Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 18
18 MORGVNBl AÐIÐ Miðvikudagur 4. des. 1957 Landssamband íslenzkra Grœnlandsáhugamanna — Almenna bóka- félagiö Frh. af bls. 1. öllum skeiðum ævi hans. Eru tek- in ljóð úr öllum kvæðasöfnum skáldsins, og er bókinni skipt í kafla eftir því. Auk þess eru þarna nokkrar stökur sem ekki hafa verið prent- aðar áður í kvæðasöfnum E. B., kafli úr Pétri Gaut og fjórar smásögur. Jóhannes S. Kjarval, hefur myndskreytt bókina af frá- bærri smekkvísi. Hundadagastjórn Pippins IV. er síðasta bók Steinbecks, all- ólík fyrri bókum hans, góðlát- leg, en bráðfyndin háð- og ýkju- saga um stjórnmálaástandið í Frakklandi og sitthvað fleira. — Hefur bók þessi víða komið út og átt miklum vinsældum að fagna. Þýðinguna annaðist Snæ- björn Jóhannsson cand. mag. Sagan gerist einhvern tíma á síðarihluta þessarar aldar, þeg- ar Frakkar gerast leiðir á lýð- ræðisskipulaginu og endurreisa hjá sér konungdæmi. Miðaldra maður, áhugasamur um stjörnu- fræði, er gerður að konungi, nauðugur þó. Þetta hefur mörg og óvænt vandamál í för með sér. Tvö hundruð auralausir aðals- menn fyltjast þegar ásamt kon- ungi og drottningu til Versala, en út yfir tekur þó, þegar kon- ungur vill fara að láta eitthvað gott af sér leiða og bæta úr ýmsu, sem miður fer í ríkinu. Háðið virðist hitta allvel í mark, og minnir sagan oft á Heljarslóðar- orustu. Félagsbréf er 128 bls. að þessu sinni og fjölbreytt að efni. I þessu hefti eru m. a. fimm ljóð eftir sænska skáldið Harry Mar- tinsson, sem var hér í haust. Þýðandi þeirra er Jón úr Vör. Einnig eru þarna ljóð eftir Sig- urð A. Magnússon og Helga Krist insson. Kristmann Guðmundsson á þarna frásöguna Bláa fífilinn, brot úr sögu skálds. Tvær mjög athyglisverðar smásögur eru þar einnig. önnur eftir Jón Dan, hin eftir Ingimar Erl. Sigurðsson, kornungan höfund. Steingrímur Sigurðsson ritar bráðskemmti- lega frásögn, er hann nefnir At- vik undir Jökli, en um bók- menntir, íslenzkar og erlendar skrifa þeir Andrés Björnsson, Baldur Jónsson, Ragnar Jóhann- esson og Sigurður A. Magnússon. Ivar Orgland ritar um norska skáldið Tore Örjasæter, en Ind- riði G. Þorsteinsson grein, er hann nefnir: Hver eru helztu vandamál ungs rithöfundar á Is- landi í dag. Þá er grein um Ein- ar Benediktsson, þar sem rifjuð eru upp ummæli merkra manna um skáldið á fjórum merkisaf- mælum þess. Loks skrifar Hall- dór Þorsteinsson um íslenzka leiklist, og margt fleira er í heft- inu. Aukabækur Bókafélagsins eru þrjár að þessu sinni. Er þar fyrst fyrir Heimurinn okkar, saga veraldar í máli og myndum, „þessi niðandi lofsöngur um Móður Jörð .... stærsti skerf- urinn til almennrar vísinda- fræðslu, er sézt hefur í bókar- formi til þessa,“ eins og danski gagnrýnandinn Niels Blædel komst að orði í ritdómi um bók- ina í Politiken fyrir skömmu. Bókin er 304 bls. í geysi- stóru broti (26x35 cm) og í henni eru um 350 myndir, 280 þeirra litmyndir, margar mjög stórar, sumar næstum því metri á lengd. Er þetta vafalaust einhver sú glæsileg- asta bók, sem komið hefur út á íslenzku. Hún skiptist í 13 aðalkafla, sem fjalia um upp- haf jarðar og þróun um 4— 5000 millj. ára, upphaf lífsins og framvindu þess, auðlegð náttúrunnar til sjós og