Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 4
4 MORGVNBT 4ÐIÐ Miðvikudagur 4. des. 1957 í dag er 339. dagur ársins. Miðvikudagur 4. desember. ÁrdegisflæSi kl. 3,29. Siðdegisflæði kl. 15,42. Slysavarðslofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L R (fyrir vitjanir) er á sama stað, frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 17911. Ingólfs-apótek, Laugavegs-apótek og Reykjavíkur apótek eru opin daglega til kl. 7 nema á laugardögum til kl. 4. — Er.nfremur eru Holts-apótek, Apó tek Austurbæjar og Yesturbæjar- apótek opin daglega til kl. 8, nema á laugardögum til kl. 4. — Þrjú síðast talin apótek eru öll opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Carðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20, nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Sími 34006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kt. 13—16. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá ki. 13—16. — Næturlæknir er Bjarni Sigurðsson. Hafnarf jarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9 — 21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og 19—21. Nætur- læknir er Ólafur Einarsson, sími 50275. — Akureyri: — Næturvörður er í Stjörnu-apóteki, sími 1718. Næt- urlæknir er Pétur Jónsson. St. : St. : 59571247 VII. I.O.O.F. 7 = 1381248% = E. T. II RMR — Föstud. 6. 12. 20. — HS — Mt. — Htb. lE^Rrúðkaup S. 1. laugardag voru gefin sam- an I hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni. Ungfrú EHn Isleifs- dóttir og Ólafur Guðmundsson veggfóðrarameistari. Heimili þeirra er í Stigahlíð 6. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Gunnari Árna- syni, Laufey Fríða Erlendsdóttir, Þjóðólfshaga, Rangárvallasýslu og Björn Fr. Björnsson, Köldukinn, Hafnarfirði. Ennfremur Ragnheiður Kristins dóttir og Jóhannes Friðrik Sig- urðsson, bæði til heimilis að Fífu- hvammsvegi 29, Kópavogi. IHjónaefni S.I. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Ingibjörg Jó- hannsdóttir, skrifstofustúlka, — Sjafnargötu 8 og Helgi Jónsson, stud. jur., Blönduhlíð 19. Þann 1. des. opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Erla Oddsteins- dóttir, Efstasundi 13 og Guðmund ur Elísson, Hafgrímsstöðum, Lýt- ingsstaðahreppi, Skagafirði. jgSB! Skipin Eimskipafélug Rvíkur Ii. f.: — Katla fer í dag frá Siglufirði, á- leiðis til Danmerkur. — Askja er í Port Harcourt. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er í Kiel. Arnarfell er í New York. Jökulfell átti að fara 2. des. frá Rostock áleiðis til Islands. — Dísarfell er í Rendsburg. Litlafoll losar á Austfjörðum. Helgafell er væntanlegt 7. þ.m. til Helsingfors. Hamrafell væntanlegt til Reykja- víkur 13. þ.m. ggFlugvélar Flugfélug íslands h.f.: — Milli- lpndaflug: Hrímfaxi fer til Osló, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08,30 í dag. Væntanlegur aft- ur til Reykjavíkur kl. 16,10 á morgun. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, Isafjarðar og Vestmanna- eyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar og Vestmannaeyja. Ymislegt OrS lífstns: — Því að með því a hann hefitr liðið, þar sem lums sjálfs va/r freistað, nr hann fær um að fulltingja þeim, er verða fyrir freistingu. (Hehr. 2, 18). Leiðrctting: — 1 hjönabandstil- kynningu hér í Dagbókinni á sunnudag, misritaðist nafn brúð- arinnar. Var hún sögð heita Ás- dís Magnúsdóttir, en á að vera Áslaug Sverrisdóttir. FræSsIurit: Búnaðarfél. íslands hefur nýlega gefið út fjögur fræðslurit. Fyrsta ritif nefnist: Um lán til bænda; annað Vélmjalt ir; þriðja Skjólbelti og hið fjórða Túnrækt. — ' KirkjuritiS, 9. hefti þessa ár- gangs er komið út. Efnið er fjöl breytt að vanda. Ungling vantar til blaðburðar við Hlíðarveg Sími 2-24-80 WEVEFOUND faiher ■■■CHRISTMASl méMíwfifgt§f§fí KfeyETLLE has dísiovci«*<J nhfte Father Christmas liveék An<l líe has pronvisrd to send ^reetings to «VÆry child in Britain uho urUoji to liim EaS Wf° *w'u,nLÍ® i.j^flea! witJtii the thousands oí imeas nddcesaed to Falher 'QlirhjtniaA that rjinie from c-hlldren all over th» world' rvery vear Now despite a very- fulljprw. „Reveille“ hefur komizt að því hvar jólasveinninn býr — og hann hefur lofað að senda öllum hörnum í Bretlandi, sem skrifa honum, kveðjur sinar. Það er nú komið í Ijós, að hann hefur aðset- ur á víkingaeyjunni Islandi, 800 mílur norð-vestur af Bretlandi. — Heimili hans er í höfuðborg eyj- arinnar. Hann er maðurinn, sem íslenzka stjórnin hefur valið til þess að taka við bréfum, sem ber- ast til jólasveinsins, hvaðanæva að úr heimi á hverju ári. Enda þótt hann sé önnum kafinn hefur hann orðið við tilmælum „Reveille“ um að hann gæfi sér tíma til þess að svara öllum stúlkum og piltum í Bretlandi sem senda honum línu. „Mér þykir það leitt að geta ekki komið og heilsað sérhverju ykkar, en ég veit að þið skiljið það. Þessa dagana á ég mjög ann- ríkt. En ég gleymi ykkur ekki, þeg ar ég sendi jólakortin mín“. Þessa kveðju sendir hann sonum og dætrum lesenda okkar. Hvilíkt tækifæri fyrir börnin: Að skrifa jólasveininum og fá svar frá honum. En munið að draga ekki að skrifa. Skrifið strax, því að ekki er víst að jólasveinninn hafi tíma ti' þess að skrifa, þegar líður mjög að jólum. Þannig segir Lundúnablaðið „Reveille“ lesendum sínum frá jólasveininum í Ferðaskrifatofu ríkisins, sem sagt var frá hér í blaðinu á dögunum. Lætur blaðið og í té utanáskriftina til hans — og er hún: Father Christmas, Reykjavík, Iceland. Fyrirsögnin að ofan er af frétt 1 inni í brezka blaðinu. Lífsbaráttan er hörð, þess vegna þurfa menn að vera alls- gáðir. — Varist áfenga drykki. Umdæmisstúkan. í Félagssíörf K.F.U.K. minnir félagskonur á bazarinn, sem verður laugardag- inn 7. þ.m. kl. 4 e.h. Munum veitt móttaka daglega frá kl. 4—6, í húsi félagsins. — Aðalfundur K.R. verður haldinn í kvöld kl. 8 síðdegis, í félagsheim- ili K.R., við Kaplaskjólsveg. Kvenfélag Óliáða safnaðarins. Bazarinn verður í félagsheimil- inu, Kirkjubæ næstkomandi sunnu dag. Opnað kl. 3,30. Gjöfum á baz arinn verður þakksamlega veitt móttaka þar á staðnum kl. 8—10 síðdegis á laugardag. Aheit&samskot Sóllieiniadrcngurinn, afn. Mbl.: I S B kr. 50,00; G K 500,00; G J 100,00; D og D 200,00. Fólkið sem brann hjá á Selljurn urnesi, afh. Mbh: N-15 lcr. 500,00; Þ G 100,00; N