Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 17
Föstudagur 22. nóv. 1957 MORGVNBLAÐIÐ Athugasemd Í.B.R. I*a3 má þekkja marga af ísl. Olympíuförunum 1936 á þessari mynd. Talið frá vinstri: tJIfar Þórðarson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Karl Vilmundarson, Ólafur Sveinsson, Stefán Jónsson, Dr. Björn Björnsson, Jón Ingi Guðmundsson, Jón Pálsson, Sveinn Ingvarsson, þýzki umboðsm. ísi. Olympíunefndarinnar, Lutz Koch, Pétur Snæland, Erlingur Pálsson, Kristján Vattnes fánaberi og að baki honum sér í Ben. G. Waage. Ólympíuleikarnir 1896-1956 Stórtróbleg bók Péturs Haraldssonar vélsetjara KOMIN er út mikil bók um Olympíuleikana, sem Pétur Har- aldsson hefur tekið saman. Nefnist hún Olympíuleikarnn 1896—1956. Ritið hefst á inngangi um leika Grikkja í forn- öld og Alþjóða-Olympíunefndina, en skiptist síðan í tvo aðal- hluta, sem fjalla um Sumar-Olympíuleikana allt frá 1896 og um Vetrar-Olympíuleikana frá upphafi. — Þetta rit Péturs Haraldssonar má telja mesta frásagnarit á sviði íþrótta, sem ú t hefur komið. Unaðslestrarefni Sérstakur kafli er um hverja Olympíuleiki fyrir sig. Er þar sagt frá dramatískustu andar- tökum hverra leika, og því sem markverðast gerðist. Eru þar á meðal sögur um einstæð og ó- gleymanleg afrek og þar má og finna harmsögur og vonbrigði. En einmitt þessar öfgar er að finna í íþróttunum í svo ríkum mæli. Fáir munu þeir íslendingar vera sem ekki hafa notið íþrótta, ým- ist sem þátttakendur eða sem áhorfendur. 1 heimi íþróttanna — og ekki sízt á Olympíuleikum, sem vissulega setja sinn svip á líf jarðarbúa í dag — gerast at- burðir sem eru æsandi, hrífandi og spennandi öðrum þræði, en að hinum þræðinum hvetjandi, þroskandi og vitna um vilja- styrk, ötulleika og staðfestu. Það eru einmitt sögur um þetta og því umlíkt sem bók Péturs Haralds- sonar geymir. Og þessar frásagn- ir eru unaðslestrarefni ungra sem gamalla. Starf áhugamanns Pétur Haraldsson er prentari og hefur ekki tekið þátt í íþrótta- keppni. „Ég hef alltaf verið í klappliðinu", sagði hann við mig á dögunum. En hve mjög hafa þá ekki íþróttirnar hrifið þennan áhugamann, að hann hefur nú hátt á þriðja ár verið að vinna að þessari bók sinni. I formála segir hann m. a.: „Enn er mér í fersku minni, með hvílíkri aðdáun og lotningu ég og jafnaldrar mínir horfðum á Olympíufarana 1936 .... Við söfnuðum myndum frá leikunum af ofurkappi .... Umræður okk- ar snerust um hetjurnar ham- ingjusömu, er auðnaðist að bera sigur af hólmi og stundum hvarfl aði hugurinn til hinna, sem ósig- ur höfðu beðið, því að við viss- um að ekki geta allir verið mest- ir. Árin liðu og viðfangsefnin breyttust. En dag nokkurn fann ég slitur af myndabókinni minm frá Olympíuleikunum í Berlín. Ég fletti trosnuðum blöðum og virti fyrir mér gamalkunnug and lit. Hugljúfar minningar streymdu fram. Bernskuáhugi minn vaknaði að nýju. Brátt var ég farinn að viða að mér bókum og ja|nframt að halda til haga og safna öllu, sem ég gat fundið, er varðaði þessa miklu íþrótta- hátíð. Fyrr en mig varði var ég farinn að rita bók þá er hér kemur fyrir almenningssjónir". Nafnalisti Aftast í ritinu er skrá um heimildir og mannanöfn, þar á meðal hér um bil 200 íslendinga, sem við sögu koma. Bókin er 376 blaðsiður í stóru broti, hin vand- aðasta að öllum frágangi og prýdd yfir 300 ljósmyndum; meðal annars eru þar milli 20 og 30 hópmyndir af ísl. Olympíuför- um fyrr og síðar. Bókin er prentuð í Hólum, en útgefandi er útgáfan Lyklafell. Hr. ritstjóri. f tilefni af grein á íþróttasíðu blaðs yðar þriðjudaginn 12. þ.m. vil ég biðja yður að taka eftir- farandi athugasemd til birting- ar: Undanfarið hafa staðið yfir miklar byggingarframkvæmdir umhverfis íþróttahúsið við Há- logaland og hefir af þeim sökum verið mikið jarðrask þar. Ak- brautum hefur verið breytt og liggur akbraut að nálægum bygg ingum með vesturhli|i hússins. 