Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Vaxandi sunnan átt, sennilega sunnan kaldi og rigning síðd. 50 Ara afmæli skógrækt- ARLAGANNA — Sjá bls. 13. 266. tbl. Föstudagur 22- nóvember 1957. Nýja borholan í Hveragerði. Gufustrókurinn þeyttist hátt í loft upp, þrátt fyrir strekkings vind. (Sjá bls. 2. Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Flugbálurinn Rán fók fogara í myrkri effir radarmælingum Réttarhöld stóðu enn yfir seint í gærkvöldi. t FYRRAKVÖLD í myrkri flaug varðbáturinn Rán yfir brezkan togara, sem var að veiðum innan friðunarlínunnar. Er þetta í fyrsta skipti sem ílugbátur Landhelgisgæzlunnar tekur togara að nóttu til. Réttarhöld stóðu enn yfir um klukkan 11 í gærkvöldi, en éstæðan til þessara löngu réttarhalda mun vera sú hve mikið ber á milli skýrslu skipstjórans á Rán og hins brezka togaraskip stjóra. Mælingastjórinn á Rán segir togarann hafa verið 7 mílur innan friðunarlínunnar. Togaraskipstjórinn segist aftur á móti hafa verið 7 mílur fyrir utan „línu“. Það var á miðvikudagskvöldið að Rán var í gæzluflugi yfir norðanverðum Breiðifirði. Þá sást til togara að veiðum 12 míl- ur suðvestur af Skor. Myrkur var skollið á. En með radar í flugbátnum og langa þjálfun í því að gera staðarákvarðanir í flugbátnum í myrkri, var þegar tókst þó að staðsetja togar- ann. — Flogið var lágt yfir hann og ljósakösturum beint á skipið. Reyndist hér vera Hulltogarinn Loch Seafort H-293 og var hann að veiðum. Nokkru síðar tókst varðbátn- um að ná sambandi við skip- stjórann á togaranum og til- kynnti honum að hann væri staðinn að veiðum í landhelgi Röðin óbreytt 1 Wogeningen BIÐSKÁKIR á Wageningen-mót- inu fóru þannig í gær: Orbaan vann Lindblom Uhlmann — Kolarov jafntfeli Dúckstein — Trifunovic jafn- tefli. Eftir þessa 14. umferð hefur Szabo 12 vinninga, Friðrik IOV2, Larsen 10, Donner og Stálberg OV2, Uhlmann og Trifunovic 9, Teschner IV2, Ivkov 6V2. Friðrik leikur sína skák við Dúkstein á morgun (föstudag), því að Dúckstein þarf að fara frá Wageningen íyrir mótslok. og bað hann skipstjórann að sigla til Reykjavíkur. Féllst skipstjórinn á það. Á miðnætti kom varð- og björgunarbáturinn Albert á vettvang og fylgdi brezka togaranum hingað. Var komið til Reykjavíkur árdegis í gær. 'Mál skipstjórans var tekið fyrir klukkan 4 í gærdag hjá sakadómara. Loch Seafort er lítill togari. — Mælingastjóri á varðbátnum Rán í þessum leiðangri var Sig- urður Árnason, en flugstjóri Guð- jón Jónsson. SAUÐÁRKRÓKI 21. nóv. — In- flúenzan hefur nú rénað á Sauð- árkróki. Flestir þorpsbúar fengu, veikina, en enginn varð hart úti. Báðir skólarnir, barnaskólinn og unglingaskólinn eru teknir til starfa að nýju fyrir nokkru. —jón. Tveim sjómönnum bjargað frá drukknun í höfninni TVEIM mönnum var í gærkvöldi bjargað frá drukknun hér í Reykjavíkurhöfn, en þeir féllu milli skips og bryggju. Var ann- ar þeirra nær dauða, er lögreglu- menn björguðu honum upp á bryggjuna. Menn þeir sem hér um ræðir eru báðir skipverjar á Vestmannaeyjabátnum Helga Helgasyni. Það var laust fyrir klukkan 8 sem þetta gerðist. — Lögreglu- menn þustu þegar á vettvang í bíl, en Helgi Helgason lá við ófullgerða bryggju vestur við Grandagarð. Þegar þangað kom voru menn þar að draga upp úr höfninni annan mannanna, Hrafn Pálsson stýrimann. Var hann þegar sett- ur inn í lögreglubílinn. Hann var með meðvitund, en kalt mjög, enda 1 stigs