Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUISBL AÐIÐ Föstudagur 22. nóv. 1951 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðaintstjorar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargiald ki. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. SJÁV ARÚTVEGURINN OG LÍFSKJÖRIN AÐALFUNDUR Landssam- bands íslenzkra útvegs manna stendur um þess- ar mundir yfir í Reykjavík. Hófst hann með mjög fróðlegri ræðu, er formaður samtakanna, Sverrir Júlíusson, flutti. Birtist hún hér í blaðinu í dag. Það er mjög nauðsynlegt að almenningur í landinu kunni sem bez t skil á hagsmunum sjávar- útvegsins, afkomu hans og þörf- um. Sannleikurinn er nefnilega sá að á engu byggjast lífskjör þjóð- arinnar í eins ríkum mæli og rekstri þessa atvinnuvegar. Sjáv- arútvegurinn hefur allt fram til þessa dags lagt íslendingum til yfir 90% af gjaldeyristekjum þeirra. En á verðmæti útflutnigs ings byggjast eyðslumöguleikar og uppbygging þjóðfélagsins fyrst og fremst. Batnandi lífskjör íslenzku þjóð- arinnar á síðustu áratugum rekja rætur sínar til aukinnar tækni og stórvirkari framleiðslutækja á sviði sjávarútvegsins. Þessi nýju tæki hafa aukið arðinn af starfi hennar þannig að meira hefur komið til skiptanna en áður. f þessu er hin sanna harátta fyrir bættum lífskjörum fólgin. Það er framleiðsluaukningin, sem ein getur treyst grundvöll lífskjaranna. Hin míkla bla^kin" Sjálfstæðismenn, sem beittu sér fyrir uppbyggingu fiskiskipa- flotans, togara og vélbáta, á árun- um eftir síðustu styrjöld, lögðu jafnframt áherzlu á það, að höfuð nauðsyn bæri til þess að heil- brigður rekstrargrundvöllur hinna nýju tækja yrði tryggður. Nýir togarar og vélbátar gætu ekki skapað atvinnu eða framleitt útflutningsverðmæti og erlendan gjaldeyri ef þeir lægju bundnir við hafnargarða vegna halla- rekstrar. Þessum varnaðarorðum Sjálf- stæðismanna var því miður ekki sinnt. Kommúnistar og fylgifisk- ar þeirra lögðu allt kapp á að telja fólki trú um að óhætt væri að hlaða sífellt auknum tilkostnaði á útgerðina. Ríkið gæti borgað brúsann ef halli yrði á rekstrin- um. Þessi ábyrgðarlausa blekkingar stefna hefur leitt stórfelld vand- ræði yfir íslenzkan sjávarútveg og þjóðina í heild. Hallarekstur togara og vélbáta hefur stöðugt orðið geigvænlegri. Sívaxandi rekstrar- kostnaður Sjávarútvegurinn stendur í dag UTAN' ÚR HEIMI [ tjýtt ^t^rei^fuó M \Jera Lai illóh ■má\ t d döfi i ctn di arat , a& cL ótúíL cL omur Jir u óe aomómor i í FRAKKLANDI hefir verið stofnað til mikillar mótmæla- hreyfingar til að reyna að bjarga ungri stúlku, sem er þjóðernis- sinni í Alsír, frá höggstokknum, þrátt fyrir þá staðreynd, að sú samúð,- sem margir Frakkar hafa háft með frelsisbaráttu þjóðern- íssinna, er í þann veginn að hverfa vegna blóðugrar borgar- styrjaldar milli þjóðernishreyf- inganna ,sem daglega veldur pólitískum morðum í sjálfu Frakklandi. Leidd undir faliöxina eða náðuð? Unga stúlkan heitir Djamila Bouhired og er 22 ára. Hún var dæmd til dauða 15. júlí sl. og frammi fyrir mörgum vandamál-1 hefir síðan beðið þess að vera leidd undir fallöxina — eða náð- uð og leidd út úr dimmu Barb- eroussefangelsinu í Alsírborg. Forseti franska lýðveldisins, René Coty, getur náðað hana, og smám saman hafa öll blöð París- arborgar — að „Figaro" og „Par- is-Presse“ undanteknum — gert náðun hennar að baráttumáli, þó að Alsírmálaráðherrann Robert Lacoste hafi lýst yfir því í franska þinginu, að Djamila Bou um. Tvö þeirra eru þó stærst. í fyrsta lagi sívaxandi rekstrar- kostnaður, sem leiðir af vaxandi dýrtíð og verðbólgu í landinu. I öðru lagi skortur á mannafla til útgerðarinnar. Var svo komið á síðustu vertíð að um einn fimmti hluti sjómanna fiskiskipaflotans voru útlendingar, sem greiða varð kaupgjald í erlendum gjald- eyri. Aðalfundur L.