lands. Þá er lýsing á jörðinni í dag, allt frá auðnum heimskauta- landa til frumskóga hitabelt- is, langur kafli um stjörnu- geiminn o. s. frv. Bókin er upphaflega gerð fyrir ameríska tímaritið Life, og unnu að henni 220 vísindamenn. Gerð myndanna er mjög fullkomin, og má segja, að þar séu tekin í þágu fræðslunnar öll nýjustu brögð 1 j ósmyndatækninnar. Útgáfa þessarar bókar var því aðeins kleif hér, að víðtæk sam- vinna átti sér stað meðal ev- rópskra útgáfufyrirtækja. Mynd- irnar eru gerðar í Þýzkalandi fyrir mörg Evrópulönd, m. a. fjögur Norðurlanda, og textinn prentaður í Kaupmannahöfn fyr- ir Danmörku, Noreg og ísland. Hjörtur Halldórsson mennta- skólakennari íslenzkaði bókina og naut til þess aðstoðar margra ís- lenzkra vísindamanna. Félagsmenn geta fengið Heim- inn okkar fyrir 315 krónur, en í bókabúðum kostar hún 450 kr. Sögur Guðmundar Friðjóns- sonar er og aukabók að þessu sinni. Eru þar saman komnar tíu af smásögum bóndans á Sandi. Valið annaðist Guðmundur G. Hagalín í samráði við Þórodd Guðmundsson. Gunnar Gunnars- son listmálari myndskreytti bók- ina. Með þessari bók er aukið við „gula flokkinn", en í honum hafa áður komið út smásagnaúr- völ Þóris Bergssonar og Jakobs Thorarensens. Konan mín borðar með prjón- BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi athugasemd frá hitaveitu- stjóranum í Reykjavík: í Þjóðviljanum 30. nóv. er grein með fyrirsögninni: „Mölin keyrð úr Reykjavík og austur í Hveragerði og lokin steypt þar á hitaveitustokkana í Hlíðunum." Höfundur greinarinnar telur ólíklegt að slík vinnubrögð séu hagkvæm fyrir Hitaveituna og lýkur greininni með þeim orðum, að þess sé að vænta, að forráða- menn Hitaveitunnar og bæjarins láti ekki á því standa að gefa skýringar á þessari einkennilegu ráðstöfun. I upphafi greinarinnar er vikið að því, að lagning hitaveitu í Hlíðahverfi hafi staðið yfir ári lengur en ráð var fyrir gert. Við þetta er það að athuga, að þótt sótt væri um fjárfestingarleyfi fyrir 18 millj. kr. árið 1956, var aðeins veitt leyfi fyrir 5 rrillj. krónum. Um áramótin var svo sótt um 15V4 millj. kr. til að ljúka verkinu. í júní fékkst 8 millj. kr. bráðabirgðaleyfi, var þá strax send ný umsókn, en það var ekki fyrr en 24. okt. að Hitaveitunni barst leyfi til að ljúka verkinu. Hitaveitunni verður því ekki kennt um þennan drátt. Þá eru það lokin. Um þau er það að segja, að þau voru boðin út. Byfjað var á þeirri gerð, sem fyrst átti að nota. Fimm fyrirtækj um, þar af fjórum hér í Reykja- vík, var send útboðslýsing, en að- eins tvö tilboð bárust. Verðið miðaðist við lokin komin á efnis- geymslu Hitaveitunnar. Hærra til boðið var kr. 318,80 pr. stykki miðað við 500 m, en 22% lægra eða kr. 248,66 pr. stykki, ef teknir yrðu 3500 m af þeirri gerð. Hitt tilboðið frá 'Steingerði h.f. var kr. 190,00 pr. stykki komin á efnis- geymslu Hitaveitunnar, en kr. 170,00 tekin í verksmiðju. Pípu- verksmiðju Reykjavíkurbæjar var gefinn kostur á að bic ða í lok in en gerði það ekki vegna anna við aðra framleiðslu. Auk verð- munarins hafði tilboð Steingerð- is það umfram hitt að steypan er gufuhert, en það gefur sterkan steypu og steypan harðnar miklu fyrr. Afgreiðsla gat því hafizt miklu fyrr frá Hveragerði en Reykjavík. Af