frost eg lítils háttar kul. Aðstaða til björgunar mannsins sem enn var í sjónum var mjög slæm. Það er ekkert ljós á bryggjugarði þessum, og skipið lá alveg upp við bryggjuþilið. Engan mann fundu lögreglu- mennirnir um borð í skipinu. Einn lögreglmaður Sigurður Sigþórsson, Miðtúni 64, fór þeg- ar niður milli skipsins og bryggj unnar, en lögreglumenn sem uppi stóðu beindu ljósum sínum niður og sást þá hvar skipsfélagi stýri- mannsins flaut í sjónum og var höfuð hans í kafi. — Lögreglu- maðurinn náði brátt í manninn og kom yfir hann bjarghring. Svo þröngt var þar niðri, Efð ekki var hægt að grípa sundtökin og var það mikil þrekraun fyrir lög- reglumannin að koma hinum með vitundarlausa manni í hringinn. — Það var svo ætlunin að draga þá báða upp í bjarghringnum, en kaðalinn í hringnum slitnaði eins og tvinni í sundur er á hann reyndi. — Fór nú annar lög- reglumaður niður, Magnús Guð- mundsson, Eskihlíð 31, til þess að aðstoða félaga sinn, og í stiga sem komið var með fór niður sjálf- boðaliði, bílstjóri er þar bar að, Kristján Guðmundsson að nafni, vestan úr Dýrafirði ættaður. Tókst nú að ná sjómanninum upp á bryggjuna. Virtist þá sára- lítið lífsmark með honum. Hófu lögreglumenn þegar lífgunartil- raunir á manninum í bílnum með an ekið var í slysavarðstofuna. Þar var maðurinn, sem heitir Brynjólfur Eiríksson og er mat- sveinn á Vestmannaeyjabátnum, með öndunartæki á sér í rúma klukkustund, en þá var hann tek- inn að lifna við og úr allri hættu talinn. Talið er að stýrimaðurinn hafi dottið fyrst, en matsveinninn rétt á eftir. Mun Hrafn stýrimaður fljótlega hafa orðið að koma mat- sveininum til hjálpar og haldið honum uppi nokkurn tíma að minnsta kosti. Lögreglumennirn- ir tveir sem í sjóinn fóru, voru all þjakaðir eftir og voru fluttir heim til sín. Fjölmcnni stæðisféla á árshátíð Sjálf- í Arnessýslu ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu var haldin laugar- daginn 16. þ.m. Komu menn víðs vegar að úr sýslunni, og var samkoman fjölmenn og hin ánægjulegasta. Samkomunni var stjórnað af | afsson, alþingismaður. Guðmund- formanni fulltrúaráðs, Gunnari' ur Jónsson, óperusöngvari, söng Sigurðssyni frá Seljatungu. Ræð- með aðstoð Fritz Weisshappel, ur fluttu Gunnar Thoroddsen,; og Hjálmar Gíslason flutti borgarstjóri, og Sigurður Óli Ól-1 skemmtiþætti. Matsveinn mun hafa verið bú- inn að vera í sjónum í nær 20 mín. er honum var bjargað. Lög- reglumennirnir munu hafa ver- ið 10 mín. í sjónum. Leigubílstjóri, sem ók þeim fé- lögum niður að skipinu, sá er þeir féllu í höfnina, — það var hann, sem gerði lögreglunni að- vart og kallaði á hjálp nær- staddra manna, er voru að vinna við fiskaðgerð, en þeir björguðu Hrafni stýrimanni. Hafði hann aetlað um borð í skipið, en á meðan beið Brynj- ólfur matsveinn í bílnum, ásamt bílstjóranum. Heyrðu þeir brátt neyðaróp frá skipinu, en þar var svarta-myrkur. Þustu þeir fram á bryggjuna, og segir bílstjórinn, sem heitir ívar Nikulásson, að um leið og þeir hafi komið fram að skipinu, hafi Brynjólfur mat- sveinn fallið milli skipsins og bryggjunnar. Þá segist bílstjórinn hafa hlaupið upp að pylsuvagni og hringt á lögregluna og beðið nærstadda að koma til hjálpar. Bæjarstjórn neit- or nð hlusta ó Þórð Björnsson FUNDI bæjarstjórnar Reykjavík- ur lauk með mjög óvenjulegum hætti sl. nótt. Fundturinn hófst kl. 5 í gær, og nokkru fyrir mið- nætti var