Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 6
MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. des. 1957 BOKAÞATTUR: * T> * Brennu- Njáls saga Brennu Njáls saga.. 163 + 516 bls. Einar ÓI. Sveinsson gai Út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1954. Öndvegisrit íslenzkra bók- mennta, Njála, kom út fyrir þrem ur árum í fyrstu útgáfunni, sem íslendingar geta verið fullsæmd- ir af. Er hún tólfta bindið í hinni stórglæsilegu útgáfu fornrita, er Hið íslenzka fornritafélag stend- ur að. Félagið hefur þegar gefið út ærinn hluta merkustu forn- bókmennta okkar og unnið ís- lenzkri bókaútgáfu og menningu slíka þjónustu, að seint verður fullþakkað. Bækur félagsins eiga erindi inn á hvert einasta íslenzkt heimili, þar sem forn bókmennta afrek íslendinga eru í heiðri höfð þvi hér hefur í fyrsta sinn ver- ið vandað svo til útgáfu þessara rita á íslandi að viðunandi sé. íslendingar hafa löngum stát- að af því, að þeir væru bókelsk þjóð, og með réttu. Óvíða mun vera lögð jafnrík áherzla á bók- lega menntun og einmitt hér. Hins vegar hefur það viljað brenna við í bókaútgáfu á íslandi að mest væri upp úr því lagt, að koma ákveðnum verkum á prent á einhvers konar pappír, milli einhvers konar spjalda — og síð- an er þetta selt með öllum þeim ráðum, sem tiltæk eru: há- stemmdum lýsingarorðum, fárán legu oflofi. Það hefur sem sé ekki alltaf verið lögð tilhlýðileg áherzla á bókagerðina sjálfa. — Islenzkum útgáfum hefir oft ver- ið hörmulega áfátt í frágangi öll um, prentun, pappírsvali, bók- bandi — og ósjaldan jafnvel í prófarkalestri og þýðingum. Mér er kunnugt um mörg merkileg verk, bæði innlend og erlend, sem hafa beinlínis verið eyðilögð á Svisslendinga, sem eru líklega heimsmeistarar í bókagerð. Góð bók er ekki einungis efnið, sem hún geymir í texta sínum; góð bók er skemmd þegar ytri búningur hennar er vanræktur. Miklu og góðu efni hæfir ekkert nema bezti búningur: góð prentun, smekkleg „uppsetning", fallegt band, villulaus texti. Þetta vita bókaútgefendur með ýmsum nágrannaþjóðum okkar, t. d. Sví- um og Dönum, að ekki sé minnzt á Svisslendinga, sem eru líkalega heimsemistarar í bókagerð. Að vísu hef ég ekki kynnt mér íslenzka bókagerð til þeirrar hlítar, að ég geti fellt nokkurn endanlengan dóm um hana, en benda má á tvö útgáfufyrirtæki, sem hafa lagt svo mikla rækt við listfengiogvandvirkni í bókagerð að það hlýtur að vekja athygli. Þau eru Hið íslenzka fornritafé- lag og Hlaðbúð. Með þessu er ekki felldur neinn dómur yfir öðrum fyrirtækjum, því margt fagurra bóka hefur komið frá þeim flestum, en því nefni ég Hið íslenzka fornritafélag og Hlað- búð, að þau hafa undantekning- arlaust gefið út vandaðar bækur að öllum ytra frágangi, og það er hlutur, sem halda ber á loft. Útgáfa Einars Ól. Sveinssonar á Njálu er einn af stórviðburð- um íslenzkrar bókaútgáfu. Bókin er þannig úr garði gerð frá hendi útgefanda, að hún hlýtur að telj- ast kjörgripur. Hún er sérlega vel prentuð og „uppsett", myndir af handritum, tólum og sögustöðum frábærlega skýrar og litprentuð landabréf stórvel gerð. Þá ber að nefna bandið, sem er með því bezta, sem ég hef séð á íslenzkum bókum. Gjafabandið er frábærlega fagurt á kjölinn, en útflúrið á safnbandinu mætti aS skaðlausu missa sín. Hlutur Einars Ól. Sveinssonar er hinn merkilegasti eins og flest- um mun kunnugt. Hann hefur fyrst og fremst ritað langan for- mála, sem er í senn listaverk og fræðimannlegt afrek. Þá er fram- an við söguna handritaskrá, sem vitnað