framangreindu er ljóst að sjálfsagt var að kaupa lokin aust- an frá Hveragerði. Því má bæta við, að hinn litli áhugi reyk- viskra fyrirtækja á að bjóða í iokin, stafar e.t.v. af því, að nokkru fyrr voru boðnir út 5000 um eftir danska blaðamanninn Karl Eskelund er skemmtileg frásögn og ferðasaga. Segir hún frá unglingsárum höfundarins í Kína og allævintýralegum ferða- lögum hans og kínverskrar konu hans í Evrópu og Asíu á stríðs- árunum. Kristmann Guðmunds- son rithöfundur íslenzkaði bók- ina. Þjóðbyltingin í Ungverjalandi eftir danska rithöfundinn Erik Rostböll kom út á vegum Bóka- félagsins fyrir skömmu. Þetta er greinargóð frásögn sjónarvotts af hörmungum þeim, sem ung- verska þjóðin varð að þola í bylt- ingunni í fyrra. Þarna er að finna mörg athyglisverð viðtöl við ýmsa Ungverja, flóttamenn og aðra. Tómas Guðmundsson þýddi bókina og ritar merkan eftir- mála. Ágóði af sölu bókarinnar rennur til Ungverjalandssöfnun- ar Rauða kross íslands. Að lokum tóku til máls þeir Magnús Víglundsson, ræðismað- ur, (ræða hans birtist á öðrum stað í blaðinu í dag) og Hjörtur Halldórsson, menntaskólakenn- ari, sem ræddi nokkuð um bók- ina „.Heimurinn okkar“ og gat þeirra vísindamanna, er veittu honum aðstoð við þýðingu henn- ar. Þeir eru: Finnur Guðmunds- son, Sigurður Þórarinsson, Ingi- mar Óskarsson, Jón Jónsson, Björn L. Jónsson, Páll Bergþórs- son, Geir Gígja, Hákon Bjarna- son, Baldur Þorsteinsson. m af steinsteyptum lokræsapíp- um fyrir Hlíðahverfið og einnig þar var tilboð Steingevðis h.f. hagkvæmast af fjórum tilboðum sem bárust, en þar af var eitt frá Pípuverksmiðju Reykjavíkur. Að fenginni þessari reynslu, var samið -við Steingerði h.f. um steypu þeirra loka er síðar voru keypt á sama einingarverði mið- að við steypumagn. Mér er ókunnugt um hvaðan möl og sandur er fenginn í lokin, en hins vegar liggur fyrir skýrsla Atvinnudeildar Háskólans um gæði efnisins og kornastærð og fullnægir það ágætlega kröfum þeim, sem settar voru í útboos- lýsingu. Helgi Sigurðsson. Norræn samkeeppni um tillöguuppdrætfi að glervöru f SAMVINNU við Landsforening en Dansk Kunsthaandværk (Landssamband danskra listiðn- aðarfélaga) efnir glervöruverk- smiðjan A/S Kastrup Glasværk, Kaupmannahöfn, til almennrar norrænnar samkeppni um tillögu uppdrætti að ýmsum gerðum af glösum, svo sem vatns-, öl- og vínglösum, könnum og ýmsum fleiri munum úr gleri, m. a. að hvers konar ljósakúplum úr gleri. Veitt verða verðlaun að upp- hæð alls d. kr. 9000,00. Fyrstu verðlaun eru d. kr. 4000,00. Tillöguuppdrættirnir verða að vera komnir í hendur A/'S Kastr- up Glasværk í síðasta lagi 20. jan. nk. íslenzkir teiknarar, sem hafa í hyggju að taka þátt í samkeppni þessari, geta fengið allar nauð- synlegar upplýsingar um sam- keppnisskilmála hjá form. Fél. íslenzkra listiðnaðar, Lúðvíg Guðmundssyni skólastjóra. Þjófur fekinn TVEIR bílstjórar hjá Hreyfli handtóku í fyrrinótt mann, sem var búinn að troða inn á sig heilmiklu af sælgæti. — Stóðu þeir hann að verki í verzl. Egils- kjör, sem er skammt frá Hreyfils- stöðinni við Hlemmtorg, en hann ; hafði brotið rúðu við inngang- inn og tókst að seilast gegnum 1 gatið í sælgætið. SUNNUDAGINN 1. desember var stofnað hér í Reykjavík með opinberum