Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 2
2 WORCVNBL4ÐIÐ Föstudagur 22. nóv. 1957 Beiziun orkunnar er hafin — „múffu“ komið fyrir, og brátt stóð gufustrókurinn lárétt út úr henni. Byrjað að virkja gufugos- holuna miklu í Hveragerði 1 GÆR voru starfsmenn Hita- veitu Hveragerðis, sem mun vera eina hitaveitan hér á landi, þar sem notuð er gufuhitun, langt komnir með að virkja gufugos- lioluna sem byrjaði að gjósa í fyrradag. Er talið að mikil gufa komi frá þessari holu. í gær brugðu sér austur tíð- indamaður Mbl. og ljósmyndari þess. Er þeir komu fram á Kamba brún mátti strax sjá hvar mikla gufu lagði upp af aðalhverasvæð- inu í Hveragerði. Gufusúlan var ekki há, enda strekkingur af norðri, er fljótt barði gufustrók- inn niður. Þegar komið var að holunni, voru þar nokkrir starfsmenn Hitaveitu Hveragerðis, að undir- búa virkjun gufunnar. Voru þeir að flytja að holunni tengistykki, sem sett var ofan á hólkinn sem gufan streymdi upp úr, en frá þessum hólki verður lagt gufu- rör að hiturum hitaveitunnar, en í Hveragerði er gufa notuð til þess að hita upp vatn i þrem stórum hiturum. um yfirstjórn á hinni tæknilegu hlið málsins. Þegar þessi nýja borhola byrjaði að gjósa í gær, hófst samtímis gos í annarri bor- holu, sem var miklu dýpri. Um það bil 3 klst. eftir að gufugosið hófst í holunum, tók það mjög að hjaðna í eldri borholunni og hætti síðan með öllu. Þessi hola kostaði 50—60 þús. kr. Hin nýja gufugoshola sem að eins er um 54 m djúp og byrjað var á á þriðjudaginn í fyrri viku, vegur verulega upp á móti kostn- aðinum við hina holuna. Þegar lokið verður að virkja þessa miklu gufu, er talið sennilegt, að hitaveitan muni ráða yfir nægri gufuorku a. m. k. í bili. Enn hafa mælingar á gufu magninu ekki farið fram, en það sjá allir, sem nærri koma að það er feikilega mikið og svo er krafturinn mikill, að væri logn myndi gufusúlan vafalítið vera 40—50 m há. Hlutavelta Við fengum þær upplýsingar, að nú hefðu flest öll húsin í „Austurbæ" Hveragerðis, vatn frá Hitaveitu Hveragerðis, en hún tók til starfa vorið 1955 og hefir Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur, haft með hönd- Heim- dollnr __ ytTTwf Fufltrúaráðsfundur Fundur verður í fulltrúaráði Heimdallar í kvöld kl. 20,30, í Valhöll. Rætt verður um félags- starfið í vetur, og er þess vænzt, að fulltrúar komi réttstundis. Plötukynning Hljómplötukynning verður á vegum Heimdallar í Valhöll á laugardag kl. 6—7. Leikin verða eftirtalin verk: Hornkonsert nr. 1 eftir Mozart (Denis Brain og Karajan). Sónata nr. 23 (Appassionata) eftir Beethoven (Walter Giese- king). La Traviata eftir Verdi (kon- aertversion). Sjálfstæðisfél. í Hafnarfirði HIN ÁRLEGA hlutavelta Sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirði verður haldin þar í Sjálfstæðis- húsinu n.k. sunnudag og hefst kl. 4. Að vanda verður á boðstól- um fjöldi ágætra muna. Þá skal þess og getið, að engin núll verða og ekkert happdrætti, en það mun vera orðið mjög sjaldgæft á