Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 8
8 MORGVWBT 4 ÐTÐ Miðvikudagur 4. des. 1957 Vörður rœðir afvinnumá/ Reykjavíkur 'HU í Wr-m«í I'iit ivc^ Kja viK.uiuoin til þeirra þyrfti að grípa. f því sambandi er sá möguleiki fyrir hendi, að margir erlendir fram- leiðendur vildu eiga vörur í kons- ignation á frílager. Væru slíkar vörur þá ávallt fyrir hendi, án þess að binda þyrfti í þeim fjár- magn, eða gjaldeyri til langs tíma, og mundi þetta létta á fjár- magnsþörf innflutningsfyrir- tækja. 2) Frílager mundi geta stuðl- að að betri hagnýtingu viðskipta við clering-viðskiptalönd vor, þar sem skilyrði yrðu fyrir end- ursölu á vörum til þriðja aðilja erlendis. 3) íslenzk fiski- og verzlunar- skip í utanlandssiglingum ásamt öllum þeim erlendu skipum sem hér koma, mundu geta keypt rekstrarvörur sínar hér, svipuðu eða jafnvel lægra verði en í er- lendum höfnum. Þetta, ásamt möguleikum til að selja milli- landaflugvélum sem viðkomu hafa á íslandi ýmsa hátollavöru, svo sem áfengi, tóbak, sælgæti, ilmvötn og annan luxusvarning, mundi færa verzlunarhagnað inn í landið, sem útlendingar nú njóta, auk þeirrar þjónustu sem slíkt veitir. Af framangreindu verður ljóst, að það er mjög þýðingarmikið fyrir Reykjavíkurhöfn að frílag- er aðstaða skapist hér, og er það eindregin tillaga nefndarmanna að hafnarstjóri ásamt þingmönn- um flokksins beiti sér fyrir þessu. máli, en vitaskuld er lagasetn- ing nauðsynleg í því sambandi. Komist málið á rekspöl, virðist sjálfsagt að það sé haft í huga í sambandi við væntanlegar vöru- geymslubyggingar við höfnina. Að endingu: Hinu má vitaskuld aldrei gleyma, þegar mál hafnar- innar eru á dagskrá, en það er aðbúnaður þeirra manna sem við hana vinna. Það mun nú afráðið að koma upp myndarlegu nýju verkmannaskýli og mun áform- að, að í sambandi við það verði sjómannastofa. Þetta er mikið fagnaðarefni, og vonandi að hægt verði að hrinda þessum á- formum í framkvæmd sem fyrst. Gunnar Guðjónsson; Höfnin er lífœð Reykjavíkur GUNNAR Guðjónsson skipamiðl- ari ræddi sérstaklega þann hluta tillagna atvinnumálanefndarinn- ar, sem varðaði hafnarmál Reykja vikur. Sagði hann að hjarta þeirrar borgar, sem við sjó stæði, væri höfn hennar og væri allt líf slíkrar borgar nátengt höfninni. Ræddi hann nokkuð um fram- kvæmdir, sem gerðar hefðu ver- ið í hafnarmálunum og væri öll- um Ijóst að þar hefði vissulega verið unnið stórvirki. Hins veg- ar væri athafnasvæði hafnarinn- ar orðið of þröngt miðað við nú- timaaðstæður og þyrfti. að bæta úr því. Þess væri skammt að bíða, að öll núverandi höfn innan hafn- argarða verði fullbyggð og þess vegna ekki mjög langt þar til hefjast þyrfti handa um stórkost- leg hafnarmannvirki utan núver- andi hafnar. Þetta hefði bæjar- yfirvöldunum verið ljóst, enda hefði borgarstjóri ekki fyrir löngu skipað nefnd sérfróðra manna, sem leggja á ráðin á um framtíðarstækkun hafnarinnar. Um þetta mál yrði að fjalla af hugmyndaflugi og viðsýni ásamt trú á áframhaldandi þróun Reykjavíkurbæjar. Gerum nú ráð fyrir, sagði Gunnar Guðjóns- son, að vér bærum gæfu til þess að tryggja framtíðarstækkun Reykjavikurhafnar svo sem bezt verður á kosið, en þá eru engu að síður viðfangsefni út af núver- andi höfn, sem leysa verður hið allra fyrsta. Ég ætla aðeins að drepa á tvö þeirra, sem um getur í tillögum okkar, sem ég tel miklu máli skipta. Ekki ætla ég mér þó þá dul að bera fram fullsmíðaðar og tæmandi tillögur um tekniska lausn þessara mála, það verða aðrir að gera, sem fagþekkingu hafa. Það sem fram er sett, verð- ur því að skoðast í því ljósi, að það er sett fram til athugunar af almennum borgara, sem engu að síður hefir unnið störf sín í nánum tengslum við Reykjavík- urhöfn um 25 ára skeíð. Fyrra atriðið varðar vöru- skemmur við höfnina og alla að- stöðu til þess að