fundi er haldinn var í samkomuhúsinu „Iðnó“, Lands- samband íslenzkra Grænlands- áhugamanna með um 200 stofn- félögum, en áskriftarlistar liggja ennþá frammi í nokkra daga fyr- ir þá sem vilja gerast stofnfélag- ar. Á fundinum í Iðnó ríkti mik- ill einhugur með mönnum og mikill áhugi á því, að eyða því tómlæti er hér hefur ríkt fyrir Grænlandi og fornu sambandi þess við ísland. Ávörp fluttu þarna Henry A. Hálfdansson, Þorkell Sigurðsson og Sigurjón Einarsson, er höfðu framsögu fyrir hönd Farmanna- og fiskimannasambands íslands, er hafði forgöngu um málið, en bæði Landssamband íslenzkra út- vegsmanna og Fiskifélag Islands sendu fulltrúa á stofnfundinn. Aðrir, sem tóku til máls á fund- inum voru: Ragnar Sturluson verkamaður, Arngrimur Fr. Bjarnason útvegsmaður, Svein- björn Beinteinsson bóndi, Stefán Pálsson tannlæknir, Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn, Ind- riði Indriðason rithöfundur og Björn Sigurbjörnsson bankagjald keri. Að lyktum talaði dr. juris. Jón Dúason og var hann óspart hylltur af fundarmönnum fyrir hans mikla og óeigingjarna starf varðandi rannsóknir á landa- fundum íslendinga og rétti ís- lendinga til Grænlands og ómet- anlegar leiðbeiningar varðandi fiskveiðar þar. Kusu fundar- menn dr. Jón heiðursfélaga sam- bandsins — einum rómi. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir sambandið og kjörin sambandsstjórn, en hana skipa 7 manna framkvæmdaráð auk fulltrúa, einum frá hverjum landsfjórðungi. Stjórnina skipa: Henry A. Hálí dansson formaður, Þorkell Sig- urðsson gjaldkeri, Jón N. Sigurðs son hæstaréttarlögmaður, Stur- laugur Jónsson stórkaupmaður, Erling Erlingsson forstjóri, Ragn- ar Sturluson verkamaður. Yara- menn í framkvæmdaráði: Sigur- jón Einarsson forstjóri, Svein- björn Benteinsson bóndi, Andrés Kristjánsson fréttaritstjóri, Sig urður Kristjánsson forstjóri, Örn Steinsson vélstjóri, Guðmundur Jensson skrifstofustjóri og Garð- ar Jónsson verkstjóri. Aðalfulltrúar fyrir landsfjórð- ungana voru kjörnir: Fyrir Vest- firðingafjórðung: Arngrímur Fr. Bjarnason, fyrir Norðlendinga- fjórðung: Þorsteinn Stefánsson hafnarvörður, Akureyri, fyrir Sunnlendingafjórðung: Björn Sig urbjörnsson bankagjaldkeri, Sel- fossi og fyrir Austfirðingafjórð ung: Thulin Johansen forstjóri, Reyðarfirði. — Endurskoðendur sambandsins voru kjörnir: Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og Hall- grímur Jónsson vélstjóri. 4 í sambandslögunum segir, að tilgangur sambandsins og mark- mið sé að kynna fyrir þjóðinni og umheiminum fornan rétt og erfðakröfur íslendinga til Græn- lands og gera gangskör að því að fá viðurkennda og endurheimta meðferð eignar og yfirráðaréttar íslands yfir Grænlandi, sem ís- lendingar hafa aldrei glatað. Enn fremur að beita sér fyrir gagn- kvæmum skilningi og samstarfi milli íbúa beggja landanna og vinna að efnalegum og menning- arlegum framförum, er snerta samskipti þeirra. Merki sambandsins hefur ver ið ákveðið íslenzku landvættirn- ir að viðbættum hvítabirni með reiddan hramm. Var merkið til sýnis á fundinum en það hefur gert frú Kristín Þorkelsdóttir. Á fundinum voru eftirfarandi samþykktir gerðar: 1. Stofnfundur Landssam- bands íslenzkra Grænlandsáhuga manna vítir það