Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 14
14 MORCUNBT4Ð1Ð Fðsfudagur 22. nóv. 1957 Matthea Matthíasdóttir — minning Hugleiðingar um skrif Tímans og fisksölumálin DAGBLAÐIÐ Tíminn hefir mik- ið skrifað og mikið sent menn til öflunar frétta og samtala við þar til kjörna menn. Skal nú sumt af skrifum þessum tekið ti) athugunar. Sent í 10 fiskbúðir Fyrst sendir Tíminn tvo menn i einkabifreið (að blaðið segir) í 10 fiskbúðir, af þeim telur blaðið 7 bílskúra, sem þó munu ekki hafa verið nema 3—4. Grein þessari fylgir mynd af bilskúr, með áskriftinni Fiskur (skrifað af Tímamönnum). Ennfremur er á myndinni tunna fyrir dyrum. Hvort tunna þessi hefur verið farþegi í bifreið Tímamanna, skal ósagt látið, þó að margt bendi til þess. Síðan kemur upptaln- ing á vörutegundum allt frá há- meri niður í smá-stútung. Fisk- tegundir voru þó yfirleitt ekki nema þrjár (en fisksalinn í Fisk- höllinni sagði nú reyndar að hámeri væri herramanns matur), en í flestum búðunum var ekki neitt. Ennfremur segir, að í sum- um fiskbúðum sé fiskur seldur á bak við, sé eitthvað nýtt. f öðr- um búðum mæti fisksalar bæði seint og illa. Grein þessi verður ekki tekin á annan veg, en þann að vera þvaður eitt, en meint, sem hreinræktaður áróður á fisksalastéttina og bæjarfélagið. „Nú eru þeir hættir að berja gegnum borðið“, er fyrirsögn á næstu grein Tímahs, samtal við Steingrím í Fiskhöllinni. Þar sem kollega minn, Stein- grímur Bjarnason, hefur gert greinargóðar athuganir verð ég þar fáorðari en annars. Ekki get- ur Tíminn þó neitt um í samtali þessu, að rætt hafi verið um fram tíð hámerar í Fiskhöllinni, en spyr Steingrím: Telur þú fyrir- mæli borgarlæknis um áfastar aðgerðarstöðvar æskilegar? Stein grímur svarar nei, enda er þeim hvergi framfylgt nema hér. Við gerum að öllum okkar fiski og sendum hann í búðirnar unninn. Athugasemd skal gerð við þess- ar upplýsingar Steingríms. f all- flestum fiskbúðum er sér-flökun- ar og aðgerðarpláss. Þá hefur borgarlæknir aldrei fyrirskipað að allur fiskur eigi að fara unn- inn í fiskbúðir, enda er það að allra dómi svo mikill reginmun- ur hjá húsmóðurinni að fá flak- ið af fiskinum ný-flakað eða þeg- ar búið er að þvæla flökunum í ílátum og fiskurinn ef til vill flakaður daginn áður. Tímamenn eiga þarna samtal við mann, sem gætir hagsmuna hvorstveggja, heildsölu og smá- sölu. Bílskúrs-fiskbúðir Það virðist fara í taugarnar á Tímamönnum, að það skuli vera seldur fiskur í húsnæði, sem einhvern tima hefur verið kallað bílskúr, en vita þessir góðu menn hvers vegna varð að taka þessa svokölluðu bílskúra til fisksölu? Það var eins og borgarlæknir tók réttilega fram í samtali um þessi mál, að þegar byggð voru þessi fyrstu svokölluðu úthverfi, þá var ekki reiknað með í nokkurri byggingu rúmi fyrir fisksölu. Ég, sem þessar linur rita, er vist einn af þessum ólánsömu að hafa orð- ið að selja fisk í bílskúr siðan ég byrjaði á fisksölu, eða í 12 ár, og ég vil benda Tímamönn- um á að kynna sér í hverfi því, sem ég hef stundað fisksölu of- angreindan tíma, hvort þar hafi verið nokkuð óhreinni eða verri fiskur en annars staðar, þótt hann hafi verið seldur og unn- inn í svokölluðum bílskúr. Skal vinna að útrýmingu fisk- búða og taka upp