hlutaveltum. Spilakvöld Stefnis hefsl kl. 8,30 HAFNARFIRÐI. — Önnur kvöld vaka Stefnis, fél. ungra Sjálfstæð ismanna, verður í Sjálfstæðishús- inu í kvöld og hefst kl. 8,30 með því að spiluð verður félagsvist, en að henni lokinni verður dans- að til klukkan eitt. Fyrri kvöldvakan var mjög fjölsótt, og ættu því þeir, sem hyggja á þátitöku, að mæta stund víslega. Hefir þessi þáttur í starfsemi Stefnis mælzt vel fyrir meðal æskufólks hér í hænum en í ráði ar að halda henni áfram öðru hverju a.m.k. fram til nýjárs. Verða þá veitt heildarverðlaun í spilunum, en þau eru miðar á áramótafagnað Stefnis. — G.E. Bæjarstjúm Beykjavíknr sameÍB- ast um að skera ó Alþiagi að þreíalda framlag til ótrýmingar heilsnspillandi hósnæðis Á FUNDI bæjarstjórnar Reykja- víkur í gær komu til 2. umræðu hinar ýtarlegu tillögur hæjarfull- trúa Sjálfstæðismanna um bygg- ingarmál. Hefur tillögunum áður verið lýst hér í blaðinu. Fyrsta tillagan fjallaði um byggingaráætlunina til útrýming- ar heilsuspillandi húsnæðis. Skv. henni skal byggja 200 íbúðir auk þeirra 600, sem ákveðið var 1955, að byggðar skyldu. í þessu sam- bandi var og lagt til, að teknar yrðu ýmsar ákvarðanir um bygg- ingarframkvæmdirnar, m. a. um fjölbýlishús við Eiliðavog og um úthlutun hinna 120 íbúða við Gnoðarvog. Á bæjarstjórnarfundinum í gær voru tillögur fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins samþykktar með viðauka, sem þeir lögðu sjálfir fram tillögu um, er tillögurnar voru til 1. umræðu. Segir þar, að þeir, sem fá íbúðir við Gnoð- arvog og sérstök lán í því sam- bandi, eigi að áliti bæjarstjórn- ar líka að fá fullkomin A og B- lán úr hinu almenna veðlána- kerfi. Einnig var samþykkt önnur viðaukatillaga frá Sjálfstæðis- mönnum um að framkvæmd byggingaráætlunarinnar skyldi hraðað. Önnur tillaga Sjálfstæðis- manna fjallaði um stofnun Bygg- ingarsjóðs Reykjavíkurbæjar i því skyni að greiða fyrir bygg- ingu íbúða til þess að útrýma heilsuspillandi íbúðarhúsnæði i bænum. Þessi tillaga var sam- þykkt óbreytt. Hækkun ríkisframlags. Þriðja tillagan var um breyt- ingar á lögunum um húsnæðis- málastjórn. — Jóhann Hafstein, Guðmundur Vigfússon, Gunnar Thoroddsen, Alfreð Gíslason, Magnús Ástmarsson og Þórður Björnsson höfðu komizt að sam- komulagi um að orða þessa til- lögu þannig: „Bæjarstjórnin skorar á þingmenn Reykvíkinga að beita sér fyrir því, í samvinnu við aðra fulltrúa sveiarfélaga, er sæti eiga á Alþingi, að Peru-innfluíning- urinn Blaðinu barst í gær eftirfar- andi yfirlýsing frá Félagi ísl. stór kaupmanna: í tilefni blaðaskrifa varðandi verð á perum, sem birzt hafa í dagblöðum í Reykjavík, vill Fé- lag ísl. stórkaupmanna taka fram eftirfarandi: Perur þær, sem nýlega voru fluttar til landsins frá Banda- ríkjunum og seldar hafa verið í verzlunum nú að undanförnu, eru ekki fluttar inn af meðlimum Félags ísl. stórkaupmanna, held- ur af Samkaupum hf., sem eru samtök nokkurra matvörukaup- manna í Reykjavík. Tregur afli hjá Sauð- árkróksbáfunum