Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. n6v. 1957 MOFcrnnr 4ðið % StofnaÖ veröi fœöingar- heimiii í Reykjavík Tillaga borgarstjóra á bæjarstjórnar- fundi i gærkvöldi A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær var rætt um stofnun sérstaks fæðingarheimilis í Reykjavík. Var lagt fram bréf borgarlæknis varðandi þetta mál. Borgarstjóri tók til máls og sagði, að hér væri um stórmál að ræða og væri því nauðsynlegt að gera állýtarlega grein fyrir því. Það var á árinu 1944 og á árunum þar á eftir, sagði borgar- stjóri, sem fæðingardeild Land- spítalans var reist af ríkinu og Reykjavíkurbæ. Reykjavíkurbær hafði forgöngu um byggingu þess arar fæðingardeildar og var gerð- ur samningur milli ríkissjóðs og Reykjavíkurbæjar um skiptingu kostnaðar við bygginguna og reksturinn. Heilbrigðisstjórnin leit svo á, að vegna læknadeild- ar Háskólans væri ekki þörf á svo stórri fæðingardeild, eins og bæjaryfirvöldin óskuðu eftir. Samkomulag varð um, að byggð skyldi fæðingardeild með 36 rúmum fyrir fæðandi konur auk 4ra fæðingarstofa og tekur fæð- ingardeildin þannig 40 fæðandi konur auk þess sem þar eru 14 rúm, til afnota vegna almennra kvénsjúkdóma og sjúkdóma, er konur sérstaklega þjást af um meðgöngutímann. Húsið var teiknað af húsameistara ríkisins og var um það samið af hálfu bæjarins, að ríkið annaðist bygg- ingarframkvæmdir og stæði und- ir 1/3 stofnkostnaðar og var þá haft fyrir augum, að ríkið hefði sérstök afnot af þessari stofnun í sambandi við Landspítalann og læknadeild Háskólans. Reykja- víkurbær tók hins vegar að sér að greiða 2/3 stofnkostnaðar, en fékk byggingarstyrk frá ríkinu, eins og venjulegt er, þegar um sjúkrahús er að ræða, og nam sá styrkur 2/5 hlutum af stofnkostn aðí. Þessi samningur var gerður á miðju ári 1944. Ríkið annast svo rekstur fæðingardeildarinnar, en bæjarsjóður greiðir 2/3 hluta af rekstrarkostnaðinum. í ár nam þessi kostnaður 1,6 millj. króna. lega af hálfu borgarlæknis og borgarstjóra vegna Reykjavíkur- bæjar og yfirlæknis fæðinga- deildarinnar, landlæknis og for- stöðumanni ríkisspítalanna, af hálfu ríkisins. Nú kom í ljós að þessi stækk- un fæðingadeildarinnar mundi kosta um 10—12 milljónir króna. Landlæknir, sem er formaður stjórnarnefndar ríkisspítalanna taldi engar líkur á, að ríkissjóð- ur mundi taka þátt í þeim kostn- aði umfram pá styrki, sem ríkið að venju veitir til byggingar sjúkrahúsa. Þeir styrkir eru að- eins % af stofnkostnaði og eru að jafnaði greiddir löngu á eft- ir. Það var því Ijóst að allur þungi af þessari viðbót mundi lenda á Reykjavíkurbæ. Hins vegar hefur Reykjavíkurbær í smíðum hið mikla bæjarsjúkra- hús, sem fullgert á að rúma um 300 sjúklinga. Er nú lögð megin- áherzla á að halda því verki á- fram og eru allir sammála um að hraða því sem mest. Það var hins vegar glöggt, að meðan bær- inn stendur í því stórræði og leggur fram til þess margar millj. á ári, væri örðugt að byggja slíka fæðingardeild, sem kosta mundi 10—12 milljónir. Ef horfið yrði að því ráði, mundi það tefja fyrir byggingu bæjarspítalans, en sú stækkun mundi einnig taka nokkur ár. j En