sölu fisks í kjör búðum eða SÍS búðum? Þetta er spuming, sem við fisk- salar spyrjum. Hvers vegna eru fisksalar á móti því að fiskur sé seldur á öðrurm stöðum en í fisk- búðum? Þessari spurningu skal svara þannig. Stranglega er unn- ið að því, að elckert megi selja í fiskbúðum nema fisk. Straílg- lega er unnið að því, að fiskbúðir fullnægi öllum kröfum um hrein- læti og aðra aðstöðu við móttöku fisks. Ennfremur er fisksalanum þröngur stakkur skorinn með álagningu fisksins og strangt eft- irlit með að því sé framfylgt. Það er hugsanlegt að einhverj- ir vilji fiskbúðirnar feigar, en húsmæðurnar vilja hafa sérsölu á fiski, því að sízt myndi fiskur verða ódýrari í kjörbúðum eða SÍS-búðum, eins og nú þegar hef- ur komið í Ijós. Viss vörutegund hefur verið seld í SÍS-búðum í sumar á kr. 18 kg., en við fisk- salar höfum selt hana á kr. 13. Unt fisköflun Skorturinn á ýsu í Reykjavík er umfangsmeira mál en svo, að hægt sé að gjöra því skil í stuttri blaðagrein. í því sambandi hefur verið bent á þrjár leiðir, bæjar- útgerð, styrk til báta til öflun- ar fisks fyrir bæjarmarkaðinn og hærra ýsuverð. Fyrsta atriðið, bæjarútgerð, vil ég lítið ræða, en mikið má vera ef sú leið gæfi góða raun. Á þvi eru stórir van- kantar. Þá er annað atriði, styrkjaleiðin, sem við könnumst öll orðið við. Sú leið er og verð- ur alltaf neyðarráðstöfun. Er ekki skynsamlegra að fá að borga hlut- inn strax og vita hvað hann kostar? Við skulum segja að Reykjavíkurbær styrki 4—5 báta til öflunar fisks fyrir bæjarmark- aðinn, sem þó myndi duga skammt eftir reynslu undanfar- inna ára. Hvar ætti þá að taka það sem upp á kynni að vanta og hver styrkti það? Þá er það þriðja leiðin, hærra ýsu-verð án styrkja. Það mál höfum við í samninganefnd Fisksalafél. R- víkur og Hafnarfjarðar rætt ár eftir ár við verðlagsyfirvöldin. Við viljum fá hærra ýsuverð viss- an tima úr ári, sem myndi þó ekki hafa orðið nóg. Niðurstaða mín verður sem fyrr sú, að hækka beri ýsu til báta, sem stunda veiðar fyrir Reykjavíkurmarkað án allra styrkja eða að öðrum kosti frjálst verð. Ég skal nú gefa skýringu þessu máli mínu til sönnunar. Skapazt hefur mikið ósamræmi í verði á neyzlufiski landsmanna miðað við verð landbúnaðaraf- urðanna og útflutnings-afurð- anna. Skal ég þar nefna þessa mjög eftirsóttu matvörutegund, ýsuna. Til dæmis er nú hægt að fá, ef ýsa er til, 8—10 máltíðir af nýrri ýsu móti einni máltíð af meðalgóðu kjöti miðað við krónu- fjölda og fjórtán kíló af nýrri ýsu móti einu kg. af smjöri. Einnig má benda á að í sumar hefur verið á boðstólum svoköll- uð pakkaýsa á okurverði. Þó að ný ýsa hefði verið á helmingi hærra verði en hún er nú í fisk- búðum, þá hefði það verið stór- um hagkvæmara verð fyrir neyt- endur. Fiskmiðstöðin h. f., er stofnuð af 20 fisksölum og hefur nú starf- að í 6 mánuði og yfir þennan tíma hefur hún aflað fisks, sem svarar Vt af nýjum fiski miðað við það magn, sem stöðin hefði þurft til dreifingar. Við höfum gjört fyrirspurnir til flestra út- gerðarstöðva landsins til öflun- ar á heilfrystri ýsu. Svarið hef- ur verið frá allflestum stöðun- um: getum ekki heilfryst fyrir ykkur, við fáum miklu meira fyr- ir ýsuna til flökunar og útflutn- ings. Þetta sýnir og sannar að verð