er til í neðanmálsgreinum og loks er í bókarlok viðbætir, sem hefir að geyma 30 vísur úr ýmsum handritum, ættarskrár og nafnaskrá. Skýringar á textanum eru neðanmáls á hverri blaðsíðu, lesandanum til mikils hægðar- auka. Óþarft er að fara mörgum orð- um um Njálu sjálfa. Hún er öll- um það kunn og kær — líklega háleitasta og örlaga- þyngsta verk íslenzkra bók- mennta, að Eglu, Grettlu og Lax- dælu ólöstuðum. Raunar má segja, að Egla sé heilsteyptara og djúpskyggnara listaverk, meira í ætt við hin miklu skáldverk heimsbókmenntanna á síðari öld- um. En það er heiðríkjan yfir Njálu, hinn margslungni sögu- þráður og umfram allt hinar fjöl- breytilegu og lifandi mannlýsing- ar, sem gera hana að öndvegis- verki okkar. Þess vegna hlýtur það að vera hverjum bókelskum íslendingi í mun að eignast ein- mitt þessa útgáfu, hina glæsileg- ustu sem til er. Formáli Einars Ól. Sveinssonar er öðrum þræði fræðileg útlistun á vísindarannsóknum hans í s«m bandi við Njálu. Er þar margt girnilegt til fróðleiks þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér nánar söguleg og félagsleg tildrög þessa ástsæla verks. Hinum þræðinum er formálinn útlistun á list og lifsskoðunum höfundar Njálu, byggingu sögunnar og hinum innri rökum hennar. Varð sá kafli mér, leikmanninum, hug- leiknastur. Ef satt skal segja, var það sérstök og minnisstæð reynsla að fylgjast með hugar- flugi prófessorsins, þegar hann skyggnist um skáldheim sögunn- ar, kannar margslungna þætti hennar, andstæðurnar sem eigast við í sögunni, ölduganginn í henni, blæbrigðin og hina hnit- miðuðu frásagnartækni höfund- arins. Einar Ó. Sveinsson tekur að sjálfsögðu til meðferðar tak- markanir höfundar, t. d. tilhneig- ingu hans til að mála sumar per- sónurnar of sterkum litum. Satt er það, að stundum er teflt á tæp- asta vaðið í persónulýsingum, Einar Ól. Sveinsson eins og t. d. í lýsingunni á Gunn- ari og þó einkum Hallgerði, en eins og prófessorinn bendir á, þá skapar hann jafnan heilsteypta einstaklinga, ekki manntegundir. Enda þótt höfundur kunni að hafa ætlað Hallgerði skuggalegt hlutverk í sögunni, fer því fjarri, að*lesandinn sjái hana sem ein- hvers konar „grýlu“. Hún er lík- lega einhver mennskasta og „sannasta“ persóna íslenzkra bókmennta. Það sem er e. t. v. athyglisverð- ast við Njálu, þótt hún skeri sig að ýmsu leyti úr íslendingasög- um, er bygging hennar og „boð- skapur“ (sem er að vísu svo dulinn, að hann verður tæpast skilgreindur til fullnustu). Eins og Einar Ól. Sveinsson bendir á, skiptist sagan í þrjá meginhluta, sem hver hefur sína stígandi og hátind. Prófessorinn bendir á, að hver þriðjungur hafi sín hvörf (perípetía), skyndilega breyt- ingu, sem snýr atburðarásinni í nýja átt. Þetta er fastur liður í byggingu grisku harmleikanna, og er athyglisvert, að Njála skuli eiga þetta sammerkt við hin grísku meistaraverk. Þá er einnig á það bent, að almannarómur í sögunni er látinn gegna svipuðu hlutverki og „kórinn“ í grískum sjónleikum. Orð Einars Ól. Sveinssonar um „boðskap" eða lífsskoðanir höf- undar Njálu og þau öfl, sem knúðu hann til sköpunar, eru merkileg og lærdómsrík, en verða ekki rakin hér. Aðeins skal á það bent, að prófessorinn telur söguna sprottna úr þeirri andlegu baráttu, sem skapaðist af átök- um heiðins hugsunarháttar og hinna nýju kristnu viðhorfa. Hún er tilraun til að sameina and- stæður. Hún á rætur sínar í um- róti aldahvarfa íslenzkrar menn- ingar. Þetta er sennileg kenning, enda færð að henni sterk rök, og hefur hinu