þá kom þar, að Bandalag l kvenna í Reykjavík tók málið upp og var af hálfu þess kosin 5 manna nefnd en hún skrifaði ríki og Reykjavíkurbæ bréf og átti tal við þá aðila. Benti hún á nauðsynina á úrbótum og hvatti til framkvæmda. Konurnar frá Bandalagi kvenna bentu nú á þá leið að bærinn tæki húsið nr. 16 við Þorfinnsgötu og nr. 37 við Eiríksgötu og breytti þeim í fæð- ingarheimili. Hafa nefndarkon- ur sýnt mikinn áhuga og dugn- að í þessu máli, sagði borgar- stjóri. Fæðingardeildin orðin of lítil. Fyrir nokkrum árum var það ljóst, sagði borgarstjóri, að þó fæðingardeildin væri merkilegt spor og þar væri bætt úr brýnni þörf, þá reyndist hún, eftir til- tölulega skamman tíma, of lítil. Aðsókn varð af ýmsum ástæð- um mjög mikil. Hlutfallstala kvenna, sem fæddu í heimahús- um lækkaði ár frá ári. Á sl. ári voru 2285 fæðingar, en af þeim voru aðeins 325 eða 14% í heima- húsum. Ástæðurnar eru ýmsar, en fyrst og fremst þó þeir erfið- leikar, sem eru á aðstoð á heim- ilum. Yfirlæknir fæðingardeildarinn ar benti á það fyrir 2—3 árum, að þrengslin væru orðin mjög mikil og þyrfti þar bráðra bóta við. Bæjarráð fól þá borgarlækni að athuga, hvað rétt væri að gera ví því máli, og var húsamexstara ríkisins falið að gera tillögur til lausnar á húnæðisvandræðunum. Kom í ljós, að gera þurfti mjög miklar endurbætur á þaki og kom til orða að byggja hæð ofan á fæðingardeildina. En loks gerði húsameistari ríkisins að tillögu sinni, að byggð yrði viðbótar- bygging að stærð 8000 rúmmetr- ar, sem er meira en öll fæðingar- deildin nú, en þó var þar aðeins gert ráð fyrir 21 sjúkrarúmi og 4 fæðingarstofum eða minna en því sem nú er í fæðingardeild- inni. Áætlnn um fæðingarheimili Bandalag kvenna kemur til sögunnar. Málið var nú rætt mjög ýtar- Þegar farið var að athuga að- stöðuna út af þessum húsum, voru erfiðleikar á að losa þau vegna þess að þar er húsnæðis- laust fólk, sem bærinn þarf að sjá fyrir húsnæði. Voru þar sam- tals 17 fjölskyldur. Mögulegt var þó að útvega 7 fjölskyldum ann- að húsnæði en 10 eru eftir en lögð verður áherzla á að fá þeim annað húsnæði. Borgarlæknir skilaði ýtarlegri greinargerð til bæjarráðs og húsameistari hefur gert teikning ar og tillögur um þær breytingar sem eru nauðsynlegar. f áliti borg (arlæknis segir að með litlum breytingum á húsakynnunum megi koma fyrir á 2 hæðurti hús- anna 21 rúmi fyrir sængurkon- ur, 4 fæðingarstofum, 2 vöggu- stofum, dagstofu, auk vakther- bergis og baðherbergis. Á 1. hæð Þorfinnsgötuhússins gæti verið íbúð yfirljósmóður, 2 stofur, eld- hús og baðherb. auk herbergja, þar sem dauðhreinsun á tækjum og umbúðum færi fram. f rishæð er nægilegt húsrými fyrir starfs- stúlkur. í kjöllurum yrði eldhús, geymslur, þvottahús, þurrk- og strauherbergi og ennfremur íbúð arherbergi matráðskonu. Ef mið- að er við að öll rúmin séu jafn- an í notkun og að legudagafjöldi sé að jafnaði 9 dagar á hverja fæðingu, geta 1000 fæðingar far- ið þarna fram á ári. Geri aðsókn- in það nauðsynlegt, má taka dag- stofuna undir 5 rúm sængur- kvenna og gæti stofnunin þá ann- að 200 fæðingum í viðbót ár hvert. Telur borgarlæknir