Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.11.1957, Blaðsíða 20
20 MORGVWBLAÐIÐ Fostudagur 22. nóv. ISítn Ef tir —^ Sannleikurinn um % f GEORGES SIMENON — B 3. ébé <= *Donq,e (J ; c hylkið og rétti Jeanne það umyréa laust. Hún var gegntekin af að virða Bébé fyrir sér, sem einmitt í þessu kom niður tröppurnar. — Jæja þá? — Já, ég veit ekkert frekar. Nú hafa þeir allir þrír læst sig inni. — En finnst þér þetta ekki ein- kennilegt? Nú fyrst sýndi Bébé örlitla óþolinmæði — Hvað viltu eiginlega að ég segi, mamma? Ég veit ekkert meira en þú. Hinn óvænti ofsi í rödd hennar vakti undrun Jeanne og hún sneri sér við í stólnum til að aðgæta systur sína nánar. En Bébé stóð of langt til hlrðar. Fyrir framan hana ljómuðu blóðrauðar pelagóní urnar við grænan grasflötinn. Geitungur suðaði. Frú d’Onner- ville andvarpaði af óþolinmæði. Hvers vegna lokuðu þeir bað- herbergisglugganum? Það gerði Felix, en áður en glugginn lokað- ist, heyrði hún Francois segja: — Nei, það vil ég alis ekki, læknir. Kirkjuklukkurnar hringdu til aftansöngs. ANNAR KAFLI. Nú var hann alveg viss um, að honum skjátlaðist ekki. Að vísu hafði hann eingöngu hugboð að Styðjast við, en honum fannst það næstum öruggara en beinar sann- anir. Undarlegt, að hann skyldi ekki taka eftir þessu strax! En hann hafði auðvitað verið sljór af matnum og sólarhitanum, þar sem hann hallaði sér aftur í garðstóln- um með hálflokuð augu. Viðburðurinn stóð honum ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum, eins og hann hefði haft grun um þýð- ingu stundarinnar og ljósmyndað sviðið. Það var sólskinið, sem gaf hin réttu áhrif. Hann sat makindalega og herpti augun móti sólinni, en rauðir tígulsteinafletirnir endur- vörpuðu einnig geislum hennar svo allt, sem hann sá, fékk á sig þægi- leg litbrigði. Tengdamóðir hans sat á vinstri hönd honum og sneri andlitinu undan, og þó að hann liti ekki þangað sem hún sat, geymdu augu hans enn áhrifin frá fjólu- blárri slæðu hennar. Fjær mótaði fyrir hvítum kjól Jeanne, þar sem hún lá endilöng í garðstólnum. Borðið, sem stóð undir appel- sínugulri, myndskreyttri garðsól- hlííinni, var beint framundan Francois. Er Martha hafði sett frá sér kaffikönnuna og bollana, gekk hún aftur til hússins og hann heyrði fótatak hennar fjarlægjast á gangstéttinni. Bébé stóð við borðið og Fran- cois virti hana fyrir sér með þess um meinfýsnisglampa í augunum. Ef til vill gerði hann þetta vegna þess, að hann vildi sjá menn og málefni í sínu rétta Ijósi — til dæmis konu sína með hlægilega gælunafnið Bébé! Hún sneri að honum baki, en hann gat séð af handahreyfing- unum, að hún var að hella í kaffi- bollana; annars skyggði hún á allt, sem var á borðinu. Vissulega var hún fögur þrátt fyrir dálítið kæruleysislegt fas, og Ijósgrænn kjóllinn, sem var pantaður frá París, sýndi greinilega fallegan vöxtinn. Eiginlega var það kjóllinn, sem kom Francois til að athugia hana svo gaumgæfilega. Hann tók eftir því að hann var mjög gegnsær. Hinar fögru útlínur fótanna og læranna sáust greinilega undir sólina, og það var hægt að sjá ná- kvæmlega hve langt undirkjóllinn náði. Fæturnir komu honum til að hugsa um næfurþunm silkisokka, sem hún gekk jafnan í, einnig í sveitinni. Og enda þótt liðnir væru mánuðir síðan hún hafði háttað í návist karlmanns, þá klæddist hún íburðarmeiri undirfötum en nokk- ur léttúðardrós. Þetta var fyrsta hugsun hans og hún var honum jafneðlileg og þegar maður með næmt auga fyrir Staðreyndum kemst að rökréttri niðurstöðu. Það fólst engin ásök- un eða eftirsjá í þessari uppgötv- un. Hann hafði aldrei verið smá- smugulegur. Næsta hugsun hans, sem var tengd þeirri fyrstu og dró fram nærgöngular minningar, var að þrátt fyrir yndisþokka og fagurt andlit, var líkami hennar líflaus, hvorki æsandi né gróskuþrunginn, og bleik húðin var ekki freistandi. „Einn sykurmola, mamma?