1 bleytutíð fylgir þessu aurelgur, þar sem ekið er yfir móa en ekki lagðan veg. í lok síðustu viku varð aurburður vegna frostleys- inga og barst aurinn fram fyrir húsið og með hundruðum áhorf- enda inn í húsið. Var umgengni slík í húsinu á laugardagskvöld, að 2 húsverðir voru til kl. 3 á sunnudagsmorgun að þvo salar- kynnin, en æfingar hófust kl. 10 f.h. á sunnudag. Ekki hefði fengizt nein bót með því að hafa báðar framdyr hússins opnar, því að fyrir fram- an vesturdyrnar liggur aurbraut sú, sem nefnd var. Sl. vor var ekið rauðagjalli á planið fyrir framan húsið, en yfir það hefur nú borizt aurlag, sem ekki verður hægt að lagfæra fyrr en ekið hefur verið ofaníburði í veginn vestan hússins. Fyrir ári síðan var gerð gang- braut fyrir aftan mörkin í hús- inu, og var það gert til þess að auðvelda áhorfendum að komast yfir á milli áhorfendasvæðanna án þess að fara yfir leikvang- inn. Á því að vera hægt að kom- ast á milli án þess að fara út fyrir dyr ellegar að ganga yfir keppnisgólfið. Því miður er umgengni þeirra, sem sækja húsið, svo háttað, að erfitt er að lýsa henni í stuttu máli. Hefur margt verið reynt á síðustu árum, húsið hefur verið málað að innan og hreinlætistækj um komið fyrir, svo sjálfsögð- um hlutum sem mottum, en þeim hefur verið kastað út fyrir dyr. Margir áhorfendur telja það sjálf sagðan hlut að ganga á sætum, en ekki gangþrepum, gosdrykkja flöskur eru brotnar undir sætum af skemmdarfýsn og svo mætti telja. Reynt var að koma hin- um verstu á dyr, en þá voru rúð- ur brotnar, ellegar bifreiðir for- ystumanna skemmdar. Á hand- knattleiksmótum hafa félögin, sem um leikkvöldið sjá, lagt til eftirlitsmenn, en það gengur oft erfiðlega. Kappkostað er að hafa húsið svo hreinlegt, sem unnt er, en þegar tillitsleysi stórs hluta á- horfenda er slíkt, sem hér hefur verið lýst, er ekki undarlegt, þótt ýmislegt beri út af. Undir bekkjum er hreinsað að loknu mótskvöldi, venjulegast 2—3 í viku, en aðstaða þar er erfið til þvotta vegna undirstaðanna og sperranna. Það er því fjarstæða, að þar liggi margra daga eða vikna gamlt rusl, en þegar margt áhorfenda er í húsinu, vill þar Framh. á bls. 23 Af hverju þarf að þjálfa ? Fjórða og síðasta giein Benedikls Jakobssonai um nanðsyn maik- vissiai þjólfnnai Blgurjón Péturssou og Magnús Kjaran sýna íslenzka glimu á Olympíuleikunum 1912 Áberandi er, að hjá þjálfuðum manni veldur ákveðið erfiði mun minni breytingum á blóðinu. Sýnir það, að líffæri sem er þjálf- að á auðveldara með að mæta hvers kyns álagi, án þess að það komi verulega fram á hvíldar- ástandi þess. Þess má geta að magn blóðs- ins í heild, vex við reglubundna þjálfun. Varðandi efnaskiptin, hef ég áður drepið á, að þjálfaður mað- ur getur afkastað ákveðnu erfiði með mun minni efnaskiptaaukn- ingu en á sér stað hjá óþjálfuð- um. Ástæðan fyrir því er í fyrsta lagi: að vegna tæknikunnáttu notar þjálfaður maður vöðva sína á hagkvæmari hátt, og í öðru lagi: að öndunar- og blóðrásarkerfi starfa markvissara. Hafa skal í huga, að þjálfaður maður tekur til sín meira magn af súrefni úr jafnmiklu magni af lofti en óþjálfaður. Skapar það aukið þol. Minna verður vart mjólkursýru