sama verið haldið fram um annað stórverk í íslenzkum bókmenntum, Völu- spá. Þessi kenning er því líklegri sem við þekkjum svipuð dæmi annars staðar. Grísku harmleik- arnir, verk Dantes og Shake- speares og stórverk rómantísku stefnunnar áttu upptök sin í um- róti og andlegri baráttu alda- hvarfa. Ég hef vakið athygli á þessari útgáfu Njálu, þótt seint sé, þar sem ég hef sannfrétt, að henni hafi ekki verið sá gaumur gefinn, sem hún á fyllilega skilið. Skýtur það raunar nokkuð skökku við, þegar við berjumst svo ákaft fyrir endurheimt handritanna úr höndum Ðana, að fyrsta glæsi- lega útgáfan á öndvegisriti ís- lenzkra fornbókmennta skuli liggja svo til óseld hjá bóksölum. Það stappar nærri ólíkindum, að bókin skuli ekki löngu uppseld. Þeim, er vilja gefa vinum sínum verulega verðmæta gjöf á þessum jólum, skal bent á þennan kjör- grip. Annars er kominn tími til, að verki Hins íslenzka fornritafélags sé meiri gaumur gefinn. Félagið hefur þegar gefið út hvorki meira né minna en 14 vönduð bindi af fornritunum.Nokkur fyrstu bind- anna seldust upp, og hefur félag- ið nú látið ljósprenta útgáfur sini ar á Laxdælu, fyrsta bindi Heims kringlu, Eglu, Grettlu, Borgfirð- ingasögum og Eyrbyggju. Tvö síðastnefndu bindin voru ljós- prentuð i ár og eru að koma á markaðinn. Þess má geta hér, að í Borgfirðingasögum er m. a. Heiðarvígasaga, og er hún nú í fyrsta sinn gefin út með texta skinnblaðsins, sem fannst á Landsbókasafninu árið 1951. Þannig er þessi útgáfa fyllri en nokkur önnur, sem til er. Þá má einnig nefna það, að í fyrra kom á markaðinn frumútgáfa félags- ins á Eyfirðingasögum, hið vand- aðasta rit, en ekki mun gengi þess hafa orðið meira en Njálu. Áhugaleysi almennings um starf félagsins er því merkilegra sem hér er ekki um að ræða gróðafyrirtæki, heldur hreina menningarviðleitni. Bækur fé- lagsins eru seldar við ótrúlega vægu verði. Njála er t.d. tæpar 700 blaðsíður, en er seld í feg- ursta skinnbandi fyrir einar 160 krónur. Skyldu menn gera betri bókakaup nú til dags? Sigurður A. Magnússon. Þjóðsöugurinn ÞJÓÐSÖNGUR íslendinga er ný- kominn út á vegum ríkisstjórn- arinnar, sem er eigandi höfund- arréttar, bæði að ljóði og lagi Dr. Páll ísólfsson hefur haft um- sbrifar úr daglega lífinu Um happdrætti ¥J ¥ SKRIFAR: „Mig hefur lengi langað til þess að skrifa nokkur orð um happdrætti. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hér er ekki hægt að þverfóta fyrir happdrættismiða- sölum. Hér eru svo mörg happ- drætti í gangi árlega, að það mun sennilega heimsmet. Til margra þessara happdrætta er stofnað til þess að nurla saman fé frá al- menningi til styrktar ýmsum stofnunum, sem ríkissjóður á sjálfur að leggja til rekstrarfé. Það er öllum vitanlegt, að vinn ingar í flestum þessara happ- drætta eru mjög háir. Stundum eru þeir skattfrjálsir, en stund- um ekki. Allir happdrættisvinn- ingar eiga að vera skattfrjálsir, eða gera á þeim, sem fá leyfi til happdrættis, það að skyldu, að þeir greiði skatta af vinningun- um, svo að sá, sem hreppir hnoss- ið, fái vinninginn skattfrjálsan. Það getur tæpast talizt forsvar- anlegt, að fyrst fái ýmsar stofn- anir, sem ríkissjóður á að skaffa rekstrarfé, leyfi til happdrættis, en svo fari mestur hluti vinnings ins í skatta eða jafnvel hann all- ur, ef vinnandinn er tekjuhár fyr ir. Hins vegar getur góður happ- drættisvinningur komið fótum undir efnahag fátæks manns, og verður hann þá traustari skatt- þegn, það sem eftir er ævinnar. Sem sagt: allir happdrættis- vinningar ættu að vera undan- þegnir hvers konar opinberum gjöldum á vinningsárinu. Bættur efnahagur hins heppna leiðir til þess, að hann greiðir síðar árum saman hærri skatta.