli á þættinum að eitthvað af þessum kvæðum var ekki les- ið upp. Að vísu má fullyrða að þessi tegund kvæða Þorsteins er fjarri því að vera meðál hinna beztu kvæða hans og heyrist nú aldrei í þau vitnað. Þess ber og að gæta, að 1200 kr. skáldalaun þá jafngilda nú um 25.000.00 kr. og var því allsæmilegt þá. Auk þess má geta þess, að enn er rif- izt um laun skálda og ætíð marg- ir sáróánægðir með sinn hlut. Orkar ætíð tvímælis, hvað þessi og hinn eigi skilið að fá í verð- laun fyrir andleg afrek. Það er alveg víst, að margur á skilið að fá meira fyrir eina bók en annar fyrir tíu. En hvað sem segja má um það, þátturinn var góður og vel með efnið farið af flytjend- unum, Finnborgu örnólfsdóttur, Einari Pálssyni, Lárusi Pálssyni og Óskari Halldórssyni. Þó fannst mér óviðeigandi er sumir karlmennirnir voru að reyna að gera afkáralegan málróminn, er þeir lásu þingræður mótstöðu- manna Þorsteins. Var minningu hans enginn sómi sýndur með því. Auðvitað var þátturinn all- hlutdrægur, enda ekki annars að vænta, eftir atvikum. — Við, ung ir landvarnamenn og síðar sjálf- stæðismanna á þeim dögum, vor- um allir eindregið fylgjandi skáldalaunum til Þorsteins Erlingssonar, en þar með var ekki sagt, að við værum allir sammála honum í afstöðu hans til kirkjunnar. Því fór fjarri. í fréttauka á föstudag talaði Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, og er áhugi hans á skóg- rækt hér frábær og trú hans á það að hér verði ræktaður skóg- ur til nytja óbifanleg. Væri ósk- andi að sú trú rættist. Einkennilegt er það, að afmæli tveggja stórmenna vorra í andans heimi, Jónasar Hallgrnnssonar og Jóns Sveinssonar prests, ber upp á sama daga, 16. nóv., og eru nú 150 ár frá fæðingu Jónasar en 100- ár frá fæðingu séra Jóns. Ekki er víst um fæðingardag Hallgríms Péturssonar, en hann dó 27. okt. Annaðhvort rúmlega 60 ára eða tæplega það (á 80. ári). Kannske hann hafi einnig fæðzt 16. nóvember? (1614). — Jónas hefur lengi verið ástsæl- asta skáld vort, hvernig sem upp- vaxandi kynslóð kann að bregð- ast við — kynslóð órímaðra „ljóða“ og dægurlaga. — Útvarp- ið hafði þátt um Jónas, 16. þ. m., er þeir stóðu að, H. K. Laxness, Lárus Pálsson og Páll ísólfsson. Fæstum fannst þátturinn betri en vænta mátti og margir voru ó- ánægðir. Músíkin yfirgnæfði stundum hið talaða orð og efnið var óþarflega slitið sundur. Loks vil ég leiðrétta prentvillu í síðasta þætti. Þar stendur að Jörgen Hansen—minning ÞEGAR vetrarskuggarnir eru aðstjóri fyrir togaraútgerð. En um Laxness hafi verið vantrúaður á kaþólska vísu, á að vera sann- trúaður. Þorsteinn Jónsson. r A nokkrum sekímdum MOSKVA 16. nóv. — TASS- fréttastofan rússneska skýrir svo frá í dag, að rússneskir vísinda- menn ræði nú um eldflaug, sem fari til tunglsins á nokkrum sek- úndum. Þá segir og í TASS-frétt, að rússneskir vísindamenn spái því að fyrir lok aldarinnar verði byggðar flugvélar, sem fái orku sína úr sameindum í loftinu. færast yfir og dagar styttast óð um, þegar síðustu, visnu blöðin eru að fjúka af trjánum, þegar brúngrár fölvi tekur við af marg- litu skrauti sumarsins, — .þá verður aldraður maður oft dap- ur og alvarlegur. Haustið minnir á, að hverju stefnir og honum verður hugsað til svo margs sem er horfið og á hverfanda hveli. Og einn morgun, snemma, það var 30. október síðastl., frétti ég lát vinar míns, Jörgen I. Han- sen. Hann hafði sofnað þá nótt. Eg hafði talað við hann tveimur dögum áður, meðal annars óskað honum til hamingju með ný- fædda dóttur-dóttur. — Enda þótt eg vissi, að sjúkdómur hans var hættulegur, kom andlátsfregn hans þó óvænt. En góð huggun er það þó öllum vinum hans að hann fékk þannig að sofna í rúmi sínu, þótt sviplegt og átak- anlegt hafi verið eiginkonu hans, er hjá honum var, svo og börn- um hans og öðrum ástvinum. Þegar eg kynntist Jörgen Han- sen fyrst var hann rúmlega tví- tugur, nýlega kominn heim frá langri námsdvöl erlendis. Hann var þá heitbundinn Ingu Skúla- dóttur frá Ytra-Vatni í