vart hugsandi að þörf sé á stærra fæðingarheimili næstu árin. Á það var bent að sl. ár fæddu hér í bænum 2285 konur, af þeim fæddu 1720 á fæðingardeild Landsspítalans, 240 á fæðingar- heimili ljósmæðra en 525 eða 14,2% í heimahúsum, eins og áð- ur var sagt. Fæðingarheimili en ekki fæðingarspítali Borgarlæknir gerir í áliti sínu ráð fyrir, að hér verði um fæð- ingarheimili að ræða en ekki fullkominn fæðingarspítala. Á fæðingarheimilinu færu fram eðli legar fæðingar, eins og almenn- ast væri, en fæðingardeild Lands spítalans væri sérstaklega ætl- uð til þess að taka á móti kon- um, sem ætla mætti að ekki mundu fæða eðlilega og hefðu því sérstaka þörf fyrir spítala- vist. Ennfremur gerir borgar- læknir ekki ráð fyrir því, að fastur læknir verði við fæðing- arheimilið, heldur geti hver kona valið sér þann lækni, sem hún kýs. Gera má ráð fyrir að stofnkostnaður muni ekki verða undir IV2—2 millj. Ef bæjarstjórn réðist í að stofn setja þetta fæðingarheimili, væri eðlilegt að fæðingardeild Lands- spítalans félli undir stjórn og starfrækslu ríkisins að öllu leyti. Hins vegar léti Reykjavíkurbær ríkinu í té sinn hluta af fæðing ardeildinni. Borgarlæknir telur að með stofnun fæðingarheim- ilisins sé létt af Landsspítalan- um miklu af þeim eðlilegu fæð- ingum, sem þar fari fram og geti fæðingardeildin annað betur sínu hlutverki en áður. Landlæknir lýsti sig fylgjandi þeirri leið, sem hér hefur verið rætt um og kvaðst mundu mæla með því við ríkisstjórnina að fæðingardeildin yrði hér eftir rek in af ríkinu einu. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin ályktar að koma á fót, að fengnum nauð- synlegum leyfum, fæðingarheirn- ili í húsum bæjarms nr. 37 við ^iríksgötu og nr. 16 við Þor- finnsgötu og heimilar nauðsyn- iegar greiðslur úr bæjarsjóði í því skyni. Bæjarstjórnin ályktar að heim- ila borgarstjóra að hefja samn- inga við ríkisstjórnina um slit á sameign og féiagsrekstri ríkis- ins og Reykjavíkurbæjar um fæðingardeild Landsspítalans með það fyrir augum að fæð- ingardeildin verði rekin af rík- inu, eins og rðrar deildir Lands- nítalans“. Borgarstjóri tók fram að rætt hefði verið við heilbrigðismála- ráðuneytið uin slit á sameign og félagsrekstri ríkisins og Reykja- víkurbæjar út af fæðingardeild- inni, og mundi þeim umræðum verða haldið áfram, ef þessi til- laga yrði samþykkt. Einnig yrði þá hafizt handa um framkvæmd- ir, en teikningar væru til og öll- um almennum undirbúningi lok- ið og væri því næstu daga hægt að hefja framkvæmdir, ef tillag- an yrði samþykkt. Ef ekkert sér- stakt hamlaði ætti fæðingarheim- ilið að geta tekið til starfa eftir svo sem hálft ár. Alfreð Gislason, bæjarfulltrúi (U) tók fram, að hann fagnaði því, að stigið væri skref til lausn- ar þessu máli, þvi hér væri um brýna þörf að ræða, og væri rétt að hafa ekki lengur samflot við Landsspítalann í þessum mál- um. Hins vegar taldi Alfreð, að hér væri ekki glæsilega af stað farið, eins og hann orðaði það, og væri hér um „klastur" að ræða. í bili væri þó ekki um annað að ræða. Hins vegar mundi hér vera um lögbrot að ræða, því bannað væri í lögum