á innanlandsmarkaði á ýsu er orðið alltof lágt og sýnir einnig að styrkjaleiðin virðist ófær. Að síðustu þetta: Fiskmálin hér í Reykjavík verða ekki leyst með bægslagangi og hámerarhjali eða áróðri á stéttir eða bæjarfélag, heldur með samvinnu allra aðila í leit að skynsamlegri lausn á þessu mikla vandamáli. Jón Guðmundsson, fisksali. AÐ MORGNI hins 13. nóv. sl. lézt hér í Reykjavík frú Matthea Matthíasdóttir, 83 ára að aldri, og var bálför hennar gerð í gær. Hún var fædd í Saurbæ á Kjal- arnesi þjóðhátíðarárið, 16. jan. 1874, og var elzta barn séra Matthíasar Joehumssonar og Guð rúnar Runólfsdóttur frá Saurbæ, en hún var þriðja kona séra Matthíasar og ól honum öll börn hans, ellefu að tölu. Sama ár og Matthea fæddist, gerðist faðir hennar ritstjóri Þjóðólfs í Reykjavík og þaðan skrifar hann séra Jóni Bjarnasyni haustið 1875 fyrstu orðin, sem varðveitzt hafa um Mattheu: „Ég bý nú í húsi Jóns sl. G[uðmundssonar, fyrrv. ritstj. Þjóðólfs og alþm.] með konu og dóttur minni Möttu (Mattheu), efnilegum hnoðra á öðru ári. Þó lífið sé mestmegnis sorg og eymd og húmbug, þá er þó eitt gott, lítið smábarn góð guðs gjöf og meira en gullnámu virði“. Sjö ára flyzt Matthea svo með foreldrum sínum að Odda á Rangárvöilum, er séra Matthías tók við því vildarbrauði 1881, en því þjónaði hann til 1887, er Matthea var 13 ára. Það er sem hún hafi fundið á sér, að þar biðu sín góðir dagar, því að svo lýsir séra Matthías í Sögu- köflum sínum heimkomunni að. Odda, er hann fluttist þangað með fjölskyldu sinni: „Það var um nótt og bærinn lokaður. Eldri börn okkar, Matthea og Stein- grímur (þá rúmlega 5 ára), gengu fyrst að bæjardyrum, og heyrði ég Steina segja: Við skul- um nú ljúka upp Oddanum". En þar laukst upp fyrir Mattheu einhver bezti þáttur ævi hennar. Þau systkinin og börnin á hjá- leigunum í túnfætinum léku sér saman, og andrúmsloft sveitar- innar hefur átt vel við hugarfar Mattheu og heilsufar. Það kann að visu að virðast raunalegt, að kona, er komst á níræðisaldur, skyldi hafa lifað ánægjulegasta æviskeið á barnsaldri. En Odda- árin voru henni líka svo unaðs- leg, að endurminning þeirra varp aði ljóma yfir líf hennar allt til loka. Svo var það 1887, — næstsíð- asta hafíssárið, þeirra er staðið höfðu samfleytt alllanga hríð, — að séra Matthías fluttist búferl- um til Akureyrar, þar sem hann bjó siðan til æviloka. Þau voru 15, sem fylgdust að frá Odda, þar af 8 börn, svo að Matthías sagði það sannkallaða glerlest. Tóku þeir flutningar á sjöttu viku, á sjó og landi, þótt hásum- ar væri. Á Akureyri átti Matthea síðan heima meira en þriðjung aldar. Árið 1893, er faðir hennar fór í boði Vestur-íslendinga á heimssýninguna í Chicago, fór hún með honum til Lundúna, þar sem hún varð eftir hjá vina- fólki hans (Spears-hjónum) og varð honum svo samferða heim. Er þangað var komið, skrifar hann í bréfi: „Á Englandi og austur yfir hafið gekk allt vel; Matthea litla, sem átti að verða Lftið um fogaraland- anir í Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐI 21. nóv. — Tíðar- far hefur verið gott hér undan- farnar tvær vikur. Bæði þilfars- bátar og trillubátar hafa róið stöðugt. Afli hjá þilfarsbátunum hefir verið 4000—7000 pund i róðri, og trillubátarnir