SAUÐÁRKRÓKI 21. nóv. Und- anfarið hefur afli bátanna tregð- ast allmjög. Einnig hefur verið ógæftasamt síðustu dagana. Tveir aðkomubátar, þeir Víðir frá Eskifirði og Helgi Flóvents- son frá Húsavík eru þegar hætt- ir veiðum. Þrír aðkomubátar eru þó hér ennþá, en tveir þeirra Frigg og Pipp úr Reykjavík, munu hætta í þessari viku. — Heimabátarnir hafa róið öðru hverju. —jón. framlag ríkissjóðs til að út- rýma heilsuspillandi húsnæði, sbr. 16. gr. laga 42/1957, verði hækkað tli samræmis við það, sem ætla má, að frámlag sveitarfélaga í þessu skyni muni verða. Telur bæjarstjórnin, að til þess þurfi ríkissjóðsframlagið á fjárlögum 1958 að nema um 12 millj. kr.“ Þess má geta, að ríkissjóðs- framlagið var 4 millj. kr. á þessu ári. — Bæjarstjórnin samþykkti ein- róma tillöguna þannig orðaða. Lántaka erlendis Þá var samþykkt að skora á húsnæðismálastjórn að leggja til við byggingarsjóð ríkisins og veðdeild Landsbankans, að þess- ir aðilar noti lagaheimild til að taka lán erlendis, einkum til að ljúka þeim byggingum, sem nú er unnið að. Tillaga þessi var frá Jóhanni Hafstein, og benti hann á, að fengjust eðlileg framlög frá rík- issjóði og veðlánakerfinu, myndi handbært lánsfé á næsta ári verða um 30 millj. kr., en það var á þessu ári um 17 millj. kr. Bréf frá Húsnæðismálastjórn Borgarstjóri las á bæjarstjórn- arfundinum bréf frá húsnæðis- málastjórn. Telur húsnæðismála- stjórn eðlilegt, að lán út á hverja íbúð skv. IV kafla laga 42/1957 (um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis) verði 50.000 kr. ( + jafnmikið frá bænum), en telur sig ekki geta borgað lánsféð út fyrr en 1958 og 1959 nema að- stæður breytist. Þá telur húsnæðismálastjórn eðlilegt, að auk lána skv. IV kafla laga 42/1957 komi A og B-lán „eftir því sem fjárhagpr og út- hlutunarreglur leyfa“. Þá telur hún, að ekki verði hjá því kom- izt, að bæjarsjóður veiti bráða- birgðalán, þar eð hugsanlegt sé að veiting A og B-lána dragist. ASalfuntíur Óðins á Selfossi SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Óðinn, á Selfossi hélt aðalfund sinn mið vikudaginn 20. þ.m. í Selfossbiói. í fundarbyrjun var lesin upp inntökubeiðnir frá 19 manns sem samþykktar voru með lófataki. í stjórn félagsins voru kosnir til næsta aðalfundar: Þorsteinn Sigurðsson, Einar Sigurjónsson og Páll Sigurðsson. í varastjórn: Sigurður E. Ás- björnsson og Sigurður Guðmunds son. í fulltrúaráð: Einar Pálsson, Jón Pálsson og Matthías Sveins- son. Þá flutti Sigurður Ó. Ólafsson, oddviti, ræðu. Talaði hann um hreppsmál og síðan um væntan- legar hreppsnefndarkosningar og undirbúning þeirra. Eftir fjörugar umræður, var kosin uppstillingarnefnd og fram kvæmdanefnd, sem hafa skyldu með allan undirbúning kosning- anna að gera. Er nú sóknarhugur mikill í Sjálfstæðismönnum á Selfossi, að láta ekki sitt eftir liggja í næstu hreppsnefndarkosningum. DALVÍK, 21. nóv. — Góðar gæft- ir hafa verið hér undanfarið. — Bátar hafa róið að staðaldri og afli verið 6—10 skippund í róðri. Tveir litlir þilfarsbátar hafa verið að gera tilraunir með ýsu net hér í firðinum, en þær hafa ekki borið verulegan árangur. Einn bátur héðan hefur stund- að síldveiðar í Inn-Eyjafirði, en hann hefur aflað sáralítið. Síldin AKRANESI, 21. nóv. — Þrír reknetjabátar fóru á veiðar í gær. Höfrungur fékk 87 tunnur og Keilir 86 tunnur. Hjá þriðja bátn um Ólafi Magnússyni bilaði dýptarmælirinn og fór hann með hann til Reykjavíkur. 