að breyta íbúðarhúsnæði og nota það til annarrar starfrækslu, en sennilega mundi vera hægt að komast hjá sektum. Hann kvaðst ósammála borgarlækni um að hér skyldi ekki vera sérstakur sérfróður læknir, heldur mætti hver kona velja sér lækni. Ingi R. Helgason, bftr. (K) taldi að athugun heilbrigðisstjórn arinnar á þessu máli væri búin að taka nokkuð langan tíma. — Hann kvaðst hafa borið fram til- lögu hinn 6. sept. í fyrra út af þessu máli, enda hefði ástandið á fæðingardeildinni þá verið þannig, að það hefði hrópað „beint í himininn", eins og bæj- arfulltrúinn orðaði það. Hann vék að hinu sama og Alfreð, að stofnun þessa fæðingarheimilis á þeim stað, sem fyrirhugað væri, mundi vera lögbrot. Hins vegar kvaðst hann vita dæmi til þess að félagsmálaráðuneytið hefði veitt undanþágu í sambandi við °kki ósvipuð mál. Borgarstjóri tók nú til máls og kvaðst hafa haldið að þetta mál mundi geta fengið afgreiðslu ó- notalaust en því væri ekki að heilsa. Hann kvaðst vilja benda Inga R. Helgasyni á það, að hann hefði ekki orðið var við neinn áhuga hjá flokksbróður hans, heilbrigðismálaráðherranum, því hann hefði ekkert gert til að ýta undir framkvæmdir í þessu máli. Ætti Ingi því heldur að beina skeytum sínum þangað. Þá benti hann á að tillaga Inga frá í fyrra, fæli ekki annað í sér en að rætt yrði við heilbrigðisstjórn ina en þegar sú tillaga var flutt var búið að ræða við landlækni og forstöðumann ríkisspítalanna og því engin þörf á þessari til- lögu. Borgarstjóri kvað ákvæði laganna um bann við að taka íbúðarhúsnæði til annarra nota vera mjög fortakslaust og mundi þurfa lagabreytingu til þess að fá að breyta húsunum í fæðingar- heimili. Ef þessi tillaga yrði sam- þykkt mundi hann bera fram frumvarp á Alþingi um breyt- ingu á þeim lögum, enda hefði ráðherra eða húsnæðismáiastjói'n enga heimild til þess að veita undanþágur. Ennfremur þyrfti líka fjárfestingarleyfis við og leyfis byggingarnefndar. Þegar hér var komið kom fram ósk um, að málin yrði frestað til næsta fundar og var það sam- þykkt. STAK8TEIIVAR Þrjár málverkasýn- mgar opna&ar í dag ÞRJÁR málverkasýningar verða opnaðar hér í bænum í dag. Guð- mundur Einarsson frá Miðdal opnar sýningu í vinnustofu sinni að Skólavörðustíg 43. Verður hún opin daglega kl. 2—10 e.h. (10—10 á sunnudögum) til mán- aðamóta. Þá opnar maður á áttræðis aldri, Bjarni Guðmundsson, fyrr- um kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, málverkasýningu í samkomusal Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Sýningin verður opnuð kl. 5,30 e.h., og er þetta fyrsta sýning Bjarna. Ennfremur hefst ný sýning í sýningarsalnum við Ingólfsstræti. Guðrún Svava Guðmundsdóttir og Jón B. Jónsson sýna þar verk eftir sig. Guðrún Svava hefir málað myndir um árabil, en lítið sýnt opinberlega. Hún tók þó þátt í sýningu Félags ísl. myndlistar- manna 1955. Jón B. Jónsson hefir átt sæti í stjórn Myndlistarskólans í Reykjavík í mörg ár og hefir unnið mikið að myndlistarmál- um. Hann hefir tekið þátt í sýn- ingum hér heima og erlendis. — Sýning þessi er opin kl. 10—12 f.h. og 2—10 e.h. Tíminn ; svaðinu“ í