hafa afl- að allt upp í 2000 pund í róðri. Fiskurinn er bæði þorskur' og ýsa, og vel feitur og góður. Atvinna hefur verið af skorn- um skammti hér undanfarið. — Vinna hefur aðeins verið við bát- ana. Enginn togarafiskur hefur komið hingað um nokkurn tíma, þar eð togarinn Norðlendingur hefur að undanförnu lagt afla sinn upp á Sauðárkróki. Hann mun þó landa hér innan skamms. eftir í Lodon, undi ekki vel og bað mig að taka sig heim til mömmu, og gerði ég það, þó mér þætti það lakara“. Aldamótaárið gekk Matthea að eiga Svein Hallgrímsson, verzlun armann á Akureyri, sem ættaður var frá Hvarfi 1 Svarfaðardal. Eignuðust þau tvö börn, sem bæði eru búsett í Reykjavík, Guðrúnu, er giftist Vigfúsi Ein- arssyni, skrifstofustjóra í at- vinnumálaráðusieytinu, og Matt- hías tollfulltrúa, sem kvæntur er Báru Sigurbjörnsdóttur frá Grímsey. Eftir 5 ára hjúskap slitu þau Sveinn og Matthea sam vistum. Fluttist hann til Vest- urheims og andaðist þar. En Matthea fór aftur til föðurhúsa með börn sín og átti þar heima, unz foreldrar hennar voru falln- ir frá (faðir hennar 1920, móðir hennar 1923). Eitt ár (1913—14) dvaldist hún þó erlendis, í Dan- mörku og Svíþjóð, aðallega við hannyrðanám. En hún var afar natin og vel verki farin, þar sem hún tók höndum til, og ágæt hannyrðakona. Og á heimilinu hefur hún létt undir eftir föng- um, þótt alla tíð væri hún veikl- uð og orkulítil og henni því hlíft við öllu erfiði. En rúmu ári fyrir andlát sitt skrifar faðir hennar: „Við erum ellefu í húsi og brösk- um vons heldur, því „amma“ ólmast við nærfataprjónles, Matt hea saumar kjóla.... Ég er þyngsta númerið. ... “ Árið eftir andlát Guðrúnar móður Mattheu giftist Guðrún dóttir hennar, og fluttist hún þá (1924) suður til hennar og tengda sonar síns að Fjólugötu 5 í Reykjavík og átti þar heima — að undanskildu einu ári (1934— 35), er hún stóð fyrir heimili Steingríms læknis bróður síns á Akureyri, — unz hún fluttist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1944, og þar lézt hún. Þegar Matthea var 12 ára, lýs- ir séra Matthías henni svo i gamankveðlingi um börn sín („Symfón mitt er sex mín börn“), að hún sé „mátulega hýr og kát, .... fátöluð og snyrtilát“ Þeim einkennum hélt hún ætíð, nema hvað hún gat síðar oft ver- ið skrafhreifin. Hún var afar fín- gerð kona, bæði að eðli og útliti. Hún hafði einstaklega mikla un- un af tónlist, hafði snotra söng- rödd, lék mjög vel á gítar og kunni til þess, hafði lært gítar- leik hjá Önnu, dóttur Páls Mel- steðs og konu Stephans Steph- ensens á Akureyri, og hjá Guð- rúnu, dóttur Jóns landlæknis Thorstensens og konu Jóns Hjaltalíns skólastjóra á Möðru- völlum. Síðar kenndi Matthea mörgum Akureyringum gítar- leik. Og allt fram undir hinztu stundir var eitt helzta yndi henn- ar að rifja upp ýmis falleg lög og stef úr tónverkum. Um flesta aðra fram unni Matt- hea Steingrími bróður sínum, sem hún dáði og dýrkaði. Hef ég varla vitað einlægari ástúð til systkinis.og hún náði til alls, er honum við kom, svo sem barna hans og sjúklinga. Sem dæmi þessa og almennrar fórnfýsi Matt- heu er frá því að segja, að snemma á þessari öld brenndist eitt sinn ung stúlka í nærsveit Akureyrar skaðvænlega, og varð henni ekki bjargað nema með því, að