Í.Ú. mun ræða þessi vandamál og gera tillögur um, hvernig þeim skuli mætt. En þjóðin verður að gera sér ljóst, að hún verður að miða eyðslu sína og lífskjör við arð útflutnings- framleiðslunnar. Það er hún, sem er burðarásinn í efnahagskerfi hins íslenzka þjóðfélags. Aðrir at vinnuvegir gegna að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki. En enn sem komið er er það útgerðin, sem utanríkisverzlun okkar byggist að langsamlega mestu leyti á. Þess vegna er það afkoma hennar og aðstaða, sem mestu ræður um möguleika þjóðar- innar til þess að búa við góð lífskjör. AÐ VFIRST ANDANDI KJÖRT ÍM ABILI LOKNU' // KOMMÚNISTAR eru orðnir dálítið smeykir við að bera ábyrgð á áfram- haldandi dvöl hins erlenda varnar liðs á íslandi enda þótt vinstri stjórnin hefði það að aðalstefnu- skráratriði sínu að reka það burtu. í fyrradag birti „Þjóðvilj- inn“ þess vegna eftirfarandi yfir- lýsingu: „En þeir háu herrar, sem reyna að stinga þjóðinni svefnþorn með jafn háskalegum lygum og þeim, að þjóðinni sé einhver vörn í her- stöðvunum hér, ef styrjöld skell- ur á, skulu vita það og muna, að vinstri stjórn stendur og fellur eftir því, hvort ísland verður her setið eða ekki að yfirstandandi kjörtímabili loknu". Um það þarf ekki að fara í nein ar grafgötur, hvert kommúnista- blaðið er að fara með þessúm orð- um. Það er að lýsa því yfir, að flokkur þess hafi ákveðið að amast ekki við dvöl varnarliðsins hér næstu þrjú ár, eða til ársins 1960. Þá eiga að fara fram al- mennar alþingiskosningar, ef vinstri stjórnin verður þá ekki búin að afnema þær og koma á því „lýðræði“, sem þjóðir austan járntjalds búa við. Og þegar að kosningunum kemur segjast kommúnistar ætla að fella stjórn ina ef hún verði ekki búin að reka herinn úr landi.! Lán öíá Nato út á loforðið Með þessari yfirlýsingu ætla Djamila steyptist til jarðar með byssukúlu í öxlinni. hired hafi játað „frammi fyrir lög reglunni, dómaranum og opin- berlega fyrir rétti“. Þessi fullyrðing var raunar all kynleg, þar sem ekki er vitað til þess, að lögð hafi verið fram í rétti sönnunargögn fyrir játn- ingu hennar, og ekki kom það fram í sögn franskra blaða af réttarhöldunum, að hún hafi ját- að. Átti hún* að hafa játað — og var dæmd á þeim forsendum að hafa komið sprengju fyrir í kommúnistar sér að slá tvær flug _ jjaffihhúsi í Alsír, og þannig orð- ur í einu höggi. Þeir hyggjast jg þess valdandi, að margir lét- friða þá fylgismenn sína, sem i ust En smám saman hafa komið undrast svik þeirra við þingsalykt: fram svo m5rg athyglisverð at- unina frá 28. marz 1956 og stefnu , vik að í sambandi við mál hennar, allt bendir til þess, að hér yfirlýsingu stjórnarinnar brottrekstur hersins. í öðru lagi i kunni að yerða um dómsmorð að ætla þeir að fá samskotalamð hja , ræða> nýu Dreyfusmal. þjóðum Atlantshafsabndalagsins j út á loforðið um að herinn megi vera á íslandi næstu þrjú ár. ! Þannig standa þá varnar- og lánamál vinstri stjórnarinnar í dag. Mun óhætt að fullyrða að engin ríkisstjórn í þessu landi hafi orðið sér og landi sínu jafnrækilega til minnkun ar. • Skjöl varðandi skæru- liða og 800 þús. frankar Djamila Bouhired var handtek in 9. apríl, er hún reyndi ásamt tveim löndum sínum að komast undan frönskum varðflokki í Casbah — Arabahverfi Alsírborg ar. Tveir sluppu, en Djamila steyptist til jarðar. með byssu- kúlu