losa, taka á móti, geyma og síðar afhenda vörur þær sem hingað eru flutt- ar í skipum. Eins og nú er háttað, hafa skipafélögin ekki nema að nokkru leyti vöruskemmur sínar við höfnina, og verða því að aka miklu af vörunum á bílum eða trillum í vöruskemmur sinar víðs vegar í bænum. Síðar verð- ur svo að lesta þær aftur á bíla, þegar þeirra er vitjað af eigend- um, aka þeim til annarra staða í bænum. Auk stóraukins kostn- aðar veldur allur þessi akstur fram og aftur með vörurnar ó- þarfa umferð um fjölfarnar og þröngár götur, að ekki sé talað um hafnarbakkann, og er vissu- í erlendum hafnarborgum tíðk- ast það mjög, að hafnaryfirvöld- in eigi og annist rekstur slíkra vöruskemma, sem hluta af þeirri þjónustu sem höfnin lætur í té. Telji Reykja víkurhöfn það hins vegar vera utan síns verka hrings að ráð- ast í slíkar *~3HS framkvæmdir, eða telji sig ekki hafa bol- Gunnar magn til þess, kemur vita- skuld mjög til mála, að hún leiti samvinnu við skipafélögin og Á. VARÐARFUNDINUM í gærkvöldi var rætt um atvinnu- mál Reykjavíkur og höfðu þar framsögu þeir Gunnar Guð- jónsson, skipamiðlari, Svavar Pálsson, endurskoðandi, og Önundur Ásgeirsson, skrifstofustjóri. Þeir Gunnar og Svavar ræddu um höfnina og mörg önnur atriði í sambandi við atvinnurekstur í bænum og fara kaflar úr ræðum þeirra hér á eftir. Kafli úr ræðu önundar Ásgeirssonar, sem fjall- aði um sjávarútvegsmál, mun birtast í blaðinu á morgun lega ekki á það bætandi. Engum sem staðið hefir niðri við höfn, þegar mörg skip eru að losa samtímis, og sér vörubílaþvöguna í hálfgerðu strandi vegna þrengsla, dylst að hér þarf út- bóta við, og að öll meðferð var- anna hiýtur að verða ónauðsyn- lega dýr á þennan hátt. Annað er, að sem stendur rekur hvert skipafélag sína eigin vörugeymslu og afgreiðslu, að því að minnsta kosti eitt þeirra snertir, víðs vegar í bænum. Á öllum þessum stöðum þurfa að staðaldri að vera allmargir fastir menn til þess að sjá um móttöku og af- hendingu varanna, hvort sem mikið eða lítið er að gera. Fá- um við ekki annað séð, en að með því að allar þessar skemm- ur væru undir einu þaki á sjálf- um hafnarbakkanum, yrði hag- nýting mannaflans mikið hag- kvæmari, auk þess sem mikið.fé sparaðist bæði í mannaha’di og akstri, auk þess sem það væri tii mikils hagræðis fyrir vörueig- endur. Við höfum því stungið upp á, að hafnarstjórnin gengist fyr- ir því að reistar yrðu viðunandi nýtízku vöruskemmur á sjálfum hafnarbakkanum, þannig að stykkjavörur væru losaðar með krönum beint inn í hús hafnar- megin þar sem því verður við komið, en afhending færi fram götumegin. Yrði þá höfð til niið- sjónar sú bezta reynsla sem feng- izt hefir í erlendum hafnarborg- um í þessum efnum. Skemrrurn- ar yrðu að vera það stórar, að þær fullnægðu ailri gejmsiuþörf a stykKjavörum. samtök innflytjenda um að hrinda málinu í framkvæmd, og gæti sú samvinna þá t.d. verið í hlutafélagsformi. Allir eiga hin- ir síðastnefndu aðilar það sam- merkt, að vörugeymsluvandamál þeirra eru óviðunanlega leyst, og því ekki ósennilegt, að þeir væru fúsir til samvinnu við höfnina um lausn málsins. Annar aðili sem mér finnst eðlilegur til samvinnu um þetta mál, eru tollyfirvöldin, og kem ég þá jafnframt að öðru máli sem getið er um í tillögum okkar. Á ég þar við stofnsetningu svo- nefnds „Frílagers", eða tollvöru- geymslu. Allar meiri háttar hafnarborg- ir víðs vegar um heim hafa ann- aðhvort fríhafnir eða frílager, en það þýðir, að vörur sem fluttar eru inn og geymdar á slíkum frí- lager, eru fyrir utan tollmörk rikisins, þangað til þær annað hvort eru tollafgreiddar inn í landið á venjulegan hátt til notk- unar þar, eða þær eru seldar toll- frjálst tii erlendra skipa og flug- véla, eða íslenzkra skipa og flug- véla í utnlandsförum, eða end- urseldar á annan hátt utan toll- marka