“ Aths. Velvakanda SÚ skoðun bréfritarans, að allir happdrættisvinningar eigi að vera skattfrjálsir, hefur nokkuð til síns máls. En Velvakandi vill láta álit sitt í ljós um tvö önnur atriði í bréfinu, þar sem ekki var á þau minnzt, þegar skrifað var um happdrættin hér í dálkunum fyrir nokkru: 1) Það fær ekki staðizt almennt að happdrættin séu til styrktar stofnunum, sem ríkissjóður sjálf- ur ætti að leggja til rekstrarfé. Sjálfsagt yrði oft að leita til hins opinbera um fyrirgreiðslu, er þá starfsemi ræki upp á sker, sem nú er rekin með happdrætt- isfé að verulegu leyti. Hér til má nefna ýmiss konar líknarstarf. En hitt ®r jafnvíst, að happdreetti eru notuð til að afla fjár til starfsemi, sem bæri að leggja niður, ef almenningur hefur ekki svo mikinn áhuga á henni, að hann vilji styrkja hana með því að kaupa einn eða tvo happdrættismiða. Þetta á sér- staklega við um starf ýmissa fé- laga, sem aðallega vinna að auk- inni velferð félagsmanna sinna. Sú starfsemi kann vissulega að vera góðra gjalda verð í sjálfu sér. En Velvakandi verður að segja það eins og er, að þann er andvígur því að það fé, sem t. d. íþróttafélögin fá nú með happ- drættum, verði í staðinn tekið úr ríkissjóði. f stuttu máli sagt: trúin á að ríkið eigi að sjá fyrir öllu er of rík í bréfritaranum! 2) Bréfritari segir, að góður happdrættisvinningur geti komið fótum undir efnahag fátæks manns. Þetta er rétt. En í þessu sambandi virðist vera ástæða til að bera upp þessa spurningu: Er þetta æskilegt? Er ekki betra að hafa vinninga fleiri, og smærri? Velvakandi er þeirrar skoðunar, að það sé ekki æskilegt, að sá hugsunarháttur festi rætur, að menn geti orðið hálfmilljónerar á svipstundu, bara ef heppnin er með — og án þess að þurfa nokk- uð að vinna fyrir velgengninni. Það getur verið gaman að fá óværttan smáglaðning, það spillir engum, en bezt er, að undir- staða varanlegrar velgengni sé ekki snúningur kringlótts kassa og fikt í fingrum þess, sem þreifar niður í hann eftir einum eða fáeinum seðlum. Það er sjálfsagt ekki alltaf gott fyrir þá heppnu og vafalaust slæmt fyrir þá, sem horfa á og trúa því að unnt sé að komást yfir mikið án nokkurrar fyrir- hafnar. sjá með nótnaprentuninni, en dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor, hefur að öðru leyti annazt útgáfuna og samið for- mála, þar sem sögð eru í stuttu máii deili á höfundum ljóðs og lags og skýrt frá tildrögum og sögu þjóðsöngsins. Er formálinn birtur á íslenzku, ensku, dönsku frönsku og þýzku. Þar næst er Lofsöngurinn prentaður allur, ásamt eiginhandarnafni séra Matthíasar, og svo fyrsta erind- ið í þýðingum á þessum tungu- málum: ensku, dönsku, finnsku, frönsku, norsku, sænsku og þýzku. Það, sem nú er talið, er sameiginlegt öllum útgáfugerð- um. Lo.ks er svo lagið prentað, og verða þá útgáfurnar þrenns konar. í einni er lagið raddsett fyrir blandaðan kór (og píanó) og fyrir karlakór, og eru þar prentaðir með nótum textar fyrsta erindis á íslenzku, ensku og dönsku. í annarri útgáfugerð er lagið skróð fyrir hljómsveit. í hinni þriðju eru þessar radd- setningar allar. Tónskáldið hef- ur sjálft raddskráð allar gerðirn- ar. Kápu teiknaði Halldór Péturs- son listmálari. Myndamót gerðu Prentmyndir h. f. Félagsprent- smiðjan h. f. prentaði. Aðalútsala er hjá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.