í öxlinni. Ýmiss konar skjöl um skæru- liða í FLN-þjóðernishreyfing- unni fundust á henni ásamt 800 þús. frönkum. Yfirheyrslur og pyndingar Hún var flutt til Maillotsjúkra hússins kl. 6 að morgni. Fjórum klukkustundum síðar voru þrír lögreglumenn og tveir fallhlífar- liðsforingjar komnir til sjúkra- hússins og tóku að yfirheyra hana. Enginn vafi var á því, að hún var í sambandi við nokkra leiðtoga FLN og bjó yfir mikil- vægum upplýsingum. En hún lét ekkert uppi, sem máli skipti, þó að hún væri slegin og snúið upp á særða handlegginn. Þann 17. apríl var hún flutt úr sjúkrahúsinu og til byggingar fyrir utan borgina. Segir hún svo frá í ákæruskjali til dómsmála- stjórnarinnar: , ,Fallhlífarher- mennirnir afklæddu mig og bund ið var fyrir augu mér. Ég var bundin á bekk, en þess gætt að leggja blauta klúta undir reipin. Því næst var leiddur rafstraumur í kynfærin, munninn og brjóst- in“. ★ Pyndingunum var haldið áfram í viku. Því næst var hún leidd fyr ir rétt í fyrsta skipti 27. apríl. Var þar fullyrt, að hún hefði, meðan á pyndingunum stóð, ját- að að hafa komið sprengju fyrir í kaffihúsi í Alsír, og olli spreng- ingin dauða margra manna. Hún neitaði þessari fullyrðingu, en viðurkenndi, að hún væri með- limur FLN. Vitnisburðrur sturlaðrar konu Meðan á öllu þessu stóð, hand- tók lögreglan 19 ára konu Djam- ila Bouazza að nafni, sem „ját- aði“ eftir að hafa verið pynduð, að hún hefði fengið sprengju í hendur frá Djamilu Bouhired og komið sprengjunn fyrir í kaffi- húsi. Djamila Bouazza var aðalvitn- ið í málaferlum þeim, sem hóf- ust í Alsír 11. júlí. Fyrir réttin- um kom hún fyrir sjónir eins og hún væri algerlega sturluð. Hún þjáðist af sárasýki og hafði þrem árum áður verið á geðveikrahæli. En rétturinn neitaði engu síður að verða við þeirri kröfu verj- anda, og hún yrði rannsökuð til að ganga úr skugga um andlegt ástand hennar. Og dómurinn yfir Djamilu Bouhired var grundvall- aður á vitnisburði nöfnu hennar Bouazza, og einnig að nokkru leyti á skjali, sem átti að vera játning, sem Djamila Bouhired hefði undirritað. Skjal þetta var lagt fram síðasta daginn fyrir réttinum, en Djamila hélt því fram, að undirskriftin væru föls- uð. Verjandinn krafðist þess, að leitað væri álits rithandarsér- fræðinga, en rétturinn vísaði þeirri kröfu á bug. ★ Megnið af þessum upplýsing- um ásamt nákvæmari frásögn af smáatriðum má finna í bók, sem inni nýlega hefir verið gefin út á veg- um Editions de Minuit. Bókin er rituð af Georges Arnaud, sem er höfundur að „Launum óttans", í samráði við Jacques Verges, verjanda Djamila Bourhired. Ofsareiði yfir sprengju- árásum Blaðið „Express" hefir fjallað um mál þetta og er þeirra skoð- unar, að Djamila Bouhired hafi orðið fórn þeirrar ofsareiði, sem greip Evrópubúa yfir sprengju- árásunum. „Óskin um hefnd greip jafnvel þá, sem ábyrgir voru í stjórn landsins. Það var þörf fyrir seka. . .“ segir í blað- inu. Úrslit þessa máls eru komin undir Coty forseta. k Ekki er vafi á því, aff konan á myndinni hlýtur aff vera meff- al fegurstu kvenna í heimi. Þetta er japönsk kvikmynda- dís, Yoko Tani aff nafni, og er 25 ára gömul. Hún kom fyrir skömmu til Lundúna til aff undirrita samning viff kvik- félag. Greiða her- kostnað S. Þ. NEW York, 20. nóv. — Bandarík- in hafa boðizt til að leggja fram 12 milljónir dollara og Bretar 1 millj. til þess að leysa efnahags- vandræði þau, sem S.Þ. hafa kom izt í vegna starfsemi gæzluliðsins á Súezeiði. Dag Hammarskjöld, aðalritari-samtakanna, skýrði frá þessu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.