Skaga- firði, en hún hafði í æsku dvalið með fósturforeldrum sínum, Sig- urði Magnússyni og Signýju Halldórsdóttur, á heimili for- eldra minna, Mælifelli. Inga er fermingarsystir mín og kær vin- kona frá fyrstu æsku til þessa dags. Eðlilega og að sjálfsögðu varð Jörgen vinur minn alla tíð síðan við hittumst fyrst og hefur aldrei dregið ský fyrir vináttu. Við urðum og að nokkru leyti samverkamenn um langt skeið, í Happdrætti Háskóla íslands þar sem hann var skrifstofustjóri frá upphafi þeirrar stofnunar en eg endurskoðandi frá sama tíma. Gafst mér því tækifæri til að kynnast honum einnig sem starfsmanni. Eg hef unnið með mörgum mikilhæfum og dugleg um mönnum en eg vil fullyrða að enginn hefur staðið Jörgen Hansen framar að vandvirkni og samvizkusemi, alúð og hæfileik- um. Þar skipar hann stöðu fremstu röð margra ágætra manna sem eg hef þekkt og varð ekki fram úr honum komizt. A síðustu árum eftir að heilsa hans fór að bila lagði hann oft hart að sér að stunda starfið, en hann var dulur, karlmenni mikið og æðrulaus og vissu víst fæstir hversu veikur hann gekk oft til starfs. Jörgen I. Hansen var fæddur 17. september 1887 og varð því rúmlega sjötugur. Hann var son- ur Jörgen Hansen kaupmanns í Hafnarfirði og konu hans Henri- ette f. Linnet. Mjög ungur var hann sendur á verzlunarskóla Danmörku (Jörgen eldri var fæddur í Suður-Jótlandi). Eftir heimkomuna varð hann bókhald- | ari, lengst við togaraútgerð „ís- lands“-félagsins, Jes Zimsen, um skeið varð Jörgen Hansen sjálfur útgerðarmaður og framkvæmda- tvo tugi ára, eða til dauðadags, var hann skrifstofustjóri og aðal- bókari Happdrættis Háskólans. Auk þess hafði hann fleiri störf á hendi og vita allir, er til þekkja, að allt sem hann gerði, var vel af hendi leyst. Enda nau{ hann trausts og virðingar allra þeirra er með honum unnu fyrir staka reglusemi, þægilegt, alúðlegt og skemmtilegt viðmót og jafnlyndi. — Eins og áður er sagt kvæntist Jörgen Hansen Ingu Skúladóttur árið 1911. Eignuðust þau hjón sex börn er til fullorðinsára komust og eru þau þessi: Ragnheiður, gift Guðmundi Guðjónssyni, arkitekt. Regína, gift Sigurgeir Sigur- jónssyni, hæstaréttarlögmanni og ræðismanni. Jörgen, kaupm., kvæntur Helgu Breiðdal. Skúli, tannlæknir, kvæntur Kristínu Snæhólm. Guðrún, gift Sigurði Ölafssyni, skólastjóra. Ingibjörg, gift James Gallagh- er, höfuðsmanni. Heimili þeirra Ingu og Jörgen Hansen var vissulega til fyrir- myndar allt síðan þau stofn- settu það. Ríkti þar höfðings- skapur, virðulegur og glaðvær bragur var á öllu. Gestrisni og góðvild var þeim hjónum í blóð borin. Jörgen Hansen var afar góður heim að sækja, aldrei hef eg þekkt alúðlegri húsbónda og vin. Hvernig sem á stóð tók hann mér ætíð vel og vildi allt fyrir mig gera. Svo mun hafa verið með aðra vini hans, svo trygg- tók á annað borð vináttu, að mikið mun hafa þurft til að glata vináttu hans. Fastur var hann á skoðanir og ekki gjarn á að skipta um skoðanir — og ekki var hann allra vinUr en lét þá afskiptalausa er honum líkaði miður vel við. Vel gat hann virt skoðanir vina sinna, þótt hann væri á öðru máli. Hann var góður íslendingur og í barátt- unni fyrir sjálfstæði tslands á fyrstu tugum aldarinnar var hann jafnan í flokki skilnaðar- manna og vildi enga samninga við frændur sína Dani, aðeins fullt sjálfstæði lands vors. — Það er gott að hafa lengi notið vináttu slíkra manna sem Jörgen I. Hansen var. Manna, sem aldrei brugðust og maður vissi fyrir víst að mundu bezt duga er mest var þörfin. Og eðlilega fylgir því tómleiki og söknuður að sjá þeim á bak — maður verður stórum mun fátækari. En það fylgir því, að ná háum aldri að vinirnir hverfa hver eftir annan og fleiri verða þeir er maður saknar. Ef til vill fer svo, að lokum að minningin um horfna vini verður dýrasta, verð- mætasta, já, eina eignin, sem eft- ir verður. — Hvíl þú í guðs friði, kæri, lyndur var hann þar sem hann tryggi vinur. Þorsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.