N 300,00; E S B 100,00; F Ó 200,00; B G 100,00; Friðleifur Friðriksson 500,00; A A 100,00; Helgi Kristmundsson 50,00, J J 100,00. Læknar fjarverandi Garðar Guðjónsson, óákveðið. Staðgengill: Jón Hj. Gunnlaugs- son, Hverfisgötu 50. Jónas Sveinsson fjarverandi til 8. desember. — Staðgengill: Gunnar Benjamínsson. Hundurinn og úrrœðin Ætla að verða eim um sinn, eins og Rússuin hundurinn, vinstri mönnum vandfundiii varanleg’-. úrrœðin. Rússar týndu ^íkinni, sem tjóðruð var í kúlunni, \ licilahúi á Hermanni liafa glatazt úrræði. Söfn Lisiusafn ríkisins. Opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga kl. 1—3 og sunnudaga kl. 1—4. Bæjurkókasuln Reykjavíkur, Þingholtsstræti 29A, sími 12308. Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 2 —7 Lesstofa opin kl. 10—12 og 1—10, laugardaga 10—12 og 1—7. Sunnudaga, útlán opið kl. 5—7. Lesstofai. kl. 2—7 Útibú, Hólmgarði 34, opið mánu- daga 5—7 (fyrir börn); 5—9 (fyr ir fullorðna). Miðvikud. og föstud. kl. 5—7. — Hofsvallagötu 16, op- ið virka daga nema laugardaga, kl. 6—7. — Efstasundi 26, opið mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 5—7. ÞjóðminjasafniS er opið sunnu- daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga kl. 1—3. Listasafn Einar* Jónssonar verð ur opið 1. október—15. des, á mið- vikudögum og sunnudögum kl. 1,30 —3,30. Náttúrugripasafnið: — OpiB á suuBudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14— 15. rnvtýiinfíajjismi 63 2 Jæja, þarna sérðu, að J»að vur etvki raunverulegur ís? ★ Maður nokkur ruddist inn á lög fræðiskrifstofu og spurði: — Ef hundur stelur kjötbita, í — Kaumi. i búð, á þá ekki eigandi hans að FERDIIMAND rn w Léttlyndað hefnir sín . borga kjötið sem hann stelur? Lögfræðingurinn: — Jú, auð- vitað. Maðurinn: — Jæja, þá eigið þér að borga mér 5 krónur, vegna þess að hundurinn yðar stal frá mér 5 króna kjötbita rétt áðan. Lögfræðingurinn: — Allt í lagi. Þetta viðtal við mig kostar 10 kr„ svo þá skuldið þér mér fimm kr. ★ — Þér ljúgið bvo klaufalega, sagði dómarinn við ákærða, að ég ráðlegg yður að fá yður lögfræð- ing til aðstoðar. ★ Ofsatrúar-presturinn hrópaði: — Nú vil eg að allir, sem ætla að komast til himnaríkis, standi upp! — Allir stóðu upp nema rólynd- ur maður á aftasta hekknum sem virtist vera að hugsa ráð sitt. — Hvað er þetta, hrópaði prest- urinn, viljið þér ekki komast til himnaríkis eða hvað? — Nei, ekki alveg strax, svar- aði maðurjnn hæglátlega. ★ Skozki presturinn sá að fólkið var að sofna áður en hann byrjaði á ræðunni. — Þetta er ekki réttlátt, bræð- ur, sagði hann. Bíðið andartak þangað til ég er byrjaður og þá getið þið fundið hvort það sé þess virði að hlusta á mig. — Nei, ekki strax, ekki fyrr en ég e- byrjaður. Þið verðið að gefa mér tækifæri! ★ Hún: — Ég hef hryggbrotið marga sem voru rikari eu þú. Hann: — Já, það getur verið, en þeir voru líka ekki búnir að vera trúlofaðir þér eins lengi og ég. ★ — Hvað ertu ..ð gera, Siggi? — Ég er að skrifa bréf til bróður mins. — En þú segist ekki kunna að skrifa? — Nei, en það gerir ekkert tiL Hann kann að lesa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.