“ Nei, húu hafði sagt annað áð- ur, sem Francois tókst að rifja upp, og 'hefði þegar átt að vekja athygli hans. Jeanne hafði kveikt sér í sígarettu, teygði kæruleysis- lega úr sér og sagði: „Gefðu mér svolítinn plómu- líkjör, Felix“. Hann sá ekki Felix. Ef til vill var hann' fyrir aftan hann. En auðvitað hefði hann gengið fram ÁJft/rc '&</#' —shampoo freyðir undursamlega . Eina shampooið sem býður yður þetta úrval BLÁTT fyrir HVÍTT fyrir BLEIKT fyrir þurrt hár. venjulegt hár. feitt hár. Heildverzlunin HEKLA hf, Hverfisgötu 103 — sími 1275. að borðinu, ef Bébé hefði ekki sagt skyndilega: „Nei, sittu kyrr, Felix. Þetta get ég gert“. Hvers vegna hafði hún sagt þetta, hún sem aldrei annars sner ist kringum aðra, en kaus heldur að láta stjana við sig? Auðvitað til þess að enginn gæti séð hvað hún hafðist að! Borðið var staðsett þannig, að það var enginn fyrir framan hana — stólarnir stóðu í hálf-hring fyrir aftan hai.a. Andartaki síðar sagði hún: „Einn sykurmola, mamma?“ Francols hrökk ekki við, hann hrukkaði ekki einu sinni ennið. Viðbrögð hans voru enn minni og nærri því ógreinanleg. Aðeins augasteinar hans hreyfðust hægt, svo mikið, að hann gat séð frú d’ Onnerville. Svipur hennar bar þess merki, að hún hafði opnað munninn til hálfs eins og hún hefði ætlað að segja eitthvað, en ekki fundizt taka því er til kom. Það, sem hún hefði sagt, hefði á- reiðanlega verið eitthvað á þessa leið: „Þú ert orðin tuttugu og sjö ára gömul og veizt ekki enn hve marga sykurmola móðir þín vill í kaffið!“ Hún sagði þetta ekki, en það hefði verið líkt henni. Bébé hafði sennilega fyrst hellt kaffi í alla fimm bollana. Á La Chataigneraie var ætíð notaður sykur, uem var þannig innpakkaður, að bréfi var vafið um hvern mola. Þegar hún vafði utan af þeim var auðvelt fyrir hana að opna annað bréf, sem hún hélt í hendi sinni. Þess vegna fannst henni hún þurfa ið segja eitthvað — til að fylla þögn- ir.a og draga athygli hinna að öðru en því, sem hún var að gera, eins og sjónhverfingamenn leika. Skulfu hendur hennar ofurlítið — þessar formfögru hendur sem all- ir dáðust að? Kingdi hún munn- vatni eða vætti hún þurrar varir sínar með tungunni? Það var ómögulegt að vita þegar maður sá aðeins aftan á hana. En hann var hár-viss um að einmitt á þessari stundu hafði hún opnað iítið bréf með hvítu dufti. „Einn sykurmola, mamma? Og þú Francois — tvo mola?“ Auðvitað vissi hún hve marga sykurmola hann vildi. En þar sem hún sneri r ð þeim baki þótti henni öruggara að heyra svör þeirra til að fullvissa sig um að þau sætu kyrr meðan hún reif bréfið utan af sykurmolunum og hvíta duft- inu sem hún setti í hans bolla. Það var vísbending, að hún spurði hvorki Jeanne eða Felix, hve marga sykurmola þau vildu fá. Önnur vísbending — ef vel var að gáð, mátti eflaust finna miklu fleiri — var að hún gleymdi að gefa Jeanne plómulíkjör enda þótt hún hefði rétt áður komið í veg fyrir að Felix gerði það. Enda þótt Francois veitti þess- um atvikum ekki athygli þegar í stað og sæi ekki innbyrðis sam- hengi þeirra fyrr en síðar, þá hafði hann á tilfinningunni að eitthvað undarlegt væri í aðsigi, eitthvað óþægilegt, jafnvel hræði- legt. Hví gerði hann þá ekkert? Ein- faldlega vegna þess, að þannig fer ætíð með hugboð — maður bregzt ekki nógu snemma við. Hann sagði ekki einu sinni neitt, þegar hann drakk kaffið, þótt hann fyndi óbragð að þvi. Hví þagði hann? Af því að hann var ekki vanur að flíka tilfinningum sínum. Hann