tómlæti sem margir ráðamenn þjóðarinnar hafa sýnt varðandi lamband ís- lands og Grænlands að fornu og nýju og það að heimta viðunandi reikningsskil af Dönum og heitir á alla góða íslendinga að sam- einast um þessi mál með því að fylkja sér í félög íslenzkra Græn- landsáhugamanna, sem búið er að stofna eða verið er að stofna úti um land. 2. Landssamband íslenzkra Grænlandsáhugamanna skorar á Alþingi það sem nú situr, að stofna landnámssjóð Grænlands til eflingar fiskveiðum og hvers konar framkvæmdum Islendinga á Grænlandi, rannsókna og vís- indastarfsemi, og verði að jafn- aði leitað álits stjórnar sam- bands íslenzkra Grænlandsáhuga manna um allt er þessi mál varðar. 3. Landssaasband íslenzkra Grænlandsáhugamanna beinir þeim tilmælum til stjórnar kennslumála, að fræðslu barna og unglinga verði þannig hagað framvegis að glæddur verði hjá þeim áhugi á siglingum og landafundum forfeðranna og fyr- ir þeim verði skýrð hin sögulegu rök fyrir réttindum íslendinga á Grænlandi og þörf fyrir athafna- svæði þar. Verði það gert að venj.u í skólunum, að lóta nem- endur skrifa ritgerðir um þetta. 4. Fundurinn skorar á ríkis- útvarpið að flytja ávörp frá stofnfundi Landssambands Græn landsáhugamanna, sem tekin voru upp á segulband á staðnum. k Frá Bolungavík barst fundin- um svohljóðandi símskeyti: „Félag Grænlandsáhugamanna í Bolungavík, stofnað hér 28. nóvember, stofnendur 15, æskir inngöngu í væntanlegt landssam- band; lög send síðar. Stjórnin kosin þannig: Formaður Friðrik Sigurbjörnsson, lögreglustjóri, ritari Finnur Th. Jónsson, gjald- keri Bernódus Halldórsson, fram- kvæmdastjóri. Varastjórn í sömu röð: Gísli Hjaltason, hafnarvörð- ur, Benedikt Bjarnason, fram- kvstj., Guðmundur Kristjánsson, skrifstofustjóri. Endurskoðendur: Halldór Halldórsson skrifstofu- maður, Guðfinnur Einarsson framkvæmdastjóri. Félagið send- ir stofnfundi Landssambandsins beztu kveðjur og árnaðaróskir. Friðrik Sigurbjörnsson formað- ur“. Fleiri sambandsfélög eru á uppsiglingu sem vitað er um. A ísafirði með 20 stofnfélögum, 4 Akranesi með 14 og á Akureyri og Selfossi eru margir búnir að skrifa sig sem stofnfélaga vænt- anlegra sambandsfélaga þar, og unnið er að því að koma upp sambandsfélögum um allt land. Skólafólk fær afsláll á fargjaldi FLUGFÉLAG fslands hefir nú, eins og undanfarin jól, ákveðið að veita skólafólki, sem ætlar að ferðast í jólafríinu, afslátt á far- gjöldum og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið hátíðar- innar á heimilum sínum. Afsláttur sá sem félagið veitir skólafólki, nemur 25% frá tví- miðagjaldi og kemur því aðeins til greina, að viðkomandi sýni vottorð frá skólastjóra, sem stað- festi að hann stundi nám við skól ann og ennfremur að keyptur sé tvímiði og hann notaður báðar leiðir. Afsláttur er veittur á öll- um flugleiðum innanlands. Tíma- bil það sem afsiátturinn gildir, er frá 15. des. í ár, til 15. jan. 1958. Skólafólki og öðrum sem ætla að ferðast með flugvélum félags- ins um jólin, er bent á að tryggja sér far í tíma, en þar sem sæta- pantanir í ferðunum næst hátíð- inni eru teknar að berast, má búast við að þser verði fljótt full- skipaðar. Athugasemd iió hitaveitustjdra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.