ríkisins, án þess að toll- ur sé greiddur. Með því að aðstaða sé veitt til innflutnmgs á frílager, ávinnst meðal annars: 1) Innkaup gætu farið fram í stærri stíl, sem oft gæti haft í för með sér betri innkaup, auk þess sem slík innkaup mundu stuðla að því, að öruggari vöru- birgðir væru fyrir hendi, þegar Svavar Pálsson: Reykvískur atvinnu- rekstur þarf að taka við miklu af fólki á nœstu árum SVAVAR Pálsson flutti mjög ýtarlega ræðu og kom víða við. Gerði hann grein fyrir höfuð- sjónarmiðum Sjálfstæðismanna varðandi atvinnumálin í landinu. Gerði nann sérstaklega ýtarlega grein fyrir 1. uð tillagnanna, seiíi bornar voru fram á fundinum og fer sá kafli ræóunnar orðréttur hér á efur: Við síðasta manntal bjuggu í Reykjavík 65.300 manns. Á land- inu öllu bjuggu þá 162.650 manns. f Reykjavík bjuggu þann- ( ig 40.15% allra landsmanna. Nú hefi ég samið örstutta áætlun um það, hve mikið íbúum Reykja víkur muni fjölga á næstu árum. Ég get ekki heimilda að þessum útreikningum, enda eru þeir mjög lauslegir. Nokkuð af þeim er byggt á upplýsingum í árbók Reykjavíkur, en því miður eru allar haglegar upplýsingar um Reykjavík orðnar á eftir tíman- um. Eftir áætlun um fæðingar á næstu 14 árum og útreiknuð- um dánarlíkum í aldursflokk- um hefur trygg ingafræðingur komizt að þeirri niður- stöðu, að lands- menn muni verða um 175 þús. árið 1960, en 209 þús. ár- ið 1970. Við þessar tölur miða ég áætlun um mannfjölda í Reykjavík. Geri ráð fyrir að ár- ið 1960 verði í Reykjavík um 71 þús. manns, en árið 1970 um 86.900 manns. fbúar Reykjavík- ur eru nú, eins og ég gat um áðan, rúmlega 40% allra lands- manna. Hlutur Reykjavíkur hef- ur farið hraðvaxandi á árunum 1920 til 1940, 1940 til 1950 mun hægar, en árin 1950 til 1956 er hlutfallsaukningin orðin mjög lítil. í áætlunum mínum geri ég ráð fyrir, að hlutur Reykja- víkur aukist um 0,1% á ári, þann- ig að í árslok 1960 verði 40.55% landsmanna í Reykjavík, 1970 41.55%. Þetta virðist vera mjög varlega áætlað miðað við fyrri reynslu, þó að sjálfsögðu sé ekki hægt að segja neitt um, hver muni verða raunin á. Ég hef því miður ekki íbúatöluna sundurliðaða í aldursflokka, en slíkar upplýsingar skýra mjög þýðingarmikil atriði, einmitt í sambandi við atvinnu- og félags- mál. Ég hef þó fyrir framan mig áætlun, sem gerð er af trygginga- fræðingi, fyrir árin 1960 og 1970, um íbúatölu landsins. Sýnd er þar aldursflokkaskipting. Það at- hyglisverðasta, sem fram kemur af þessum skýrslum, er að gamla fólkinu, því sem eldra er en 65 ára, fjölgar úr 12.600 í 18.400 (1956—1970), eða um rétt 50%. Á sama tíma er gert ráð fyrir, að landsfólkinu öllu fjölgi um aðeins 28%. Þetta hefir þýðingu í ýmsum samböndum, sérstak- lega þó í ýmsum félagslegum efnum. Ég hafði þó sérstakan áhuga á, að gera mér grein fyrir, hvern- ig íbúar Reykjavíkur skiptust eftir atvinnustéttum. Hér eru til skrár um atvinnuskipt- inguna 1940. Þar sýnir sig, að 34% allra Reykvíkinga hafa framfæri sitt af iðnaði. Rúmlega 13% af verzlun, 15% af sam- göngum og af þjónustustörfum ýmiss konar rétt um 18%. Af fiskveiðum aftur á móti aðeins 9%. Til samanburðar hef ég feng- ið skrá yfir atvinnuskiptinguna árið 1950. Nýrri tölur eru því miður ekki til, að ég held, að minnsta kosti hefur mér ekki tek- izt að afla þeirra. Það kemur í Ijós, að um 40% allra Reykvík- inga hafa þá atvinnu af iðnaði, þannig að hlutur iðnaðarins hef- ir vaxið úr 34% upp í 40% á þessum 10 árum. Aðrar atvinnu- stéttir eru mjög svipaðar, hlut- fallið svipað og áður, nema hvað þeim sem atvinnu hafa af fisk- veiðum hefur hlutfallslega fækk- að. Nú reyndi ég að gera áætlun um þetta atriði fram í tímann, til loka næsta kjörtímabils, 1962, og þar næsta, 1966. Fyrst geri ég ráð fyrir, að hlutfallið á milli Svavar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.