í blóðinu við ákveð- ið erfiði hjá þjálfuðum. Á ýmsan annan hátt verkar þjálfun hagstætt á blóðið t. d. hefur það komið í ljós að óþjálf- aður maður brennir hlutfallslega meiru af sykri, við ákveðið erfiði, en þjálfaður. Þetta er mjög þýð- ingarmikið atriði, þar sem það er vitað, að líkaminn ræður yfir frek ar litlum sykurbirgðum sem fljót- lega ganga til þurrðar við lang- varandi erfiði, eins og t.d. knatt- spyrnuleik eða þolíþróttir aðrar. Sykurvöntun skynjun við sem þreytu. Þjálfaður maður notar hlutfalls lega minni sykur við ákveðið erf- iði og þreytist því seinna. Þetta stafar meðal annars af því að blindu kirtlarnir starfa betur hjá þjálfuðum, en þeirra hlutverk er að stilla efnaskipti líkamans. Vegna alls þessa, verða minni sveiflur á blóðlitarmagni þjálf- aðra manna en óþjálfaðra og þeir eiga þá síður á hættu að þurfa að gefast upp vegna blóðsykurs- vöntunar en hinir óþjálfuðu eða illa þjálfuðu. Ég hef nú lauslega drepið á ýmsar breytingar, sem verða í vefjum líkamans við þjálfun, en ekki má gleyma máttarstoðum hans, beinagrindinni. Beinagrindin hefur þrenns kon- ar hlutverk, að styðja, að hlífa og að hreyfa. Vöxtur beinanna skeð- ur fyrir tilverknað fruma annars vegar, beinmæðra og hins vegar beinætna. Starfsemi þessi þ.e.a.s. beinvöxturinn ákveðst mjög af því álagi, þeim hreyfingum, sem daglega eru framkvæmdar. Sé álagið vel við hæfi, verður bein- myndunin ör. Þar sem sterkir vöðvar tengjast við beinin, þrosk- ast þau og þykkna, vöðvafestur og sinar verða sterkar, sé reynt á vöðvana. Ytra form beinsins og innri bygging þess, er því mjög háð því starfi, þeim æfingum sem unglingar iðka. Við sérstæðar æf- ingar, mótast beinin því að formi og innri gerð. Þetta þurfa þeir að hafa í huga, sem ala æsku- mennina upp. Því fylgir nokkur ábyrgð, önnur en sú að hlýða leik reglum. Beinvefurinn fer úr þjálfun eins og aðrir vefir líkamans, ef íþróttamaðurinn hvílir sig lengi. Og sé um kyrrsetur að ræða, þynnast og grennast beinin, vöðvafestur og sinar rýrna og sem heild verða þessir vefir veik- ari fyrir hvers kyns hnjaski. Ég hef nú í örfáum atriðum drepið á þær breytingar í vefjum líkamans sem eiga sér stað við langa þjálfun, og reynt að benda á þýðingu þeirra fyrir íþrótta- manninn. Þótt líkaminn sé oss þægur þjónn, yerða aldrei verulegar breytingar í þá átt sem ég hef nú rætt, nema með langvarandi markvissri og stigandi þjálfun. Knattspyrna svo dæmi sé tekið, reynir á allan líkamann. Hún heimtar mikinn hraða og mikið þol, mýkt, snerpu og jafnvægL Leikfimi árið um kring, er sú undirstaða sem knattspyrnumað- urinn verður að byggja fimi sína, mýkt og snerpu á. Stuttar sprett- æfingar og skokk á milli á hins vegar að vera undirstaða hans fyrir þol og hraða. Tækniþjálfun á hinn bóginn að vera kóróna verksins. Stirður, þungur klaufskur hjassi getur ekki lært tækni, og verður jafnan böðull í hverjum leik, og hann veldur venjulega oft meiðslum á sér og öðrum. Alhliða vel þjálfaður maður er á hinn bóginn sómi sinnar íþrótt- ar. Leggja ber á minnið: 1. Hinar gagngeru breytingar á líffærum mannsins, verða því aðeins að æft sé reglubundið og skynsamlega. 2. Mörg af þeim einltennum þjálfaðra manna sem nefnd hafa verið, hverfa (sum alveg og önnur að nokkru leyti) ^é hvílt í 3—4 mánuði eftir keppnistímabilið. íþróttamenn eiga því ekki að hvíla frá þrekþjálfun, heldur frá sér þjálfun. 3. Af þessum ástæðum kemst sá er lengi hvílir eftir keppnis- tímabilið tæplega í hámarks- Frh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.