17 bátar fóru til veiða í dag. Fiskur er tregur hjá trillubát- unum 6—700 kg. — Oddur. — Nato-samskot Frh. af bls 1. verið á tvöfeldni hennar í ut- anríkismálunum og niðurlæg- inguna gagnvart erlendum lánveitendum. Samskotabeiðni „út úr neyð“ í lok október kvartaði Tíminn yfir því, að „ástandið á alþjóð- legum lánamarkaði“ hafi nú versnað svo mjög að „ódýrt láns- fé er víst hvergi fyrir hendi“. Þetta sagði blaðið í framhaldi af kvörtunum fjármálaráðherr- ans um hve erfitt væri að fá lán. Það er augljós staðreynd að núverandi ríkisstjórn hefur gefizt upp við að fá lán eftir venjulegum leiðum en afleið- ing þess er svo það, sem fram er komið, að ríkisstjórnin leit- aði eftir samskotalántöku hjá þjóðum Atlantshafsbanda- lagsins. Eftir er svo að sjá, hver árang- urinn verður, en á það má benda að Þjóðviljinn segir að völ muni vera á „smærri lánum í Vestur- Þýzkalandi og Bandaríkjunum". Þetta sýnist ekki alveg ólíkt því þegar gengið er með lista á milli manna og sumir „skrifa upp á“, en aðrir ekki. Það, sem þagað er um. Stjórnarblöðin hafa ekki vikið einu orði að því, sem Mbl. sagði í sambandi við þetta mál um tvöfeldni ríkisstjórnarinnar. A sama tíma og leitað er samskot- anna hjá þjóðunum í Atlantshafs- bandalaginu hampar stærsti stjórnarflokkurinn því, að nóg og ódýrt lánsfé sé hægt að fá „fyrir austan". Á þeim sama tíma og utanríkisráðherrann gengur bón- arveg til búða Atlantshafsbanda- lagsins, fer svo annar ráðherra, forseti Neðri deildar og velþekkt- ur Tímamaður í afmælisferð til Moskvu!! Hver er stefnan í utanrík^.- málunum? Stjórnarblöðin gera heldur ekki minnstu tilraun í þá átt að skýra fyrir almenningi, hver sé hin raunverulega stefna ríkis- stjórnarinnar í utanríkismálum. Það er ekki nema eitt og hálft ár síðan að allir stjórnarflokk- arnir höfðu það efst á stefnu- skrá sinni að reka varnarliðið, sem hér er í samræmi við At- lantshafssáttmálann, burt úr ár síðan allir stjórnarflokk- urinn heldur því enn fram, að sú yfirlýsing, sem samþykkt var af þessum flokkum á Alþingi um brottvikninguna, sé í fullu gildi. Stjórnarhlöðunum væri nær að upplýsa almenning um hver aðstaða þjóðarinnar er í þessum málum og skýra blekkingalaust frá því sem er að gerast í lánsfjármálum, heldur en ráðast með æsingi að Morgunblaðinu fyrir að skýra frá því, sem þau verða þó að viðurkenna að sé raun- verulega rétt. Dagskrá Alþingis EFRI DEILD, kl. 1% 22. nóv. Umferðarlög, frv. — Frh. 3. umr. Neðri deild, kl. 1% 22. nóv. Fræðsla barna, frv. — 1. umr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.