var enginn draumóramað ur, en raunsær með afbrigðum og lét ekki stjórnast af blekkingum. Honum fannst hann ekki fremur eiga heima á La Chataigneraie en í gistihúsi. Jafnvel sonurinn var ólíkur honum að öllu nema ætt- arnefinu. Auk þess var eins og drengurinn óttaðist föður sinn upp á síðkastið. Þegar Bébé settist að lokum, hefði hún átt að vera róleg, þar sem hann drakk kaffið án þess að segja nokkuð. Ytri aðstæður bentu á engan hátt á eiturbyrlun. Sunnudagssíð- degi, sem fjölskyldan naut sam- an, þægilega viðburðalaust og kyrrlátt. Fólkið sat og lét hugann reika. Sá sem fyrst rauf þögnina var sá sem fyrst sneri aftur frá óskemmtilegri ferð í hugarheimi. Francois sofnaði ekki, en hann var heldur ekki glaðvak„ndi, er hann fékk skyndilega óþolandi verki, sem virtust byrja einhvers staðar í kviðarholinu, en færðust síðan um allan líkamann. „Magasýra", hugsaði hann fyrst. „Það er af kaffinu. Skyldi ég þurfa að ómaka mig inn til að kasta upp?“ Tilhugsunin erti hann, en á næsta andartaki, nístu verkirnir hann, eins og tekið hefði verið I hnakkann og hann hristur til, og um leið fékk hann krampadrætti í þindina. Hann hafði aldrei fyrr orðið veikur. Ef til vill hafði hann ver- ið of lengi úti í sólinni, þegar hann valtaði tennisvöllinn um morguninn? Vanlíðanin jókst. Köldum svita sló um hann allan. í fyrsta skipti á ævinni fann hann til mænunnar í hryggsúlunni, og það allt annað en þægilega. Honum féll illa að vera ónáðað- ur, og sjálfur ónáðaði hann ógjarna nokkurn annan. Hann stóð upp, án þess að segja orð og gekk hröðum skrefum í burt, ein- göngu af ótta við að verða of seinn. En þegar hann fór fram hjá tígulsteinaflötinni, sem honum SHUtvarpiö Föstudagur 22. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna 'Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla i esperanto. 19,05 Þingfréttir. Tón- leikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). — 20,35 Erlendir gestir á öldinni, sem leið; IV. erindi: Vinur Baldvins Einarssonar (Þróður Björnsson lögfræðingur). 20,55 íslenzk tón- listarkynning: Lög eftir Skúla Halldórsson. — Söngvarar: Guð- mundur Jónsson, Kristinn Halls- son og Sigurður Ólafsson. Fritz Weisshappel leikur undir og býr þennan dagskrárlið til flutnings. 21,25 Minnzt fræðslulaganna frá 1907: Helgi Elíasson fræðslumála stióri og Stefán Jónsson náms- stjóri tala. 22,10 Erindi: Fræleit í Brezku Columbíu (Baldur Þor- steinsson skógfræðingur). 22,25 Frægar hljómsveitir (plötur). — 23,00 Dagskrárlok. Laugardagur 23. nóvember: MABKUS Eftir Ed Dodd 1) — Mér gekk vel að veiða í dag. Þetta var prýðilegt. Eigum við að koma í göngutúr yfir að Indíánakletti, Sirrí? 2) — Eiginlega þarf ég að fara að útbúa kvöldmatinn. — Hvaða vitleysa. Heldurðu að Markús geti það ekki. Hann sem er svo snjall matreiðslumað- ur. 3) — Komdu með Kalli bangsi. Fastir liðir eins og venjulega, 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndía Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 16,00 Veðurfregnir. Raddir frá Norðurlöndum; IV. 16.30 Endurtekið efni. 17,16 Skák- þáttur (Guðmundur Arnlaugsson) Tónleikar. 18,00 Tómstundaþáttur bárna og unglinga (Jón Pálsson). 18.30 Útvarpssaga barnanna: —• „Ævintýri úr Eyjum“, eftir Nonna; IX. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 I kvöldrökkrinu: Tónleikar af plötum. Rússnoskir söngvarar, einleikarar og hljóm- sveitir flytja músik frá heimalandi isínu (segulband). 20,30 Leikrit: „Ættingjar og vinir“ eftir St. John Ervine. — Leikstjóri og þýð * andi: Þorsteinn ö. Stephensen. — j 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 1 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.