síðasta dagskrármálið tekið fyrir. Var það ein af mörg- um áróðurstillögum bæjarfull- trúa Framsóknarmanna, Þórðar Björnssonar, og hóf hann að venju mikil ræðuhöld yfir blaða- manni Tímans. Er klukkan varð 12 hringdi forseti bæjarstjórnar bjöllu, og kvaðst myndi leita eft- ir samþykki bæjarstjórnar fyrir því, að fundi yrði haldið áfram, eins og venja er til og fundar- sköp mæla fyrir um. Hefur það jafnan verið leyft, en í þetta sinn hafði orðaflaumur Þórðar Björns sonar gengið svo fram að öðrum fulltrúum í bæjarstjórn, að eng- inn þeirra fékkst til að rétta upp höndina með því, að slíku mætti fram halda. Sleit forseti þá taf- arlaust fundi. Gengu bæjarfull- trúar úr fundarsal og heyrðist einn þeirra segja, að það væri hægt að skrúfa fyrir fleira en vatnskrana! 1032 tunnur af síld á lond SANDGERÐI, 21. nóv. — f dag komu 13 bátar að landi með sam- tals 1032 tunnur af síld. Aflahæst ur var Hamar með 156 tunnur, og næstur honum með aflamagn var Mummi með 150 tunnur. Síldin, sem bátarnir veiddu í nótt, var bæði tekin til frystingar og sölt- unar. Síldin hefir nú nálgazt land. Voru bátarnir að veiðum í nótt á miðum, sem eru norður af Eld- ey, en um þriggja klukkustunda sigling er á þau. — Axel. Gott tíðarfar á Austfjörðom EGILSSTÖÐUM 21. nóv. Ágætis tíðarfar hefur verið hér undan- farna daga. Jörð er alauð. Hagar á Héraði eru ágætir og sauðfé er beitt. Bílfært er nú frá Egils- stöðum til Seyðisfjarðar, Norð- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Flug- ferðir hafa verið reglulegar hing- að undaníarið og samgöngur yfir leitt í góðu lagi. —Ari. Sífdin flutt úi fré RAUFARHÖFN, 21. nóv. — 1 dag liggur Reykjafoss hér og er hann að lesta síldarmjöl til Ham- borgar. Á morgun kemur Helga- fell hingað og tekur síld til Finn- lands frá söltunarstöðvunum. Er það síldarfarmurinn sem Hvassa- fellið átti að taka í ferðinni, sem það strandaði í Siglufirði. Lítið hefur verið farið á sjó héðan, en afli hefur verið góður þegar róið hefur verið. —Einar. nflúenzan i Óiafsfirði ÓLAFSFIRÐI 21. nóvember. — Mikil brögð hafa verið að inflú- enzunni á Ólafsfirði undanfarna daga. Veikin byrjaði að stinga sér niður í kaupstaðnum snemma í fyrri viku og er nú í algleym- ingi. Fólk, sérstaklega aldrað fólk, hefur orðið þungt haldið, en enginn hefur látizt. Báðum skólunum hér, barnaskólanum og unglingaskólanum var lokað í sl. viku. —Jakob. HELGAFELL ókmenntakynning BÓKAÚTGÁFAN Helgafell hefir aðra bókmenntakynningu forlags ins í Þjóðleikhúsinu n.k. sunnud. kl. 3 Björn Th. Björnsson stjórnar þessari bókmenntakynningu en flutt verða verk eftir Gunnar Gunnarsson, Guðmund Kamban, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Magnús Ásgeirsson, Jakob Thor- arensen, Thor Vilhjálmsson, Þór- berg Þórðarson, Halldór Kiljan og loks verður lesið úr hinni nýju ævisögu Laxness eftir Hallberg. Andrés Björnsson magister les i:r verkum Kambans og flytur er- indi um hann, Þorsteinn Stephen- sen, Þorsteinn Hannessen, Björn Th Björnsson, Thor Vilhjálmss. Helgi Hjörvar og Þórbergur Þórð- arson, ennfremur leikkonurnar Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Helga Valtýsdóttir og Lárus Páls son leikari. Iiögnvaldur Sigurjónsson leik- ur íslenzk píanóverk. Aðgangur Davíð Stefánsson er ókeypis og eru aðgöngumiðar afhentir þeim er óska í Unuhúsi (Helgafelli) Veghúsastíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.