REYKJAVÍKURBRÉFI hér í blaðinu sl. sunnudag var á það minnt, hvílíkan áhuga Eysteinn Jónsson, Skúli Guðmundsson og féiagar þeirra höfðu fyrir nýrri iöggjöf um veltuskatt á meðan þeir hugðu hann bitna á kaup- félögunum jafnt og öðrum. En er Hæstiréttur dæmdi kaupfélögun- um sérstöðu gerbreyttist aðstaða forkólfanna, svo sem i Reykja- víkurbréfinu segir: „Þá brá svo við, að allur áhugi ,samvinnumannanna‘ á umbótum í þessum efnum hvarf. Eysteinn Jónsson hélt því að vísu glottandi fram á stjórnarfundi, að vissu- lega væri áhugi sinn óskertur frá því sem verið hefði, en á samri stundu hætti hann öllum tilburð- um tii að leysa málið“. Tímanum hefur brugðið svo við þessa frásögn, að hinn 20. nóv. hirtir hann sérstaka grein um mál ið undir fyrirsögninni: í svaðinu. Þar er prentaður upp hluti um- mæla Morgunblaðsins og m. a. bætt við. „En siðleysið sem felst í svona söguburði, mun annars ganga fram af öllu heiðarlegu fólki. Það væri ekki lítið uppbyggilegur viðauki við bókmenntirnar, el blöðin flyttu að staðaldri frásagn ir af ráðherrafundum frá síðustu áratugum, í svipuðum stíl og Morgunblaðið á sunnudaginn var“. Ilræsnin í þessum orðum Tím- ans er yfirgengiieg, því hvað eru umæli Reykjavíkurbréfsins mið- að við skrif Tímans um ráðherra Sjálfstæðismanna fyrr og síðar, þ. á. m. álygar um það, er gerzt hafi á stjórnarfundum? Hæfir það hræsninni vel, að ævintýri Tím- ans „í svaðinu“ lýkur með gamal þekktum og marghröktum per- sónulegum brigzlum í garð for- manns Sjálfstæðisflokksins. I Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins var það eitt sagt um Eystein Jónsson, sem satt er. Sannast hér enn, að sannleikan- um verður hver sárreiðastur. Deila um keisarans tlndir framangreindri fyrir- sögn birti Tíminn sama dag aðal- forystugrein sína. Henni lauk svo: „Saga síðusíu áratuga kennir líka, að þau þjóðfélagsvísindi, sem voru skráð á bók fyrir hundr að árum, eru orðin úrelt og leysa ekki vandamál hins nýja tíma. En í blóra við þau eru svo uppi alls konar einræðis- og kúgunar- aðgerðir valdhafanna í ýmsum löndum, og er kallað sósíalismi; í frjáísum löndum deila formúlu- fræðingar um keisarans skegg og kalla líka sósialisma. En heil- brigð skynsemi á í vök að verj- ast.“ Hverju orði er sannara, að „þjóðfélagsvísindi“ sósíalistanna eru nú fyrir löngu úrelt. Þau voru aldrei byggð á traustum grunni og reynsla síðustu áratuga hefur riðið þeim að fullu. Átakanlegt dæmi þessa úrelta hugsunarhátt- ar má sjá í hinni löngu grein Einars Olgeirssonar: „Hvert skal stefna“ í síðasta hefti Réttar. Mönnum hlýtur að renna til rifja, að slíkt fornaldar-viðundur skuli skipa sæti forscta neðri deildar Alþingis íslendinga á sjötta tug tuttugustu aldar. Hitt mun víða þykja tíðindum sæta, og ekki aðeins á íslandi, að málgagn forsætisráðherra lands- ins skuli kalla ágreininginn milli kommúnista og social-demokrata „deilu um keisarans sgekk“. Má með sanni segja, að „heilbrigð skynsemi á í vök að verjast", þegar sliku er haldið fram. En sama andúðin á skynseminni ein- kennir allt hátterni Framsóknar um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.