á hana yrði grædd lifandi húð. En svo mikils þurfti með, að ekki entist til það, sem unnt var að taka af móður hennar. Undir eins bauð þá Matthea sig fram til að láta flá af sér það, sem á skorti. Þessi kona, er sjálf átti lengstum við heilsuleysiaðstríða, reyndi því eftir megni að bæta heilsu og hag annarra. Þótt Matthea ætti vitaskuld við gott attlæti að búa í foreldrahús- um, hjá dóttur sinni og tengda- syni og á Grundarheimilinu, var líf hennar samt að ýmsu leyti dapurlegt. En öllu mótlæti tók hún af möglunarlausri þolin- mæði og sýndi í því sem með fórnfýsi sinni stórhug sinn og kjark. Mörg síðustu árin hafði hún vérið blind og þráð lausn héð- an og endurfundi við ástvini sína. Og tveimur dögum eftir 123. afmælisdag föður hennar slokknaði hér síðasti geisli þess ljóss, er hann hafði sagt um við upphaf þess, að væri eitt gott í sorgum lífsins, meira en gull- námu virði og góð guðs gjöf. S. J. Þ. — Skóræktin Framh. af . ls. 13 að takmarka beit, þar sem skóg- lendið er nú illa farið af völdum hennar. I þessari miklu skógræktar- áætlun er gert ráð fyrir því að hlutur einstaklinga verði allveru- legur með því að veita þeim girð- ingastyrk, veita þeim aðstöðu til að gróðursetja barrviði í girðing- um Skógræktarinnar og að þeir sjálfir eða erfingjar eignist það sem upp vex. Gert er ráð fyrir fræðslu- og leiðbeiningarstarfi fyrir einstakl- inga og félög. Þar segir m. a. að leyfa beri bæjafélögum að reisa- vinnuskála í stærstu skóglend- um landsins fyrir kaupstaðabörn, sem ekki komast í sveit á sumr- in, en Skógræktin gæti lagt ungl- ingunum til óþrjótandi verkefni. Þá er að sjálfsögðu gert ráð fyrir vxsindalegum tilraunum í skógrækt, en undanfarin ár hef- ur verið fluttur inn í landið fjöldi trjátegunda, en í slíku rannsókn- arstarfi verður íslenzka birkinu ekki gleymt og það rannsakað og afbrigði þess. Um ræktun skjólbelta segir að þau séu fyrst og fremst hags- munamál landbúnaðarins og garðyrkju. Enn er margt á huldu um ræktun skjólbelta og áfram verður að halda margs konar til- raunum nokkur næstu árin áður en vissa fæst fyrir því hvernig haganlegast sé að koma beltun- um upp. Sú reynsla, sem þegar er fengin sýnir að það er mögu- legt víðast hvar. Undir lok skógræktaráætlunar innar er vikið að því hvaða möguleikar séu á, að sú áætlun, sem gerð hefur verið fái staðizt. Verður það ekki gert nema með hækkuðu framlagi til Skógrækt- ar ríkisins og skógaræktarfélag- anna. Af því magni trjáplantna sem stöðvarnar framleiða til gróð ursetningar árlega planta skóg- ræktarfélögin %-—%• Á síðasta aðalfundi Skógrækt- arfélags íslands kom það mjög skýrt fram að hin einstöku skóg- ræktarfélög innan vébanda þess, töldu sig ekki geta að óbreyttum aðstæðum fengið meiri sjálfboða- vinnu en nú er. Voru færð rök að því af ýmsum ræðumönnum, að félögin þyrftu að geta greitt fólki kaup fyrir gróðursetningar starfið. Að lokum sagði Hákon Bjarna- son, skógræktarstjóri, að í vetur myndi verða undirbúin öflug „vorsókn" á sviði skógræktar- málanna. Myndi þá ekki aðeins verða knúið á dyr ríkisins og bæjafélaganna, heldur myndi að því stefnt að gera ræktun skóga á íslandi að sameiningartákni þjóðarinnar. Sv. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.